Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Síða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Síða 41
MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 1996 45 DV___________________ Ámi Stefánsson Ámi Stefánsson hrl., Goðheimum 21, Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára á jóladag. Starfsferill Árni fæddist að Miðhúsum í Reykjarijarðarhreppi við Djúp og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófí frá MA 1945, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1949 og öðlaðist hrl.- réttindi 1961. Árni var fulltrúi hjá Lárusi Jó- hannessyni hrl. í Reykjavík 1949-60 en starfrækti síðan eigin lögmanns- stofu og fasteignasölu. Árni sat í nokkur ár í yfirfast- eignamatsnefnd, var oft dómkvadd- ur matsmaður og nokkrum sinnum meðdómsmaður í héraðsdómi. Hann hefur starfað í ýmsum félög- um, s.s. Lögmannafélaginu og Djúp- mannafélaginu. Fjölskylda Ámi kvæntist 22.9. 1945 Hólm- laugu Halldórsdóttur, f. 25.1.1922, d. 1982, húsmóður. Hún var dóttir Halldórs Gunn- laugssonar, kaupmanns i Hveragerði, og Ingibjarg- ar Jósefsdóttur, hjúkrun- arkonu, síðast í Reykja- vík. Böm Áma og Hólm- laugar eru Stefán, f. 17.5. 1945, húsasmiður í Reykjavík, kvæntur Stef- aníu Einarsdóttur og eiga þau þrjú börn; Guðný, f. 27.5. 1949, húsmóðir og skrifstofumaður í Reykja- vík, gift Bjarna Sigurðssyni og á hún þrjú böm. Sonur Guðnýjar og fóstursonur Áma og Hólmlaugar er Ámi Sæ- mundsson, f. 4.2. 1960, nemi í Reykjavík. Systkini Áma eru Amdís, f. 30.1. 1923, húsmóðir í Reykjavík; Kristín, f. 17.4. 1929, húsmóðir í Reykjavík; Páll, f. 28.4. 1932, bifvélavirki í Reykjavík. Foreldrar Árna voru Stefán Páls- son, f. 7.2. 1890, d. 30.10. 1967, bóndi að Miðhúsum og í Svans- vík við ísafjörð, og k.h., Jónfríður Elíasdóttir, f. 8.10. 1893, d. 20.12. 1975, húsfreyja. Ætt Stefán var bróðir Guð- rúnar, móður Þórðar Þor- bjarnarsonar, forstjóra Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, föður Þórðar Þ. Þorbjarnarson- ar borgarverkfræðings. Stefán var sonur Páls, alþm. og próf- asts í Vatnsfirði Ólafssonar, alþm., prófasts á Melstað og dómkirkju- prests Pálssonar, prests í Guttorms- haga Ólafssonar, prests í Eyvindar- hólum Pálssonar, bróður Páls á Hörgslandi, langafa Guðrúnar, móð- ur Péturs Sigurgeirssonar biskups. Móðir Páls var Helga Jónsdóttir ,,eldprests“ Steingrímssonar. Móðir Ólafs á Melstað var Kristín, systir Þuríðar, langömmu Vigdísar for- seta. Kristín var dóttir Þorvalds, prófasts og skálds í Holti undir Eyjafjöllum Böðvarssonar, prests í Holtaþingum Presta-Högnasonar, prests á Breiðabólstað Sigurðsson- ar. Móðir Páls í Vatnsfirði var Guð- rún Ólafsdóttir, Stephensens dóms- málaritara í Viðey og Sigríðar Stef- ánsdóttur Stephensens, systur Stef- áns, langafa Þóris Stephensens dóm- kirkjuprests. Móðir Stefáns í Miðhúsum var Arndís, systir Ragnhildar, móður Birgis og