Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Blaðsíða 21
MANUDAGUR 23. DESEMBER 1996
• Vefjól
Ef þú hefur ekki þegar tekið eftir
því þá gengur jólahátíðin í garð á
morgun. Vonandi verður sem mest
um dýrðir hjá flestum og einnig hjá
netbúum. Það er líka um auðugan
garð að gresja á Intemetinu, þar er
jólastemningin i tyrirrúmi. Mönn-
um er þó bent á að það er miklu
heilnæmara að halda alvörujól með
nánum ættingjum og vinum, ekki
finna þig fasta eða fastan á ein-
hverri spjallrás klukkan sex á að-
fangadag.
Jólasveinar
Á slóðinni http://santa.b-
x.com/milk.htm er þeim sem hana
skoða tjáð að um sé að ræða hina
einu réttu síðu jólasveinsins en sá
sem þetta skrifar hefur óljósan grun
um að hér sé einhver verslunarmið-
stöð i dulargervi. Þeir fá úldna kart-
öflu í skóinn. Öllu skemmtilegra er
síðan á slóðinni http://africa.c-
is.co.za/santa/visitor.html en þar er
hægt að senda jólasveininum tölvu-
póst. (Flestir vita þetta ekki en jóla-
sveinninn á flunkunýja 200
megariða Pentiumvél og spilar Red
Alert með öll ljós slökkt og græjum-
ar i botni eða flakkar um vefinn> í
leit að upplýsingum um leikfanga-
gerð í þeim fáu frístundum sem
hann á). Einnig geta þeir sem vilja
höfða til bamsins i sjálfum sér sótt
sér litabækur með jólamyndum.
Auðvitað vilja allir eiga jólasvein-
inn (jólasveinana) og hvort sem þið
trúið því eða ekki þá telja Tyrkir sig
eiga tilkall til hans. Rökstuðninginn
er að finna á slóðinni
http://www.tm-key.org/tur-
key/news/santa.htm Á slóðinni
http://www.comevisit.com/billbo-
ard/bl623.phtml er heimasíða ein-
hvers jólasveins sem býr á norður-
pólnum ásamt konu sinni, Melanie,
hreindýmm og þremur músum.
Skyldi Giljagaur vita af þessu?
Hægt er að senda jólasveininum
staðlað tölvubréf á slóðinni http:
//www.marlo.com/santa.htm og
hægt er að fá svar frá þeim rauð-
klædda innan nokkurra sekúndna.
Hvort sem þú trúir því eða ekki þá
er hægt að fylgjast með jólasveinin-
um í beinni útsendingu á slóðinni
http://www.fla.iiet/cgi-bin/sd/s-
anta/santacam Þar er einnig hægt
að komast inn á það sem vefsíðu-
hönnuðir segja vera lista yfir uppá-
haldssíður jólasveinsins.
Jólasögur
Klassíska jólasagan eftir Charles
Dickens http://www.literat-
ure.org/Works/Charles-Dickens/c-
hristmas-carol/index.html Sagan
bak við þann sið að setja upp jólatré
er á slóðinni
http://santa.smart.is:82/s-
anta/tree.htm Allt um jólin í Ástral-
íu er að finna á slóðinni http:
/ /www.gil.com.au/ozkidz/Christm-
as/index.html Þar á meðal eru níu
ástralskar jólasögur. Nokkrar jóla-
sögrn- er að finna á slóðinni http:
//www.autopen.com/xmas96.shtml
Jólasaga er einnig á slóðinni http:
//www.nettiradio.fi/test/santa/tale-
4.htm Velskar jólasögur eru á vef-
síðu á slóðinni http://www.ihi.a-
ber.ac.uk/~spk/christmas.html
Risastórt tengingasafn á jólasíður
úti um allan heim er á slóðinni http:
/ / www.aristotle.net/christmas/c-
hristmas.htm Fallegar jólamyndir
eru á slóðinni http://weyl.zib-berl-
in.de/HTMLs-English/Christm-
as.html
Jólagrín
Að lokum má svo nefna síðuna
http://www.netcore.ca/~gkil-
lops/twasl.html en þar eru nokkrir
missmekklegir jólabrandarar. Fleiri
slíkir eru á slóðinni
http://www.mer-
ton.ox.ac.uk/fun/xmas/ Þar er með-
al annars gerð grein fyrir því aö en-
gillinn er alltaf á toppnum á jólatrj-
ám vestanhafs. Á vefsíðunni http:
//javelin.commed.unsw.edu.au/kar-
en/xmas/humour.htm er snúið út
úr nokkrum frægum jólalögum.
-JHÞ
Glæpamenn í Ameríku:
Takmarkaður aðgangur
„Við getum ekki litið fram hjá
þeim möguleika að harðsvíraðir og
snjallir glæpamenn geti notað netið
til að fremja alvarlega glæpi,“ segir
Edward Reilly, formaður banda-
rísku skilorðsnefndarinnar, en hún
hefur ákveðið að takmarka tölvuað-
gang nokkurra hættulegra glæpa-
manna sem hafa fengið reynslu-
lausn. Yfirvöld segja að ástæðan sé
sú að á netinu sé margt vafasamra
upplýsinga og ósæmilegt efni. Til
dæmis er nefnt að þar séu upplýs-
ingar um hvernig búa megi til
sprengjur, bamaklám og hatursá-
róður sem hættulegir glæpamenn
ættu ekki að fá að komast í tæri við.
í framtíðinni munu dæmdir glæpa-
menn á skilorði þurfa að fá sérstakt
leyfi til þess að kaupa sér aðgang að
netinu. Einnig er gert ráð fyrir þvi
að sumir þeirra þurfi að setja búnað
á tölvur sínar sem yfirvöld geta not-
að til að fylgjast með tölvunotkun
þeirra.
Samantekt: JHÞ
Jóladag kl. 13.00
Klassíkfm 106,8 ogAðalstöðin 90,9
á áamtengdimv m&imi
Á jóladag kl. 13-00 flytjum við upptöku frá
stórtónleikum sem haldnir voru í Avery
Fischer Hall í New York í haust
í minningu Bandaríska tenorsöngvarans
Richard Tucker.
Fjöldi þekktra söngvara söng á þessum
árlegu tónleikum til styrktar ungum
tónlistarmönnum, þ.á.m. Kristján
Jóhannsson. Sinfóníuhljómsveit
Metropolitan óperunnar lék.
Stjórnandi tónleikanna var James Levine.
&
REMY MARTIN
FIN£ CHA.MPAGNF. COGNAC
V/SA
PÓSTUR OG SÍMI
L
Landsbanki
íslands
Ðanki allra landsmanna
FJÁRVANGUR
iKtm vei■ i11iaimiiuii
HAPPDRÆTTI
I HÁSKÓLA ÍSLANDS
9097909
AÐALSTÖÐIN
iQmsá
jrfów
^ífi'