Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Blaðsíða 36
44 MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1997 onn Hvað er drasl og hvað er listaverk? „Nú þykjast þeir hissa á því að hlutir séu á gólfum og tóku meðal annars svo til orða að við þyrftum að gera upp við okkur hvað væri drasl og hvað væri listaverk." María Pétursdóttir myndlistar- nemi, um viðbrögð i mennta- málaráðuneytinu við kæru skól- ans, í Alþýðublaðinu. Ummæli Óhollustuverndin „Það er tími til kominn að „Óhollustuverndin" þín reyni að skríða undan hæl þínum og þeir menn sem þar eru sýni þann manndóm að fá á sig nafnið Holl- ustuvernd." Linda G. Samúelsdóttir bóndi, í les- endabréfi til iðnaðarráðherra, í DV. Kristnitökunefndin „Því hefur verið haldið fram af konum að þáttur þeirra í sögu þjóða hafi verið gerður ósýnileg- ur og þessi nefndaskipan styður þá fullyrðingu." Stefania Traustadóttir félagsfræð- ingur, í Degi-Tímanum. Skandalar í Danmörku Skandalar skipa álíka stóran sess í dönskum blöðum og minn- ingargreinar i Morgunblaðinu." Pétur Gunnarsson rithöfundur, í DV. Klippt á alla spotta „Ég hef klippt á alla spotta, svo einfalt er það. Júlíus Hafstein, fyrrum Ólympíu- nefndarmaður, í DV. S ■ Þótt húlahoppæöið sé löngu liðiö þá er húla- hoppgjörðin enn vin- sælt leikfang hjá eldri krökkum. Húlahopp Tveir eigendur lítils leik- fangafyr- irtækis, Wham-0 Manu- facturing, þeir Ric- hard P. Knerr og Arthur K. Melvin, fengu fyrstir hugmynd að húla- hopp- gjörðinni. Þeir létu ekki þar við sitja heldur framleiddu gjörðina og settu hana á markaðinn í Kali- forníu árið 1958. Húlahopp náði strax ótrúlegum vinsældum og Blessuð veröldin seldu uppfinningamennimir 20 milljón gjarðir á sex mánuðum og græddu 45 milljónir Banda- Ttríkjadollara, Svifdiskur Það var einnig fyrirtækið Wham-0 Manufacturing sem setti fyrst á markaðinn svifdiskinn (Frisbee). Var það stuttu eftir ævintýrið með húla- hoppgjörðina. Fulltrúi frá fyrir- tækinu sá námsmenn við Yale- háskólann stytta sér stundir við að kasta niðursuðudós sem var svipuð kringlu að lögun og afréð að búa til svipaðan grip úr plasti. ' Fulltrúi þessi skýrði plastdiskinn Frisbee eftir niðursuðuverk- smiðjunni sem hafði framleitt niðursuðudósina sem hann sá námsfólkið vera að kasta, en það hét Frisbee Company og var til húsa í Connecticut. Snjókoma og slydduél Vaxandi 970 mb lægð 700 km suðsuðvestur af Reykjanesi, hreyfist norður og síðar norðvestur. Yfir Norðaustur-Grænlandi er heldur minnkandi 1018 mb hæð. Veðrið í dag I dag er búist við hvassri austan- og norðaustanátt með snjókomu á norðanverðu landinu en suðvestan- kalda eða stinningskalda með slydd- uéljum sunnanlands. Sólarlag í Reykjavík: 17:46 Sólarupprás á morgun: 9:36 Síðdegisflóð 1 Reykjavík: 20:40 Árdegisflóð á morgun: 9:03 Veðrið kl. 18 í gær: Veðrið >JC * íjc * íjí íjí íjc >fc * ’í- * * * M * $ * >jc >jC ífc jjT"1- >Jc 4 * 0o * * * * * QO* * * * * *^*_ * * * ^ * * * * * * * * * *20 * * * *■ * * * V 2 U v Akureyri Akurnes Bergstaðir Bolungarvík Egilsstaðir Keflavíkurflugu. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfói Helsinki Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Lúxemborg Malaga Mallorca Miami París Róm New York Orlando Nuuk Vín Winnipeg alskýjað -2 léttskýjað -3 skýjað -4 alskýjaö -1 hálfskýjað -5 slydduél 1 snjókoma ~1 hálfskýjað -7 snjókoma 0 rigning 4 snjókoma -4 súld skýjað snjókoma 1 skýjaó 5 súld á sið. klst. 7 heiðskírt 11 snjókoma -2 skýjað 9 skýjað 8 súld 7 alskýjað 10 heiðskírt 6 skýjað 15 léttskýjaö 13 léttskýjað 8 heiðskírt 11 hálfskýjað 1 heiðskírt 22 skýjað -10 þokumóöa 3 skýjað -10 Þorsteinn Erlingsson útgerðarmaður: Skiptir máli að styðja við bakið á stúlkunum DV, Suðurnesjum: „Að vinna bikarinn bæði í kvenna- og karlakörfunni er stór- glæsilegur árangur. Þá er ekki spuming að þetta er mjög góð aug- lýsins fyrir bæjarfélagið og heldur nafni bæjarins á lofti. Þá hefur unga fólkið fyrirmyndirnar," sagði Þorsteinn Erlingsson sem var heiðursgestur á bikarúrslita- leik kvenna í körfuknattleik sem Keflvíkingar unnu eftir skemmti- legan og æsispennandi leik gegn KR. Þorsteinn, sem á Saltver hf. ásamt bróður sínum' Erni, hefur styrkt kvennakörfuna í Keflavík geysilega vel undanfarin ár, sem vakið hefur mikla og skemmtilega athygli bæjarbúa. „Það er mjög ánægjulegt að styrkja stelpumar. Þær þakka fyrir það og meta það mikils." Þorsteinn á eina stelpuna, sem spilar með liðinu og er ein af lykilleikmönnum liðsins, Erlu, 18 ára að aldri. „Þetta er eitt af því sem allir eru ánægðir með, að sjá börnin sín stunda íþróttir og vita af þeim í góðum félagsskap. Við hjónin reynum að fara á alla leiki sem stelpumar leika.