Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Síða 17
DV MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1997 (Wenning Leikflokknum Banda- mönnum, sem stofnaður var fyrir fimm árum um verkefnið Bandamanna sögu, hefur verið boðið að sýna Amlóða sögu í Leikhúsi þjóðanna. Há- tíðin er í ár haldin í Seoul í Kóreu í tengslum við þing alþjóðasamtaka leikhúsmanna í septem- ber. Leikflokknum er einnig ætlað að verða með leiksmiðju og kynna aðferðir sínar. Boð í Leik- hús þjóðanna er einhver helsta viðurkenning sem leikflokki getur hlotnast. Aðeins ein önnur sýning frá Norðurlöndum verður þar að þessu sinni, það er Bergman-sýning frá Dramaten í Stokkhólmi. Fulltrúar frá Kóreu komu til Helsinki á lista- hátíð síðastliðið haust sérstaklega til að sjá sýn- ingu á Amlóða sögu, og líka komu þangað sendi- menn frá hátíðinni Soundstream í Toronto í Kanada sem buðu Bandamönnum til sín í júní í sumar. Bandamenn hafa skapað sér sinn eig- inn stíl og sérhæft sig í að færa gamlar norrænar leikhefðir í nútímabúning. Þeir hafa sýnt Bandamanna sögu víða um heim, meðal annars á Norðurlöndum, í Bonn og Lundúnum. Amlóða sögu frum- sýndi flokkurinn í heimkynnum Hamlets Danaprins á Helsingjaeyri í Danmörku Konungur í sæluvímu viö atlot drottningar. Borgar Garðarsson og Þórunn Magnea í hlutverkum sínum í Amloöa sögu. og fór þaðan til Kaupmannahafnar sem eitt atriðið á menningarhátíðinni þar í fyrra. Kanadaferðin í sumar verður tí- unda leikför flokksins og hefur enginn is- lenskur leikflokkur gert svo víðreist siö- an flokkur frá Þjóðleikhúsinu sýndi Inuk víða um heim fyrir rúmum tuttugu árum. Textann i Amlóða sögu samdi Sveinn Einarsson í samvinnu við leikhópinn og ------------------------------ sótti efni í frá- sögn Saxós sagna- Mynd: María Guömundsdóti- . ítara, Amlóða sögu hina íslensku, Amb áles rímur og margvíslegan annan gaml- an fróðleik. Sveinn leikstýrir líka verkinu en tónlistina samdi Guðni Franzson og tekur þátt í sýningunni ásamt leikurunum Borgari Garðarssyni, Felix Bergssyni. Jakob Þór Einarssyni, Ragn- heiði Elfu Arnardóttur, Stefáni Sturlu Sigurjónssyni og Þórunni Magneu Magnúsdóttur. Stefnt er að því að hafa nokkrar sýningar á Amíóða sögu hér heima í vor áður en lagst verður í ferða- lög. Bille August og Julia Ormond á viðkvæmri stund. Smilla hefur nóg að gera Kvikmyndahátíðin í Berlín hefst á fímmtudaginn og þaö er engin önnur en Smilla sjálf, sem las svo vel í snjó- inn, sem opnar hana. En Júlía Ormond, sem leikur Smillu, hefur svo mikið að gera við tökur á nýrri kvik- mynd í Rússlandi að Bille fær ekki að hafa hana hjá sér í Berlín nema sólarhring. Bille August má vera stoltur af að fá að opna hátíðina því þar verða margir sterkir, til dæmis Enski sjúklingur- inn (The English Patient) sem Anthony Minghellas stýrði og vann Golden Globe verðlaunin. Hún skartar leikaranöfnunum Ralph Fiennes, Juliette Binoche, Krist- in Scott- Thomas og Willem Dafoe. Og In Love and War, kvikmynd Richards Attenboroughs um ástarævintýri Hemingways og Agnesar von Kurowsky hjúkrunarkonu - sagan á bak við Vopnin kvödd. Einnig keppir Andrzej Wajda eftir langt hlé með myndinni Miss Nobody og margfr fleiri. Kvikmyndahátíðinni í Berlín lýkur 24. febrúar. Smilla auglýsir Grænland Hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf vinnur ein grænlensk