Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1997, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1997, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 9 Utlönd Serbíuþing staöfestir tilslökun Milosevics: Leysir aðeins eitt vandamál af mörgum Vesna Pesic, sem tilnefnd hefur veriö til friðarverðlauna Nóbels, og Zoran Djindjic. Símamynd Reuter Komið upp um barnaníðinga Hollenska lögreglan hefur handtekið sjö menn sem grunaðir eru um kynferðislega misnotkun bama og framleiðslu á klám- myndum með bömum. Fimm drengir á aldrinum 13-26 ára hafa þegar kært misnotkun til lögregl- unnar en mál þeirra ná allt að 12 ár aftur í tímann. Drengimir voru allir undh' 16 ára aldri þegar afbrotin vora íramin. Lögreglan fór inn á heimili 51 árs gamals manns sem talinn er forsprakki hópsins. Þar fundust upptökutæki og um 350 klám- myndir með körlum í öllum hlut- verkum, þar af tólf myndir með drengjum. Drengimir segja að maðurinn hafi lokkað þá heim til sín í kúluspil og tölvuleiki. Þegar hann hafi náð trausti þeirra hafi hann og sex aðrir karlmenn beitt þá kynferðislegu ofbeldi og tekið ósköpin upp á myndbönd. Alarcon forseti Ekvadors Fabian Alarcon, þingforseti í Ekvador, var í nótt kjörinn forseti landsins a sérstökum þingfundi. Hlaut hann yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða. Með kjöri hans ætti sérkennilegri kreppu um æðsta embætti landsins að vera lokið en hún hófst í síðustu viku þegar fyrrum forseti, Abdala Bucaram, var settur af. Alarcon var strax útnefndur forseti en þar sem lög Ekvadors inn arftaka for- seta undir slíkum kringumstæð- um vora afar óljós gerðu þrír að- ilar tilkall til forsetaembættisins. Eftir samningaþóf með þátttöku hersins var Rosalita Arteaga varaforseti útnefnd forseti um stundarsakir en sté af stalli í sitt fyrra embætti í nótt, eftir að ný lög vora samþykkt. Reuter Stjórnarandstaðan í Serbíu er tor- tryggin þrátt fyrir að þingið hafi í gær samþykkt sérstök lög sem stað- festa sigra hennar í sveitarstjórna- kosningunum 17. nóvember síðast- liðinn. „Lagasamþykktin hefur leyst eitt vandamál, stuldinn á kosn- ingaúrslitunum. Þessir 85 dagar hafa sýnt að enn eru mörg vanda- mál óleyst," sagði Zoran Djindjic, einn þriggja leiðtoga stjómarand- stöðunnar, í gær. „Borgaramir eru óánægðir með margt, efnahagsmálin, lélega fjöl- miðla, slæma stefnu og hroka yfir- valda. Þessi vandamál er aðeins hægt að leysa með grundvallar- breytingum. Ef umbætumar verða ekki skjótt, og þá er ég að tala um daga, halda mótmælin ekki aðeins áfram heldur munu þau jafnvel aukast," sagði Djindjic. Serbneska þingið samþykkti einnig í gær uppstokkun í ríkis- stjórninni sem átti að vera liður í umbótum Slobodans Milosevics for- seta. Helstu breytingamar felast í því að sett er á laggirnar sérstakt einkavæðingarráðuneyti sem á að sjá um sölu á ríkisfyrirtækjum. Stjórnarandstæðingar segja breytingamar á ríkisstjórninni gerðar til að villa um fyrir þeim. „Sósíalistar eru aðeins að kaupa sér tíma þar til þing- og forsetakosning- ar fara fram,“ sagði Belgradbúinn Ranko Funjga í gær. Vesna Pesic, einn leiðtoga stjórn- arandstöðunnar, sagði að enn væri löng