“ Þorsteinn hefur fylgst með körfubolta í mörg ár. Hann segist hafa byrjað að fara á Þorsteinn Erlingsson. leiki með Njarðvík en á þeim tíma voru Keflvíkingar ekki með lið í efstu deild. Þorsteinn er mjög þekktur maður á Suðumesjum og víð- ar. Hann hefur stundað útgerðar- bransann síðan 1973. Þeir bræður eiga Saltver hf., sem gerir út 2 báta, rækjuverk- smiðju og Sólbakka, sem gerir einnig út 2 báta, Örn og Haförn. Þá era þeir hluthafar í Helguvíkurmjöli hf. og er Þor- steinn stjómarformaður þess. Þor- steinn hefur lengi verið skipstjóri en tók sér hvíld frá þeim störfum Maður dagsins þegar hann fór í bæjarstóm Reykjanesbæjar fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og er þetta fyrsta kjör- tímabil hans í bæjarstjóm. „Það er nóg að gera í landi en ég hefði ekki getað farið í bæjarstjórn nema hafa geysilega gott fólk sem er búið að vinna hjá okkur í mörg ár og við getum treyst fullkom- lega, bæði til sjós og lands. Þetta er allt ágætisfólk i bæjarstjórn. Við höfum þrælgóðan bæjarstjóra, Ellert Eiríksson, sem þekkir allar leik- reglur mjög vel. Það er þægilegt fyr- ir mig, sem er að hyrja í þessu, að hafa vanan mann mér við hlið. Þá hefur meirihlutinn í bæjarstjórn unnið mjög vel saman.“ Þorsteinn á sér nokkur áhuga- mál fyrir utan pólitíkina, körfu- bolta og vinnuna. „Ég hef mikinn áhuga á golfi sem hentar manni mjög vel á þessum aldri og er góð hreyfing og það er góður félags- skapur í kringum golflð. Ég hef raunar áhuga á öllum íþróttamál- um í bæjarfélaginu. Nú þurfum við að styðja vel við bakið á ung- um og efniiegum knattspymu- mönnum i vor og sumar.“ Eiginkona Þorsteins er Auður Bjamadóttir og eiga þau ijórar dætur: Björk, Guðrúnu, Sigríði og Erlu. -ÆMK Myndgátan Halldóra Geirharösdóttir og Guörún Ásmundsdóttir í hlut- verkum sínum í Dómínó. Dómínó Annað kvöld verður sýning á Dómínó eftir Jökul Jakobsson sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir í Borgarleikhúsinu. Dómínó ger- ist í rótgrónu hverfi í Reykjavík á svipuðum tima og leikritið er skrifað eða í kringum 1970-1973. Varla er hægt að tala um ein- hverja atburðarás í venjulegum skilningi. Hér er bragðið upp mynd af fjölskyldu úr vel efnaðri og rótgróinni borgarastétt. Eins og oft í leikritum Jökuls koma til Leikhús sögu kynslóðimar þrjár: æskan, hin miðaldra hjón svo og ellin. Leikarar i Dómínó era Eggert Þorleifsson, Hanna María Karls- dóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Egill Ólafs- son og Guðrún Ásmundsdóttir. Leikstjóri er Kristín Jóhannes- dóttir. Bridge Vinningsleiðin í þessu spfli fyrir sagnhafa var ekki flókin við spila- borðið en ólíklegt er að margir hefðu fundið hana. Sagnhafi var Brasilíumaðurinn Marcelo Branco. Sagnir hefðu endað í fimm laufum á suðurhöndina eftir að austur hefði sagt frá hjartalit sínum. Útspil vest- urs var hjarta og þegar austur spil- aði hjarta öðru sinni, trompaði Branco með lauftvisti: 4 KG763 4» K10 4 54 4 D864 4 85 44 G976 4- 1086 * Á1053 N 4 D1042 44 ÁD8432 4 G9 4 7 4 A9 44 5 4 ÁKD732 4 KG92 Branco átti tvo næstu slagi á kóng og gosa í laufi og mátti aug- ljóslega ekki spila áfram trompi því þá hefði vestur hoppað upp með ás og spilaði áfram hjarta. Ef Branco hefði spilað tígli ofan frá, gat vestur hent spöðum sínum tveimur og fengið tvo síðustu slagina. Branco mátti heldur ekki taka á ÁK í spaða og spila síðan tíglum, því þá tromp- ar vestur fjórða tígulinn með ásn- um, spilar lauftíunni og eftir situr tapslagur í spaða í blindum. Hvern- ig gat Branco unnið spilið? 4 KG763 4 54 4 D8 4 85 44 G9 4 1086 4 Á10 4 D1042 44 843 4 G9 4 -- 4 A9 Bráðabirgðatölur Myndgátan hér aö ofan lýsir oröasambandi. 4 AKD732 4 9 í þessar stöðu spilaði Branco ein- faldlega spaða á kóng og spilaði síð- an tíglunum. Vestur gat enga björg sér veitt. Ef hann sleppir því að trompa getur sagnhafi hent öllum spöðunum í blindum. Ef vestur trompar hátt og spilar trompi er spaðaásinn innkoma í frítiglana. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.