Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Qupperneq 2
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 3D"V Plúsferðir: Sumaráætlun Plúsferða er að koma út og á þeirra vegum eru gefnir út einblöðungar sem eru tengdir hverjum ákvörðunarstað. Plúsferðir hafa fengið til liðs við sig 8 nýja umboðsaðila sem eru beintengdir við sölukerfi þeirra. Plúsferðir hafa breytt afgreiöslu- tíma skrifstofu sinnar til þæginda fyrir viðskiptavini sína. Nú er opiö frá 9-18 alla virka daga, 10-14 á laugardögum og 12-15 á sunnudögum. Spánn í einum pakka I sumar verður flogið í beinu leiguflugi til Benidorm sem er einn vinsælasti sólarstaöur ís- lendinga. Benidorm er einn sól- ríkasti staður Spánar og Costa Blanca, hvíta ströndin, ber nafn með rentu. Gististaðir Plúsferða eru alveg við Levante-ströndina sem af flestum er talin besti stað- urinn á Benidorm. Hótel Plúsferða er Halley- íbúðahótelið með íbúðum með einu eða tveimur svefnherbergj- um. Að auki er einnig í boði íbúða- hótelið Trebol sem líka er í hjarta Benidorm á Levante-ströndinni. Verðið er hagstætt. Ef miðað er við fjögurra manna fjölskyldu, 2 full- orðna og tvö böm á aldrinum 2-11 ára, er verðið 38.810 krónur á mann. Innifalið í því er flug, gisting í 2 vik- Benidorm er einn sólríkasti staöur Spánar og Costa Bianca, hvíta ströndin, ber nafn meö rentu. ur, flugvallarskattur og akstur til og frá flugvelli erlendis. Mallorca og Danmörk Plúsferðir verða með pakkaferð til Mallorca. Sá staður nýtur jafnra vinsælda og Plúsferðir bjóða upp á íbúðahótelið Pil Lari á ströndinni Playa de Palma. Örstutt er þaðan inn í höfuðborgina, Palma. Verð- dæmi fyrir fjögurra manna fjöl- skyldu er 39.800 krónur á mann. Innifalið í því verði er flug, gisting, flugvallarskattm- og ferð til og frá flugvelli erlendis. Eins og áður leggja Plúsferðir mikla áherslu á ferðir til Danmerk- ur. í sumar verður vikulegt flug til Billund í Danmörku. Fyrsta flugið verður 28. maí og ferðirnar standa fram í byrjun september. Ferðir í beinu flugi til Billund hafa notið vinsælda, enda margir sem notfæra sér ferðina til að heimsækja ætt- ingja og vini í sumarleyfinu á Jótlandi. Verðdæmi fyrir Qögurra manna fjölskyldu hljóðar upp á 27.975 krónur á mann. í því verði er innifalið flug, flugvallarskattur og bílaleigubíll í A-flokki í eina viku. Hagstæðir samningar Plúsferðir hafa náð hagstæðum samningum við bílaleigur á Jót- landi og bjóða auk þess i fyrsta sinn sumarhús í Middelfart og á Römö í Borkhavn. Húsin eru mjög góð og rúma allt að 8 manns. Að auki eru Plúsferðir með sumarhúsin vinsælu í Ribe, elsta bæ Danmerkur. Plúsferðir eru einnig með góð verðtilboð á flugi og bíl til Kaup- mannahafhar í sumar. Ef fjög- urra manna fjölskylda er eina viku í Kaupmannahöfn og leigir sér bíl í A-flokki með öllum skött- um er verðið 27.650 krónur á mann. Flug og bíll er einnig vænlegur kostur í Þýskalandi á vegum Plúsferða og þar að auki verða í boði sumarhús í Hostenberg. Einnig er gistimöguleiki í Himmelberg- sumarhúsagarðinum í Hunsruck. Einnig ættu viðskiptavinir Plús- ferða að athuga tilboðsverðið á flugi og bíl í Bretlandi. -ÍS Fjölbreyttar ferðir með Guðmundi Jónassyni: svo með til Prag f Tékklandi er bæöi falleg og þægileg borg að ferö- ast um, tiltölulega lítil svo fólk getur veriö fótgangandi. skrifstofan beint flug Flugleiðum borgarinnar Graz í Austur- ríki og síðan heim aftur frá Vínarborg þann 14. júní. Fyrir þá sem vilja verður í framhaldi af þessu boðið upp á ævintýralega þriggja borga ferð um Austur- ríki og Ung- verjaland, þ.e. frá Graz verður farið til Búda- pest í