Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1997, Blaðsíða 16
16 íþróttir Baldur fer ekki til Odd í Noregi Baldur Bragason, knatt- spymumaður úr Leiftri, er hætt- ur við að ganga til liðs við norska 1. deildarliðið Odd. Liðið hafði boðið honum samning eins og áður hefur komið fram í DV. „Við náðum ekki saman þegar á reyndi, þeir vildu þá gefa mál- inu lengri tíma en ég var ekki tilbúinn til þess. Ég hef hinsveg- ar áfram áhuga á að leika erlend- is og það eru ýmsir möguleikar þar fyrir hendi hjá mér, bæði í Noregi og Svíþjóð," sagði Baldur við DV í gærkvöldi. -VS Fýrsta konan komin á KSÍ-samning Guðlaug Jónsdóttir úr KR varð í gær fyrsta knattspymu- konan til að skila inn leik- mannasamningi við sitt félag til KSÍ. Á siðasta ársþingi KSÍ var samþykkt að knattspyrnukonur gætu gert leikmannasamninga og búast má við að fleiri fylgi í kjölfar Guðlaugar. -ih/VS Rósa til KR Rósa M. Sigbjörnsdóttir, knatt- spyrnukona frá Akureyri, er gengin til liðs við KR. Rósa er aðeins 16 ára en var samt marka- hæst hjá 1. deildarliði ÍBA síð- asta sumar með 6 mörk í deild og bikar og hún lék alla leiki stúlknalandsliðsins á síðasta ári. -ih/VS Júlli með fimm Júlíus Jónasson skoraði 5 mörk fyrir Suhr þegar liðið tap- aði fyrir Stans, 29-26, í úrslita- keppninni um svissneska meist- aratitilinn í handknattleik í fyrrakvöld. Suhr er neðst í úr- slitakeppninni með aðeins 2 stig. -DVÓ/VS Besl í heimi í tveimur greinum Chioma Ajunwa frá Nígeríu, Ólympiumeistari í langstökki kvenna í fyrra, gerði sér lítið fyr- ir í gærkvöldi og náði besta heimsárangri í ár í tveimur greinum á innanhússmóti í Er- furt i Þýskalandi. Fyrst stökk Ajunwa 6,97 í langstökki, 12 sentímetrum lengra en Heike Drechsler sem áður hafði náð 6,95 í ár, og síðan hljóp hún 60 metra á 7,05 sek- úndum og bar þar meðal annars sigurorð af Ólympíumeistaran- um í 100 metra hlaupi, Gaii Devers. -VS Wuppertal með útisigur íslendingaliðið Wuppertal komst í gær í efsta sætið í norð- urriðli þýsku 2. deildarinnar í handbolta með því að vinna Tarp-Wanderup á útivelli, 23-30. Lemgo náði 10 stiga forskoti í 1. deild með útisigri á Grosswall- stadt, 25-26, og Rheinhausen vann óvæntan útisigur á Kiel, 23-25. -VS Juventus vann Juventus sigraði Paris SG, 3-1, í síðari leik liðanna um stór- bikar Evrópu í knattspymu í gærkvöldi. Leikurinn var nánast formsatriði eftir 6-1 útisigur Juventus í fyrri leiknum. Del Piero skoraði tvö mörk og Vieri eitt fyrir Juventus. Rai svaraði fyrir St. Germain. -VS Hermann hafnaöi boði Palace - halda að ísland sé bananalýðveldi, segir Jóhannes Ólafsson 1_________________________________ ; DV, Eyjum: Hermann Hreiðarsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu úr ÍBV, hafnaði í gær tilboði enska 1. deild- arliðsins Crystal Palace og skrifaði undir nýjan samning við ÍBV sem gildir til ársloka 1998. „Þetta eru mikil gleðitíðindi fyr- 0 ir okkur og stuðningsmenn ÍBV að Hermann skuli hafa ákveðið að vera áfram í herbúðum ÍBV. Hann er