Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1997, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1997, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 37 Þórhallur Gunnarsson í hlut- verki skáldsins og Jóhanna Jónas. Fagra veröld í kvöld sýnir Leikfélag Reykjavíkur á Stóra sviði Borg- arleikhússins Fögru veröld sem er eftir Karl Ágúst Úlfsson og byggir hann leikritið á ljóðum Tómasar Guðmundssonar úr ljóðbókinni Fagra veröld. Leik- stjóri er Brynja Benediktsdóttir og tónlist semur Gunnar Reynir Sveinsson. Sögusviðið er Reykjavík snemma á fjórða áratugnum. Við kynnumst hópi fólks af býsna ólíkum toga - einhvers konar þversniði samfélagsins. Miðdepill atbimðarásar er kaflí- hús. Þangað rekast flestar per- sónur leiksins og eiga spjall saman, en hinir miklu atburðir gerast annars staðar i bænum. Ekki er þó reynt að bregða upp nákvæmri samfélagsmynd þessa tíma en við kynnumst sögu nokkurra einstaklinga býsna náið. Skáldinu sjálfu bregður fyrir á sviðinu sem áhorfanda og oft og einatt er hann um- ræðuefni. Leikhús Meðal leikara eru Þórhallur Gimnarsson, Jóhanna Jónas, María Ellingsen, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Pétur Einarsson, Sóley Elíasdóttir, Ellert A. Ingi- mundarson, Hinrik Ólafsson, Árni Pétur Guðjónsson og Kjart- an Guðjónsson. Upplestrum fram haldið í dag verður framhald á upp- lestrum á vegum Ritlistarhóps Kópavogs i kafíístofú Gerðar- saftis, milli kl. 17 og 18. Fyrstu gestir á nýju ári eru ljóðskáldin, Anna S. Bjömsdóttir, Guðrúri Guðlaugsdóttir og Pjetur Haf- stein Lárusson. Kirkjufélag Digranesprestakalls heldur fund í safnaðarsal Digra- neskirkju í kvöld, kl. 20.30. Spil- uð verður félagsvist, kafliveit- ingar. Helgistund í umsjá séra Gunnars Sigurjónssonar. Samkomur Taflfélag Reykjavíkur Félagsfúndur verður haldinn í Taflfélagi Reykjavíkur í kvöld, kl. 20, að Faxafeni 12. Á fundin- um verður rætt um húsnæðis- mál félagsins. Félag eldri borgara í Reykjavík Bridge, tvimenningur, verður í Risinu í dag, kl. 13. LAUF, samtök áhuga- fólks um flogaveiki, verður með almennan félags- fund í kvöld, kl. 20.30, að Lauga- vegi 26, gengið inn Grettisgötu- megin. Dr. Þuríður Jónsdóttir taugasálfræðingur mun flytja erindi um vitræn og geðræn einkenni flogaveiki og svara fyr- irspurnum. Karaokekeppni félagsmiðstöðva á Hótel íslandi Fimmtíu ungling- ar í úrslitum í kvöld fara fram á Hótel íslandi úr- slit í karaokekeppni félagsmiðstöðva. Þetta er í sjötta skiptið sem þessi keppni er haldin en hún er fyrir ung- linga, 13-16 ára. Að þessu sinni taka þátt í úrslitum rúmlega fimmtíu unglingar sem er bara brot af þeim fjölda sem þátt taka í keppninni. Undanfarna mánuði hefur staðið yfir í 21 félagsmiðstöð und- ankeppni um rétt til þátttöku i úrslit- um. Skemmtanir Keppendur koma víða að, meðal ann- ars frá Neskaupstað, en flestir eru þó frá suðvesturhomi landsins. Keppt er bæði í einstaklings- og hópakeppni. í að- alkeppninni er aðaláhersla lögð á fram- komu en í einstaklingskeppninni það söngurinn. Úrslitakeppnin hefst kl. 20. Sigurvegararnir í hópakeppninni í fyrra, Hrefna, María og Margrét. Gaukur á Stöng: Botnleðja kveður Eins og kunnugt er orðið er ein af okkar öfl- ugustu rokksveitum, Botnleðja, að fara í tón- leikaferðalag um Bretlandseyjar með einni af þekktustu hljómsveit heimsins, Blur. Fara hún af landi brott 19. janúar. í kvöld heldur Botn- leðja lokatónleika hér á landi í bili og verður á Gauki á Stöng. Auk Botleðju koma fram fleiri hljómsveitir sem munu kveðja þremenning- anna. Skemmtanir Tilboðið kom til Botnleðju í kjölfar þess að Botnleðja hitaði upp fyrir Blur á tónleikunum i Laugardalshöll i sumar. í