Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 Viðskipti Nýjung viö kaup og rekstur bíla: Heimilisbílar á kaupleigu -„Fislétt Qármögnun“, segir framkvæmdastjóri Brimborgar Egill Jóhannesson, framkvæmdastjóri Brimborgar, og Ægir Kópsson handsala fyrsta kaupleigusamninginn á fjöl- skyldubíl. Bíllinn er nýr Ford Fiesta. Ægir fjármagnar bíllinn þannig aö gamli bíllinn hans er tekinn upp ■ á 350 þús- und krónur. Hann greiðir síöan rumlega 15 þús. kr. á mánuöi í 24 mánuöi. DV-mynd PÖK Rúnar Sigurösson, fram- kvæmdastjóri Tæknivals, t.v., og Kristján Jónsson rafmagnsveitu- stjóri handsala samning um gerö nýs viöskipta- og upplýsinga- hugbúnaöar fyrir RARIK. Tæknivals og RARIK: Orkusöluhug- búnaðurinn endurnýjaður RARIK og Tæknival hf. hafa gert með sér samning um að Tæknival endurnýi viðskipta- og upplýsingahugbúnað fyrir orku- sölu RARIK. Nýja kerfið verður eitt stærsta og fullkomnasta við- skipta- og upplýsingakerfi lands- ins. Nýja kerfið, sem nefnist Kompakt, mun m.a. bjóða upp á sveigjanlegar gjaldskrár og sér- samninga um orkukaup. Notend- ur geta fengið upplýsingar hjá sjálfvirkri símsvörun sem gefur upplýsingar um orkureikninga, skuldastööu o.fl. Þá verða byggð- ar upp heimasíður á Intemetinu þar sem neytendur geta fengið upplýsingar um orkuviðskipti, reiknað út orkukostnað sinn og beðiö um uppgjör, auk þess að fá upplýsingar um starfsemi RARIK og orkumál almennt. Reiknað er með að nýi hughún- aðurinn verði kominn í gagnið um næstu áramót. -SÁ „Við höfum valið að nefna þetta nýja fyrirkomulag Fislétta fjár- mögnun, en um er að ræða nýja leið fyrir einstaklinga og fjölskyldur til að fjármagna nýjan heimilisbíl á svipaðan hátt og hefur tíðkast um alllangt skeið í nágrannalöndunum og í Bandaríkjunum," segir Egill Jó- hannesson, framkvæmdastjóri Brimborgar, sem hefur m.a. umboð fyrir bíla frá Volvo, Ford og Dai- hatsu. Það eru Brimborg og Lýsing hf. sem hófu samstarf um fjármögnun fyrir einstaklinga á heimilisbílum með sambærilegum hætti og fyrir- tæki hafa fengið bíla á kaupleigu um árabil. Að sögn Egils eru helstu ko- stirnir við kaupleigu þeir að greiöslubyrði er allt að 70% lægri en þegar tekin eru hefðbundin bílalán, t.d. hjá tryggingafélögum, miðað við að lánstími sé sá sami. Eftir að Brim- borg kynnti þessa nýju fjármögnun- arleið í lok síðustu viku hafa fleiri bílaumboð fylgt í kjölfarið. Meðal annarra kosta sem þessi fjármögnun heimilisbílsins hefur umfram hefðbundin bílalán segir Egill vera þá að stofnkostnaður er mun lægri, sem og hlutfallslegur kostnaður og mánaðarlegar greiðsl- ur eru jafn háar allan greiöslutím- ann. Þá þarf viðskiptavinurinn enga ábyrgðarmenn. Hin fislétta fjármögnun gengur þannig fyrir sig í aðalatriðum, að viðskiptavinur velur sér nýjan bíl og leggur fram gamla bílinn sinn, eða peninga sem innborgim sem dregst frá kaupverði nýja bílsins. Viðskiptavinurinn semur síðan um lánstíma sem er allt að þrjú ár og sé dæmi tekiö af því að keyptur er bíll sem kostar eina milljón króna og látinn bíll upp i sem metinn er á 250 þúsund krónur og gerður kaup- leigusamningur um eftirstöðvamar í t.d. 36 mánuði, þá gætu mánaðar- legar greiðslur numið um 10-15 þús- und krónum. Hægt er að semja um mun styttri greiðslutíma og þá jafn- framt þyngri greiðslubyrði. En einnig er hægt að greiða inn á samninginn hvenær samningstím- ans sem er til að létta greiðslubyrð- ina eða greiða hann upp með fúlln- aðargreiðslu hvenær sem er á samningstímanum í lok samningstímans getur við- skiptavinurinn framlengt samning- inn um bilinn, eða látið hann upp í nýjan bíl og gert nýjan fjármögnun- arsamning, eða í þriðja lagi greitt upp það sem fjármögnunarleigan á hugscmlega enn í bílnum, hafi í upp- hafi verið gerður samningur um að greiða hann ekki upp á samnings- tímanum, og þá eignast hann. Ólíkt hefðbundnum bUakaupum verður sá sem fær sér nýjan bU á kaupleigu ekki eigandi bUsins, bUl- inn verður skráður eign fjármagn- sleigufyrirtækisins, Lýsingar hf., en viðskiptavinurinn skráður í bif- reiðaskrá sem umráðamaður bUs- ins. Meðan kaupleigusamningurinn er í gUdi verður að kaskótryggja bU- inn, en umráðamaður ræður sjálfur hvar hann tryggir