mikilvægur hlekkur í liðinu. IHermann hafði i höndunum tilboð frá Crystal sem var ekki það freist- andi að hann ákvað að framlengja samning sinn við okkur,“ sagði Jó- hannes Ólafsson, formaður knatt- spyrnuráðs ÍBV, við DV í gær. „Auðvitað er tímaspursmál hvenær Hermann verður atvinnu- maður því hann er án efa efnileg- asti vamarmaður sem fram hefur komið hér á landi síðustu ár. Ég veit að mörg lið í Evrópu eru að fylgjast með honum og hann á betra skilið en þann samning sem Palace bauð honum. Framundan eru landsleikir þar sem Hermann verður án efa með og svo íslands- mót og Evrópukeppni hjá ÍBV þar sem hann hefur enn tækifæri til aö sýna sig,“ sagði Jóhannes. Óhress með vinnubrögð Palace Hermann æfði í tvær vikur hjá Palace og lék tvo leiki með varaliði félagsins, gegn Swansea og Chel- sea, og bæði Dave Bassett, fram- kvæmdastjóri Palace, og Steve Kember, þjálfari liðsins, voru mjög hrifnir af honum. Jóhannes segir hinsvegar að framkoma forráða- manna Palace við ÍBV hafi verið með ólikindum. Þeir hefðu aldrei sett sig í samband við félagið og hafi greinilega haldið að ísland væri bananalýðveldi. „Ég hélt að það væri liðin tíð að svona vinnubrögð væru viðhöfð. Þetta er spurning um samspil leik- manna og stjórnarmanna, hvað er til hagsbóta fyrir leikmanninn og liðið,“ sagði Jóhannes Ólafsson. -ÞoGu Veszprem mætir með tólf landsliðsmenn - eitt sterkasta lið Evrópu mætir KA á Akureyri á sunnudag DV, Akuieyri: „Ég er nokkuð viss um að þetta er með því sterkara sem hefur komið í KA-heimilið. Ungverjarnir eru geysilega öflugir, þeir spila hraðan og skemmtilegan handbolta, eru mjög góðir með boltann og eitraðir í hraðaupphlaupunum," segir Alfreð Gíslason, þjálfari KA, en fyrri leik- ur KA og ungversku bikarmeistar- anna Fotex Veszprém i 8 liða úrslit- um Evrópukeppni bikarhafa verður á Akureyri á sunnudag. Lið Ungverjanna er ekki árenni- legt. I því eru hvorki fleiri né færri en 12 landsliðsmenn og 8 þeirra léku í Evrópukeppni landsliða. Lið- ið hafnaði í 2. sæti í deildarkeppn- inni í Ungverjalandi á síðasta ári eftir að hafa sigrað í deildinni fjög- ur ár þar á undan. Liðið komst í úr- slitaleiki Evrópukeppni bikarmeist- ara árin 1992 og 1993 en tapaði í bæði skiptin og liðið er ungverskur bikarmeistari sl. þrjú ár. Heimavöllur liösins er rosalegur Alfreð segist hafa skoðað liðið á myndbandi, m.a. heimaleik liðsins gegn Viking frá Noregi í Evrópu- keppninni í vetur. Ungverjamir töp- uðu í Noregi með 9 mörkum á úti- velli en unnu með 12 mörkum heima. „Heimavöllur liðsins er rosalegur og leikmenn Vikings fóru á taugum þar. Ég lít þó ekki þannig á að dæmið sé vonlaust fyrir okkur, en við þurfum að sýna allt okkar besta í þessum leikjum. Með bjart- sýni get ég sagt að líkur okkar á að komast áfram séu 40%“ segir Al- freð. Fimm marka sigur er lágmarksveganesti Forráðamenn Veszprém segjast sjálfir vera með eitt af 7 bestu fé- lagsliðum í Evrópu. Þar er valinn maður í hverju rúmi en þekktustu leikmennimir eru útispilararnir