Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Síða 24
24
MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 1996
Fólk
y
Jólayjöfin
til Islendínga
erlendís
- cískrift að
daglegum fréttum *
frá íslandi
FÆKfjólwðÍum
Þverholt 11. Simi 550 5000. Fax 550 5999.
/Vc’tfang: faxfrettir@ff.is
Fnxfréttlr ur fjolmiölum eru frettir fru
Islandi og færa lesandanum a stuttu og
aögengilegu formi þær frettir sem eru
efst a baugi hverju sinni. Faxfrettir koma
ut 5 claga vikunnar a tveim sidum,
manudaga til fostudaga, kl. 13 ad
islenskum tima.
Dreifileiöir:
• Fax
• Tölvupostur
DV, Suðureyri:
Senn líður að jólahátíðinni og
landsmenn halda sín jól með mi-
sjöfnum hætti. Undirbúningur jól-
anna hefst sums staðar í nóvember
með bakstri og hreingemingu auk
jólagjafakaupa. Allt þetta fylgir nú-
tímafjölskyldunni og meira til. Jóla-
kapphlaupið stendur nú sem hæst
og hver er að verða síðastur að út-
rétta, gera það sem þarf til þess að
hafa jólin sem best úr garði gerð.
í Arnarfirði býr fólk einsamalt á
afskekktum bæjum sem lætur jóla-
kapphlaupið lönd og leið. Það sinn-
ir sínum skepnum og fyrir því em
jólin tími friðar og kærleika. DV
spjallaði við Sigríði Ragnarsdóttur,
bónda á Hrafnabjörgum, Sigurjón
Jónasson, bónda á Lokinhömmm,
og þá feðga, Pétur Sigurðsson og
Þorbjörn son hans á bænum Ósi í
Arnarfirði, um jólin og þeirra
jólasiði.
Við norðanverðan Arnarfjörð í
fjarðarmynninu standa tveir bæir
hlið við hlið. Bæjarstæðin em und-
Sigríður Ragnarsdóttir, bóndi á Hrafnabjörgum, fer í spariföt á aðfangadag, kveikir á kerti og hlustar á útvarpsmess-
una. DV-myndir Róbert Schmidt
ir hrikalegum hömrum í Lokin-
hamradal og tignarlegt fjallið
Skeggi skartar hvössum tindum og
eggjum. Þar búa Sigriður Ragnars-
dóttir og Sigurjón Jónasson, einbú-
ar hvort á sínum bænum. Skammt
er á milli bæjanna og lækurinn sem
rennur þar á milli segir til um
landamerkin. Annars ríkir sátt og
samlyndi á milli þeirra sveitunga.
Ekki er akfært þangað yfir vetrar-
mánuðina þó svo Elli Kjaran
bögglist þangað af og til í gegnum
skafla og torfærur færandi þeim
bændum póst og annað nauðsyn-
legt. Við stöldrum fyrst við hjá Sig-
ríði og spyrjum hana um jólasiði og
jólahald.
Kveikt á kerti
Sigríður Ragnarsdóttir hefur
haldið jól einsömul á annan áratug.
Hún er með tæplega 140 kindur, tvo
hunda og einn kött. Sigríður er orð-
in 73 ára gömul, kvartar imdan eilít-
illi gigt en er að öðru leyti við hesta-
heilsu. Hvemig skyldi hún halda
jólin? „Ég haka ekkert fyrir jólin.
Ég fæ sendar kökur og læt þær
nægja. Undirbúningur er lítill, ég
tek til hér heima og sinni skepnun-
um eins og venjulega. Þorláksmess-
an er góð tilbreyting, þá borða ég
skötu, hæfílega kæsta. Á aðfanga-
dag klæði ég mig í sparifotin, kveiki
á kerti og hlusta á jólamessuna í út-
varpinu. Nú orðið hef ég ekkert jóla-
tré né skreytingar. Venjulega borða
ég hangikjöt á jóladag og læt það
duga yfír jólin. Ég hef mína trú og
hef boðskap jólanna í huga þegar
þau ganga í garð. Boðskapur sem
hefur að geyma frið, trú og kær-
leika.“
Sef illa í vondum veðrum
Sigríður segist ekki halda ára-
mótin hátíðleg. Hún eldar góðan
mat, annað ekki. Engir flugeldar,
brennur né sprengingar verða hjá
henni og orðið langt síðan tendrað
var á flugeldum á Hrafnabjörgum.
Blaðamaður spyr Sigríði spurning-
ar sem brennur á mörgum: Hvers
vegna borðið þið Sigurjón ekki sam-
an á jólunum? „Já, nei, mér finnst
alltaf eins og það vanti þriðja mann-
inn. Þetta tíðkaðist hér áður fyrr en
það er liðin tíð.“ Sigríður fær mjólk
hjá Sigurjóni 3ja hvern dag en hann
hefur þessa flnu kú sem mjólkar vel
fyrir tvo. í vondum veðrum segist
Sigríður sofa illa. „Ég svaf niðri í
gær vegna óveðurs og ég óttast
vindinn og snjóinn, sérstaklega þeg-
ar hann blæs harkalega. Nú, það er
fleira sem heldur vöku fyrir manni.
Mýsnar eru á milli þilja við höfða-
gaflinn og það er óþolandi. Köttur-
Einbúarnir í Arnarfirði láta jólakapphlaupið lönd og leið:
Lágfóta kemur og
þefar af hangikjötinu
- súpukjöt og kindahjörtu á aðfangadag