Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Side 19
MANUDAGUR 23. DESEMBER 1996
mennmg
19
Leitið og þér
munuð... ?
I Lúðrasveit Ellu Stínu heldur El-
ísabet Jökulsdóttur áfram þar sem
frá var horfið í Galdrabók Ellu
Stínu sem kom út fyrir þremur
árum. Þetta eru örsögur, sögur á
mörkum ljóðs og prósa, naíviskar
frásagnir sem einkennast af óheftri
sköpunargleði og fjörugu ímyndun-
arafli. Eins og í Galdrabókinni lenda
söguhefjur í fjarstæðukenndum að-
stæðum sem verða í meðfórum El-
ísabetar eðlilegar og sjálfsagðar
enda er hún höfundur sem kann að
meðhöndla fantasíuformið. Sá heim-
ur sem við sjáum er í augum persón-
anna eðlilegur heimur. Þær efast
ekki um það sem fyrir augu ber, eru
kannski svolítið undrandi eins og
lesandinn en af því að þær lifa og
hrærast 1 veröld þar sem allt getur
gerst meðtaka þær upplifanir sinar
gagnrýnislaust. Það gerir lesandinn
líka en freistast samt til að ferðast á
bak við líkingarnar og táknin af því hann vill öðlast
skilning á því sem höfundurinn er að segja. Og það þarf
ekki að innleiða ný náttúrulögmál til þess að skilja sög-
ur Elísabetar. Hinn undarlegi sagnaheimur afhjúpar
annan heim sem er enginn annar en
hin hversdagslega veröld okkar hér
og nú. Veröld sem er eina stundina
hlý og góð, á öðrum stundum grá,
grimm og nístandi.
Það sem sögumar afhjúpa kannski
fyrst og síðast eru tilfinningar og þó
yrkisefnin séu af háalvarlegum toga er Elísabet lagin
við að sjá skoplegu hliðamar á mannlífinu. Með því að
blanda saman alvöru og kaldhæðni tekst henni að draga
fram sterkar og áleitnar tilfinningar, sbr. sagan „Mað-
urinn sem dó einn“: „Einu sinni var maður sem dó einn
Eiísabet Jökulsdóttir.
Bókmenntir
Sigríður Albertsdóttir
á ónotalegum spítala og það var
enginn sem hélt í höndina á honum
eða heyrði hann segja síðustu orðin
og hann var að hugsa um það þegar
hann fann lífsandann fjara úr lík-
amanum hvað það hefði verið nota-
legra að farast í flugslysi með 367
öðrum“ (34). Þetta er ónotaleg mynd
og mjög svo lýsandi fyrir þá kennd
sem hvergi er minnst á; einsemd-
ina. Sú tiifinning skýtur víðar upp
kollinum og á sér mörg andlit og
mismunandi.
Mér finnst freistandi að túlka
bókina í heild sinni sem aðför
manneskjunnar að tilfinningum
sínum, með öðrum orðum tilraun
manneskjunnar til að nálgast sjálfa
sig. En það er flókið ferli og ekki á
allra færi eins og sögumar „Vinnu-
konan“ (22) og „Vinnumaðurinn"
(23) era til vitnis um. Þar segir af
tveimur manneskjum sem þeytast
þrotlaust um allan bæ í svo gegndarlausri leit að þau
týna markmiðum sínum í öllum hamaganginum.
Lúðrasveit Ellu Stinu er holl og skemmtileg lesning
fyrir alla þá sem era til í að hræra svolítið upp í sjálf-
um sér. Og ekkert hættuleg því mað-
ur fær líka að brosa! Það sem helst er
aðfinnsluvert er að í einstaka sögu er
höfundur helst til sjálfhverfur og ligg-
ur á lausninni eins og ormur á gulli.
_________________ Svolítið gremjulegt en tapið vinnur
maður upp í yndislegum sögum eins
og „Friðarborðinu" (40-41) þar sem hjartahlýja, við-
kvæmni og kímni spila saman í fullkomnu samræmi.
Elísabet Jökulsdóttir
Lúðrasveit Ellu Stínu
Mál og menning 1996
PS...
