Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Page 18
MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 1996 JjV
18
menning
Islandsbókin
íslandsbókin heitir nýstárleg
ferðahandbók sem Jóhann ísberg
og Kjartan P. Sigurösson hafa
gert. Þeir fóru hringinn í kringum
landið og inn á hálendið og tóku
myndir úr lofti af láði og legi. Við
töku og vinnslu á myndunum var
beitt nýrri tækni þar sem sjónar-
homið er í raun og veru ótak-
markaö. Þaö er frá
100 og allt upp í 215
gráður, en skeyt- |
ingar eru gerðar í
tölvu og sjást
ekki. Þannig má
sýna stór svæði á
einni og sömu
mynd og rekja
sig mynd frá
mynd um landiö.
Til sérstaks hægðarauka fyrir
ferðamenn eru örnefhin birt fyrir
ofan og neðan myndimar, alls um
3000 ömefni sem einnig era skráð
aftast. Ferðamaður þarf ekki leng-
ur að reikna út af korti hvaða fjall
heitir hvaö, hann getur séð það í
sjónhendingu með því að bera
saman mynd og landslag!
Margir helstu þættir jarðfræö-
innar era útskýrðir á einfaldan og
auðskiljanlegan hátt í bókinni.
Tæknimyndir gefa út.
Hin vísindalega trú
ÍSLANqs
Bókin Ekki dáin - bara flutt á
eftir að valda þeim vonbrigðum
sem bjuggust við krassandi sögum
úr öðram heimi. Hún fjallar um
fyrirbæri þessa heims, þ.e. óskir
þessa heims manna um að komast
í samband viö annan heim og
vonina um að líf sé eftir dauðann.
Ritið er alþýðusagnfræði, sam-
bland sagnfræði og blaða-
mennsku, ekki ósvipað íslenskum
örlagaþáttum Sverris Kristjánsson-
ar og Tómasar Guömundssonar
sem nutu mikilla vinsælda á sín-
um tíma. Stíllinn er því léttur og
rabbkenndur en kröfúr sagnfræð-
innar um meðferð heimilda ekki í
hávegum hafðar. Þó að leitast sé
við að segja satt og rétt frá fær les-
andinn ekki að sjá á hverju er
byggt í öllum tilvikum.
Fyrst og fremst er hér á ferð
sagnfræði sem skemmtiefni og
vissulega tekst þar vel til, sagt er
skemmtilega frá og viðfangsefnið
ætti að vera áhugavert fyrir flesta.
í aðalhlutverki era ýmsir athyglis-
verðustu einstaklingar sinnar tíð-
ar, m.a. Indriði Einarsson og Einar
H. Kvaran og miðlarnir Indriði
Indriðason og Lára Ágústsdóttir,
að ógleymdum hinum mikilvirka
Friðrik huldulækni.
Spíritisminn var afkvæmi
vísindabyltingar 17. og 18.
aldar, iðnbyltingarinnar og
pósitívismans sem fylgdi í
kjölfarið. Hann var trú hins
upplýsta, nú nægði ekki
lengur að trúa i blindni
heldur skyldi leitað sann-
ana. Spíritisminn var
einnig borgaraleg trú og á
íslandi fyrst í stað yfir-
stéttartrú eða jafnvel
samkvæmisleikur þó að
seinna tæki alþýðan við sér.
Spíritisminn er því óaðskiljan-
legur samfélaginu sem hann varö
Bókmenntir
Ármann Jakobsson
til í, á íslandi gerðist það í lok 19.
aldar. Forsvarsmennimir vora
flestir nátengdir Valtýingum eða
sjálfstæðismönnum sem gerði spír-
itismann að stjómmálum og í eðli
sínu er hann það, spírítisminn
hlaut að verða trú frjálslyndra sem
sveigðust frá hefðbundinni kristni.
Höfundar þessarar bókar benda á
þetta samhengi en
ganga ekki nógu
langt, láta sér nægja
að lýsa fremur en
skýra.
Hér þvælist e.t.v. fyr-
ir höfundum póst-
módernísk tvíræðni,
öðrum þræði játa þeir
hvorki á sig trú né van-
trú á miðla og annað líf
og eyða of miklu rými í
aö ræða það, á hinn bóg-
inn gera þeir hvað eftir annað
stólpagrín að öllu saman. En grein-
ing á spíritismanum sem menning-
arfyrirbæri veröur að láta annað
líf liggja alveg milli hluta.