József Éles sem á 130 landsleiki og hefur nýlega spilað bæði með heims- og Evrópuúrvali, og Janos Gyurka sem á 219 landsleiki og er geysilega öflug skytta. „Það er sama hvar á þetta er litið, liðið er geysi- lega öflugt. En ég hef áhuga á að við KA-menn látum þá hafa fyrir hlut- unum og með hjálp áhorfenda stefn- um við á a.m.k. 5 marka sigur á sunnudag sem er lágmarksnesti í útileikinn,“ segir Alfreð. -gk 1. deild kvenna í handknattleik: Óvæntur sigur Vals Valur vann óvæntan sigur á Fram, 16-17, í 1. deild kvenna í Framhúsinu í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 7-7. Mörk Fram: Hekla Daðadóttir 5, Guð- ríður Guðjónsdóttir 4, Svanhildur Þeng- ilsdóttir 3, Steinunn Tómasdóttir 1, Þór- unn Garðarsdóttir 1, Hrafiihildur Sæv- arsdóttir 1, Ólöf Jónsdóttir 1. Mörk Vals: Gerður Jóhannsdóttir 5, Ágústa Siguröardóttir 3, Eva Þórðardótt- ir 3, Hafrún Kristjánsdóttir 3, Sigurlaug Rúnarsdóttir 2, Júlíana Þórðardóttir 1. Stórsigur Hauka Haukar unnu auðveldan sigur á KR í Hafnarfirði, 27-17. Staðan í hálfleik var 14-8 fyrir Haukastúlk- umar sem voru aldrei í vandræð- um. Mörk Hauka: Thelma Ámadóttir 11, Hulda Bjamadóttir 7, Ragnheiður Guð- mundsdóttir 4, Kristín Konráðsdóttir 2, Harpa Melsteð 1, Hanna Stefánsdóttir 1, Andrea Atladóttir 1. Mörk KR: Sæunn Stefánsdóttir 5, Brynja Steinsen 4, Edda Kristinsdóttir 3, Harpa Ingólfsdóttir 2, Valdís Fjölnisdótt- ir 2, Brynja Jónsdóttir 1. Staðan í 1. deild: Haukar 12 9 2 1 302-221 20 Stjaman 11 9 0 2 261-200 18 Vikingur 12 7 2 3 217-206 16 FH 12 6 2 4 246-234 14 Fram 13 5 3 5 242-236 13 KR 12 4 1 7 210-247 9 Valur 12 3 2 7 192-223 8 ÍBA 11 2 2 7 207-256 6 ÍBV 13 2 0 11 236-290 4 -VS Guðni hvíldur vegna meiðsla Guðni Bergsson, fyrirliði Bolton, lék ekki með þegar liðið fékk skell gegn 2. deildarliði Chesterfield, 2-3, í ensku bikar- keppninni í knattspymu í fyrra- kvöld. Guðni og tveir aðrir fasta- menn voru hvíldir þar sem þeir áttu við smávægileg meiðsli að striða. -VS City komst áfram Manchester City komst í gær- kvöld í 5. umferö ensku bikar- keppninnar í knattspyrnu með því að sigra Watford, 3-1. City fær þar heimaleik gegn Midd- lesbrough. Swindon og QPR skildu jöfn, 1-1, í 1. deild. -VS Ásthildur þýskur meistari Ásthildur Helgadóttir varð um síðustu helgi þýskur meistari í inn- anhússknattspyrnu með hinu nýja liði sínu, SG Praunheim. Liðið sigr- aði erkióvini sína, FSV Frankfurt, 4-3, í vítaspymukeppni í úrslitaleik mótsins. „Þetta var alveg frábært og stemningin mikil í liðinu, enda var þetta fyrsti meistaratitill Praun- heim. Mér hefur verið vel tekið og mér gekk mjög vel á þessu móti þó ég hafi ekki verið í byrjunarliðinu. Þjálfarinn valdi varnarmann fram- yfir mig í byrjunarliðið, ætli það séu ekki skilaboð til mín um að bæta vamarleikinn. En ég lék samt mjög mikið og skoraði nokkur mörk,“ sagði Ásthildur í samtali við DV í gær. Praunheim sigraði af öryggi í sín- um riðli og þar skoraði Ásthildur t.d. bæði mörkin í 2-0 sigri á Niederkirchen. í