Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Síða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Síða 64
KIN Wjj&jýká&lm' & & II" Verta viðbúin[n) 'jicwinai Vinningstölur 17.01/97 16) (19) (22) FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 Akurnesingar leggjast ekki gegn álveri DV.Akranesi: Á aukafundi bæjarstjómar Akra- ness vegna fyrirhugaðs álvers á Gnmdartanga var samþykkt með at- kvæðum allra bæjarfulltrúa að leggj- ast ekki gegn byggingu verksmiðjunn- ar. Samþykktin var gerð með fyrir- vara um breytingar á ýmsum ákvæð- um í tillögum Hollustuvemdar ríkis- ins að starfsleyfí fyrir verksmiðjuna. Þá var lögð áhersla á að hert yrði á eftirlitsþáttum til að minnka líkur á teljandi mengun og einnig var óskað eftir frekari rannsóknum á áhrifum verksmiðjunnar á nágrenni hennar. Þá var ítrekuð sú krafa bæjarstjómar að ef svo færi að vatnsból bæjarins yrði fyrir mengun af völdum verk- "s smiðjunnar þá væri íslenska ríkið skaðabótaskylt. Ennfremur var þess óskað að þegar í stað yrði hafin leit að öðm vatnsbóli til að leysa hitt af hólmi ef til kæmi. -DVÓ íslenska torfæran aö slá í gegn: Keppnisgengi torfæru- kappa til Portúgals - portúgalskur auðmaöur borgar brúsann, um 12 milljónir króna íþróttafélag í bænum Albufeira í Portúgal ætlar að halda keppni í ís- lenskri torfæru um páskana. Allir keppendurnir, 22 talsins, ásamt fimm manna áhöfn aðstoðarmanna á hvem bíl verða íslenskir og bílamir líka og verður allt úthaldiö flutt út á kostnað portúgalsks auðmanns og hóteleiganda í bænum sem er tilbú- inn að borga brúsann, um 12 milljón- ir króna. Keppendur og aðstoðarliðsmenn þurfa engu að kosta til í fargjöldum, flutningskostnaði eða uppihaldi en fá ekki laun önnur en þær auglýsing- ar sem þeir kunna selja á bíla sína. Keppnin verður kvikmynduð og síð- ar sýnd í Eurosport-sjötívarpsstöð- inni. „Við erum búnir að vinna okkar undirbúningsvinnu og þeir í Portúg- al sína. Það eina sem vantar er að við fáum í hendur fjárhagslegar tryggingar en þeirra er vænst í næstu viku,“ segir Bragi Bragason hjá Landssambandi íslenskra akst- ursíþróttafélaga. Hann segir að allir samningar vegna málsins séu frá- gengnir og verði undirritaðir um leið og peningamir veröa sýndir og bankaábyrgðin frá auðmanninum er komin. Hennar er vænst um miðja vikuna. Landssambandið, LÍA, er þegar búið að semja við alla helstu torfærukappa landsins og þeir búnir að undirrita skuldbindingu um að fari til Portúgals um páskana. Þessi áhugi í Portúgal fyrir ís- lensku torfærukeppninni er sprott- inn af sýningum af henni á sjón- varpsstöðinni Eurosport en þar hef- ur hún slegið í gegn og að sögn Braga hafa í sumar og haust 40-50 milljónir manna séð þættina og þeir sýndir mun oftar en ætlunin var í upphafi. íslenska torfæran er enn sem komið er einungis stunduð hér á íslandi og í Svíþjóð. -SÁ Upplýmlngar fri Sunnudagur /loksvargagn\ AF ÍSLENSKA V VEGAKERFINU! J Enski víkingabardagamaöurinn Phil Burtham mundar hér sverö sitt á vold- ugan hátt gegn íslenska víkingnum Ágústi Pedersen á æfingu í gær. Um 10 manna hópur íslenskra víkinga æfir fyrir Víkingahátíöina í Hafnarfiröi f sum- ar. DV-mynd Hilmar Þór Varnarliðið: Sprengjuhót- un til sjúkra- hússins „Það var hringt í sjúkrahúsið eftir hádegi í fyrradag og málið er í rann- sókn,“ sagði Friðþór Eydal hjá upplýs- ingaskrifstofu Vamarliðsins á Kefla- víkurflugvelli í morgun um sprengju- hóhrn sem barst til sjúkrahússins. Samkvæmt upplýsingum DV mun í hótuninni hafa verið tekið fram að sprengjan myndi springa klukkan 17 í fyrradag. Leitað var í sjúkrahúsinu og þegar ekkert fannst var málið af- greitt sem gabb. Sjúkrahúsið var ekki rýmt. Ekki er vitað hver hringdi. -sv 6 tölvum stoliö Brotist var inn í fyrirtækið Metró- Normann í Hallarmúla i fyrrinótt. Þjófamir bratust inn um glugga bak- dyramegin og stálu sex tölvum úr fyr- irtækinu. „Þetta vora allar tölvumar okkar og því er þetta slæmt og veldur mik- illi röskun hjá fyrirtækinu,“ segir Bergur Hjaltason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Þrátt fyrir þetta verður verslunin opin um helgina. Þjófamir og þýfið hafa ekki fundist. -RR Veöriö á morgun: Bjartviðri og vægt frost Á morgun veröur suðvestlæg átt, allhvöss um landið norðvestanvert en hægari annars staðar. Vestan til má reikna með lítils háttar rigningu eða súld og hita ofan frostmarks en bjartviðri og vægu frosti annars stað- ar. Veðrið á mánudag: Sunnanátt með rigningu Á mánudaginn er búist við nokkuð hvassri sunnanátt með rigningu um mestallt land, einkum þó sunnanlands og vestan. Hitinn verður á bilinu 3 til 7 stig. Veðrið í dag er á bls. 65. Bardagar æföir fyrir víkingahátíö: Besti bardaga- hópur sem ég hef þjálfað - segir víkingurinn Phil Burtham „Það er mjög gaman að þjálfa ís- lensku strákana. Þeir eru líkam- lega sterkir og fæddir víkingar. Þetta er besti bardagahópur sem ég hef þjálfað/ segir Englending- urinn Phil Burtham, en hann er ÓDÝRASTI ____ EINKAÞJÓNNINN snmzzn BÍLSKÚRSHURÐA- OPNARI Verð kr. 21.834,- ýbýlavegi 28 Sími 554 4443 staddur hér á landi í þeim tilgangi að þjálfa hóp íslenskra víkinga undir bardagaatriði á víkingahá- tíð í Hafnarfirði. Phil er foringi í víkingasamfé- lagi í Englandi sem nefnist Jom- vikings. Hann hefur æft og þjálfað þessa bardagalist í 12 ár og hefur m.a. þjálfað og leikið í fjölmörgum bíómyndum sem tengjast víking- um eöa riddurum. Hann lék m.a. í myndinni First Knight með Sean Connery og Richard Gere sem sýnd var i fyrra. Nú hefur hann nýlega leikið og þjálfað fyrir nýj- ustu útfærsluna af ívari hlújám sem breska sjónvarpsstöðin BBC sýnir um þessar mundir. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.