Bretlandsforiimi mun sveitin taka upp nafnið Silt, sem er bein þýðing á Botnleðju-nafriinu. Það er mat þeirra sem til þekkja í tónlistarheiminum að hér sé um einstakt tækifæri að ræða fyrir Botnleðju sem beri að nýta sér vel. Undanfarið hefur Botnleðja verið að taka upp enskar útgáfur af nokkrum lögum sveitarinnar og sjálfsagt munu áheyrendur á Gauki á Stöng fá að heyra þau á tónleikunum í kvöld, sem hefjast kl. 22 og lýk- ur kl. 1. Botnleðja leikur á Gauknum í kvöld og heldur síðan í víking til Englands. Víða eru vegir illfærir Fært er um Borgarfjörð og Snæ- fellsnes, en þar er skafrenningur og hálka. Á Vestftörðum er mjög slæmt ferðaveður og þungfært er um Hálf- dán og Kleifaheiði. Steingrímsfjarð- arheiði er ófær. Norðurleiðin er fær til Akureyrar og þaðan til Húsavík- ur. Fyrir austan Húsavík er vonsku- Færð á vegum veðiu- og vegir ófærir vegna veðurs. Einnig er slæmt veður á Austur- landi og vegir illfærir allt suður að Höfti í Homafirði. Þar fyrir sunnan eru vegir færir með ströndinni til Reykjavíkur. Ástand vega B Hálka og snjór 0 Vegavinna-aðgát @ Öxulþungatakmarkanir C^) LokaörSt0ÖU [D Þungfært 0 Fært fjallabílum Margrét, Baldur og Jó- hannes eignast systur Magnea Baldursdóttir eignaöist þessa myndai’- legu telpu á myndinni á fæðingardeild Landspítal- Barn dagsins ans 11. desember kl. 12.59. Við fæðingu reyndist hún vera 4.075 grömm að þyngd og 51,5 sentímetra löng. Hún á þijú systkini: Margréti, sem er 14 ára, Baldur, 12 ára, og Jóhann- es, 4 ára. Mekhi Phifer leikur einn nem- andann í bekknum hans. Ruglukollar í Ruglukollum (High School High) er verið að gera grín aö bandarískum menntaskóla- og háskólamyndum, meðal annars Dangerous Minds. Aðalpersónan er hugsjónamaðurinn Richard Clark (Jon Lovitz) sem tekur til starfa í niðurníddum mennta- skóla þar sem hann er ákveðinn í að gera kraftaverk og fá rugl- aða nemendur til að læra. Er takmarkið að gera menntaskól- ann að fyrirmyndarskóla. Fljótt nær Richard athygli fallegu kennslukonunnar, Victoríu Chappell (Tia Carera), sem dáist að hugsjónum Richards, en skólastýra menntaskólans (Lou- ise Fletcher) er ekki jafn hrifin af Richard, sem hún telur vera monthana og aulabárð. Kvikmyndir Jon Lovits, sem leikur Ric- hard, er einn margra gamanleik- ara sem létu ljós sitt skína i skemmtiþáttunum Saturday Night Live en fyrir frammistöðu sína í þessari vinsælu þáttaröð hlaut hann tvisvar tilnefningu til Emmy-verðlauna. Lovits hefur leikið í fimmtán kvikmyndum. Nýjar myndir: Háskólabió: Sleepers Laugarásbíó: Flótti Kringlubíó: Moll Flanders Saga-bíó: Ógleymanleg Bíóhöllin: Lausnargjaldið Bíóborgin: Kvennaklúbburinn Regnboginn: That Thing You Do Stjörnubíó: Ruglukollar Gengið Almennt gengi LÍ nr. 17 16.01.1997 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollgenfli Dollar 67,520 67,860 67,130 Pund 113,210 113,790 113,420 Kan. dollar 50,250 50,560 49,080 Dönsk kr. 11,1580 11,2170 11,2880 Norsk kr 10,6250 10,6840 10,4110 Sænsk kr. 9,7170 9,7700 9,7740 Fi. mark 14,2180 14,3020 14,4550 Fra. franki 12,5910 12,6620 12,8020 Belg. franki 2,0608 2,0732 2,0958 Sviss. franki 49,1600 49,4300 49,6600 Holl. gyllini 37,8500 38,0700 38,4800 Þýskt mark 42,5300 42,7400 43,1800 ít líra 0,04362 0,04390 0,04396 Aust. sch. 6,0410 6,0780 6,1380 Port. escudo 0,4260 0,4286 0,4292 Spá. peseti 0,5082 0,5114 0,5126 Jap. yen 0,57770 0,58110 0,57890 írskt pund 110,940 111,630 112,310 SDR 95,49000 96,06000 96,41000 ECU 82,6100 83,1000 83,2900 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 A NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA ÍÁSKRIFT ÍSÍMA 550 5752

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.