úrslitaleiknum tók hún fyrstu vítaspyrnuna og skoraði af öryggi. „Mér líkar mjög vel héma þó maður sakni að sjálfsögðu félag- anna að heiman. Ég kem til með að hitta íslenska landsliðið á móti í Portúgal í mars og svo kem ég heim og leik með Breiðabliki í sumar,“ sagði Ásthildur Helgadóttir. -ih FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 25 I>V DV Tvöfaldur sigur heimamanna á HM ítalska stúlkan Deborah Compagnoni sigraði í svigi kvenna á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í Sestriere í gærkvöldi. ítalir unnu tvöfaldan sigur í greininni því Lara Magoni lenti í öðra sæti og austurríska stúlkan Karin Roter varð í þriðja sæti en hún var í fyrsta sæti eftir fyrri umferðina. Compagnoni, sem er einnig tvöfaldur ólympíumeistari, sagði eftir sigurinn að þetta væri stærsti dagur í sínu lífi. Hún sagði að það jafnaðist ekkert á við það að vinna gullverðlaun á heimsmeistaramóti og það á heimavelli. Á myndinni er Compagnoni á fljúgandi ferð í síðari umferðinni í gærkvöldi. Símamynd Reuter „Það blundaði í manni að Guðmundur tæki vítið" - Guðmundur varði vítakast í lokin og Valur vann Hauka Guðmundur Hrafnkelsson tryggði Val sætan sigur á toppliði Hauka í Strandgötunni í gær, 23-24, þegar hann varði vítakast frá Petr Baumruk eftir aö leiktimanum lauk. Það er óhætt að segja að mikið hafi gengið á í þessum leik. Leikmenn gerðu aragrúa mistaka og ekki siður dómaramir sem gerðu hverja vitleys- una á fætur annarri. Valsmenn virtust með unninn leik í höndunum. Þeir hðfðu þriggja marka forskot þegar tvær og hálf minúta voru eftir en Haukamir höfðu ekki sagt sitt síðasta orð. Þeir minnkuðu muninn í eitt mark og á milli varði Bjarni Frostason vítakast frá Valgarð Thoroddsen. Valsmenn misstu svo bolt- ann þegar 15 sekúndur vora eftir. Þeg- ar 2 sekúndur voru eftir fékk Bjami Frostason markvörður dæmt vítakast eftir að brotið hafði verið á honum á línunni en Guðmundur, kollegi hans í Valsmarkinu, sá til þess að stöðva langa sigurgöngu Hauka með því áð verja vítakastið. „Það var barátta liðsheildarinnar sem skóp þennan sigur. Það blundaði í manni að Guðmundur tæki vítið þama í lokin, enda ekki i fyrsta sinn sem hann gerir það. Þetta er allt á uppleið hjá okkur og þessi sigur er gott vega- nesti fyrir næsta leik gegn KA,“ sagði Ingi Rafn Jónsson, leikmaðurinn sterki hjá Val, eftir leikinn. Guðmundur var bestur Valsmanna og hann varði oft vel á mikilvægum augnablikum. Aziz Mihoubi var at- kvæðamikill en skotnýting hans var ekki góð. Ingi Rafn var sterkur í vörn og sókn og Einar Örn Jónsson gerði góða hluti. Meistararnir era greinilega á uppleið eftir brösótt gengi framan af móti en eiga þó enn nokkuð í land til að teljast í hópi bestu liða. Haukar léku sinn langlélegasta leik í langan tíma og sérstaklega var sóknar- leikurinn slakur og óyfirvegaður. Haukarnir létu hina slöku dómara fara í skapið á sér og náðu aldrei upp þeirri stemningu og baráttu sem einkennt hefur þá í vetur. Bjami Frostason, Aron