Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Qupperneq 25
MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 1996 25 Fólk inn hangir bara hér heima og nenn- ir ekkert við þær að eiga.“ Aðspurð um áframhaldandi búsetu á Hrafna- björgum segir Sigríður: „Ég hef stundum velt þessu fyrir mér en það er eins og sú hugsun dofni með hverju árinu sem ég er hér. Þetta kallast víst átthagafjötrar. Ég held að búseta mín haldist hér á meðan ég held heilsu og get sinnt skepnun- um,“ segir Sigriður Ragnarsdóttir að lokum og biður fyrir jólakveðjur til landsmanna. Kindahjörtu á aðfangadag Sigurjón, bóndi á Lokinhömrum, er næsti viðmælandi. „Undirbún- ingurinn er lítill fyrir jólin. Þó baka ég svokallaðar prinssessukökur og eina tertu sem ég borða yfir hátíð- ina. Ég fæ einnig sendar kökur. Á Þorláksmessu hefur Sigurjón skötu, hæfilega kæsta, með mörfloti að venju. Á aðfangadag eru á matseðl- inum steikt kindahjörtu. „Já, ég sýð kindahjörtu niður í 3 tíma, set þau í krukkur. Síðan steiki ég þau upp úr smjörlíki og lauk og geri síðan sósu með þessum herramannsmat. Jóla- hangikjötið er á jóladag og daginn eftir líka. Ég tek til hér í kotinu og hef lokið minum verkum fyrir fimm á aðfangadag. Kveiki þá á kertum og set þau út í glugga og hlusta á messuna í útvarpinu, einnig mið- næturmessuna. Svo líður mér ekki vel nema veðrið sé það skaplegt að hægt sé að sinna skepnunum." Sig- urjón notar ekki áfengi um jólin og segist undrandi á fólki sem drekkur brennivín á jólunum, eins og hann orðar það. „Ég á fina kú sem mjólk- ar vel og ég læt mér mjólkina nægja.“ Tófan við bæjardyrnar Áramótin eru ekki haldin hátið- leg í Lokinhömrum. Aðeins eldaður góður matur. Sigurjón hefur séð mn búið frá því faðir hans lést 1957 og er því vanur einverunni. Hann seg- ir að síminn sé eini mimaðurinn hjá sér. Ekkert sjónvarp er á bænum. Vindrella sem trónar hátt á staur við húsið knýr orku á rafgeymi og það er rafmagnið sem bóndinn á bænum notar. „Sem betur fer fór vindrellan ekki í óveðrinu mikla hér fyrir nokkru. Ég man ekki eftir öðru eins foráttubrimi og þá.“ Hann segir að tófan sé orðin ágeng og oft hafi hann séð hóp yrðlinga að leik við bæjarhlaðið. „Það er greinilegt að tófu fer fjölgandi, sporin eru um alla sveit og alveg upp að bæjardyr- unum,“ - segir Sigmjón Jónasson bóndi að lokum og sendir jólakveðju um land allt. Jólalömb á Ósi í lokin er staldrað við á Ósi tfið innanverðan Amarfiörð. Þar búa þeir feðgar Pétur Sigurðsson og Þor- bjöm sonur hans. Pétur er kominn á níræðisaldurinn og er heilsutæp- ur nokkuð. Þorbjöm, eða Bjössi, sér um búskapinn að mestu og sinnir nú sauðburði í desember. „Já, sauð- burður er hafinn. Það bar ein þann 6. desember og því lambi heilsast vel. Við megum búast við að 2-3 kindur þeri fyrir áramótin," segir Bjössi. í fyrra bar ein kind 1. desem- ber, og árið á undan bám 43 kindur yfir veturinn sem er í meira lagi. „Jólin em almennt haldin úti í fiár- húsum hér og það er ekkert verra að halda þau þar. Eins og Hákon heitinn á Borg sagði þarf að sinna skepnunum jafnframt mn jól og ára- mót. Annars var sauðburður með minnsta móti í fyrravetur. Þá bám sex kindur og þær siðustu í aprE.