Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Page 23
MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 1996 23 Kringlóttur skrokkur Ómannað flug: Gæsir til fyrirmyndar Nýjasta dæmið um að vísindamenn taki sér snjallræði móður náttúru til fyrirmynd- ar kemur úr frekar óvæntri átt. Þegar gæs- ir fljúga í oddaflugi nýta þær sér upp- streymið frá næstu gæs á undan. Vísindamenn hjá há- tæknirisanum Rockwell og UCLA-há- skólanum eru að kanna hvort ómannað- ar flugvélar geti nýtt sér þetta bragð gæsanna. Ætlunin er að þessi ómönnuðu loft- för verði knú- in sólarorku og fljúgi í um 65 þúsund feta hæð. Til þess að oddaflug- ið komi að gagni má bil- ið miili loft- faranna ekki vera meira en nokkrir sentí- metrar. Reiknað er með að þessar „svifflugur" geti borið mælitæki sem fylgjast með umhverf- inu eða endurvarps- búnað fyrir fjarskipti. Gert er ráð fyrir að ekki þurfi nema hálft hestafl til að knýja loft- förin áfram í nokkra mánuði. Á nóttinni verða það endurhlað- anlegar rafhlöður sem sjá þeim fyrir orku. Þegar kemur að því að senda loftförin upp í háloftin er gert ráð fyr- ir að þau fari á loft í hvert í sínu lagi en safnist svo saman þeg- ar áfangastað er náð. Frumgerðin, sem Geimferðastofnum Bandaríkjanna, NASA, hefur fjármagnað, er 75 kíló að þyngd með eina skrúfu aftast. Vænghaf flugvélarinn- ar er um 12 metrar og þykir öll smíðin minna töluvert á það sem Wright bræður, frum- herjar flugsins, voru að gera snemma á öld- inni. Samantekt: JHÞ Skyldi verða hægt að stjórna dramatískum senum kvikmynda í framtíðinni með hugsunum einum saman? Hér er sjálfur Indiana Jones í hrikalegum raunum enn sem fyrr. Staðreyndir um jóla- sveininn 1. Ekki er vitað til þess að hreindýr geti flogið. Reyndar er taliö aö eftir sé að flokka um 300 þúsund tegundir lífvera sem lifa á plánetunni Jörð en flestar teljast þær til skordýra og gerla. Þessi staðreynd sýnir þó svo ekki verður um villst að ekki er útilokað að einhvers staðar leynist fljúg- andi hreindýr. 2. Tveir milljaröar manna eru yngri en 18. Af þeim teljast 378 milljónir til kristinna manna. Ef reiknað er með því aö á hverju heimili séu að meðaltali 3,5 börn og eitt þeirra hafi hagaö sér svo vel á árinu aö þaö eigi skilið heimsókn frá jólasveininum þá þarf hann aö koma á 91,8 milljón heimili. 3. Jólasveinninn hefur 31 klukkustund til þess aö fara á öll þessi heimili séu mis- munandi tímabelti og snúningur jaröarinnar tekin með í reikninginn. Það þýöir aö jólasveinninn þarf aö heimsækja rúmlega 822 heimili á sekúndu. Þar af leiöandi hefur jólasveinninn einn þúsundasta úr sekúndu til að leggja sleöanum, fara úr honum, stökkva niöur strompinn (ef á viðkomandi húsi er strompur), skilja gjafirn- ar eftir, fara upp strompinn og komast á næsta stað). Ef jafnt bil er á milli hús- anna þýöir þaö að hann þarf að ferðast rúmlega ktlómetra á milli húsa. Þaö þýðir aö vegalengdin sem hann þarf aö fara á 31 klukkutíma er alls 121 milljón kíló- metrar. Sleði jólasveinsins fer því á 1040 kílómetra hraða á sekúndu sem er þijúþúsund- faldur hljóöhraöi. Hraöskreiðasta farartækiö sem mannkyniö hefur smíðað er geimfariö Ódysseifur en þaö rétt sniglast áfram á tæplega 44 km hraða á sek- úndu. Venjulegt hreindýr getur hlaupiö 24 km á klukkustund. 