Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1997 Fréttir Öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins: DV, Akureyri: Viöbrögð við miklum uppgangi útgerðarfyrirtækisins Samherja hf. á Akureyri, og sameiningu fyr- irtækisins við önnur fyrirtæki í sjávarútvegi að undanförnu, hafa verið á ýmsa lund. Margir vilja bera lof á stjórnendur fyrirtækis- ins og eigendur þess sem þeir segja harðduglega og framsækna, en þær raddir heyrast einnig sem telja óeðlilegt að fyrirtæki sem er ekki eldra en 13 ára sé orðið slík- ur sjávarútvegsrisi sem raun ber vitni og það sýni gloppur í kerf- inu. Sem dæmi um hversu við- brögðin hafa verið hörð má nefna að haft var opinberlega eftir Stef- áni Valgeirssyni, fyrrum alþingis- manni, að annað tveggja hlyti að hafa átt sér stað; eigendur Sam- herja hefðu ekki farið að lögum, eða lögin væru meingölluð, væri það satt að meta mætti Samherja á um 7 milljarða króna. Hvað sem því líður er ljóst að Samherjaveldið er orðið stærra og meira en áður hefur þekkst í sjávar- útvegi hérlendis. Reyndar hafa eig- endur Samherja ekki einungis hald- ið sig hér á landi í landvinningum sínum, því þeir eiga nú ýmist einir eða með öðrum hlut í öflugum sölu- og sjávarútvegsfyrirtækjum í fjór- um löndum í Evrópu. Keyptu Samherja Upphafið má rekja til þess að þeir Þorsteinn Már Baldvinsson og frændur hans, bræðumir Þorsteinn og Kristján Vilhelmssynir, keyptu fyrirtækið Samherja í Grindavík árið 1983, en Samherji var stofnaður um áratug áður af hópi um 20 ein- staklinga og fimm hlutafélögum. Með í kaupunum fylgdi togarinn Guðsteinn, gamall togari sem legið hafði lengi bundinn við bryggju og safhað ryði. Fréttaljós Gylfí Kristjánsson Sumir hlógu að þeim frændum þegar þeir komu meö Guðstein til Akureyrar, en þar var skipið tekið í slipp og gerðar á því geysilegar breytingar og því breytt í frystiskip. Ekki er víst að þeir sömu hlæi jafn hátt í dag, því Guðsteinn, sem fékk nafnið Akureyrin, hefur allar götur síðan reynst eitt mesta aflaskip ís- lenska flotans og verið sá grunnur sem Samheiji hefur byggst á. Þorsteinn Már er skipaverkfræð- ingur og hafði m.a. stýrt dráttar- braut í Njarövík og einnig hafði hann komið að breytingum á togar- anum Örvari HU frá Skagaströnd er honum var breytt i frystiskip en Örvar var eitt fyrsta frystiskip ís- lendinga. Upphafskvótinn Þegar Guðsteinn kom úr breyt- ingunum og hafði hlotið nafnið Ak- ureyrin, hófst síðan ævintýrið sem staðið hefúr fram á þennan dag. Skipið varð strax eitt mesta aflaskip flotans undir stjóm Þorsteins Vil- helmssonar skipstjóra og Kristján bróðir hans var um borð sem vél- stjóri. Að undanfornu hefur mikið ver- ið um það rætt að þeir Samherja- menn hafi fengið gefins kvóta upp urðssyni ÁR og Þorleifi Guðjóns- syni ÁR. Völdu skipstjórakvótann Samherjamenn völdu sem sagt skipstjórakvótaleiðina svokölluðu sem þeir fengu út á veiðireynslu Þorsteins Vilhelmssonar sem hafði verið fengsæll skipstjóri hjá Útgerð- PVl (Akureyri)í úVgerð Hrönn (ísafirði), útgerð Fiskimjöl & Lýsi (Grindavík), útgerö og loðnubræðsla Söltunarfélag Dalvíkur (Dalvík), rækjuvinnsla Strýta (Akureyri), niðursuðu- verksmiðja, rækju- og síldarvinnsla, kavíarframleiðsla Oddeyri (Akureyri), útgerð Átta frystitogarar /7ögurfjölveiðiskip Niðursuðuverksmiöja Kavíarframleiðsla Rækjuverksmiðja Sildar- og loðnuvinnsla Loðnubræðsla Deutsche Fischfang Union (Þýskalandi), útgerð, verkstæðisrekstur Seagold (Englandi), söluskrifstofa Framherji (Færeyjar), útgerð Onward (Englandi), útgeröarfyrirtæki Ocean Product (Noregi), fiskvinnsla Umsvif erlendis Skipastóll og annar rekstur Vinningar sem dregnir voru út i HAPPI í HENDI í föstudagskvöld komu i hlut eftirtalinna aQila. Birt með fyrirvara um prentviilur. Bjarni E. Bjarnason, Álfaskeiði 55, Hafnarfirði Bragi Björgvinsson, Hjarðarhlíð 3, Egilsstöðum Eygló Ingimarsdóttir, Hólabraut 3, Hrísey Hans Kristinsson, Akraseii 34, Reykjavík ída Jónsdóttir, Lundur, Grímsey Magnús Hermannsson, Nesbakka 6, Neskaupstað Óðinn Hilmisson, Sóleyjargötu 3, Vestmannaeyjum Pálína Sigurjónsdóttir, Álftamýri 14, Reykjavík Ragnhelður Bjarman, Naustahlein 26, Garðabæ Sigurður Gauti Hauksson, Bárugötu 3, Dalvík Þóra Pétursdóttir, Sólheimum 10, Reykjavík í hendurnar sem þeir hafí byggt allt sitt veldi á. í því sambandi má geta þess að þegar útgerð Sam- herja hófst