Kristjánsson og Gústaf Bjamason komust best frá leik Haukanna en aðr- ir léku undir getu. „Menn mættu greinilega allt of værakærir til þessa leiks og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Liðið var andlaust og baráttulaust og því fór sem fór. Við látum okkur þetta að kenningu verða og mætum sterkir í næsta leik,“ sagði Aron Kristjánsson, leikmaður Hauka, við DV. -GH íslensku stúlkurn- ar stóðu sig vel - en féllu út gegn þýskum mótherjum Hrafnhildur Hannesdóttir og Stefanía Stefánsdóttir féllu í gær út í 1. umferð tvíliðaleiksins á alþjóðlega kvennamót- inu í tennis sem nú stendur yfir í Kópa- vogi. Þær mættu Camillu Kremer og Ninu Nittinger frá Þýskalandi og töpuðu, 6-4 og 6-1. Hrafnhildur og Stefanía stóðu sig þó vel og unnu tvær fyrstu lotumar ör- ugglega og komust í 4-2 í fyrsta settinu. í öðra settinu stóð 2-1 en eftir það sagði reynslan til sín og þýsku stúlkumar kláraðu leikinn. Þátttöku íslendinga á mótinu er þar með lokið en það heldur áfram af fullum krafti allt til laugardags. Þá fara fram úr- slitaleikirnir og hefjast þeir klukkan 14, fyrst í einliðaleik og síðan í tvíliðaleik. -VS Haukar (10) 23 Valut (13) 24 0-1, 3-2, 5-5, 6-9, 8-11 (10-13), 10-14, 13-16, 17-16, 18-20, 20-21, 21-24, 23-24. Mörk Hauka: Aron Kristjánsson 8/2, Gústaf Bjamason 6, Rúnar Sig- tryggsson 3, Petr Baumruk 3, Þorkell Magnússon 1, Óskar Sigurösson 1, Einar Gunnarsson 1. Varin skot: Bjami Frostason 15/1, Sigurður S. Sigurðsson 1/1. Mörk Vals: Aziz Mihoubi 10/5, Ingi Rafn Jónsson 3, Einar Öm Jóns- son 3, Valgarð Thoroddsen 2, Jón Kristjánsson 2, Skúli Gunnsteinsson 2, Davíð Ólafsson 1, Ari Allansson 1. Varin skot: Guðmundur 16/1. Brottvísanir: Haukar 10 min., Valur 10 mín. Dómarar: Egill og Öm Markús- synir, vilja örugglega gleyma þessum leik sem allra fyrst. Áhorfendur: 400. Maður leiksins: Guðmundur Hrafhkelsson, Val. NBA í nótt og fleira á bls. 26 íþróttir Ari Bergmann Einarsson, ritari Ólympíunefndar: „Læt ekki í rétt eins Eftir uppákomuna á aðalfundi Ólympíunefndar í fyrrakvöld sakaði Júlíus Hafstein, fráfarandi fomiaður, Ara Bergmann, ritara nefndarinnar, um ódrenglyndi. DV náði tali af Ara Bergmann í gær og bar þessi ummæli Júlíusar undir hann. „Ég ætla að segja það í fyrsta lagi varðandi drengskap minn að þá er best að spyrja aðra í íþrótta- hreyfingunni um hann en mig sjálfan. Ég tel að vinnubrögð mín á leiða mig og rollu" saman til að velja okkur fiúltrúa fjórða hvert ár og þar á maður að nýta sér atkvæðisréttinn íþróttun- um til heilla og gera það af fyllstu sannfæringu. Þetta er þess vegna leynilegt. Ég tók þátt í þessari um- ræddu atkvæðagreiðslu og hef ekk- ert meira að segja um það,“ sagði Ari Bergmann Einarsson í samtali við DV í gær. Hann var endurkjör- inn ritari ólympíunefndar á aðal- fundinum í fyrrakvöld. -JKS þeim vettvangi hafi ekki einkennst að ódrengskap. Ég hef haft þann stíl að taka mínar ákvarðanir sjálf- ur og þannig ekki látið leiða mig eins og rollu í rétt, hyorki af skrif- stofu