Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1997, Blaðsíða 18
Rl flPIÍ T 18 ÞRIÐJUDAGUR. 4 FEBRÚAR ÞRIÐJUDAGUR. 4 FEBRÚAR 23 Iþróttir Iþróttir Ferguson fór aftur til Spánar Alex Ferguson, stjóri Manchester United, fór aðra ferð sína til Spánar á skömmu tima á sunnudaginn til að fylgjast með hinum 24 ára gamla Roherto Rios, varnarmanni hjá Real Bet- is. Líklegt er að Manchester United sendi spænska liðinu til- boð á allra næstu dögum í leik- manninn en Ferguson er mjög hriflnn af pilti. -GH Macari óhress með vörnina Lou Macari, stjóri Stoke, var ekki ánægður með varnarmenn sína eftir leikinn gegn Wolves um helgina. „Ég var búinn að segja þeim að þeir þyrftu að gæta Steve Bulls sérstaklega vel en þeir sváfu á veröinum og létu hann skora bæði mörkin,“ sagði Macari. -GH Þjálfari Sevilla sagöi upp Jose Antonio Camacho, þjálf- ari spænska knattspymuliösins Sevilla, sagði upp starfi sínu í gær i kjölfarið á ósigri liðsins gegn Real Sociedad á sunnudag- inn. -GH Atli marði sigur á Arnari Atli Þorbjömsson, Þrótti, varð sigurvegari á vetrarstórmóti Víkings í tennis sem lauk á dög- unum. Atli lék til úrslita gegn Amari Sigurðssyni, ungum og efnileg- um tennisleikara úr TFK. Atli lenti í miklu basli með Amar, sem aðeins er 15 ára, en hafði sigur að lokum í spennandi leik, 7-5 og 6-4. Margrét Svavarsdótt- ir sigraði í einliðaleik kvenna. -SK Skorar Shearer gegn öllum lidum? Alan Shearer, markaskorar- inn ótrúlegi hjá Newcastle, hefur þegar skorað hjá 14 liöum í úr- valsdeildinni og svo gæti farið að hann skori gegn öllum liðum úrvalsdeildarinnar. Shearer, sem slátraði Leicest- er svo eftirminnilega á laugar- dag með þremur mörkum á þrettán mínútum, á eftir að skora í vetur gegn Southampton, Sunderland, Middlesborough, West Ham og Nottingham For- est. -SK Pólverji til Blackburn Blackburn samþykkti í gær að greiða Widzew Lodz i Póllandi tæpar 300 milljónir króna fyrir sóknarmanninn Marek Citko. Eftir er að ganga frá persónuleg- um samningi við Citko sjálfan sem er 24 ára gamall pólskur landsliðsmaður. -VS Booth á leið til Bolton Flest bendir til þess að Bolton, lið Guðna Bergssonar, styrki sig enn frekar nú í vikunni með því að kaupa Scott Booth frá Aber- deen fyrir aðeins 50 milijónir króna. Booth er í ónáð hjá Roy Aitken, stjóra Aberdeen, og talið er líklegt að félagið taki boði Bolton því annars fær það ekk- ert fyrir Booth þegar samningur hans rennur út í vor. -VS Brynjar Pétursson smassar boltann fram hjá hávörn KA-manna en hann var drjúgur í leiknum. Apostol Apostolov, uppspilari Próttara, er tilbúinn aö taka viö boltanum ef hann færi í hávörnina og kæmi til baka. íslandsmótiö í blaki: Hörð barátta í Neskaupstað DV, Neskaupstað: KA frá Akureyri heimsótti Neskaupstað um helgina og lék þar við heimamenn á íslandsmótinu í blaki í karla- og kvennaflokki. Á föstudagskvöldinu unnu Þróttarar báða leikina nokkuð létt, 3-0, en daginn eftir kom KA-liðið í báðum flokkum tvíeflt til leiks. í kvennaleiknum unnu Þróttarar fyrstu tvær hrinurnar en KA vann þá þriðju. KA var svo langt komið með að vinna fjórða hrinuna þegar Þróttur hrökk í gang og sigraði, 15-12, og endanlega úrslit 3-1. í karlaleiknum tókst KA með miklu harðfylgi að