hann. -SÁ Eimskipafélagiö: Breytingar á Austurlandi Umboö Eimskipafélagsins á Eskifirði, Fáskrúðsfirði og Seyð- isfirði hafa hætt starfsemi frá síðustu áramótum, en sú þjón- usta sem þau veittu heyrir nú undir svæðisskrifstsofu Eim- skips á Austurlandi, sem er á Eskifiröi. Félagið hefur ráðið sérstakan starfsmann á Seyðis- fiði, en á öðrum stöðum munu verktakar sjá um lestun og losun og aðra umsýslu með vöru. í frétt frá Eimskip segir að þessar breytingar séu liður í uppbyggingu á aukinni þjónustu við landsbyggðina og tengist m.a. beinum siglingum til Evrópu frá höfnum utan höfuðborgarsvæð- isins og vaxandi starfsemi utan þess. -SÁ Áslaug Pólsdóttir kynningarróö- gjafi. Nýr kynningar- ráðgjafi KOM Áslaug Pálsdóttir hefur verið ráðin kynningarráðgjafi hjá al- mannatengslafyrirtækinu KOM og er sérsvið hennar ráðgjöf í markaðs- og neytendamálum með áherslu á yngri kynslóðim- ar, fjölmiðlasamskipti o.fl. Áslaug Pálsdóttir er 23 ára gömul og er að ljúka BA-námi frá Háskóla íslands i stjómmála- fræöi. -SÁ Blendin viðbrögð við kaupleigu bíla: Brimborg boðið að breyta auglýsingum - Samkeppnisstofnun telur veigamiklar upplýsingar vanta um endanlegt verð og kostnað Samkeppnisstofnun hefur boðið Brimborg að breyta auglýsingum um kaupleiguskilmála Brimborgar og Lýsingar hf., sem fyrirtækin kalla Fislétta fjármögnun, vegna þess að ekki komi fram í þeim raun- verulegur kostnaður viðskiptavin- anna, endanlegt verð bíla sem fengnir eru á kaupleigu, auk ýmiss annars kostnaðar. Forsvarsmenn Brimborgar segjast munu breyta auglýsingunum i samræmi við kröf- ur Samkeppnisstofnunar. Neytendasamtökin hafa einnig gert athugasemdir við auglýsing- arnar vegna þess að ekki komi fram í þeim endanlegt bílverð til kaup- enda, né heldur að um sé að ræða kaupleigusamning. í frétt frá Neytendasamtökunum segir að í auglýsingunum sé þess ekki getið að menn þurfi að greiða útborgun í bíl sem fenginn er með Fisléttri fiármögnun, né sé þess get- ið hve há útborgunin skuli vera. Þá sé ekki gerð grein fyrir því að ein- ungis sé veitt lán fyrir litlum hluta kaupverðsins og að á lánstímanum eigi kaupandi ekki bílinn, heldur Lýsing hf. Eftir að umsömdum leigutíma ljúki standi stór hluti kaupverðsins enn eftir og til þess að eignast bílinn verði kaupandi eða leigjandi að greiða markaðsverð bílsins eins og það er við lok láns- tímans. -SÁ Ný vél í íslenska flugflotann: Islandsflug eignast ATR 42 - verður notuð í vöruflutninga á nóttunni og farþegaflug á daginn „íslandsflug er að kaupa ATR 42 flugvél frá Frakklandi sem verður afhent í þessari viku eða byrjun næstu. Vélin er eins og sú sem félag- ið rekur þegar, en hefur á leigu,“ segir Gunnar Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri íslandsflugs, í samtali viö DV. Nýju flugvélinni verður fyrst flog- ið til Bretlands þar sem henni verð- ur breytt í samræmi við þarfir ís- landsflugs og standsett í samræmi við þær kröfur sem félagið gerir til flugflota síns, að sögn Gunnars. íslandsflug flýgur reglulegt vöru- flutningaílug að næturlagi milli Reykjavíkur og East Midland flug- vallar við Bristol. ATR 42 flugvélar félagsins taka hátt á fiórða tonn af vamingi á þessari leið og eru hrað- sendingar DHL stór hluti af flutn- ingunum, auk margs konar vam- ings. Fiskur er t.d. stór hluti þess sem flutt er með vélunum frá ís- landi, að sögn Gunnars. Á daginn em og veröa ATR-flug- vélamar notaðar í innanlandsflugi félagsins. ATR-flugvélarnar eru skrúfuþotur. Þær eru samevrópsk framleiðsla og eru verksmiðjumar að stærstum hluta í eigu Aerospat- iale, sem m.a. framleiðir Airbus breiðþotur. ATR 42 gerðin tekm' 46 farþega, en sem vöruflutningavél ber hún allt að fimm tonn. -SÁ Starfs- hvatning Bókin Starfshvatning, sem er fiórða bókin í ritröð forlagsins Framtíðarsýnar, er komin út og fiallar á hnitmiðaðan hátt um starfshvatningu, að því er segir í frétt frá Framtíðarsýn. Bent er á árangursríkar leiðir til að bæta frammistööu fyrir- tækis í gegnum ánægt og vinnu- fúst starfsfólk og leiðir til að gera starfsfólk ánægt og vinnu- fúst. -sÁ 1300 woa. Olís Olíufélagið M 8,6 Skeljungur Síldarvinnslan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.