kona, Henriette Rasmussen, ráðgjafi verkefnis á vegum Alþjóðavinnumálastofnunar- innar sem á stuðla að meiri áhrifum frumbyggja á lífskjör sín og heimspólitíkina yfirleitt. Henri- ette er ákaflega hrifin af Smillu og segir að bók Peters Hoegs hafi oft komið sér að góðum not- um; hún hafi virkilega komið Grænlandi á heimskortið. Smilla er eins og ósýnilegur fé- lagi sem opnar henni ótal dyr: „Ertu frá land- inu hennar Smillu? Gerðu svo vel og gakktu H inn fyrir!" Og svo vilja menn fá að ,, _ enrl’ vita allt um Grænland. ette Rasmussen: Se iöi svo aö bækur hafi ekki Anægömeð ^ Smillu. Markmid okkar er ánægður viðskiptavinur Fasteignasala Skeifan 19, 4. hæð. 333 444 Þórður H. Sveinsson hdl., lögg. fast. Snorri G. Steinsson Haraldur K. Ólason Lilja Einarsdóttir Auður Héðinsdóttir Ekkert skoðunargjald - Skoðum samdægurs Opið mán.-fós. 9—18 • Símatínii Lau. 12 — 14 • -®- 533 3444 • Fax 588 3332 Upphefð Bandamanna Birtingur og Altunga í lífsins ólgusjó. DV-mynd ÞÖK Birtingur á síðasta snúningi Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóð- ur og Háðvör hafa sýnt gleðileikinn Birting þrjátiu sinnum, oftast fyrir fullu húsi. „Sætanýting hefur verið um 90%,“ segir Gunnar Helgason, Birtingur sjálfur, og um næstu helgi .kemur fimm þúsundasti gestur í hús. Fyrir helgi hófust æfingar á nýju leikriti eftir Árna Ihsen, sam- starfsverkefni Hermóðs og Háðvar- ar og Nemendaleikhússins. Það heitir Að eilífu og fjallar um imgt par, vini þess og fjölskyldur. Brúð- kaup stendur fyrir dyrum og segir leikritið nokkuð frá nýjum siðum og undarlegum við brúðkaupsundir- búning hér á landi ... „Þetta er útskriftarverkefhi Nem- endaleikhússins," segir Gunnar, „en við leggjum til sviðið og æfínga- húsnæði. Að mestu leyti stendur sama lið að þessari sýningu og Birt- ingi, sami leikstjóri, búningahönn- uður og sviðsmyndahönnuður. Sama listræna stjómin. Frumsýn- ing á að vera á sumardaginn fyrsta, 23. apríl. Þetta verður fyrsta sumar- sýning ársins og við gerum ráð fyr- ir því að hún verði stór smellur." („Huge hit“ á hafnfirsku). - Verður sýningum þá hætt á Birtingi? „Já, því miður. Ailra-allra-allra síðasta sýning á honum á íslandi verður 22. mars. Okkur er boðið til Litháen 10.-20. mai og við erum að reyna að safna fé til þeirrar farar. Okkur er líka þoðið á leiklistarhátíð ungs fólks á vegum Riksteatret í Osló í byrjun júní. Þeir eru einmitt að setja upp Himnaríki núna. Við viljum ítreka við fólk sem ætlar ekki að missa af Birtingi að það em að verða síðustu forvöð að tryggja sér miða áður en við neyð- umst til að taka hann af fjölunum. Nýja leikmyndin verður að koma upp fyrir lok mars.“ Himnaríki alls staðar Himnaríki eftir Áma Ibsen, sem varð geysilega vinsælt í uppsetn- ingu Hilmars Jónssonar og Her- móðs og Háðvarar, er að koma upp á þrem stöðum í Noregi, hjá Rik- steatret - þar sem það verður frum- sýnt 14. febrúar og Det norske teatret í Ósló og leikhúsinu í Trom- sö. Auk þess er það í skoðun hjá tveimur finnskum, tveimur sænsk- um og tveimur dönskum leikhús- um. Leikhússtjórarnir sáu hafn- firsku uppsetninguna á leiklistarhá- tíðum í Stokkhólmi og Bonn í fyrra. einbýli EINIBERG. HFN. Glæsil. 