tryggja sér sigur, 3-1. KA vann fyrstu hrinuna nokk- uð létt en næstu tvær voru öllu jafn- ari. Þá þriðju vann KA sem var æsispennandi, 17-15 en fjórða og síðasta hrinan leiksins var algjör- lega eign norðanmanna. Úrslit urðu því, 1-3, fyrir KA. -PA Skjaldarglíma Ármanns: Ingibergur vann Jón Unndórsson í úrslitaglímu Ingibergur Sigurðsson, Víkverja, varð sigurvegari í 85. Skjaldarglímu Ármanns sem fram fór um síðustu helgi. Þetta var í fyrsta skipti sem Ingi- bergur nær að vinna glímuskjöld Ármanns fyrir Ungmennafélagið Víkverja, en hann vann skjöldinn árin 1994 og 1995 fyrir Ármann. Orri Bjömsson, KR, skjaldarhafi frá síðasta ári, tapaði fyrir félaga sínum, Fjölni Elvarssyni i fyrstu glímunni. Helgi Bjarnason, KR, vann Jón E. Unndórsson, KR, óvænt. Síðasta viðureign mótsins var glíma þeirra Helga Bjamasonar og Ingibergs Sigurðssonar. Með sigri gat annar hvor komist í úr- slitaglimu við Jón E. Unndórsson. Eftir stutta en snarpa glimu lagði Ingibergur Helga. Þar með varð að fara fram úrslitaglíma á milli þeirra Ingibergs og Jóns. Jón hóf glímuna með sókn en Ingibergur varðist og beið færis. Jón náði góðu leggjarbragði á Ingi- bergi, en dómaramir vom ekki sammála og töldu að Jón hefði fylgt of mikið eftir. Glímdu þeir aftur og þá lagði Ingibergur leggjarbragð á Jón og fékk dæmda byltu. Ingibergur glímdi mjög skynsam- lega á mótinu og lagði sína andstæð- inga á góðum úrslitabrögðum. Ingibergur Sigurðsson sigraði og hlaut 4+1 vinning. Jón E. Unndórs- son, KR, varð annar með 4+0 vinn- inga. Helgi Bjamason, KR, hafnaði í þriðja sæti með 3 vinninga, Orri Björnsson varð í fjórða sæti með 2 vinninga, Fjölnir Elvarsson, KR, og Pétur Eyþórsson, HSÞ, jafnir í 5.-8. sæti með 1 vinning, en Pétur keppti sem gestur. Þórður Hjartarson, Ár- manni, gekk úr mótinu vegna meiðsla. -SK HM karla: Litháen fer til Kumamoto Litháen vann tvo auðvelda sigra á Áströlum í Sydney um helgina en þjóðimar léku til úr- slita um síðasta lausa sætið í lokakeppni HM í handknattleik sem fram fer í Kumamoto í Jap- an í vor. Litháen verður þar með í riðli íslands eins og búast mátti við. Þar með liggur riðillinn end- anlega fyrir. í honum em ís- land, Júgóslavía, Litháen, Japan, Alsír og Sádi-Arabia. -VS HM kvenna: Króatía vann Sviss tvívegis Króatía sigraði Sviss tvívegis í undankeppni HM kvenna í hand- bolta um helgina en ísland er þriðja þjóðin í þessum undan- riðli. Króatísku stúlkumar unnu fyrri leikinn á heimavelli sínum með yfirburðum, 27-16, en mörðu sigur í þeim síðari í Luz- em, 20-19. Úrslit í öðmm riðlum: 1. riðill: Svíþjóð-Makedónía . . 17-14 Makedónía-Svíþjóð . . 23-19 Þriðja liðið er Spánn. 2. riðill: Rússland-Georgía . . 38-14 Rússland-Georgía . . 35-11 Þriöja liöiö er Holland. 3. riðill: Tékkland-Tyrkland . . 21-16 Tyrkland-Tékkland . .23-23 Þriðja liöiö er Búlgaría. 5. riðill: Ungverjaland-Ítalía . .25-10 ftalia-Ungverjaland . . 10-28 Þriðja liöið er Júgóslavía. 6. riöill: Úkraína-Slóvenía . . 20-17 Slóvenia-Úkraína . . 21-16 Frakkland-Grikkland . . 26-14 Frakkland-Grikkland . . 31-12 7. riðill: Pólland-fsrael ... 39-9 PóUand-fsrael . .35-11 Þriðja liöið er Slóvakía. 8. riðill: Litháen-Hvita-Rússland .. . . . 18-22 Hvíta-Rússland-Litháen ... . . 