ÍSÍ, forseta ÍSÍ eða af for- manni Ólympíunefndar. Þetta vita menn í hreyfingunni. Ég læt ósvar- að þeim ummælum um að menn séu að kíkja á atkvæðaseðla í leyni- legri atkvæðagreiðslu. Ég svara ekki slíku. Ég tók þátt í atkvæða- greiðslunni. Við komum þarna Hrafn var I miklu stuöi Það var hart barist í leik HK og ÍR í Digranesinu í gærkvöldi, bæði liðin í neðri hluta deildarinnar og þurftu svo sannarlega á sigri að halda. Jafnt var með liðunum fyrstu mínútur leiksins en um miðjan hálf- leikinn náðu heimamenn tveggja marka forystu. Þá kom baráttan upp í ÍR-liðinu og gerðu þeir sex mörk gegn aðeins einu marki HK- manna fyrir leikhlé. í síðari hálfleik komu heima- menn mun hressari og ákveðnari til leiks og náðu aftur tveggja marka forystu. Þar munaði mest um mark- vörslu Hilmars Inga Jónssonar sem leysti Hlyn af seint í fyrri hálfleik sem og góða baráttu í vörninni. Lokamínúturnar urðu síðan æsispennandi. HK lét Hrafn Mar- geirsson verja frá sér i tvígang í opnum færum. . Heimamenn gerði næsta mark en ÍR-ingar jöfnðu jafn- harðan. Síðasta sókn heimamanna fór forgörðum og tíu sekúndum fyr- ir leikslok skoraði Ragnar Óskars- son sigurmark ÍR-inga með góðu undirhandarskoti. „Það var gott að koma hingað og vinna sigur á útivelli. Við ætlum svo sannarlega ekki að fara tapa enn og aftur með einu marki og þetta hafðist með góðri baráttu í lokin,“ sagði Matthías Matthíasson, þjálfari ÍR. HK-menn geta naga sér í handar- bökin eftir þennan leik. Þeir voru ekki nógu úrræðagóðir í sóknar- leiknum í lokin, sem varð þeim að falli, eftir að hafa sýnt góða baráttu í seinni hálfleik. Óskar Elvar Ósk- arsson var þeirra atkvæðamestur Hjá ÍR-ingum var Hrafn í miklu stuði í markinu og Magnús Már Þórðarson átti mjög góðan leik og gaman að sjá hversu sterkur og jafn leikmaður hann er orðinn. -ÖB Meira hungur í Gróttuliöinu Grótta komst af botni 1. deildar karla í handknattleik í gærkvöldi þegar liðið sigraði FH, 25-23, á heimavelli sinum vestur á Seltjamarnesi. Gróttu-liðið kom mun ákveðnara til leiks og var greinilegt að það hungraði mun meira í sigur en gestunum. FH-ingar virkuðu ekki sannfærandi í þessum leik og verða að gera miklu betur en þetta ætli þeir sér ofar á töfluna áður en yfir lýkur. Það var aðeins síðustu átta mínútur leiksins sem eitthvað lífsmark var með FH-ingum. Þá tóku þeir til bragðs að taka tvo Gróttumenn úr umferð en það var um seinan. Sigur Gróttunnar var sanngjam, barátta liðsins var góð og uppskeran samkvæmt því. Sigtryggur Albertsson átti stórleik í markinu hjá Gróttu. Jens Gunnarsson var einnig mjög beittur á línunni og skoraði grimmt af henni. Guðmundur Pedersen stóö upp úr hjá FH-ingum. Hyung-Lee varði vel í síðari hálfleik. Aðrir leikmenn liðsins léku undir getu. -SS Deportivo úr leik í bikarnum Deportivo Coruna var slegið úr spænska bikamum í gærkvöldi þegar lið- ið gerði markalaust jafntefli við Espanyol. Þetta var síðari leikurinn í 4. um- ferð og kemst Espanyol áfram á samanlagðri markatölu, 2-2. Síðari leikur Real Madrid og Barcelona verður í kvöld en Barcelona vann fyrri leikinn, 2-3. -JKS HK (1020 ÍR (13) 21 I- 0, 1-1, 5-5, 9-7, 9-11 (10-13). 