Kristjáns Thorlacius. Arndís var dóttir Péturs Eggerz, verslunarstjóra á Borðeyri, og Jak- obínu Pálsdóttur Melsteð, systur Ragnheiðar, langömmu Ástu, ömmu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Jónfríður var dóttir Elíasar, b. og sjómanns í Uppsölum í Selárdal Oddssonar, úr Garpdalssókn Björnssonar. Móðir Jónfríðar var Kristín Jóns- dóttir. Árni verður að heiman á afmælis- daginn. Árni Stefánsson. Helga Kristjánsdóttir Helga Kristjándóttir, húsfreyja að Vegamótum á Blönduósi, verður átt- ræð á jóladag. Starfsferill Helga fæddist á Blönduósi og ólst þar upp. Hún stundaði lengst af hús- móðurstörf á mjög bammörgu heimili. Auk þess starfaði hún f eld- húsi við Héraðssjúkrahúsið á Blönduósi í nokkur ár. Fjölskylda Maður Helgu er Þórarinn Þor- leifsson, f. 10.1. 1918, fyrrv. verslun- armaður á Blönduósi. Hann er son- ur Þorleifs Jónssonar, verkamanns á Blönduósi, og k.h., Ölmu Ólafs- dóttur húsmóður. Dóttir Helgu frá því áður er Lára Bogey Finnbogadóttir, f. 15.10. 1936, starfsmaður hjá Særúnu á Blöndu- ósi, gift Árna M. Sigurðs- syni bílstjóra. Faðir Láru var Finnbogi Sveinsson, f. 22.12. 1913, d. 11.10. 1936. Börn Heigu og Þórarins eru Guðný Þórarinsdótt- ir, f. 1.8. 1943, húsfreyja í Meðalheimi í Torfalækj- arhreppi, en maður henn- ar er Óskar Sigurfinns- son, bóndi og starfsmaður hjá Sölufélagi Austur- Húnvetninga; Heiðrún Þórarinsdóttir, f. 9.8.1944, d. 3.6. 1977, húsfreyja að Eldjárns- stöðum í Svínavatnshreppi en mað- ur hennar var Þorsteinn Sigur- valdason, bóndi þar; Sveinn Þórar- insson, f. 22.9. 1945, bílstjóri hjá Kaupfélagi Húnvetninga, kvæntur Ásdísi Guðmundsdóttur, starfs- stúlku hjá Særúnu á Blönduósi; Gestur Þórarinsson, f. 11.7. 1947, hitaveitustjóri á Blönduósi, kvænt- ur Ragnhildi Helgadóttur verkakonu; Hjördís Þór- arinsdóttir, f. 27.6. 1948, húsfreyja á Snærisstöð- um í Svínavatnshreppi, gift Benedikt Steingríms- syni, bónda þar; Finn- bogi Þórarinsson, f. 16.11. 1949, starfsmaður hjá Haraldi Böðvarssyni á Akranesi, kvæntur Vil- borgu Guðjónsdóttur verkakonu; Ólafur Þórar- insson, f. 19.2.1951, versl- unarmaður í Keflavík, kvæntur Kristínu Þorkelsdóttur húsmóður. Bamaböm Helgu eru nú tuttugu og fjögur talsins, langömmubörnin eru tuttugu og sjö og langa- langömmubörnin þrjú. Systkini Helgu: Guðmunda Margrét Kristjánsdóttir, f. 3.9. 1915, d. 10.1. 1994, húsmóðir á Akureyri, gift Birni Guðmundssyni; Torfhild- ur Sigurveig Kristjánsdóttir, f. 28.8. 1924, húsmóðir í Grindavík, gift Páli Eyþórssyni; Jónína Alexandra Kristjánsdóttir, f. 25.11. 1925, hús- móðir á Selfossi, ekkja eftir Bjama Kristinsson; Guðný Hjálmfríður Elín Kristjánsdóttir, f. 27.9. 1930, húsmóðir í Reykjavík; ívar Krist- jánsson, f. 22.9. 1934, búsettur á Ak- ureyri, kvæntur Rósu Sighvatsdótt- ur; Hallbjörn Reynir Kristjánsson, f. 24.5. 