21-24 Þriðja liðið er Azerbaijan. -VS EM karla: Forkeppnin er hafin Forkeppni Evrópukeppni landsliða kaiia í handknattleik hófst um helgina en þar er leikið um sæti í sjálfri riðlakeppninni þegar 20 þjóðir spila um að kom- ast í lokakeppnina. ísland þarf ekki að taka þátt í þessari keppni og fer beint í riðlakeppnina. Úrslit leikja um helgina urðu þessi: A-riðill: Tyrkland-Slðvakía ........19-17 Slóvakía-Tyrkland ........26-17 Eistland-Lettland.........22-22 Lettland-Eistland.........29-23 B-riðill: Lúxemborg-Hvíta-Rússland . .. 18-33 Lúxemborg-Hvíta-Rússland ... 24-28 Þriðja liðiö er Makedónía. C-riðill: Ísrael-Grikkland . . . 29-15 Grikkland-ísrael . . .28-23 Þriðja liðið er Kýpur. D-riðill: PóUand-Austurriki . . . 25-22 Austurríki-PóUand . . . 23-21 HoUand-Bosnía . . . 25-25 Bosnia-HoUand .. . 26-20 E-riðill: Sviss-Belgía . . . 29-23 Belgia-Sviss . . . 15-24 Finnland-Georgía ... 25-20 Georgía-Finnland . . . 27-20 -vs Norömennirnir tveir, Atli Skaardal og Lasse Kjus höföu ærna ástæöu til fagna og brosa breitt í Sestriere á Italíu í gær. Skaarda! vann gulliö í risastórsviginu og Kjus silfriö. Skaardal sýndi mikiö öryggi í gær og varöi titii sinn með miklum glæsibrag. Heimsmeistaramótiö í alpagreinum: Frábær byrjun Norðmanna Norðmenn hófu keppni í heimsmeistaramóti alpagreina skíðaíþrótta með miklum glæsibrag í gær. Norðmenn skip- uðu tvö efstu sætin í fyrstu grein mótsins, risastórsvigi, en bronsverðlaunin féllu í skaut Austurríkismanns. Mótið fer að þessu sinni fram í Sestriere á Ítalíu og stendur til 15. febr- úar. Tveir íslenskir skíðamenn eru á meðal þátttakenda í Sestriere, þeir Kristinn Bjömsson og Amór Gunnarsson. Atli Skaardal stal senunni í risastórsviginu í gær og tókst að verja titil sinn frá síðustu keppni í Snæfjöllum á Spáni í fyrra. Þessi þrítugi Norðmaður sýndi mikið öryggi í skíða- brekkunni í gær. Hann kom í mark á 1:29,68 mínútum. Lasse Kjus fullkomnaði gleðidag Norðmanna með því að vinna silf- urverðlaunin, kom í mark á 1:29,89 mínútum. Gunther Mader frá Austurríki varð síðan I þriðja sætinu á 1:30,01 mínútum. Það vekur athygli að þrír efstu menn eru allir um þritugt og þar yfir. Það sannar að lengi lifir í gömlum glæðum. „Yfirvegaöur og gekk allt í haginn“ „Ég var yfirvegaður fyrir þessa keppni og fyrir vikið gekk mér allt i haginn. Góður undirbúningur skilaði einnig sínu. Aldurinn skiptir engu í þessu sambandi. Maður verður aldrei of gamall til að læra og verða betri skíðamaður," sagði Atli Skaardal eftir sigurinn í gær. Jan Ove Nystuen, þjálfari Skaardal, sagði að sigurinn hefði ekki komið sér á óvart. „Skaardal hefur allt sem prýðir góðan skíðamann," sagði Nystuen. Margir eru fullvissir um að Norðmenn hafi ekki sagt sitt síðasta orð á heimsmeistaramótinu, þetta sé einungis byrj- unin hjá þessari miklu skíðaþjóð. -JKS ^ Alþjóölegt kvennamót í tennis: Islendingar hafa átt í vök að verjast Um helgina hófst í Tennishöllinni í Kópavogi alþjóðlegt kvennamót í tennis sem styrkt er af Alþjóða tennissamband- inu. Fjölmargar erlendar stúlkur eru hingað komnar til þátttöku í móinu sem og íslenskar stúlkur. Mótið stendur fram á laugardag. Á sunnudag léku þrjár íslenskar stúlk- ur. Rakel Pétursdóttir tapaði þá