Menningarsíða DV sendir
lesendum sínum innilegar
óskir um mörg djúphugul
síðdegi á athyglisverðum
málverkasýningum, mörg
skemmtileg kvöld í leikhúsi
eða á tónleikum og margar
gleðilegar vökunætur yfir
góðum bókum á þessum jól-
um. Jólakveðja síðunnar er
eftir nýjasta nóbelsskáldið,
Wislöwu Szymborsku, úr
bókinni Útópíu sem Fjölvi
gaf út með þýðingum Þóru
Jónsdóttur skálds á úrvali
ljóða hennar - og það heitir
Fjölskyldualbúm
Wislawa Szymborska.
Enginn i fjölskyldunni hefur dáið af ást.
Margt hefur gerst en ekkert í goðsagnarstíl.
Einhver Rómeó með tæringu? Einhver lömuð Júlía?
Nokkrir hafa náð hárri elli.
Ekkert fórnarlamb vegna ósvaraðs bréfs
sem vætt var í táram!
Loks mættu ætíð grannamir
með rósir og nefklemmugleraugu.
Enginn kafnaði í mahonískápnum
þegar maki ástkonunnar sýndi sig óvænt.
Allar þessar slaufur, slæður og pífur
hindraðu engan í að festast á mynd.
Og aldrei í anda þess vítis sem Bosch málaði.
Og aldrei fyrir byssuskoti úti i garði.
(Þeir létust með kúlu í höföinu, en af öðra tilefni,
á böram á vígvellinum.)
Líttu á þessa hérna með töfrandi hárhnútinn,
og bauga undir augunum líkt og eftir dansleik,
satt er það hún flaut héðan í blæðingu
en ekki til þín dansherra, og ekki af sorg.
Má vera einhver á fyrri tíð, fyrir daga ljósmyndanna -
en enginn þeirra sem era I albúminu svo ég viti.
Sorgimar hlógu hver að annarri, dagamir flugu sína leið,
raeðan þau létu huggast - og fóra úr flensu.
Faöir vors krossar
Krossar með faðirvorinu úr silfri og gulli.
Verð á silfurkrossinum er 1.950 kr. með festi.
Verð á 9 k. gullkrossinum er 4.950 kr. með festi.
<%ull
7/iUm
Laugavegi 49, símar 551-7742 og 561-7740
Bænamen
Sjóferðabænin, silfur, kr. 4.490,14 k. gull kr. 17.990.
Faðir vor, silfur, kr. 4.490,14 k. gull, kr. 14.990.
Æðruleysisbænin, silfur, kr. 4.490,14 k. gull, kr. 13.900.
<%ull
leuin
Laugavegi 49, símar 551-7742 og 561-7740
Herraarmbönd
Mjög falleg herragullarmbönd á frábæru verði, 9 k. gull
frá 16.200 kr. og upp í 32.000 kr. í 14 k. (ekki holað
innan). Einnig úr silfri og double frá kr. 1.100.
Eigum einnig fallegar herrakeðjur úr gulli og silfri á
góðu verði.
<$uU
fiutn
Laugavegi 49, símar 551-7742 og 561-7740
; ! I
■
L -
Gullhálsmen
Falleg gullhálsmen, 14 k. gull á frábæru verði,
smíðuð hjá okkur.
Verð með ekta perlu kr. 5.500, með hematitt
kr. 4.900 með festi.
■* rsr*
*
um\m
Hringar
Mjög fallegir gullhringar, tví- og þrílitir, gult, rautt og
hvítt gull á frábæru verði, frá kr. 4.500.
Hálsmen
Töfrarúnir, silfurmen
(stafir), verð með festi
aðeins 1.850 kr.
Töfrarúnir eru margra
alda gamlar.
Menn til forna notuðu
rúnir þessar sér til
verndar og heilla.
Þeir sem þessar rúnir
bera munu ekki
í vandræði komast.
<$ult
<$uU
fitun
Laugavegi 49, símar 551-7742 og 561-7740
TfilLin
Laugavegi 49, símar 551-7742 og 561-7740
<$uU
@tföUin
Laugavegi 49, símar 551-7742 og 561-7740