Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Page 22
22 íþróttir stuðla að afbrotum Vísindamenn færa út kvíarnar í sókn sinni gegn mannanna meinum: Leita nýrra töfralyfja í myrkum hafdjúpunum „Það er sama hversu hugmyndarík- ur efnafræðingurinn getur verið, náttúran er ennþá hugmyndarík- ari,“ segir Shirley Pomponi, for- stöðumaður rannsókna á sviði líf- og læknisfræði í Harbour Branch hafrannsóknarstofnuninni í Fort Pierce á Flórída. Vísindamenn frá Harbour Branch og öðrum stofnunum eru á þönum um heimsins höf, og langt undir yfirborð þeirra, í leit að sjáv- arlífverum sem kynnu að búa yfir lækningu við margvíslegum mann- anna meinum, svo sem ofnæmi, £ds- heimer, gigt, krabbameini eða al- næmi. Þeir eru að leita að þörung- um, svampdýrum og öðrum kvik- indum sem framleiða einstök efna- sambönd sem hvergi er að finna annars staðar á jörðinni. Sífellt fullkomnari tækni gerir visindamönnum þessum kleift að kanna áður óþekktar lendur undir- djúpanna þar sem þeir gera sér von- ir um að finna allra meina bót. „Náttúran er mjög hugmyndarík þegar kemur að því að framleiða efnasambönd og hanna efhahvata sem gera ákveðna hluti,“ segir Amy Wright, sjávarefnafræðingur við Harbour Branch sem er meðal fremstu stofnana á sínu sviði vest- an hafs. „Náttúran hefur þegar gert tilraunirnar fyrir okkur. Við þurf- um bara að átta okkur á hvað þetta muni gera í kerfum okkar.“ Vísindamennirnir frá Harbour Branch hafa farið um undirdjúpin í Karíbahafinu, við Galapagoseyjar, Kanaríeyjar, Azoreyjar, Ástralíu og aðra fjarlæga staði í leit sinni að óvenjulegum efnasamböndum. Læknavísindin hafa lengi beint sjónum sínum að regnskógmn heimsins í leit að nýjum lyfium og því hafa hafdjúpin kannski orðið útundan en höfin þekja um 70 pró- sent af yfirborði jarðarinnar. Vís- indamenn hafa ekki skráð nema um tíu þúsund sjávarlífverur, að- eins lítið brot af því sem þar er hugsanlega að finna. „Við höfum aðeins klórað í yfir- borðið," segir Shirley Pomponi. „Við teljum að við höfum sennilega fundið minna en eitt prósent af þeim sjávarörverum sem til eru.“ Vísindamenn hafa þegar einangr- að ýmis efnasambönd úr sjávarlíf- verum sem hugsanlega munu koma að góðu gagni í baráttunni gegn gigt. Annað efni hafa þeir fundið sem virkar gegn krabbameini í brjóstum og eggjastokkum og unnið er að því að koma í fiöldafram- leiðslu efni sem drepur sortuæxlis- frumur en sortuæxli er eitt ban- vænasta krabbameinið. Vísindamennirnir frá Harbour Branch stunda efnisöflun sína í litl- um fiögurra manna kafbáti sem get- ur farið niður á allt að 917 metra dýpi. Kafbáturinn er búinn full- komnum armi með sérstöku sog- tæki sem sogar upp lífverurnar sem á að kanna á rannsóknarstofunum. Vandlega er skráð hvað finnst hvar ef vera kynni að eitthvert töfralyfið fyndist nú. „Maður lifir alltaf í voninni," seg- ir Amy Wright. I Heil- j brigð sál í hraustum lík- I ama er við- ; kvæði þeirra [ sem mæla með I því að ungt folk | stundi íþróttir til að 1 lenda ekki í slæmum fé- I lagsskap, m.ö.o. leiðist ekki út í 1 afbrot. j Nú hafa ný-sjálenskir vís- fj indamenn komist að niðurstöð- um sem benda til hins gagn- : stæða, nefnilega því að íþrótta- j iðkun auki líkurnar á afbrot- j um. Rúmlega eitt þúsund v drengir og stúikur á aldrinum j 15 til 18 ára voru spurð um ; íþróttaiökun og afbrot. j Dorathy Begg við læknadeild j Otago háskólans í Dunedin og samstarfsmenn hennar komust ; að því að drengir sem stunduðu j íþróttir af kappi þegar þeir II voru 15 ára voru tvisvar sinn- 1 um líklegri til að vera viðriðnir afbrot þegar þeir voru orðnir 18 en drengir sem voru ekki jafti miklir íþróttamenn. Þrisvar