fyrir Sonju Foks frá Hollandi, 6-0 og 6-0. Rakel átti nokkrar góðar uppgjafir og gerði þrjá ása. Stefanía Stefánsdóttir tap- aði fyrir dönsku stúlkunni Maríu Rassmussen, 6-0 og 6-1. Stefanía lék þennan leik undir getu. Loks tapaði Júl- íana Jónsdóttir fyrir Valerie Poulos frá Bandaríkjunum, 6-0 og 6-3. Júlíana lék á köflum mjög vel í þessum leik. Hrafnhildur Hannesdóttir og íris Staub keppa í aðalkeppninni sem hefst í dag. Hrafnhildur mætir þýsku stúlkunni Garbrille Kucerova og íris Ninu Nittin- ger frá Þýskalandi en hún er ein sterkasta stúlkan sem keppir á mótinu. -JKS Sigur hja Geir og felogum Geir Sveinsson og félagar í Montpellier sigruðu Massy, 23-20, í frönsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Creteil vann Paris SG, 22-15, og Ivry vann útisigur á ACBB, 29-32. Ivry og Creteil eni efst með 53 stig, Montpellier er með 45 og Paris SG 43 stig. -VS KFI (36) 86 ÍR (42) 78 7-8, 16-17, 18-23, 28-31, 32-34 (3642). 45-51, 53-59, 62-71, 74-73, 75-75, 80-75, 86-78. Stig KFl: Chiedu Oduadu 24, Friðrik Stefánsson 23, Derrick Bryant 18, Guðni Guðnason 10, Baldur Jónasson 6, Magnús Gíslason 3, Hrafn Kristjánsson 2. Stig ÍR: Eggert Garðarsson 18, Atli Þorbjörnssqn 17, Tito Baker 14, Eiríkur Önundarson 13, Guðni Einarsson 8, Márus Amarsson 8. Fráköst: KFÍ 30, ÍR 15. 3ja stiga körfur: KFÍ 22/9, ÍR 12/6. Vítanýting: KFÍ 15/9, ÍR 11/8. Dómarar: Georg Andersen og Rögnvaldur Hreiðarsson, góðir. Áhorfendur: Um 400. Maður leiksins: Friðrik Stefánsson, KFÍ. Mál Bjarna í biðstöðu - dvelur hjá Newcastle þessa vikuna Skagamaðurinn Bjarni Guðjóns- son hélt í morgun áleiðis til enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle United. Félagið hafði fyrri all- nokkru boðið honum til æfinga á þessum tíma. Bjarni dvaldi hjá Liverpool á dögunum sem sýnir þessum snjalla leikmanni mikinn áhuga. í gær var jafnvel búist við tilboði frá Liverpool en bið verður á því að sögn Gylfa Þórðarsonar, formanns knattspyrnufélags ÍA. „Liverpool er fullkunnugt um að Bjarni verður hjá Newcastle þessa vikuna. Eg á allt eins von á því að málin fari ekki af stað fyrr en Bjarni kemur aftur heim eftir næstu helgi. Roy Evans, fram- kvæmdastjóri Liverpool, hefur mál Bjama alfarið á sinni könnu en hann var önnum kafinn um helgina. Það er þó aldrei að vita nema eitthvað heyrist frá félaginu í þessari viku. Það kemur tilboð en þetta er bara dagaspursmál," sagði Gylfi Þórðarson við DV í gærkvöld. -JKS Breskur deildabikar? Fram eru komnar hugmyndir um að sameina deildabikarkeppnina í knattspymu í Englandi og Skotlandi. Kóka-Kóla styrkir keppn- ina í báðum löndum og hefur lagt fram hugmyndir um að breyta henni í eina stóra keppni. Tveir möguleikar koma til greina, að sam- eina mótin algerlega eða leika þau aðskilin eins og hingað til en síðan færi fram úrslitaleikur á milli sig- urvegaranna í Englandi og Skotlandi. -VS Srnicek til Boro? Brian Robson, stjóri Middles- brough, er að leita að markverði þessa dagana. Varamarkvörður liðsins hefur verið settur á sölu- lista og beinast nú augu Robsons að Tékkanum sem vill fara frá Newcastle. Smicek hefur misst stöðu sína nýverið hjá Newcastle til Shaka Hislop. -JKS Jafnt í botnslag Síðasti leikurinn í 22. umferð