Hvað sem því líður nær bókin
markmiði sínu, að vera fróðlegur
og skemmtilegur aldarspegill. Nú
vantar bara vísindalega rannsókn
á spíritismanum.
Bjarni Guðmarsson og Páll Ás-
geir Ásgeirsson:
Ekki dáin - bara flutt. Spiritismi
á íslandi - fyrstu fjörutíu árin.
Skerpla 1996.
Bókstafirnir bregða á leik
Stafakarlamir nefnist nýstárleg
stafakennslubók eftir Bergljótu
Amalds fyrir yngstu kynslóöina.
Þar segir frá því þegar Ösp sem er
að byrja í skóla sofhar ofan í staf-
rófskverið sitt og Ari litli bróðir
hennar verður vitni að því að
stafimir í bókinni lifna við. Hver
stafur veröur að stafakarli með sér-
stök einkenni og sérstakan per-
sónuleika. Þeir era sí og æ að ríf-
ast, en ákveða að lokum að fara aft-
ur inn í bókina, því þar standa þeir
saman og geta táknað öll heimsins
orð.
Bókmenntir
Margrét Tryggvadóttir
Það eitt að persónugera bókstaf-
ina er snjallt, því þeir verða mun
eftirminnilegri fyrir vikið. Texti
Bergljótar er einnig bráðskemmti-
legur. Hver síða er ýmist helguð
einum bókstaf eða tveimur og örlít-
il atburöarás eða orðræða spunnin
í kringum þá. Textinn á síðu hvers
stafs einkennist af mikilli notkun á
hljóðinu sem er til umfjöllunar og
er það vel við hæfi í stafakennslu-
bók. Hér er örlítið dæmi: „Ooooo,”
orgaði O. „Ooooo, þú segir svo oft
nei. Ooooooo.” O varö alveg orð
laus og stóð með opinn munninn
Loks rak O olnbogann á kaf í Ó
„Ó!” æpti Ó óhamingjusamur
„Óþekktarormurinn þinn!” „Orm
ur?” orgaði O móögaður. „Kallarðu
mig Orm?” (Bls. 24.)
Myndir Jóns Hámundar Mar-
ínóssonar hafa bæði kosti og galla.
Þær era skýrar og stafimir sjást
vel. Á hverri síðu era myndir af
hlutum sem tengjast hverjum staf
og böm og foreldrar uppgötva ef til
vill ekki við fyrsta lestur og gerir
það bókina enn skemmtilegri þegar
hún er lesin aftiu-. Sterk áhrif frá
erlendum skrípamyndum eru þó
allt of áberandi og rýra gildi verks-
ins. Hendumar á stafakörlunum
era eins og hendumar á Mikka
mús og myndskreytingarnar í
heild teljast seint listaverk. Bókin
ætti þó að vekja gleði bæði bama
og fulloröinna og gagnast við stafa-
kennslu. Uppsetning texta hefði þó
þurft að vera á annan veg ef bókin
á að nýtast til beinnar lestr-
arkennslu. í bókarlok era ýmsar
þrautir og spumingar sem gera
það að verkum að bókin hentar fyr-
ir breiðari aldurshóp en ella og
nýtist lengur.
Bergljót Arnalds og Jón Hámund-
ur Marínósson:
Stafakarlarnir
Skjaldborg 1996
Um
spurningar
og svör
Sú tilfmning sem öðram fremur
virðist vera uppspretta ljóða Áma
Ibsens í bókinni Úr hnefa er skiln-
ingsþorstinn. Höfundur glímir við
alvarleg umhugsunarefni, svo sem
dauðann, framrás tímans, grimmd-
ina í heiminum. Náttúran er honum
hugleikin. Hann leitast viö að lesa
táknræna merkingu út úr ýmsum
fyrirbærum í veröldinni í þeim til-
gangi að komast nær skilningi á til-
vera mannsins. Hann sér til dæmis
samsvöran með snjó er mun bráðna
og svörum sem leysast upp í nýjum
spumingum (Hret), og með áhrifa-
mætti mannlegrar návistar og því
hvernig stjarnan
gerir svartan himin-
inn sjáanlegan (til-
brigði númer 3 við
ljóð eftir Cid Corm-
an). Athugun Áma
á veröldinni má
stundum líkja viö dulmálslestm-.