1936, búsettur á Blönduósi, kvæntur Guðrúnu Elsu Kristjáns- dóttur. Auk þess vora tveir bræður sem dóu í frumbernsku. Foreldrar Helgu voru Kristján Júlíusson, f. 20.3. 1892, d. 28.1. 1986, verkamaður á Blönduósi, og k.h„ Margrét Guðrún Guðmundsdóttir, f. 12.8. 1897, d. 8.12. 1974, húsmóðir. Helga verður að heiman á afmæl- isdaginn. Helga Kristjánsdóttir. Jóhannes Haraldur Proppé Jóhannes Haraldur Proppé, fyrrv. framkvæmdastjóri, Hæðargarði 33, Reykjavík, verður sjötugur annan í jólum. Starfsferill Jóhannes fæddist við Tjamargöt- una í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði bamaskólanám við Miðbæjarskólann, útskrifaðist frá VÍ 1944, stundaði framhaldsnám við vátryggingaskóla í London 1945-46 jafnframt því sem hann starfaði hjá Lloyd’s tryggingafélaginu. Jóhannes starfaði hjá Samtrygg- ingu íslenskra botnvörpunga 1944-67, lengst af sem fúlltrúi, og starfaði hjá Sjóvátryggingafélagi Is- lands 1967-92, lengst af sem deildar- stjóri. Þá var hann jafnframt fram- kvæmdastjóri hjá Samtryggingu ís- lenskra botnvörpunga 1969-76 er fyrirtækið var lagt niður. Jóhannes starfaði mikið á vegum Heimdallar og landsmálafélagsins Varðar og sinnti ýmsum félags- og trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðis- flokksins. Hann hefur verið virkur félagi í Frímúrarareglunni frá 1950, hefur setið í stjóm og verið gjald- keri Landssamtaka hjartasjúklinga frá stofnun 1983, hefur starfað mik- ið á vegum AA-samtakanna frá 1968 og sinnt ýmsum nefndastörfum. Fjölskylda Jóhannes kvæntist 9.4. 1948 Unni Guðbjörgu Guðmundsdóttur Proppé, f. 14.6.1929, sjúkraliða. Hún er dóttir Guðmundar Helga Guð- mundssonar, f. 4.3. 1897, d. 3.4. 1971, skipstjóra í Reykjavík, og k.h., Guð- finnu Árnadóttur, f. 2.6.1901, d. 30.4. 1975, húsmóður. Börn Jóhannesar og Unnar eru Sævar Guðmundur Proppé, f. 24.9. 1945, kaupmaður í Reykja- vík, kvæntur Ingu Jónu Sigurðardóttur og á hann Qögur börn; Fríða Proppé, f. 20.4. 1949, fyrrv. ritstjóri og meðferðarfulltrúi, gift Helga Skúlasyni og á hún tvö börn; Ragna Björk Proppé, f. 9.8. 1954, hús- móðir á Jótlandi, en mað- ur hennar er Valur Frið- riksson og á hún fjórar dætur; Auður Brynja Proppé, f. 9.8. 1965, starfs- maður hjá Air Lingus í London, en maður hennar er Jean- Pierre Bailey og á hún tvær dætur. Systkini Jóhannesar: Laura Hild- ur Proppé, f. 27.6. 1905, d. 12.7. 1992, húsmóðir á Patreksfírði, var gift Garðari Jóhannessyni útgerðar- manni sem einnig er látinn og eign- uðust þau fimm börn; Friða Proppé, f. 25.9. 1906, d. 23.12. 1975, lyfsali á Akranesi; Clara Proppé, f. 17.1.1908, d. 16.5.1910; Hugo Adolph Proppé, f. 13.10. 1909, d. 21.12. 1933, frímerkja- kaupmaður í Reykjavík; Jakob Proppé, f. 15.11. 1910, d. 2.3. 1911; Carla Hanna Proppé, f. 18.7. 1912, d. 31.10. 1977, húsmóðir í Reykjavík, var gift Þóri Kristni Kristinssyni bifreiðasmið sem einnig er látinn og eignuðust þau þrjú börn; Gunnar Knútur Proppé, f. 22.9. 