spænsku knattspyrnunnar fór fram í gærkvöld. Extremadura og Hercules frá Alicante gerðu markalaust jafntefli. Þessi lið komu upp í 1. deild á sl. hausti. Extremadura er sem fyrr í neðsta sæti með 16 stig en Hercules í 19. sæti með 19 stig. -JKS Pressuvorn KFl skellti ÍR-ingum DV, Isafirði: ísfirðingar unnu mikilvægan sig- ur á ÍR-ingum í úrvalsdeildinni í körfuknattleik vestur á ísafirði í gærkvöld. Stíf pressuvöm heima- manna sló ÍR-inga út af laginu og hún öðru fremur færði ísfirðingum sigur, 86-78. Friðrik Stefánsson var óhemju- sterkur á lokakaflanum og reyndar má hrósa liðinu öllu fyrir beittan leik og góða baráttu. ÍR-ingar voru framan af með forystu en Tito Baker komst snemma í villuvand- ræði og sú staða kom gestunum í vanda. Fljótlega í síðari hálfleik var Tito hvíldur, þá kominn með íjórar villur, og ísfirðingar gengu á lagið og komust yfir í leiknum. ísfirðing- ar fóm enn fremur að hitta vel úr þriggja stiga skotum. ÍR-ingar reyndu hvað þeir gátu en allt kom fyrir ekki. Friðrik Stefánsson var bestur hjá ísfirðingum. Chiedu Oduadu komst einnig vel frá sínu og það sama verður sagt um Derrick Bryant. Hjá ÍR-ingum var Eggert Garð- asson bestur og Atli Þorbjömsson átti einnig góðan leik. Tito mátti sín lítils enda í strangri gælsu allan leikinn. -PG Islandsmótið í badminton: Þrefalt hjá Vigdísi 7. sigur Brodda og Árna Þórs í röð í umfjöllun blaðsins í gær frá ís- landsmótinu í badminton duttu út síð- ustu greinaskilin og er beðist velvirð- ingar á því. Hér kemur það sem vant- aði upp á greinina. Broddi Kristjánsson og Ámi Þór Hallgrímsson unnu 7. árið í röð saman tvíliðaleikinn. Þeir sigruðu Tryggva Nielsen og Njörð Ludvigsson, 15-5 og 15-8, í úrslitunum. Áður en Borddi fór að leika með Árna Þór var hann búinn að vinna tvíliðaleikinn sjö sinnum áður þannig að alls er hann búinn vinna í 14 skipti. Elsa Nielsen og Vigdís Ásgeirsdóttir sigruðu þær Brynju Pétursdóttur og Erlu Hafsteinsdóttur, 15-6 og 15-6. í tvenndarleiknum unnu Árni Þór og Vigdís þau Brodda og Brynju, 15-5 og 15-1. Vigdís vann því þrefaldan sigur á mótinu. -JKS Leikir í NBA-deildinni í nótt og fyrrinótt: Annar útisigur Boston Þrír leikir voru í NBA í nótt og urðu úrslitin þessi: Toronto-Boston............102-114 Stoudamire 26, Walker 20 - Williams 27, Day 26, Weslay 25. SA Spurs-Sacramento........79-85 Maxwell 15, Wilkins 13 - Richmond 26, Grayer 16. Utah-Washington ...........111-89 Malone 24, Howard 16, Rússell 15 - Muresan 18, Strickland 11. Boston náði þar með að vinna sinn annan útileik af 19 í vetur. Boston skoraði 15 stig i röð í þriðja leikhluta og það skipti sköpum. í tólfta sinn á tímabilinu tókst leikmönnum SA Spurs ekki að skora yfir 80 stig og liðið beið lægri hlut fyrir Sacramento á útivelli. Utah vann 6. sigur sinn í síðustu sjö leikjum. Utah skoraði 16 stig í röð í fyrri hálfleik og náði þar meö undirtökunum í leiknum. Tvö met hjá Lakers Leikmenn Los Angeles Lakers slógu tvö met i fyrrinótt. Þeir skoraðu 46 stig í fyrsta leikhluta sem engu öðm liði hefur tekist að gera áður og gerðu alls 78 stig í fyrri hálfleik og bættu 35 ára gamalt met sem Detroit átti. Um leið var þetta stærsti sigur Lakers á tímabilinu en versti skellur Washington í