Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Síða 28
32
MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 1996
Auglýsendur, athugið!
///////////////////
SMÁAUGLÝSINGADEILD
OPIÐ:
föstudaginn 20. desember kl. 9-22
ATH. Smáauglýsing í helgarblað verður að berast fyrir
kl. 17 á föstudag.
Laugardaginn 21. desember kl. 9-14.
Sunnudaginn 22. desember kl. 16-22.
Mánudaginn 23. desember, Þorláksmessu, kl. 9-18.
Fimmtudaginn 26. desember, annan í jólum, kl. 16-22.
LOKAÐ:
aðfangadag og jóladag.
Síðasta blað fyrir jól kemur út eldsnemma
að morgni mánudaginn 23. desember.
Fyrsta blað eftir jól
kemur út um hádegi föstudaginn 27. desember.
smáauglýsingadeild
Þverholti 11 - sími 550 5000
Fréttir
^Áhöfn Frera fær styttra jólafrl en áhöfn Vigra:
Ahöfn Vigra samþykkti
útiveru á sjómannadaginn
- en Freramenn ekki, segir útgeröarmaðurinn
„Þetta er afar einfalt mál. Ég
gerði í sumar samning við sjómenn-
ina á Vigra um að vera úti á sjó-
mannadaginn. Þeir sögðu já og
fengu því tveggja daga frí núna.
Freraáhöfnin sagði nei vegna sjó-
mannadagsins og þess vegna fengu
skipverjar ekki frí,“ segir Gísli Jón
Hermannsson, útgerðarmaður Ög-
urvíkur, en heyrst hefur af óánægju
vegna þess að verið sé að mismuna
áhöfnunum tveimur. Vigri kom inn
laugardag en Freri ekki fyrr en um
hádegi í dag þrátt fyrir að hafa
einnig verið á sjó á sjómannadag-
inn. Áhöfn Frera kærði málið hins
vegar og dómur féO þeim í vil og var
útgerðin sektuð. Gísli Jón segir
sektina hafa verið greidda.
„Það er ekkert verið að mismuna
einum eða neinum. Okkur er heimilt
að halda skipunum úti fram á Þor-
láksmessu en áhöfiiin á Vigra samdi
um tveggja daga frí nú í stað útive-
runnar á sjómannadaginn. Það gerðu
Freramenn ekki og því fá þeir ekki
frí. Þeir sem segja nei fá ekki en þeir
sem segja já fá. Þetta er ekki flóknara
en það,“ segir Gísli Jón. -sv
„Við framleiðum hér sælumjólk, smjörva, smjör og mjólkurduft. Sérstaða okkar felst einna helst í framleiðslu á kálfa-
fóðri. Það er nóg að gera hér og stöðug vinna allt árið,“ segir Björn Baldurssson, aðstoðarverkstjóri hjá Mjólkurbúi
Húnvetninga á Blönduósi sem hér sést við smjörstrokkinn. Mjólkurbúið er af meðalstærð og framleitt er úr 4 millj-
ónum lítra af mjólk árlega. DV-mynd ÞÖK
Viö óskum landsmönnum öllum
gleöilegra jóla, árs og fribar.
Þökkum lesendum
sámfylgdina á árinu
RagnheiSur Þórdís Jónsdóttir
1. verðlaun í jólakortasamkeppni OV