Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EVJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: EUAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt tii að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Hnignun velferðar Þótt erfiðleikar velferðarríkisins á íslandi séu að flestu leyti svipaðir og annarra ríkja af því tagi, er þó unnt að sjá sérstök einkenni hér á landi. Þau sýna, að hluti vand- ans felst í, að hinir vel stæðu eru að stækka hlut sinn af þjóðarkökunni á kostnað hinna, sem minna mega sín. Margt er svipað hér á landi og annars staðar. Þjónusta við sjúka hefur verið skert af því að innbyggð þensla var komin í kostnað við hana án þess að gæðin ykjust. Reynt hefur verið að taka á sumum hlutum vandans, svo sem að skipta úr dýrum lyfjum í jafngóð ódýrari lyf. Ekki hefur verið tekið á sumum þáttum sjúkraþjón- ustunnar vegna annarra hagsmuna, svo sem byggða- stefnu. Til dæmis fer of mikill hluti fjármagnsins í að reka dýr og óhagkvæm sjúkrahús í dreifbýli meðan lok- að er deildum á alvöruspítölum fyrir alla landsmenn. Þjónusta sjúkrahúsakerfisins hefur þannig rýmað í heild, þótt hlutur þess í þjóðarkökunni hafi ekki minnk- að. Ef tekið væri á öllum kostnaðarliðum þess og pening- ar millifærðir til knýjandi verkefna, væri unnt að halda óbreyttri þjónustu á óbreyttum tilkostnaði. Sjúkrahúsakerfið er vandamál af því að ekki er staðið nógu vel að málum, en ekki vegna þess að verið sé að taka frá því peninga til annarra þarfa í þjóðfélaginu. Sú er hins vegar raunin á ýmsum öðrum sviðum, sem eru þættir velferðarkerfisins eða tengjast því. Með aðgerðum ríkisins hefur ójööiuður tekna aukizt um 22% á einum áratug. Það hefur meðal annars verið gert með breyttum skattalögum og með frumkvæði rík- isins að þjóðarsáttum á vinnumarkaði, sem hafa falið í sér, að láglaunafólk hefur fengið litla kauphækkun. Með því að skoða skattahlutfall annars vegar og barnabótaauka og vaxtabætur af húsbréfum hins vegar kemur skýrt í ljós, að skattbyrði ungs bamafólks, sem er að reyna að koma sér fyrir, er meiri en annarra íslend- inga og hefúr hlutfallslega aukizt á síðustu árum. Skattleysismörk hafa hækkað, þannig að fólk borgar skatta af lægri tekjum en áður. Minnkað hefur afsláttur, sem veittur var bamafólki og húsbréfafólki. Þannig hef- ur verið saumað að ungu fólki, sem er með mikla út- gjaldaþörf og hefur frá litlum tekjum upp í meðaltekjur. Breyting á stöðu heimilanna í þjóðfélaginu endur- speglast á uggvænlegan og raunar skelfilegan hátt í skuldum þeirra. Þær aukast með hverju einasta ári og hafa nærri þrefaldazt á einum áratug. í heild námu þær 132 milljörðum árið 1986 og 343 milljörðum árið 1996. Sjúkrahúsin eru dæmi um, að velferðarþjóðfélagið rýrnar sumpart vegna þess, að sumir þættir ríkisins eru ekki nógu vel reknir. Dæmin um þjóðarsáttir á vinnu- markaði, aukna skattbyrði ungs fólks og auknar skuldir heimilanna sýna hins vegar tilfærslur milli stétta. Þegar ójöfnuður tekna eykst um meira en fimmtung á einum áratug, er það afleiðing þess, að stjómvöld hugsa meira um velferð annarra en ungs láglauna- og milli- launafólks með böm og húsbréf á framfæri. Þau hafa verið að hlusta á hina ríku í þjóðfélaginu. Velferðarkerfi landbúnaðarins er varið með skattfé og höftum. Velferðarkerfi útgerðarmanna er eflt með auknu svigrúmi í meðferð kvóta. Velferðarkerfi stórfyr- irtækja er magnað með einkavinavæðingu ríkisfyrir- tækja á borð við síldarverksmiðjur ríkisins. Við höfum um nokkurt skeið búið við stjóm hinna ríku fyrir hina ríku. Það er veigamesta orsök aukinnar stéttaskiptingar í þjóðfélaginu á síðustu árum. Jónas Kristjánsson „Einkunnir lækka enda oft verulega þegar kemur í menntaskóla, fallið þar er afleiðing samræmda prófsins," segir Ármann og bætir viö aö úrræði menntamálaráðuneytisins séu fleiri samræmd próf. „Kannski er eitthvað til í því að íslendingar séu heimskari en aðrar þjóöir.“— Menntamálaráðuneytið er á Sölvhólsgötu. Heimskasta þjóð í heimi Við lifum á öld hinna miklu kannana. Á þriðja hveiju ári er kynnt könnun „hafrn yfir allan vafa“, sennilega eina fyrirbærið í heiminum sem jafnvel Descartes hefði ekki getað efast um. Þá fylgja nokkrir mánuðir af upphrópunum í blöðum uns allir hafa hrópað sér til óbóta og ekkert hefur gerst. Sú nýjasta sýndi að við erum mun lakari en aðrar þjóðir í stærðfræði og raungreinum, vandamálið var talið bundið við þær greinar þrátt fyrir að aðrar hafi ekki verið með í samanburð- inum. Þjóðirnar sem slá okkur við eru flestar í Austur-Asíu og þar sem annað kemur ekki fram hlýt- ur skólaskyldu að vera eins háttað þar og hjá okkur. Ein niöurstaðan var að konur væru mun lélegri