“ Súpukjöt á aðfangadag Eins og á hinum bæjunum er lít- ill undirbúningur fyrir jólahátíðina á Ósi. „Systir mín í Keflavík sendir okkinr kökur svo fámn við skötu frá BEdudal, en okkur finnst hún ekki nógu mikið kæst. Við viijinn hafa hana mjög kæsta. Á aðfangadag höf- um við nýtt kjöt, bara súpukjöt í potti, ekki neinar stórsteikur eins og tíðkast víða um land. Við eram ekki góðir í matartEbúningi en reynum að gera sem best úr því sem við höfum. Við hlustum á jólamess- una í útvarpinu ef tími gefst tE,“ segir Bjössi. Pétur, faðir hans, seg- ist vera slæmur í fótum og höndum. „Mín jól verða hálflasin. Ég hef ver- ið betri en ég er nú, en það er önn- ur saga. Við borðmn hangikjöt á jóladag. Bjössi reykir fyrsta flokks hangikjöt, ekta taðreykt. Á áramót- unum er líka hangikjöt og svið,“ segir Pétur. Póstur tvisvar í viku Pétur segir að þeir feðgar séu hættir að hafa jólatré. Fyrir nokkrum árum fengu þeir sér sjón- varp en nýlega brotnaði greiðan í óveðri og ekkert sést í sjónvarpinu nú. Að öUu jöfhu era skEyrðin góð á Ósi. „Það horfir svo tE að sjón- varpslaust verði um jólin. Við von- um bara að útvarpið bEi ekki líka,“ segir Bjössi. Þeir feðgar fá póst tvisvar í viku með sjópóstinum frá BEdudal. Ekki komst pósturinn tE skila síðast vegna óveöurs en þeir vona að hann skili sér fyrir jólin. Aðspurður inn vetrarsauðburðinn segir Pétur: „Já, hann er tilkominn út af aðkeypta fénu. Það kom aldrei fyrir hér áður að kindur bæra á vet- urna. Þetta byijaði 1984 og þetta fé er líka með fótaveiki, alveg hræði- legt. Það getur oft verið erfitt að eiga við þetta, sérstaklega þegar Sigurjón Jónasson, bóndi í Lokinhömrum, bakar lítillega fyrir jólin og borð- ar steikt kindahjörtu á aðfangadag. Þorbjörn Pétursson með jólalömb í fjárhúsi á Ósi. Hann segir ekkert verra að halda jólin í fjárhúsunum. snjóar mikið og skefur. Annars gengur þetta sinn vanagang hér og þetta er ekkert nýtt fyrir okkur Bjössa," segir Pétur Sigurðsson á Ósi að lokum. Pétur og Þorbjöm vEja einnig senda jólakveðjur tE landsmanna. Boðskapur jólanna Jólahald á þessum bæjum er eins frumlegt og tíðkast getur á íslandi nú á dögum. Það þætti víst ekki girnEeg jólasteik að hafa steikt kindahjörtu með lauk og súpukjöt á aðfangadag hjá nútimafiölskyld- unni. Hvað þá að hafa ekkert jóla- tré, skreytingar, pakka né sjónvarp! Hvað sem því líður halda einbúarn- ir á Hrafnabjörgum, Lokinhömram og Ósi jólin með sínum hætti. Þeir sinna sínum skepnum, kveikja á kertum á aðfangadag og hlusta á út- varpsmessuna. Þar ríkir ekkert jóla- kapphlaup. Þar leikur báran við fiöragrjótið í skammdeginu og frost- ið bítur kinn. Tófan skokkar við bæjardymar og þefar af ilmandi hangikjötinu. Hamraveggirnir halda ÍEífiskEdi yfir einbúunum á þessum seiðmagnaða stað. Eina skíman frá bæjunum er frá kerta- ijósi úti í glugga - boðskapur friðar og kærleEía, boðskapur sem frelsar- inn færði okkur. Um hann snúast jólin og því hafa einbúarnir í Amar- firði ekki gleymt. -RS Feðgarnir á Ósi, Þorbjörn Pétursson og Pétur Sigurðsson. Þeir boröa súpu kjöt á aðfangadag og nú i desember standa þeir í vetrarsauðburði. Blóðbankinn óskar öEum blóðgjöfum og velunnurum sínum gleðEegra jóla og góðs komandi árs með þökk fyrir hjálpina á Hðnum árum. Starfsfólk Blóðbankans Vélstjórafélag íslands Aðalfundur Vélstjórafélag íslands boðartil aðalfundar laugardaginn 28. desember 1996 kl. 14.00. Fundurinn er haldinn að Brautarholti 30, Reykjavík, á 3. hæð. Dagskrá samkvæmt lögum félagsins. Léttar veitingar I boði að loknum fundi. Fundur vélstjöra á farskipum verður haldinn föstudaginn 27. desember kl. 14.00 f Borgartúni 18,3. hæð. Fundur vélstjúra á fiskiskipum verður haldinn föstudaginn 27. desember kl. 17.00 í Borgartúni 18, 3. hæð. * Verðið kemur á óvart Rétt verð 25.900. Margir litir og stœrðir Fríar Póstkröfur SfCápusalan oSnorrabraut 56 5 562 4362

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.