Eftirminnilega mynd er að finna í
lokalínum Ijóðs sem er tileinkað
Brieti heitinni Héðinsdóttur: „Orða
er vant; eða/ hvaða svar hæfir// ef
spurt er hvert/ hnefínn fór/ þegar
lófinn opnaðist?“ Meðal ljóða Áma
era skýrt dregnar smámyndir eins
ljóðið „Hviids vinstue":
tært
staup
af víni
á dökku
fáðu
borði
Ámi Ibsen
einhver
brá sér
frá -
Þetta
litla ljóð
orkar
sterkar á
undirritað-
an en sum
þeirra sem
lengri eru
og flókn-
ari. Það
kveikir
hugrenn-
ingar og
má túlka á
ýmsa vegu.
Glas á
borði á
veitinga-
stað sem ekki hefúr verið tæmt
vitnar um fjarveru einhvers sem
líklega mun koma
aftur. Það eru
sterkar andstæð-
ur á milli hins
dökka fáða borðs
- þess varanlega -
og tærs staups af
víni - þess sem kemur og fer -. Það
að sviðiö er Hviids vinstue leiðir
hugann að Jónasi Hallgrímssyni
sem drakk þar tíðum.
Það er alvarleiki og jafnvel ákveð-
in þyngsli yfir tjáningu Áma. Það
hvemig hann kemur orðum að
rannsakandi sýn sinni á tilveruna,
þeim spumingum sem á hann leita
og tilraunum sínum til greiningar
gerir það að verkum að á köflum
virkar ljóölist hans býsna háskóla-
leg, ef svo má að orði komast.
Árniibsen
Úr hnefa
Mál og menning 1996
Ný fornaldarsaga
1%
Bókmenntir
Kristján Þórður Hrafnsson
Kristinn R. Ólafsson er óhepp-
inn með að unglingasagan hans,
Fjölmóðs saga foðurbetrungs,
skuli koma út einmitt núna, þegar
þjóðin liggur með eyrað uppi við__
útvarpstækin sín og
hlustar agndofa á
Halldór Laxness lesa
Gerplu. I sinum æv-
intýralega tólftualdar-
trylli notar Kristinn
nefnilega býsna líkt
orðfæri, sem hann
ræður auðvitað vel við
eins og engum kemur á j
óvart, en sem verður '
eins og stæling þegar _
Gerpla er fersk í minn-
inu.
Fjölmóðs saga er að efni líkari
fomaldarsögum Norðurlanda en
íslendingasögum og segir frá pilt-
inum Fjölmóði sem fæddur er á ís-
landi undir lok 11. aldar. Faðir
hans var mikill garpur og fær pilt-
ur minnimáttarkennd af saman-
burðinum og liggur í öskustó, al-
veg þangað til móðir hans brýnir
hann að hefna -----------------
fóður síns. Þá rís
hann upp og reyn-
ist þá hverjum
manni rammari
að afli, en ekki
verður af hefnd-
um því móðirin hafði ekki bent á
réttan aðila til að hefna sín á.
Eftir þetta siglir Fjölmóður utan
og sagan verður samfelldur hasar.
Á Fjölmóður í höggi við ýmsa
óvætti, bæði kunna og ókunna, og
bæði þessa heims og annars. At-
burðarásin er svo þétt að lesandi
má hafa sig allan við að fylgja
henni og ná öllum smáatriðum.
Bókmenntir
Silja Aðalsteinsdóttir
Mætti stundum hugsa sér að höf-
undi hefði getað orðið meira úr
hverjum og einum, en þá aðeins
til að lengja sögu, ekki til að
fækka viðburðum. Skemmti-
legt er hvemig Kristinn not-
ar persónur úr norrænni
goðafræði og djúphugsað er
hvemig allar konur í lífi
Fjölmóðs reynast vera ein
og sama konan, hin dökk-
eyga, dularfulla dís
drauma sem heitir Nótt,
Dreyma, Zoræða og Unn-
ur eftir atvikum.
Ef til vill er Kristinn
að segja að sagan sé öll einn
órafenginn draumur, og Fjölmóð-
ur hafi í raun og veru hvergi far-
ið. Vera má þá að á bak við liggi
kenning um fombókmenntir okk-
ar sem leiðslubókmenntir kolbíta,
en látum svona vera, eins og
skessan sagði.
