Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1997, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1997, Qupperneq 28
60 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 Verkamenn gerðir ringlaðir —>■ „Bolabrögðin í þessu máli eru til skammar fyrir verkalýðs- hreyfinguna. Ég ætla ekki að segja að það gildi um mennina sem voru að greiða atkvæði því að þeir voru gerðir ringlaðir." Eiríkur Stefánsson, verkalýðs- leiðtogi á Fáskrúðsfirði, í Al- þýðblaðinu. Áttar sig ekki á kröíunum „Ég þarf að skoða þessar kröf- ur betur þvi ég átta mig ekki al- veg á þeim.“ '> Halldór Björnsson, form. Dags- brúnar, um kröfur VR, í DV. Sorgarsaga R-listans „Það verður leiðinlegasti kafl- inn í sorgarsögu R-listans ef Geldinganesið verður lagt undir iðnaðar- og athafnastarfsemi." Gunnar Jóhann Birgisson borg- arfulltrúi, í Morgunblaðinu. Ummæli Veit bara ekki neitt „Ég veit ekki einu sinni hvar ritstjórn þessa blessaða blaðs er niðurkomin. Það er verkefni # morgundagsins að finna út úr þvi hvar kontórinn er.“ Össur Skarphéðinsson, ritstjóri Alþýðublaðsins, í Degi-Tímanum. Skrýtinn mismunur „Meðaltímatekjur karlmanns með stúdentspðróf eru t.d. 738 kr., en fari hann í 3ja ára há- skólanám og ljúki BA-prófi þá lækka þær niður í 732 kr. Tryggvi Þór Herbertsson hag- fræðingur, í Degi-Tímanum. Leikmenn í íshokkíi eru vel varð- ir enda skelia þeir oft saman á miklum hraöa. Íshokkí Til eru myndir sem benda til þess að leikur sem minnir á ís- hokkí hafi verið leikinn í Hollandi snemma á 16. öld en ís- hokkí eins og við þekkjum það í dag var fyrst leikið í Kanada 25. desember 1855 í bænum Kingston í Ontario en Halifax hefur einnig gert tilkall til þessa heiðurs. Alþjóðaíshokkísam- bandiö var stofnað árið 1908. Heimsmeistara- og ólympíukeppni Heimsmeistarakeppni áhuga- manna í íshokkíi var fyrst hald- in árið 1920 í tengslum við Ólympíuleikana en allt til ársins 1968 töldust sigurvegarar á Ólympíuleikum einnig heims- meistarar. Áriö 1977 var at- vinnumönnum fyrst gefinn kost- ur á að taka þátt í heimsmeist- arakeppninni. Blessuð veröldin Stanley-bikarinn Stanley lávarður, landsstjóri í Kanada, gaf þennan fræga bikar árið 1880. Það var svo árið 1913 sem fyrst var farið aö keppa um Stanley-bikarinn meðal atvinnu- liða í meistaradeild Norður-Am- eríku. Montreal Canadiens hafa oftast unnið bikarinn, eða 23 sinnum, fyrst 1916 og síðast 1986. Vaxandi 990 mb lægð um 1.000 km suðsuövestur af Reykjanesi hreyfist norðnorðaustur en yfir suðvestan- verðu Grænlandshafi er nærri kyrr- stæð og minnkandi 970 mb lægð. Veðrið í dag í dag verður sunnan- og suðaust- angola eða -kaldi. Þurrt og bjart veð- ur á Norðurlandi en él í öðrum landshlutum. Austangola eða -kaldi og víða léttskýjað síðdegis en geng- ur í allhvassa austanátt með snjó- komu og skafrenningi sunnanlands í kvöld og nótt. Vægt frost. Á höfuðborgarsvæðinu verður sunnangola eða -kaldi og él en aust- lægari og léttir til síðdegis. Vaxandi austanátt í kvöld, allhvasst og snjó- koma eða él í nótt. Vægt frost. Sólarlag f Reykjavík: 17.49 Sólarupprás á morgxrn: 09.29 Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.18 Árdegisflóð á morgun: 10.44 Veöriö kl. 6 í morgun: Akureyri Akurnes Bergstaöir Bolungarvík Egilsstaðir Keflavíkurflugv. