Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Qupperneq 7
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1997 7 _________________________________________Fréttir Samherji var stofnaöur í Grindavík 1972: Þátttaka fýrirtækisins í atvinnurekstrinum jákvæð - segir Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri í Grindavík pv Sandkorn Landakotog Vatnsendi Akureyringar eru ofl fljótir til með uppnefnin, verði einhverjum eitthvað á eða skilji sig frá fjöld- anum og á þetta bæði við um menn og málleys- ingja. Á dög- unum rak á íjörur þessara orðasmiða en þá komst upp að á einum veitingastað þar í bae hafði áfengi verið blandað með vatni en á öðrum er grunur um að landi og spíri hafi verið seldur sem vodka. Þessir staðir fengu samstundis ný nöfn. Annar þeirra, sem reyndar hefur nú verið lokað tímabundið a.m.k., er nú kaUaður Vatnsendi en hinn Landakot. í framhaldi af þessu má nefna að tveir veitingamenn á Akureyri, sem þykja halda nokkuð fast um peningapyngjur sínar og eyða litlu í óþarfa, ganga undir nöfnunum Fimmkall og Tikall. Ekki allir svona Sumum bændum þykir sem sjón- varpsstöðvamar séu óþarflega dug- legar við að grafa upp víös vegar um landið bændur sem hafa „setið eftir“. Oftar en ekki eru þetta einbúar sem „hnýta bagga sína ekki sömu hnútum og samferða- mennirnir", svo að notuð sé vinsæl setning þegar þessir menn eru kynntir alþjóð, og ekki skemmir fyrir séu þeir sem óþrifalegastir. Bóndi, sem sand- komsritari ræddi við, sagðist hrein- lega óttast að fólkið á götunni færi að ímynda sér að allir bændur væru svona og lagði á þaö áherslu að svo væri alls ekki, sem ku vera satt og rétt. Bóndinn sagði að sér hefði ekkert litist á blikuna á dög- unum þegar einn þessara einbúa var á skjánum og fór höndum um heimasmíðaða skammbyssu og skaut úr henni, ekki síst þar sem svo virtist sem sjónvarpsmenn hefðu „hellt upp á“ einbúann áður. Spennan magnast Það er fjóst að spennan á toppi 1. deildarinnar í handbolta fer vax- andi og má m.a. sjá það í aukinni taugaspennu leikmanna og forráða- manna lið- anna. Ekki hefur tauga-' veiklunin þó orðið eins áberandi og þegar til handalögmála kom milli Aft- ureldings- mannanna Bjarka Sig- urðssonar og Sebastians Al- exanderssonar í leikhléi í leik þeirra gegn KA svo ganga varð á milli þeirra. Þá var ekki alltaf nein lognmolla við varamannabekk Aft- ureldingar þar sem Einar Þorvarö- arson þjálfari ræður rikjum. Gat ekki ropað Skíðagöngumaðurinn Daníel Jak- obsson var í viðtali við Múla í Ólafsfirði á dögunum. Sagði hann þar m.a. frá þátttöku sinni í 30 km göngu á sænska meistaramótinu fyrir skömmu en þar hafh- aði hann í 14. sæti. Daníel segist lengi vel hafa verið i 7. sæti en orðið að stoppa til að kasta upp. Ekki segir hann það hafa verið vegna þreytu heldur þurfi að drekka mikiö í svona göngu og þá komi loft með drykknum. Það sem gerst hafi verið var að hann fékk loft í magann og náði aldrei að ropa því upp. Það er margt bölið þegar menn eru að ves- enast í íþróttunum. Umsjón Gylfi Kristjánsson DV; Suðurnesjum: „Þátttaka Samherja hf. í atvinnu- rekstri í bænum er mjög jákvæð og eykur bjartsýni um betra atvinnuá- stand. Þær hafnarframkvæmdir sem eru fram undan og hefjast á þessu ári eru örugglega ástæðan fyrir því að Samherjamenn sáu sér hag í að koma hingað. Það sama verður um fleiri fyrirtæki þegar fram líða stundir," sagði Jón Gunn- ar Stefánsson, bæjarstjóri í Grinda- vík, við DV. Fyrir skömmu náðu meirihlutaeig- endur Fiskimjöls og Lýsis hf. í Grindavík og Samherji samkomulagi um að skiptast á hlutabréfum í félög- unum. Þessi skipti á hlutabréfum eru ígildi sameiningar fyrirtækjanna. Fyrsti áfangi hafnarframkvæmda við innsiglinguna í Grindavík verð- ur boðinn út á næstu dögum og á að ljúka í september á þessu ári. Forráðamenn Fiskimjöls og Lýsis telja sig nú hafa komið Samherja- mönnum til uppruna síns. Þann 26. apríl 1972 hélt hópur manna fund um stofnun Samherja hf. og var heimili félagsins og vamarþing í Grindavík. Þeir voru 21 í hópnum og gerðust all- ir hluthafar ásamt 5 fyrirtækjum sem lögðu fram hlutafé. Stærstu hluthafa voru Útgerðarfélagið Barðinn, Amar- vík, Hraðfrystihús Þórkötlustaða, Hraðfrystihús Grindavíkur og Fiski- mjöl og Lýsi. Rúmum áratug síðar var Samherji hf. seldur til Akureyrar og togarinn Guðsteinn varð Akureyr- in EA 10. -ÆMK fískibolU Vágtverð AvaUt og olrntlign f Tilboðin gilda mánudag og þriðjudag HAGKAUP NtfPPogfersfc

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.