165 fm einb. á góðum staö m/ 30 fm sérst. bílsk. Góð lofth. Parket á gólfum. Upph. bílapl. Fallegur garöur. Skipti á 4ra herb. íbúð. ATH: Laskkað verð 14,8 m. 1598 MERKJATEIGUR. MOS. Ca 140 fm snyrtil. einb. á einni hæð m. 47 fm bílsk. Húsið skipt. í 4 svh. stofu, borðst. og nimg. eldh. og 2. baöh. Áhv 6,7. V. 11,9 m. NJARÐARGRUND. GB/E. Fallegt 150 fm. hús á einni hæð ásamt 58 fm bílsk.plötu. húsið skiptist í 3 svh. 2 stofur og sjónvh. Eldh. m. gegnh. eikarinnr. Skipti ath. Sérh. eöa 4 herb. Áhv. 3,0 m. byggsj. V. 13,8 m. 3029 hæðir ÆGISÍÐA. 4ra herb. 95 fm sérh. Nýjar innrétt. og rafm. í eldhúsi. 2 samliggjandi stofur. Barnah. og torstofuh. Áhv. húsbr. og byggsj. 4,7 m. Lækkað V. 8,3 m. 3650 HlHHfES HRAUNBÆR. Rúmgóð 4ra herb. 97 fm íbúð. Góö innrétt í eldhúsi. Sérþvottah. og búr. Steni klædd blokk. 3 herb. og stofa. Áhv. 4,3 m. Verð 6,8 m. 3067 HRAUNBÆR. Snyrtil. ca 95 fm íb. á 3. h. Fallegt úts. yfir Elliðaárdal. Park. og s-svalir. Skipti á minna. Lækkað v. 6,6 m. 3007. MEISTARAVELLIR. Ca 105 fm björt íb. m. s-svölum m.glæsil. úts. Allt nýtt á baöi. Áhv. ca 2. m. V. 7.4 m. 3034 H0FUM KAUPENDUR AÐ EFTIRTOLDUM EIGNUM: 1 einkasölu 4-5 herb. íbúð í Hraunbæ í skiptum f. 3ja herb. íb. í Rvk. Erum með öruggan kaupanda að 3ja herb. íbúð í 103-108. Sérhæð eða góðri hæð í Vesturbæ. MIÐTUN. Góö 5 herb. 114 fm efri hæð og ris. Stór stofa (mögul. á herb.j. Nýleg eldhinnrétt. 3 herb. og baðherb. í risi. Útigeymsla. Gott hverfi. V. 9,3 m. 2224 filKlfl 3ja lierb. ALFASKEIÐ. Hugguleg ca 87 fm íb. á 3. hæö. Parket á stofu, s-svalir m. úts. þvh. á hæö, bílskréttur. Áhv byggsj. V. 6,1 m. ENGIHJALLI. Ca 90 fm snyrtileg eign, suöur svalir stofa og borðstofa. Sam. þvottah. á hæöinni. Verö 6,2 millj. HAMRABORG. Mjög snyrtileg 77 fm íbúö á 5. hæö. Fallegar innr. í eldhúsi. Flísar á baði. Góð teppi á gólfum. Ekkert áhv. Verð 6,2 m. 3071 HRAUNBÆR. Góð 85 fm íbúð á 3. hæð. Nýtt parket. Sv-svalir. Sér svherbgangur. Stórt hjónah. m/parketi og rúmgott barna- herb. Stutt í alla þjónustu. V. 6,3 m. 1014 LAUGARNESVEGUR. Björt og falleg íb. í fjölb. m. aukah. i kjallara sem hægt er að leigja út. S-svalir. Áhv. húsbr. og bsj. ca 3,4 m. V. 6,7 m. 3003 STÓRAGERÐI. Falleg 82 fm nýst. íb. saml. stofur, stórt svh. nýtt bað og eldh. V. 6,9 m. 809-1 2ja herb. AUSTURBRÚN. Mjög falleg 48 tm íb. á 4. hæð. Parket á gólfum, snyrtil. eldh., ný tæki á baði. V. 5 millj. 3040 EYJABAKKI. Björt íb. á 1. h. 69 fm m. aukah. S-verönd og garður. Ib. er nýmáluð og góð sameign. Áhv 2,5 m. Lækkað v. 4,7 m. 2000. HRAUNBÆR. LAUS STRAX. Ca. 67 fm. Ib. á 1. h. S-svalir og aukah. í kjallara hentugt til útleigu. V. 4,7 m. 3005. KLUKKUBERG. HFN. Ca. 56 fm 2ja herb. íbúö á fyrstu hæö m. sér inngangi. íbúöin er rúmlega fokheld. Fallegt útsýni og náttúruparadís viö húsgaflinn. Kjarakaup, hagstætt verð. 1789 LAUGAVEGUR. Ca 54 fm íbúð á 3ju hæð f. ofan Hlemm. Parket á anddyri og stofu. Nýr dúkur á eldhúsi og baöi. íbúö nýlega máluð. Mikið áhv. V. aðeins 4,3 m. 3058 VALLARÁS. Snyrtileg ca 53 fm íbúð á 5 hæö í lyftuhúsi. Fullfrág. lóö. Áhv bsj. 1,3 m. Verö aðeins 5,1 m. BYGGINGARSJ. VEGHÚS. Falleg 55 fm íb. á 2. h. Flísar á gólfum, stórar s-svalir, þvottah. innan íb. Áhv. 5 millj. bsj. Verð 6,5 m. EKKERT GREIÐSLUMAT 3038 n nýbyggingar HLAÐBREKKA. KÓP. Erum meö tvær 5 herb. og eina 4ra herb. íb. í smíöum meö innb. bílsk. íbúðirnar eru tilb. til innrétt. Áhv. ca 5,5 m. húsbréf. Verö8,5m.-9m.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.