4. Sé gert ráð fyrir því að hvert barn fái gjöf sem er ekki nema eitt kíló á þyngd þá þýðir þaö aö sleöi jólasveinsins þarf að geta boriö 321 þúsund tonn og þá er ekki taliö með hvaö jólasveinninn sjálfur er þungur en hann er talinn frekar þybb- inn. Þar sem líklegt veröur aö teljast aö fljúgandi hreindýr séu nokkru sterkari en venjuleg hreindýr skal gert ráö fyrir því að eitt slíkt geti dregið tíu sinnum meiri þunga en þessi venjulegu sem geta dregið um 150 kíló. Aö þessu gefnu þarf 214 þúsund fljúgandi hreindýr til þess aö fljúga sleöa jólasveinsins sem vegur ekki nema rúmlega 353 þúsund tonn meö hreindýrum og gjöfum. Farþegaskipiö fræga, Queen Elizabeth, er fjórum sinnum léttara. 5. Þessi 353 þúsund tonn, sem fara á þrjúþúsundföldum hljóöhraöa, verða fyrir gífurlegri loftmótstöðu og eins og þegar geimför og loftsteinar koma inn lofthjúp jaröar myndast gífurlegur hiti. Ekki er vitaö hvernig jólasveinninn fer aö því aö bregöast viö þessu vandamáli eöa öörum sem standa í vegi fýrir honum á jólanótt- ina en rétt er aö geta þess aö á þessum hraöa togar miöflóttaafliö illilega í jóla- sveininn, eöa sem nemur rúmlega tveggja milljón tonna átaki. Ahorfandinn stjórnar myndum Hver hefur ekki verið að horfa á kvikmynd og langað til að breyta at- höfnum og orðum söguhetjanna? Nú hillir undir að þetta verði möguleiki og er það Disneyfyrirtækið Miramax sem ríður á vaðið. Verald- arvefurinn er notaður til þess að að- stoða fólk við að stjóma því sem gerist á skjánum. Það er þó ónauð- synlegt að nota mús eða stýripinna því að öflugasta líffæri líkamans, sjálfur heilinn, er notaður við að stýra því sem er að gerast. Heila- bylgjur áhorfandans em numdar með tæki sem kallast MindDrive. Það er tengt við litlafingur notand- ans og einnig venjulega einkatölvu. Til að byrja með verða myndirnar, sem hægt er að stjórna á þennan hátt, einungis sjö mínútur á lengd en eftir því sem tæknin þróast er búist við að titlunum fjölgi og mynd- imar verði lengri. Reyndar eru tíu tölvuforrit sem nýta sér þessa tækni á markaðinum, ýmist fyrir íþrótta- leiki eða einhvers konar heilaleik- fimi. Samantekt: JHÞ Agnarsmár Marsjeppi Á dögunum skaut bandaríska geimferðastofnunin, NASA, geimfarinu Pat- hfínder út í geiminn og er því ætlað að lenda á rauðu plánetunni Mars. Far- angur geimfarsins er örsmár jeppi sem ætlað er að flakka um yflrborð Mars og taka sýni úr yfirborðinu. í raun er um að ræða tilraunafarartæki en lít- ið er vitað um hvemig farartækjum af þessu tagi muni farnast á hinu ókunnuga landslagi plánetunnar. Jeppinn er heldur ekki stór. Hann er ein- ungis 11,5 kíló á þyngd, 28 sentímetra hár, 63 sentímetra langur og 48 sentí- metra breiður. Pathfmder lendir þann 4. júlí 1997 á grýttri sléttu sem köll- uð er Areas Vallis. Tryggja á örugga aðkomu að plánetunni með hitaskildi. Þróun hans er byggð á reynslu sem fékkst þegar Viking-könnunargeimför- in lentu á Mars á áttunda áratugnum. Þegar geimfarið lendir svo á Areas Vallis eiga fallhlífar, eldflaugar og „loftpúði", sem umlykur geimfariö, að tryggja að Pathfinder og Marsjeppinn skaðist ekki. Ferðin til Mars er hugsuð sem prófraun fyrir búnað af þessu tagi en einnig er ætlunin að kanna yfirborð plánetunnar og skoða hvort möguleiki sé á að líf þrífist þar. Á myndinni eru þeir Don Ketterer, sem er yflrstjóm- andi leiðangursins til Mars, og Tony Spear, sem stjómar geimskotinu sjálfu, með líkan af jeppanum umtalaða. Samantekt: JHÞ «--«’-Vi. í*KENWOOD» * já. * Ávaxta- oq grænmetispressa jjr* ^KENWOOD** ♦ jfc Kaffikanna 10 bolla%* 2$ t Jlfr ^ * **KENWOOD** ^ W ninnctail/irmar- \ w

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.