1915, fyrrv. verslunarstjóri og sölumaður í Reykjavík, var kvæntur Áslaugu El- isabet Árnadóttur Proppé tannsmið sem lést 1991 og eignuðust þau fjög- ur börn; Ástráður Jónsson Proppé, f. 16.8. 1916, d. 21.5. 1995, (kjörsonur), húsgagna- smiður i Reykjavík, var kvæntur Sigriði Hans- dóttur Proppé sem lést 1989 og eignuðust þau þrjú börn. Foreldrar Jóhannesar voru Carl Friedrich Proppé, f. 22.11. 1876, d. 3.11. 1942, verslunar- stjóri í Ólafsvík og á Þingeyri, síðar fram- kvæmdastjóri í Reykja- vík, og k.h., Jóhanna Jósafatsdóttir Proppé, f. 15.6.1880, d. 10.3. 1935, húsmóðir. Ætt Carl Friedrich var elsta barn Claus Eggerts Dietrich Proppé, bak- arameistara í Hafnarfirði, og k.h., Helgu Jónsdóttur Proppé. Claus Eggert var sonur Carls Heinrich Proppe, gestgjafa í Ne- umúnster í Holstein í Þýskalandi, og k.h., Dorotheu Proppe, f. Reese, húsmóður. Helga var dóttir Jóns Jónssonar, dbrm. og b. á Grjóteyri í Kjós, og Bóthildar Bjai-nadóttur, b. í Kára- nesi í Kjós, Sigmundssonar. Jóhanna Jósafatsdóttir var dóttir Jósafats Samsonarsonar, b. á Kirkjufelli í Grundarfirði, og k.h., Brynhildar Teitsdóttur. Jóhannes er að heiman á afmæl- isdaginn. staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur aM.milli hirni0So og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglfsingar DV 550 5000 Afmæli Tll hamingju með afmælið 24. desember 75 ára Guðrún Jóhannsdóttir, Bakkakoti 2 A, Skaftárhreppi. Sigurður Jónsson, Árskógum 8, Reykjavík. Sigurgeir Halldórsson, Öngulsstöðum III, Eyjafjarðar- sveit. 70 ára Þorsteinn Ingólfsson, Brekkuhvammi 12, Hafnaifiröi. Stefán Danielsson, Tröllatungu, Kirkjubólshreppi. Finnur Malmquist, Dalbraut 55, Akranesi. Hulda G. Sæland, Espiflöt 1, Biskupstungna- hreppi. 60 ára Auðdís Karlsdóttir, Kvíholti 10, Hafnarfíröi. Hrefha Sigurðardóttir, Hjarðarholti 10, Akranesi. 50 ára Sigurborg Pétursdóttir, Breiðvangi 65, Hafnarfirði. Brynja Baldursdóttir, Hnjúkaseli 11, Reykjavík. Brynja veröur með morgun- kaffi fyrir vini og vandamenn að heimili sínu á aðfangadags- morgun, frá kl. 10-14. Guðmundur J. Kristvinsson, Krummahólum 55, Reykjavík. Kolbeinn Sigurbjömsson, Lerkilundi 15, Akureyri. Margrét Bjömsdóttir, Stekkjarflöt 18, Garðabæ. 40 ára Gerður Guðmundsdóttir, Gnitaheiði 4, Kópavogi. Jóhann Kieman, Dúfnahólum 6, Reykjavík. Ingibjörg Björgvinsdóttir, Kambaseli 65, Reykjavík. Bjöm Logi Björnsson, Mávanesi 2, Garöabæ. Gunnar Ríkharðsson, Þingeyrum, Sveinsstaðahreppi. Stefán Kjæmested, Miðhúsum 48, Reykjavík. Brynja Björg Bragadóttir, Eiðismýri 20, Seltjamamesi. Símon Már Sturluson, Ásklifi 13, Stykkishólmi. Guðlaug Bergmann Matthí- asdóttir, Skólavegi 14, Keflavík. Jónas Pétur Pétursson, Skútahrauni 16, Skútustaða- hreppi. Jónína M. Arinbjarnar, Gnoðarvogi 32, Reykjavík. aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáauglýsingar i 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.