var kvótakerfið að koma til sögunnar og þá voru þrjár leiðir mögulegar við úthiut- un á aflaheimildum. Tekið var til- lit til veiðireynslu áranna 1980- 1983 og sett var á laggirnar sérstök samráðsnefnd sem fjallaði um all- ar beiðnir sem fram komu um frá- vik frá viðmiðunarárunum. í þessari nefnd sátu fulltrúar sjó- manna, útvegsmanna og sjávarút- vegsráðuneytisins. í reglugerð um aflaúthlutun kom skýrt fram að hefðu á árinu 1983 orðið eigenda- eða skipstjóraskipti á skipi skyldi úthluta því aflakvóta með hliðsjón af veiöireynslu þeirra sem hlut áttu að máli. í ljósi þessa ákvæðis var a.m.k. fjórum skipum úthlutað svokölluðum skipstjórakvóta; Akur- eyrinni EA, Viðey RE, Friðriki Sig- arfélagi Akureyringa á viðmiðunar- árunum. Þessi leið færði Samherja alls 4.144 tonn í upphafi og þar af voru tonn í þorski 1.374. Á þeim tíma var aflahlutdeildin því 0,6%. Til- færslur í þorski frá þeim tíma m.a. vegna aukningar á hlutdeild smá- báta og línutvöföldunar, hafa lækk- að þetta hlutfall og er það í dag innan við 0,4%. Skertar veiðiheim- ildir hafa leitt til verulegrar lækk- unar á aflaheimildum skipsins í öllum tegundum miðað við árið 1984. Hefðu Samherjamenn valið út- haldsdagamark sem þeim stóð til boða hefðu þeir fengið 1.326 tonn af þorski, og fjálsan aðgang að ýsu, ufsa, karfa og grálúðu. Þriðji kost- urinn var að velja meðalaflamark skipa í sama stæröarflokki en sú leið hefði fært Samherja 3.415 tonn, þar af 965 tonn í þorski. Það er ljóst að skipstjórakvótinn hentaði Samherjamönnum betur en meðalaflamarksleiðin. Sumir eru hins vegar á þeirri skoðun að ef þeir hefðu valið úthaldsdaga- markið sem var eins konar sókn- ardagakerfi, hefðu þeir aflað sér enn þá meiri veiðiheimilda en raun varð á þegar til frekari kvótasetningar kom. Úthaldsdag- amir hefðu að jafnaði orðið hátt á þriðja hundrað og voru t.d. 270 árið 1985. Miöað við aflabrögð Akureyrarinnar á fyrstu árimum má leiða að því likur að úthalds- dagakerfið hefði reynst Samherja a.m.k. jafn fengsælt og skipstjóra- kvótinn, því Akureyrin var jafnan ein þeirra skipa sem höfðu hæstan meðalafla á úthaldsdag og innan þessa kerfis höfðu menn reyndar einnig möguleika á að flytja sig yfir í aflamarkskerfið með reikni- reglu sem tók mið af aflabrögðum skipsins. Ekkert á silfurfati Þannig má sýna fram á að Sam- herjamönnum hafi ekki verið fært neitt upp í hendumar sem öðrum stóð ekki til boða en þeir hafa óneit- anlega spilað betur úr sínu en aðr- ar útgerðir hér á landi. Það leið ekki á löngu þar til þeir tóku að færa út kvíarnar með skipakaupum og kaupum á aflaheimildum þegar frá leið. Það er svo hin síðari ár sem veldi þeirra hefur orðið hverj- um manni sjáanlegt og aldrei betur en sl. 2-3 ár. í dag hefur Samherji yfir að ráða aflaheimildum sem nema um 25 þúsund þorskígildistonnum innan lögsögmmar. Fyrirtækið hefur á síðustu misserum haslað sér völl í veiðum á uppsjávarfiskum, sOd og loðnu, og er orðið aðili að fyrirtækj- um sem vinna þessar afurðir. í björgunaraögeröum? Dótturfyrirtæki Samherja eru nú í öllum landsfjóröungum og það hefur ekki farið leynt að sótt hefur verið að þeim að koma inn í önnur fyrirtæki. Framkvæmda- stjóri Fiskimjöls og lýsis í Grinda- vík fór m.a. ekki leynt með að hans fýrirtækið hefði leitað til Samherja en þeim viðskiptum lauk með því að Samherji eignað- ist meirihluta í fyrirtækinu í Grindavík. Þá vakti sameining Samherja við útgerðarfyrirtækið Hrönn á ísafirði ekki minni athygli en það fyrirtæki gerði út aflaskipið Guðbjörgina. Fullyrt er að þar hafi Samherji komið til bjargar útgerð sem var of skuldsett til að geta gengið en skuldir Hrannar munu hafa numið um milljarði króna. Þorsteinn Már Baldvinsson hefur látið í það skína að nú sé nóg kom- ið af landvinningum innanlands í bili a.m.k. en útlokar ekki frekari umsvif erlendis. Á þeim vettvangi er Samherji nú þegar eignaraðili að útgerðarfyrirtækjum í Færeyjum, Bretlandi, Noregi og Þýskalandi auk þess sem fyrirtækið á sölufyrir- tæki í Englandi. Á hlutabréfamarkaö Undanfama mánuði hafa Sam- herjamenn unnið að því að koma fyrirtækinu á almennan hlutabréfa- markað og mun það gerast áður en langt um líður. Verður fróðlegt að fylgjast með hvemig þau mál þróast en ef að líkum lætur mun varla standa á kaupendum þegar þau verða boðin til sölu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.