barátta framundan. Hún lýsti í gær yfir ánægju sinni yfir því að hafa verið einn þriggja friðarleið- toga frá fyrram Júgóslavíu sem til- nefndir hafa verið af Alþjóðlegu friðarskrifstofunni til friðarverð- launa Nóbels. Hinir tveir eru Selim Beslagic, formaður Sambands bosn- ískra sósíaldemókrata og borgar- stjóri í Tuzla i stríðinu, og Vesna Terselic í Zagreb í Króatíu en hún berst fyrir friði, bættum umhverfis- málum og kvenréttindum. Reuter Madonna ekki tilnefnd til óskarsverðlauna: Enski sjúklingurinn hlaut tólf tilnefningar Kvikmyndin Enski sjúklingurinn eða The English Patient hlaut flest- ar tilnefiiingar, samtals tólf, þegar tilnefningar til óskarsverðlaunanna í ár vora kynntar í gær. Söngva- myndin Evita, þar sem söngkonan Madonna leikur aðalhlutverkið, var hundsuð að mestu leyti i tilnefning- unmn. Mætti halda að síendurtekn- ar yfirlýsingar söngkonunnar um að hún mundi hampa óskarsverð- laununum hafi farið fyrir hjartað á dómnefhdinni. Enski sjúklingurinn var tilnefnd sem besta kvikmyndin, leikstjóri hennar, Anthony Minghella, sem besti leikstjórinn, Ralph Fiennes sem besti karlleikarinn og Kristin Scott Thomas sem besta leikkonan. Helstu keppinautar Enska sjúk- lingsins, Fargo og Shine, fengu sjö tilnefningar hvor en myndimar Jerry McGuire og Secret & Lies fimm hvor. Útnefhingamar þóttu sigur fyrir Kristin Scott Thomas hlaut tilnefn- ingu sem besta leikkonan. Símamynd Reuter „litlar“ myndir, myndir sem fram- leiddar vora fyrir lítiö fé. Jerry McGuire var eina myndin frá stóra kvikmyndarisunum sem tilnefnd var sem besta mynd. Sem bestu karlleikarar voru til- nefhdir þeir Tom Cruise í Jerry McGuire, Ralph Fiennes í The Engl- ish Patient, Woody Harrelsson í The People vs. Larry Flint, Geoffrey Rush i Shine og Billy Bob Thornton í Sling Blade. Sem bestu leikkonur vora tilnefndar þær Brenda Blethyn í Secret & Lies, Diane Keaton í Mar- vin’s Room, Frances McDormand í Fargo, Kristin Scott Thomas í The English Patient og Emily Watson í Breaking the Waves. Sem bestu kvikmyndimar vora tilnefndar The English Patient, Secret & Lies, Fargo, Shine og Jerry McGuire. í flokknum erlendar myndir var norska myndin Sundagsengler til- nefnd en annars Kolya frá Tékkl- andi, Prisoner of the Mountains frá Rússlandi, Ridicule frá Frakklandi og A Chef in Love frá Georgíu. Óskarsverðlaunin verða afhent 24. mars. Reuter Framleiöum brettakanta, sólskyggni og boddýhluti á flestar gerðir jeppa, einnig boddýhluti í vörubíla og vanbíla. Sérsmíöi og viðgerðir. ALLT PLAST Kænuvogi 17 • Sími 588 6740 Morgunverðarfundur verður haldinn á Hótel SÖGU.Skála, ll.hæð, fimmtudaginn 13. febrúar kl. 8:30. Framsöguerindi: Wilhelm Norðfjörð, sálfræðingur. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um uppeldi og unglinga. Frjálsar umræður. Fundarstjóri: Sæmundur Hafsteinsson, sálfræðingur og formaðurVímulausrar æsku. Wilhelm Sæmundur Norðfjörð, Hafstein$son, sálfræðingur sálfræðingur fJUto Handhöfum Eurocard og Visa býðst nú að greiða fyrir öll flugfargjöldog pakkaferðir með raðgreiðslum til allt að 24 mánaða. Leiðin út í heim Flugleiða FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.