vetur. Shaquilie O’Neal fór meiddur af leikvelli undir lok þriðja leikhluta og spilar sennilega ekki meira í þessari viku. Úrslit þeirra fimm leikja sem voru í fyrrinótt: Miami-Cleveland.............80-76 Hardaway 20, Mouming 15 - Brandon 16, Potapenko 14. Boston-Vancouver...........92-102 Williams 22, Walker 19 - Reevers 33, Rahim 28. Detroit-Phoenix............97-106 Thorpe 27, Hill 17 - Bryant 21, Person 18, Ceballos 18. Denver-Atlanta............115-104 D. Ellis 21, Mcdyess 16 - Blaylock 29, Recasner 21. LA Lakers-Washington .... 129-99 Shaq 24, Jones 18, Van Exel 17 - Strickland 23, Howard 21. -GH Ovæntur sigur Brann á Köln Brann frá Noregi vann óvænt- an sigur á þýska 1. deildarliðinu Köln, 2-0, í æfingaleik í Þýska- landi á sunnudaginn. Ágúst Gylfason lék allan leikinn með Brann en Birkir Kristinsson var ennþá hjá Birmingham í Englandi. Roy Evans, fi'amkvæmdastjóri Liverpool, mætti á leikinn og sagði eftir hann að ljóst væri að lið Brann væri mjög sterkt. Brann og Liverpool mætast sem kunnugt er í 8 liða úrslitum Evr- ópukeppni bikarhafa í mars. Brann hafði áður tapað tveim- ur leikjum gegn 2. deildarliðum í Þýskalandi, 1-3 gegn Fortuna Köln og 0-3 gegn Uerdingen. Gegn Köln hafði liðið hins vegar óvænta yfirburði og gat unnið stærri sigur. Lið Brann kom í gær til Suð- ur-Afríku og dvelur þar í æfinga- búðum fram í næstu viku. Birk- ir kom til móts við liöið í Þýska- landi i fyrrakvöld og fór með því til Suður-Afríku. -VS Snæfell efst Snæfell komst í efsta sæti 1. deildar karla í körfuknattleik í fyrrakvöld með stórsigri á Leikni úr Reykjavík, 120-89, í mikilvægum leik í Stykkishólmi. Þór úr Þorlákshöfn vann Staf- holtstungur í Borgamesi, 66-71, og er áfram í baráttunni um sæti I úrslitakeppninni. Staðan í 1. deild: Snæfell 14 11 3 1244-1043 22 Valur 13 11 2 1314-1075 22 Leiknir R. 13 9 4 1250-1134 18 Stjarnan 12 8 4 977-946 16 Höttur 12 7 5 1057-1027 14 Þór Þ. 13 7 6 1046-1011 14 Selfoss 13 7 6 1062-1115 14 Stafholtst. 15 3 12 1135-1420 6 ReynirS. 12 1 11 995-1178 2 ÍS 13 1 12 921-1052 2 -vs Grindavík vann í jöfnum leik Grindavík sigraði ÍS, 52-54, í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöld. í hálfleik hafði Grindavík eins stigs forystu, 26-27. Grindavík náði um miðjan síðari hálfleik ágætri forystu sem Stúdínur söxuðu jafnt og þétt á og i lokin var munurinn aðeins tvö stig. María Leifsdóttir var stiga- hæst hjá ÍS með 9 stig en Penny Peppas skoraði 20 stig fyrir Grindavík. Staðan í deildinni eftir leik- inn í gærkvöld er sú að Keflavík er efst með 22 stig, KR 18 stig, Grindavík og ÍS 16 stig, Njarðvík 8 stig, ÍR 4 stig og Breiðablik hef- ur enn ekkert stig hlotið. -JKS mmmwmmm Keflavík 15 13 2 1455-1232 26 Grindavík 15 12 3 1441-1332 24 ÍA 15 10 5 1156-1104 20 Haukar 15 9 6 1237-1215 18 Njarðvík 15 9 6 1277-1226 18 KR 15 8 7 1282-1202 16 TindastóU 15 7 8 1227-1230 14 SkaUagr. 15 6 9 1196-1273 12 ÍR 15 6 9 1292-1283 12 KFÍ 15 6 9 1208-1248 12 Þór A. 15 4 11 1105-1310 8 Breiðablik 15 0 15 1075-1361 0 Næstu leikir: Á fimmtudagskvöldið kemur kl. 20 verða fimm leikir. ÍA-Skallagrímur, Grindavík- KFÍ, ÍR-Tindastóll, KR-Keflavik, Breiðablik-Haukar. « T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.