Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1997, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 Hvað mundir þú gera ef þú ynnir 100 milljónir á miðvikudaginn? Lð TJ Til mikils að vinna! pottur Alla miðvikudaga fyrirkl. 17.00. r Um 80 þúsund stjornarandstæöingar héldu út á götur Belgrad í gær. Stjórnarandstaðan í Serbíu Símamynd Reuter Við verðum öll að fara í verkfall Stjórnarandstaðan í Serbiu hefur ítrekað óskir sínar um að mótmæli fari friðsamlega fram eftir að Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, skipaði óeirðalögreglu að beita mót- mælendur valdi á sunnudagskvöld. Alls særðist á annað hundrað manns í átökunum. „Við verðum öll að mótmæla á friðsamlegan hátt. Það verður að loka öllum skólum og verksmiðjum. Við megum ekki greiða neina skatta né reikninga og við verðum öll að fara í verkfall," sagði Vuk Dra- skovic, einn leiðtoga stjórnarand- stöðunnar, í ávarpi til mótmælenda í Belgrad í gær. í gær köstuðu reið ungmenni grjóti að óeirðalögreglu og brást lög- reglan við með barsmíðum, að sögn sjónarvotta. í upphafi höfðu um 80 þúsund manns haldið til miðborgar Belgrad en mannfjöldinn sneri heim að beiðni leiðtoga stjórnarandstöð- unnar. Fjöldi vestrænna ríkja hefur for- dæmt ofbeldi óeirðalögreglunnar á sunnudagskvöld. Franska stjómin bauð leiðtogum stjórnarandstöð- unnar til viðræðna í París. í gær gaf serbneska innanríkis- ráðuneytið út yfirlýsingu þar sem sagði að 18 manns hefðu verið hand- teknir á sunnudagskvöld og að hald- ið yrði áfram að grípa til allra nauð- synlegra ráðstafana til að koma í veg fyrir að almenningssamgöngur röskuðust og að friði og öryggi borg- aranna yrði ógnað. Yfir eitt þúsund skólum hefúr verið lokað, lögmenn hala farið í kröfugöngur með stúdentum og kirkjunnar menn og hermenn hafa stutt kröfurnar um að kosningaúr- slitin verði virt. Flestum leikhúsum og kvikmyndahúsum hefur einnig verið lokað. Reuter Grænlendingar og Danir semja vegna Thulemálsins: Danir sleppa við aukaútgjöld Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, og Lars Emil Johansen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, hafa náð sam- komulagi um að Danir leggi flug- braut í hænum Qaanaaq, um 100 kílómetra norðan við Thuleherstöð- ina á Grænlandi, í skaðabætur vegna nauðungarflutninga á Græn- lendingum milli byggðarlaga 1953 og geymslu kjarnorkuvopna á Grænlandi. Danir leggja ekki fram aukafjár- veitingu heldur verða 47 milljónir danskra króna teknar af fé sem þeg- ar hafði verið samþykkt til fram- kvæmda við flugvöllinn í Dundas. Afganginn, 30 milljónir danskra króna, verður grænlenska lands- stjómin sjálf að greiða. Gert er ráð fyrir að rekstrar- kostnaður landsstjómarinnar á flugbrautinni í Qaanaaq verði minni en í Dundas. Samkomulagið um Dundas náðist fyrir tæpu ári en Mikil spenna er í íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum í Bret- landi vegna aukakosninga í Wiral South kjördæminu en þingmaður íhaldsmanna þar lést í nóvember. Með aukakosningum þessum telja menn að fáist sterk vísbending um styrkleika flokkanna fyrir þing- kosningamar sem væntanlega fara fram 1. maí. í kosningunum fyrir fimm árum höfðu íhaldsmenn rúm- lega 8 þúsund atkvæða meirihluta í kjördæminu en nýjustu skoðana- kannanir segja Verkamannaflokk- Bandaríkjamenn voru mótfallnir farþegaflugi þar. Þess vegna sam- þykkti Rasmussen upprunalega kröfu Grænlendinga um flugvöll í Qaanaaq. Að mati landsstjórnarinn- ar hefur andstaða Bandaríkja- manna við almennar samgöngur á svæðinu heft þróun þar og torveld- að móttöku ferðamanna. Rasmussen baðst hins vegar ekki afsökunar eins og bæjarfélagið í Thule á Grænlandi hafði farið fram á vegna nauðungarflutninganna milli byggðarlaga 1953. Þeir voru til að liðka fyrir umsvifum Bandaríkja- manna. Lars Emil Johansen kveðst líta á samkomulagið um flugbraut sem af- sökun en sagði jafnframt að ef orðið afsökun hljómaði illa á dönsku gæti hann kannski kennt danska forsæt- isráðherranum að segja það á græn- lensku þegar flugbrautin yrði vígð. Búist er við að það geti orðið í árs- lok 1998. Politiken inn með 15 prósentustiga forskot. Talsmenn Verkamannaflokksins eru nokkuð sigurvissir og hugsa gott til glóðarinnar þvi með sigri missir John Major forsætisráðherra meirihluta sinn á þingi. fhaldsmenn vonast eftir sigri í þessum auka- kosningum og fyrirheitum um önn- ur fimm ár við stjómvölinn. En Michael Heseltine varaforsætisráð- herra segist eiga von á að fólk muni nota tækifærið og segja ríkisstjórn- inni til syndanna. Reuter Stuttar fréttir Yfirheyra Saksóknari í Suður-Kóreu yf- irheyrir yfirmenn tveggja banka og fýrrverandi stjórnarformann ríkisbanka vegna lánahneykslis sem tengist gjaldþrota fyrirtæki. Leituðu hælis Fjórir menn frá austurhluta Tímor brutust inn í franska sendiráðið í Jakarta og báðu um hæli sem pólitískir flóttamenn. Boða aðgerðir Stjórnarandstæðingar í Búlgaríu boðuðu allsherjarverk- föll og mótmælaaðgerðir eftir að sósíalistar kynntu nýja ríkis- stjórn í stað þess að efna til kosninga eins og krafist hafði verið. Mannfall Að minnsta kosti 20 hafa látið lífið í hörðum bardögum milli hers og uppreisnarmanna nærri Bogota, höfúðborg Kólumbíu. Fá vegabréf Búist er við að Bretar tilkynni að um 8 þúsund indverskir og pakistanskir íbúar Hong Kong fái fullgild bresk vegabréf en áhyggjur hafa verið um að minnihlutahópar verði án ríkis- fangs þegar Kínvetjar taka við stjórninni 1. júlí. Hafnaði frávísun Dómari í einkamálinu gegn O.J. Simpson vísaði frávísun- arkröfu lögmanna hans ffá en þeir sögðu óhæft vitni hafa eyði- lagt allan málflutninginn. Reuter Bretland: Titringur vegna aukakosninga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.