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöföi Helsinki Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Lúxemborg Malaga Mallorca Miami Paris Róm New York Orlando Nuuk Vín Winnipeg léttskýjaö -3 snjóél -1 skýjaö -1 léttskýjaö -3 skýjaö -2 skýjaö -1 skýjaö -1 úrkoma í grennd -4 snjóél á sió.kls. -0 snjókoma -0 þokumóöa 3 léttskýjaö -0 léttskýjaö 1 léttskýjaö 3 skýjaö 9 þokumóða 10 snjókoma -4 rigning 9 rigning og súld 6 rigning 4 rign. á síö.kls. 11 rigning 9 þoka 9 þoka 9 skýjaó 11 skýjaö 12 léttskýjaö 1 heiðskírt 9 snjókoma -12 rign. á síö.kls. 4 heiöskírt -27 Sigurður Sæmundsson, landsliðseinvaldur í hestaíþróttum: Verðum að halda forystunni í ræktun „Starfið felur í sér að velja þá sjö hesta sem sendir verða á heims- meistaramótið, sem haldið verður í Noregi í ágúst, en landsliðið verður valið eftir að úrtökumót hefur ver- ið haldið hér á landi. Úr þeirri keppni koma fimm hestar, síðan velur landsliðseinvaldur tvo hesta í viðbót. ! vali á þessum tveimur hestum kemur margt til greina. Það er hægt að velja þá erlendis frá eða velja hest sem hefur sérstööu en hefur ekki getað tekið þátt í úrtöku- mótinu af einhverjum orsökum og fleira þarf að taka með í reikning- inn við valið. Það kemur einnig í minn hlut að velja varahesta, sem Maður dagsins fara einnig utan, og svo er það i mínu starfi að fylgja liðinu eftir og tefla því fram,“ segir Sigurður Sæ- mundsson, bóndi í Holtsmúla, sem hefúr verið skipaður landsliðsein- valdur í hestaiþróttum. Siguröur hefur verið liðsstjóri áður en breytir það einhverju að vera orðinn landsliðseinvaldur? „Ekki svo miklu. Völdin hafa fylgt Sigurður Sæmundsson. liðsstjóranum en völdin eru meira afgerandi nú.“ Landsliðseinvaldi er mikill vandi á höndum því ekki eru endilega all- ir sammála skoðunum hans og vali: „Það er í þessari íþrótt eins og öðr- um, þaö eru skiptar skoðanir um það hverjir eigi að fara og hverjir ekki. Svo fer það eftir árangri hvemig störf hans eru metin.“ Sigurður var spurður hvernig við stæðum okkur gagnvart erlend- um þjóðum: „Það má segja að yfir- höfúð stöndum við okkur vel en þessar stærri þjóðir sækja gífurlega á okkur, enda er fjármagnið mun meira þar heldur en hér, og ef tek- ið er dæmi um Þýskaland þá sigla Þjóðverjar í nánustu framtíð í að vera með sama hestafjölda og við. Við höfum haldið forystunni hing- að til í ræktun og ég tel að við verð- um aö gera það, það er eini mögu- leikinn jfyrir okkur til að lifa af samkeppnina." Sigurður býr á Holtsmúla, ná- lægt Hellu, og þar heldur hann stórt og myndarlegt hrossabú: „Ég er með töluvert á annað hundrað hrossa og er með þann búskap ein- an. Við erum að vísu með sauðfé fyrir heimilið en við höfúm aldrei búið með annað en hross. Eigin- kona Stefáns er sænsk og heitir Lís- bet Sæmundsson og er hún jafn- mikið í hestamennskunni og Stef- án. Þau eiga þijár dætur, ein er enn i heimahúsum, enda