Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Qupperneq 29
MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 1996
33
DV
Fréttir
Rögnvaldur Skíði, bæjarstjóri á Dalvík, segir atvinnulíf á staðnum vera í
uppgangi og þangað hafi verið keypt skip að undanförnu. DV-mynd ÞÖK
Tvö verk á sýningunni - Flotsokka, dýrfirsk kona eftir Öldu Veigu Sigurðar-
dóttur. DV-myndir Hlynur
Handverk á Þingeyri
DV, Þingeyri:
Koltra, félag handverksfólks á
Þingeyri, sem stofnað var í desember
fyrir tveimur árum, hefur verið með
sýningu á munum á Þingeyri að und-
anfornu og hefur talsvert af þeim
selst. Félagsmenn hafa áður tekið
þátt í sýningum í Hrafnagili í Eyja-
firði og hjá Ýði í Reykjavík. HA
Atvinnulíf á Dalvík í jafnvægi eftir nokkra lægð:
Öflug útgerð á staðn-
um og skipum fjölgar
- segir Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson bæjarstjóri
„Það er mjög lítið atvinnuleysi
eða ekki neitt í ár. Það er breyting
frá síðustu árum. Við vitum ekki
annað en horfur séu ágætar í at-
vinnumálum. Það er öflug útgerð
hér á staðnum og skipum hefur
fjölgaö. Ég get nefnt að Snorri
Snorrason er með tvo togara. Þá
var nótaskipið Sólfell keypt frá
Vestmannaeyjum,“ segir Rögn-
valdur Skíði Friðbjömsson, bæj-
arstjóri á Dalvík, um horfur í at-
vinnumálum Dalvíkinga.
Hann segir að nokkuð hafi
fækkað fólki á staðnum undanfar-
in ár en líklegt sé að breyting hafi
orðiö þar á.
„Þaö fækkaði tvö síðustu ár en
við höldum að það sé fjölgun í ár.
Við lítum á það sem mikinn styrk
að hafa svo sterkan kaupstað sem
Akureyri í nágrenninu. Það gerir
auðvitað mörgum þolanlegra að
búa á Dalvík að vera í nágrenni
við svo mikla þjónustu," segir
Rögnvaldur Skíði.
Hann segir skuldastöðu bæjar-
ins vera þokkalega ef miöað sé við
það þjónustustig sem íbúarnir búi
við.
„Dalvík stendur mjög traustum
fótum fjárhagslega og er í stakk
búin til að halda uppi því þjón-
ustustigi sem íbúamir fara fram
á. Bærinn styrkir mjög duglega
æskulýðs- og íþróttastarf hér. Það
er það sem þarf til að íbúarnir
séu ánægðir,“ segir Rögnvaldur
Skíði.
Útstiliingin í glugga verslunarinnar Habitat fékk verðlaun sem fallegasta jólaútstillingin þetta árið. Aðrir sem fengu
viðurkenningar voru verslunin 38 þrep, Laugavegi 36, Jón og Óskar, Laugavegi 61, og Verslunin Flauel, Laugavegi
1. Þróunarfélag Reykjavíkur stóð fyrir samkeppninni og í dómnefnd voru Sigríður Sigurðardóttir, markaðsstjóri
Frjálsrar fjölmiðlunar, Þorvaldur Óttar Guðlaugsson, grafískur hönnuður, og Unnur Rán Halldórsdóttir, fuiltrúi hjá
Þróunarfélaginu.
Feröaskrifstofa íslands
kaupir hótelið á Höfn
Frá fundi sem haldinn var vegna eigendaskiptanna á Hótel Höfn.
DV-mynd Júlía
DV, Höfn:
Gengið hefur verið frá samning-
um milli Hótel Hafnar ehf. hér á
Höfn og Ferðaskrifstofu íslands hf.
um kaup ferðaskrifstofunnar á Hót-
el Höfn.
„Við Ámi sátum hér á hótelinu
yflr mat um verslunarmannahelg-
ina sl. sumar og þá voru línumar
lagðar að þessum kaupum," sagði
Kjartan Lárasson, framkvæmda-
stjóri Ferðaskrifstofu íslands, þegar
hann var spurður um tUdrög
kaupanna.
Ferðaskrifa íslands mun taka við
rekstri hótelsins frá 1. janúar nk. og
áformað er að reka hótelið með
óbreyttu sniði. Sólborg Steinþórs-
dóttir hefur verið ráðin hótelstjóri.
Sólborg hefur verið hótelstjóri á
Edduhótelunum á Stórutjömum og
Laugum í Dalasýslu.
Ámi Stefánsson hótelstjóri, eigin-
kona hans, Svava Sverrisdóttir, og
Ólöf Sverrisdóttir voru eigendur
hótelsins en í haust vora 30 ár frá
opnun þess.
Á fundi sem Ámi hélt í tUefni eig-
endaskiptanna gat hann þess að það
hefði eiginlega verið Ingólfur Guð-
brandsson sem hvatti hann og svUa
hans, Þórhall Dan Kristjánsson,
sem nú er látinn, tU að byggja nýtt
hótel, en á þeim tíma ráku þeir Hót-
el Skálholt á Höfn.
„Við vorum á háðum áttum um
hvort við ættum að fara út í útgerð
eða halda áfram og byggja nýtt hót-
el sem svo varð niðurstaðan," sagði
Árni.
Á hótelinu em 40 herbergi, öU í
góðu ásigkomulagi, tveir veitinga-
salir og bar. Ferðaskrifstofa íslands
hefur undanfarin sumur rekið
Edduhótel í Nesjaskóla þar sem er
gistiaðstaöa fyrir 50-60 manns og
sagði Kjartan Lárusson að svo
myndi verða áfram. -JI
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í
endurmálun á fasteignum ÍTR og Borgarbókasafna Reykjavíkur.
Útboðsg. fást á skrifst. vorri á kr. 1.000.
Opnun tilboða: þriðjud. 7. janúar 1997, kl. 14.00 á sama stað.
bgd 167/6
ÍNNKAUeÁSTÖFNUN
REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16