en karlar í stæröfræði. Þá var fundin lausn á vandanum: í ís- lenska skólakerf- inu eru flestir kennarar konur af einhverjum dularfullum ástæðum. Þessi skýring féll raun- ar um sjálfa sig þegar uppgötvað- ist að sú niður- staða ætti ekki við um þau lönd þar sem eitthvert jafnrétti ríkti milli kynjanna. Óhófleg áhersla á latínu Næsta upphrópun var að íslend- ingar legðu ekki næga áherslu á verk- og tæknimenntun vegna of mikillar áherslu á hugvísindi. Þetta tóku margir undir þó að óhófleg kunnátta stúdenta í er- lendum tungumálum og móður- málinu hafi hingað til ekki verið áhyggjuefni í Há- skóla íslands. Þessi upphrópun hefur þann kost að hana má tengja við upphrópunina: Efla sked iðnmenntun. Þrátt fyrir mikil hróp og köll sein- ustu ár hefur ekk- ert verið gert í því en jafnan hefur fylgt með að lausn- in sé að draga sem mest úr bókmennt- un. Þannig taldi einn þingmaður að helsti galli íslensks skólakerfis væri óhófleg áhersla á latínu sem eins og allir vita er töluð hér af hverjum manni. í iðnmenntunarumræðunni er eitt bannorð: Peningar. Iönmennt- un er dýr og þess vegna er vegur hennar lítill i landi þar sem menntun á helst að vera ókeypis, ekki aðeins fyrir bamið heldur einnig hið opinbera. Ekki kom á óvart í kjölfar kannanafársins að peningar eru áfram bannorð en niðurstaðan varð að íslendingar væru of vel menntaðir í einhverju öðru, t.d. uppeldis- fræði. Stóri dómur yfir kennurunum Forðast var af kappi að nefha að stærðfræði- menntun veitir aðgang að vel launuðu starfi í íslensku þjóðfélagi ef menn vilja. Örfáir geta sætt sig við margfalt lægri laun en bjóðast annarstaðar. En ekki kemur til greina að hækka laun kennara, um það er þjóðarsátt. Könnunin sem birtist var gerð á gagnfræða- stigi en í lok þess taka allir samræmt próf, þ.e. sama prófið. Það er arf- ur frá landsprófinu sem var inn- tökupróf í menntaskóla en nú er kominn annar siður og ætlast er til að hver einstaklingur fái kennslu sem honum hæfir. Fyrir vikið er námsefni 8.-10. bekkjar of erfítt fyrir suma, of létt fyrir aðra. Fyrir um 30% nemenda er vinnuálagið minna en í barna- skóla. Kennarar hafa ekkert svig- rúm til að sinna þeim nemendum. Þeir þurfa að búa sig undir sam- ræmda prófið sem fyrst og fremst er stóridómur yfir kennurum. Fyrir vikið hætta margir að læra á þessum árum. Einkunnir lækka enda oft verulega þegar kemur í menntaskóla, fallið þar er afleiðing samræmda prófsins. En hver eru úrræði menntamálaráðu- neytisins? Jú, fleiri samræmd próf. Kannski er eitthvað til í því að íslendingar séu heimskari en aðrar þjóðir. Ármann Jakobsson „í iönmenntunarumræöunni er eitt bannorð: Peningar. lönmenntun er dýr og þess vegna er vegur henn- ar lítill í landi þar sem menntun á helst að vera ókeypis, ekki aðeins fyrir barnið heldur einnighiö opin- bera.u Kjallarinn Ármann Jakobsson bókmenntafræðingur Skoðanir annarra Kreppan að baki „Á þessum áratug hafa íslendingar í fyrsta sinn frá Viðreisnarárunum kynnzt stöðugu og jafnvel lækk- andi verðlagi. Höfuðstóll skulda landsmanna hefur hækkað lítið miðað við það, sem áður var og stund- um lækkað. Vextir hafa lækkað en eru þó enn alltof háir. Allt efnahagsumhverfi er gjörbreytt. Atvinnulíf landsmanna starfar nú að mörgu leyti við áþekk skil- yrði og keppinautar í öðrum löndum. Þær umbætur, sem orðið hafa í íslenzku þjóðfélagi á þessum áratug eru ótrúlega miklar. Aðildin að Evrópska efnahags- svæðinu hefur haft gifurlega þýðingu. Hugarfar hefur gjörbreytzt. Og kreppan er að baki.“ Úr forystugrein Mbl. 15. jan. Hagnast á hlutabréfum „Fátækt á íslandi er staðreynd og smánarblettur á samfélagi okkar.... Það má leiða getur að því að sú kaupmáttaraukning sem hefur átt sér stað hafi að mestu farið í buddu þeirra sem mestar tekjurnar hafa, enda hafa þeir hagnast vel á hlutabréfúm á síð- ustu tveimur árum. í komandi kjarasamningum er nauðsynlegt að kaupmáttur lægstu tekna aukist meira en hjá öðrum, því sú staðreynd er því miður sönn að ójöfnuður fer ört vaxandi." Björn Grétar Sveinsson í Degi-Timanum 15. jan. Sálarklofningur „Hjá einstaka leikhúsmönnum er greinilega ein- hver sálarklofningur. Þeir eru alltaf að heimta faglega gagnrýni en það var talað mikið um það hér á árum áður að leikhúsgagnrýnendur væru allir bókmennta- menn og hefðu ekki þekkingu á leikhúsi. Þá bentu menn á nauðsyn þess að fjölmiðlar stæðu betur að þessu og fengju gagnrýnendur sem væru menntaðir í faginu. Síðan þegar koma fram aðilar með slíka und- irstöðu þá er eins og menn þoli það ekki heldur og tíni eitthvað annað til. Það er ekki heil brú i þessu.“ Jón Viðar Jónsson í Degi-Tímanum 15. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.