aöeins níu ára gömul, ein býr í Svíþjóð og sú þriðja er við nám í tamningum í Þýskalandi. -HK Myndgátan Úrsláttarkeppni „ EG ER pdEÐLÍNIUfK I RorfiRy - KÍvsAMÍS FRÍWÚRuM ~ ASt' BSRB -BHMR-LÍONSy Qs» cP KP%t aP s J? •i.iU- - "..." V\W/ \W/ g&P 173+ -EybÓR- Myndgátan hér að ofan lýsir nafnoröi. ____________DV Handbolti kvenna og karla Handboltinn verður í sviös- ljósinu í kvöld, en þá fara fram margir leikir í 1. deild karla og 1. deild kvenna. Hjá körlunum eru sex leikir á dagskrá og má búast við spennandi viðureign í þeim öllum. í Hafnarfirði leika í íþróttir Kaplakrikanum FH og ÍBV, á Selfossi leika heimamenn við Hauka, í Seljaskóla leika ÍR og Grótta, í Valsheimilinu Valur og KA og í Mosfellsbæ leika Aftur- elding og HK. Allir leikirnir hefj- ast kl. 20.00. Þrír leikir eru í 1. deild kvenna. Stjarnan leikur gegn Val í Garðabæ og Víkingur gegn Fram í Víkinni. Þessir leik- ir hefjast kl. 20.00, en leikur FH og Hauka hefst kl. 18.15. Frátekið borð Félagar úr Höfundasmiðju Leikfélags Reykjavikur hafa lagt land undir fót og sýndu ör- lagafléttuna Frátekið borð á Hót- el Örk síðastliðið sunnudags- kvöld og verður leikurinn endur- tekinn i kvöld kl. 21.00. Frátekið borð er einþáttungur með illfyr- irsjáanlegu plotti. Þar kynmunst við tveimur konum sem hefur Leikhús verið stefnt saman á veitinga- stað. Þær þekkjast ekki en reyna að finna út hvers vegna í ósköp- unum þær eru þama staddar. Hver bauð þeim? Hvað eiga þær sameiginlegt? Leikarar eru Saga Jónsdóttir, Soffla Jakobsdóttir og Bryndís Petra Bragadóttir. Leikstjóri er Ásdís Skúladóttir. Bridge Spilin í Reykjavíkurmótinu í sveitakeppni eru forgefln og sömu spil eru því spiluð í öllum leikjum riðlakeppninnar í hverri umferð. Eitt af þeim spilum sem vakið hefur miklar umræður er spil 7 í sjöundu umferð riðlakeppninnar. Stórar töl- ur sáust á mörgum borðum þegar NS gátu ekki hamið sig í sögnum og fengu harða refsingu. Sagnir gengu þannig á mörgum borðum, suður gjafari og allir á hættu: * Á1065 V KG763 ♦ -- * DG83 4 — * 1054 * KD1087 * K9754 N V A S ♦ K987 -- ♦ ÁG653 ♦ Á1062 * DG432 ÁD982 * 942 * — Suður Vestur 1 ♦ pass 2 # pass 3 Grönd Dobl Norður Austur 1 * 1 ♦ 3 * pass p/h Þrátt fyrir lélega samlegu litanna á höndum AV voru margir sem létu sér ekki segjast heldur létu sagnir vaða alla leið upp í dauðadæmd þrjú grönd. Vissulega er það vondur samningur en lega spilanna hjá and- stæðingimum getur heldur ekki ver- ið öllu verri. Vestur á auðvelt refsidobl sem biður um tigulútspil og sagnhafí á ekki sjö dagana sæla. Fjölmargir sagnhafar spiluðu þrjú grönd dobluð og skráðu stuttu síðar ýmist 1.400 eða jafnvel 1.700 í dálk andstæðinganna. Það hlýtur að telj- ast furðulegt að enda í þessum samningi dobluðum. NS hefðu til dæmis í þessari sagnseríu átt að flýja í fjögurra laufa samning. Hann er að sjálfsögðu einnig doblaður en er sennilega ekki nema einn niður. Fjögurra spaða samningur er einnig furðu góður þrátt fyrir 5-0 leguna. Sagnhafl á að geta skrapað saman 9 slögum í þeim samningi. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.