11-13, II- 14, 15-15, 18-16, 19-19, 20-20, 20-21. Mörk HK: Óskar Elvar Óskarsson 6/2, Sigurður Sveinsson 4/2, Hjálmar Vilhjálmsson 3, Jón Bersi EUingsen 2, Alexander Amarsson 2, Már Þórar- insson 2, Gunnleifur Gunnleifsson 1. Varin skot: Hlynur Jóhannesson 3, Hilmar I. Jónsson 8. Mörk ÍR: Magnús Már Þórðarson 7, Ragnar óskarsson 4/2, Hans Guð- mundsson 3, Ólafur Gylfason 3, Ólaf- ur Sigurjónsson 2, Matthías Matthías- son 2. Varin skot: Hrafii Margeirsson 18. Brottvísanir: HK 2 mín., ÍR 6 min. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Haraldsson. Sæmilegir þegar á heildina er litið. Áhorfendur: 150. Maður leiksins: Hrafn Margeirs- son, ÍR. Grótta (14) 25 FH (10) 23 3-3, 7-4, 10-5, 12-8 (14-10), 17-13, 20-14, 23-19, 24-21, 25-23. Mörk Gróttu: Jens Gunnarsson 9, Róbert Rafnsson 5, Juri Sadovski 4/3, Einar Jónsson 3, Davíð Gíslason 2, Guðjón Sigurðsson 1, Hafsteinn Guð- mundsson 1. / Varin skot: Sigtryggur Albertsson 20. Mörk FH: Guðmundur Pedersen 8/2, Valur Arnarsson 5, Sturla Egils- son 2, Guðjón Ámason 2, Stefán Guð- mundsson 2, Láms Long 2, Knútur Sigurðsson 1, Gunnar Beinteinsson 1, Sigiuður Sigurjónsson 1. Varin skot: Suk-Lee 9/1, Jónas Stefánsson 1. Brottvisanir: Grótta 6 mín., FH 6 mín. Dómarar: Anton Gylfason og Hlynur Leifsson, sæmilegir. Maður leiksins: Sigtryggur Al- bertsson, Gróttu 1. DEILD KARLA Haukar 17 12 Afturelding 16 13 KA 16 11 ÍBV 15 9 Fram 16 8 Valur 17 7 Stjaman 16 7 FH 17 7 2 3 439 403 26 0 3 420-385 26 1 4 436-416 23 0 6 374-343 18 2 6 375-350 18 3 7 387-394 17 1 8 423-416 15 0 10 439454 14 ÍR 16 5 1 10 391-390 11 Grótta 17 4 2 11 398435 10 HK 17 4 1 12 384421 9 Selfoss 16 4 1 11 395-445 9 KA-Afturelding og Fram-Sel- foss var frestað til kvöldsins í kvöld vegna veðurs. Leikimir hefjast kl. 20. Haukar töpuðu í gærkvöldi í fyrsta skipti í 17 leikjum. Þeir höfðu ekki beðið ósigur síðan þeir töpuðu fyrir Creteil frá Frakklandi í Evrópu- keppninni í byrjun nóvember. Haukar léku með sorgarbönd gegn Val í gærkvöldi til að minnast Guð- sveins Þorbjömssonar, eins af frum- herjum félagsins, sem lést í vikunni. Halldór Ingólfsson, Hinrik Bjamason og Magnús Sigmundsson úr Haukum voru allir fjarri góðu gamni i gærkvöld en allir gengust þeir undir liðþófaaögerðir fyrir skömmu. Valsmenn sóttu tvö stig í Hafnar- fjörðinn í annað sinn á skömmum tíma en þeir unnu FH þar á dögun- um. HK-menn voru mjög ósáttir i lokin gegn ÍR þegar ÍR-ingar brunuðu upp og skoruðu sigurmarkið. Þeir sögðust hafa beðið um leikhlé en dómaramir sögðust ekki hafa heyrt þá beiðni. 1. DEILD KVENNA ÍR-KR . . . 35-100 Njarðvlk-Breiðablik 69-37 Keflavík 11 11 0 952-555 22 KR 13 10 3 946-631 20 Grindavík 13 8 5 886-801 16 ts 13 8 5 761-599 16 Njarðvik 13 5 8 734-868 10 ÍR 13 2 11 552-1057 4 Breiðablik 12 0 12 527-847 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.