sinnum meiri líkur voru á að íþróttastúlkur misstigju sig á beinu brautinni. Ónæmar bakterí- ur útbreiddar Bakteríur, sem eru ónæmar fyrir fúkkalyfium eru mun al- gengari á sjúkrahúsum en hing- að til hefur verið óttast og þær geta borist milli sjúklinga þótt j fyllsta hreinlætis sé gætt, segja vísindamenn sem könnuðu ástandið á sjúkrahúsi í Chicago. Á þessum vettvangi hefur verið sagt frá svona bakteríum sem hreinlega nærast á lyfiun- j um sem ætlað er að vinna á þeim. Rannsóknin í Chicago leiddi í ljós að bakteríurnar voru ekki aðeins í miklum fiölda sjúkling- anna heldur var þær einnig að | finna á tækjum sjúkrahússins, eins og rúmum. BBBZZZZ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 1996 Kalli kan- ína veit sem er að gulræt- ur eru ekki bara góðar heldur eru þær líka mein- hollar. Og nú hafa breskir lækn- ar loksins áttaðsig á þvi hvað það er sem gerir þær svona liðtækar í að snúa á krabbameinsfiandann. Bretamir segja að eftiið betakarótin, sem ljær græn- metistegundum eins og gulrót- um og brokkólíi dökkan lit þeirra, eigi stóran þátt í að örva sameind nokkra sem aðstoðar ónæmiskerfið við að beina kröft- um sínum að og eyðileggja krabba- ulrætur ekki bara góðar eldur líka meinhollar meinsfrum- ur. Sjálfboða- liðar, sem tóku betaka- rótin inn sem fæðubótarefni þannig að þaö jafngilti þrem- ur til fiórum gulrótum á dag í heilan mánuð, voru að þeim tíma liðnum með marktækt fleiri slikar sameindir, segja David Hughes og samverkamenn hans við fæðurann- sóknarstofnunina í Norwich. Vísinda- mennimir segja að be- takarótínið auki fiölda viðtaka á hvítum blóðkomum fyrir sameind þessa sem hefur skammstöfunina MHC n. Á yfirborði krabbameinsfruma eru prótín frábragðin þeim sem er að finna á eðlilegum frumum. Ónæmiskerfisfrumur, sem ganga undir nafninu T-drápsfrumur eða CD8 frrnnur, þekkja aðskotaframur eða krabbameinsfrumur á slíkum yfirborðsprótínum. Aðrar frumur ónæmiskerfisins, svokallaðir stórkirningar, eiga þátt í að beina CD8 framunum rétta leið og nota til þess sameindina áður- nefndu, MHC II. Vísindamenn era á einu máli um að grænmetisneysla geti lagt barátt- imni við krabbameinið lið en skipt- ar skoðanir hafa verið á því hvort sama gagn væri að betakarótíni þegar það væri tekið inn í töflu- formi. Rannsóknir hafa sýnt fram á að andoxunarvítamín, svo sem A-vít- amín, dragi úr hættunni á krabba- meini. En sumar rannsóknir á fólki, sem fékk betakarótín fæðubótar- efni, sem líkaminn umbreytir svo í A-vítamín, sýndu ekki fram á neina gagnsemi. í sumum tilvikum var jafnvel hugsanlegt að um beint ógagn hafi verið að ræða af neyslu betakarótíns. Hópur Hughes var lítill, aðeins 24 sjálboðaliðar, og það þyrfti að end- urtaka rannsóknina á stærri hópi. Hughes segir hins vegar að niður- stöður sínar þýði hugsanlega að betakarótín gæti komið í veg fyrir bæði sýkingar og krabbamein. : Stöðugt með suð 5| í eyrunum Vísindamenn telja að um 600 þúsund Norðmenn séu með suð í eyranum sem þeir muni aldrei losna við. Ný rannsókn, sem gerð var í Norður-Þrændalögum, leiddi í ljós að 15 prósent íbúa þar er með stöðugt suð í eyram og að sögn Alfs Axelssonar, prófess- ors í heymarfræði við háskóla- sjúkrahúsið í Gautaborg, kem- bað heim og saman við aðr- erlendar rannsóknir. í itaborg eru t.d. 14 prósent i milli tvítugs og áttræðs > suð í eyrum. Prófessorinn ír sjálfur þjáðst af þessu í rís. xelsson segir að áður fyrr fólk fengið suðið í eyi-un af lum hávaða á vinnustað en ) hertum reglum hafi vinnu- lahávaði minnkað. Hávaði, fólk verður fyrir í frítíma ím, hefur hins vegar aukist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.