Kristinn beitir sínum fomlega
stíl alls ósmeykur í sögunni o;
skýrir orð, orðasambönd og sögu
leg atriði neðanmáls þar sem
------------ þurfa þykir. Þetta er
skemmtileg tilraun,
og gaman þætti mér
að vita hvemig ung-
ir lesendur taka
henni. Liklegt finnst
mér að þeir sem á
annað borð laðast að sögunni
muni taka skýringunum fagnandi
eins og hverjum öðrum fróðleik og
spennu sem hún miðlar. Því böm
era fróðleiksfús að eðlisfari.
Kristinn R. Ólafsson:
Fjölmóös saga föðurbetrungs.
Ævintýralegur tólftualdartryllir
Ormstunga 1996
Jói Jóns og
félagar
Nýja unglingabók-
in hans Kristjáns
Jónssonar heitir Jói
Jóns, Kiddý Munda
og dularfullu
skuggaverurnar.
Sagan lýsir því þeg-
ar Kobbi sonur Tóta svarta lög-
regluþjóns breytir leynimerkjum
skátanna svo að ungskátarnir
lenda í óhugnanlegri lífsreynslu í
gömlu verksmiðjunni. En hver hót-
aði að sprengja verksmiðjuna og
krakkana í loft upp? Var það Run-
ólfur, vanþroska gemlingur að áliti
Tóta svarta og Gumma svakalega?
Eða vora það dularfúllu skuggaver-
umar?
Bjami Jónsson teiknaði myndir
og Skjaldborg gefur út.
Snillingar í
Snotraskógi
Snillingar í Snotra-
skógi heitir ný bama-
bók eftir Björgvin E.
Björgvinsson með
klippimyndum Helgu
Sighvatsdóttur. Þetta
er hugljúf saga um Skógarmýslu og
íkomastrákinn Koma. Mýsla er
nýbúi í skóginum en Komi er bor-
inn og bamfæddur þar. Þau verða
vinir og lenda saman í ýmsum æv-
intýrum.
Leikrit byggt á þessari sögu
verður sýnt hjá Möguleikhúsinu i
febrúar næstkomnadi og fylgir
boðsmiði á sýninguna hvemi bók.
Höfúndar gefa út og dreifa sjálfir
frá Selfossi.
Jói og risaferskjan
íslendingar komust furðuseint
upp á bragðið með bamabókahöf-
undinn Roald Dahl sem lengi hefúr
verið höfunda vin-
sælastur í grannlönd-
um okkar. í ár koma
út tvær nýjar þýðingar
á bókiun eftir hann,
auk Matthildar í end-
urútgáfu, Danni
heimsmeistari og Jói
og risaferskjan.
Jói býr hjá hræði-
legum ffænkum sínum tveim eftir
að óður nashymingur étur báða
foreldra hans. Líf drengsins er
óbærilegt, en dag nokkum fer risa-
stór ferskja að vaxa í garðinum og
þótt ótrúlegt sé verður það til að
frelsa Jóa úr prísundinni.
Ámi Árnason þýddi bókina og
Mál og menning gefur út.
Afrfkudætur
Hrönn Sigurðardóttir var hjúkr-
unarkona og kristniboöi í Keníu í
tæp átta ár og segir í bókinni_
Affíkudætur frá fólk-
inu sem hún kynntist
þar. Bókin gefur okk-
ur innsýn í menning-
arheim sem er gerólík-
ur þeim sem við eigum
að venjast. Hún lýsir
lifsbaráttu kvennanna
sem er ótrúlega erfið,
félagslegri stöðu þeirra
og bágum kjörum. En þær eiga
samt von.
Salt gefur út.
Sagnir komnar út
Sagnir. Tímarit um söguleg efni
er gefið út af sagnfræðinemum við
Háskóla íslands og skrifað mest-
megnis af þeim líka. í
17. árgangi, sem er ný-
kominn út, eru meöal
annars greinar um trú
á vættir og vofur í upp-
hafi 19. aldar, hug-
myndir um stofnun
varnarliös á 19. öld,
notkun einkabréfa I
sagnffæðirannsókn-
um, stöðu tónlistarlífs hér á landi í
byrjun 19. aldar og byltingamar
árið 1848. Síðast en ekki síst varp-
ar Eggert Þór Bernharösson nýju
ljósi á samskipti íslenskra kvenna
og erlendra hermanna á stríðsár-
unum. Ritstjórar era Skarphéðinn
Guðmundsson og Davíð Logi Sig-
urðsson.