Ungverja- landi og þaðan er farið til Vín- arborgar. Að sjálfsögðu verð- ur stoppað í öll- um borgunum og fólki geflnn kost- ur á að skoða sig um. Einnig verður boðið upp á sér- stakar skoðunarferðir en áætlaður fjöldi í ferðina er 50-60 manns. Verð á mann er 65.310 krónur og innifalið er flug, flugvallarskattur, gisting I tveggja manna herbergi með baði, morgunverður, akstur frá flugvelli í Graz á hótel, skoðunarferð um Gr£iz, akstur til Búdapest og skoðun- arferð þar, akstur til Vínar og skoð- unarferð þar, akstur út á flugvöll í Vín og íslensk fararstjórn. Stóra Evrópuferðin Loks má nefna Stóru Evrópuferð- ina sem nú verður farin 10. árið í röð en þá fer hópurinn út með eigin rútu, íslenskan bílstjóra og íslensk- an fararstjóra og ferðast þannig rnn gjörvalla Evrópu. Flogið er til Frankfúrt, ekið milli áfangastaða i Evrópu og síðan siglt heim frá Nor- egi með viðkomu í Færeyjum. Farið verður þann 1. júní og komið heim þann 19. júní. Áætlaður fjöldi í ferð- ina er 25-30 manns og kostar hún 139.800 krónur fyrir manninn. Inni- falið er flug, flugvallarskattur, sigl- ing, gisting 1 tveggja manna her- bergi með baði og i fjögurra manna klefúm með baði á Norrænu. Einnig er morgun- og kvöldverður innifal- inn þar til siglt er frá Bergen, allur akstm: og fararstjóm. Prag er yndisleg borg. Við byrjuð- um með ferðir þangað í fyrra og áhugi fólks fyrir henni er sífellt að aukast. Þetta er bæði falleg og þægi- leg borg að ferðast um, þ.e. tiltölu- lega lítil, svo fólk getur verið fót- gangandi," sagði Emil Öm Krist- jánsson, forstöðumaður utanlands- deildar Ferðaskrifstofu Guömundar Jónassonar ehf. Prag er höfuðborg Tékklands og þar búa mn 1,2 milljónir manna. Þetta er fom og sögufræg borg og litrík saga hennar hefur sett mark sitt á útlitið. Þar er m.a. að finna óspilltar gotneskar byggingar í bar- okk- og Jugendstíl og fjölda stór- merkilegra bygginga og annarra mannvirkja. Moldá rennur í gegn- um borgina og er spannað af mörg- Guömundur Jónasson pest. um brúm, m.a. hinni stórmerkilegu Karlsbrú sem byggð var á 14. öld. Prag hefúr eitthvað að bjóða öllum, þar er t.d. að finna góða veitinga- staði, tónleikahallir, söfti, nætur- klúbba, bjórstofur og kirkjubygging- ar, svo fátt eitt sé nefnt. „Þama eru þrjú óperuhús og því mikið um tón- leika, sérstaklega þó á vorin, og við getum jafnvel útvegað fólki miða.” Mikil ferðamannaborg „Prag er mikil ferðamannaborg og ferðamönnum hefur líkað vel að vera þar. Við bjóðum upp á ferðir þangað síðla vors og snemma hausts en þá er veðurfarið einna best, eða rúmlega 20 stiga hiti yfir daginn. Þsima er hins vegar mjög heitt yfir hásum- arið og get- ur orðið frekar kalt í lok sept- ember,” sagði Emil. Aðspurður um verðlag sagði hann það ódýrt fyrir íslend- inga að ferðast um Prag, verð- lag á hótel- mn og veit- ingahúsum væri mun ódýrara en hér þó það hefði hækk- að eitthvað skipuleggur skoöunarferö tii Búda- sl. 8-10 ár. „Þama er mjög ódýrt að vera samanborið við önnur vinsæl ferðamannalönd og almenningssam- göngur era t.d. mjög ódýrar.” Boðið er upp á tvær ferðir til Prag i ár, sú fyrri er 17.-24. maí en sú seinni 21.-28. ágúst. Flogiö er með Flugleiðum. Einnig er boðið uppá vikuferð til Prag sem innifelur flug, flugvallarskatt, akstur til og frá flugvelli, gistingu með morgun- verði á 3 eða 4 stjömu hóteli, skoð- unarferðir mn borgina og íslenska fararstjóm. Sé gist í tveggja manna herbergi á 3 stjömu hóteli kostar það 49.900 krónur fyrir manninn en 78.500 krónur fyrir manninn sé gist í tveggja manna herbergi á 4 stjömu hóteli. Veiði- og skíðaferðir Undanfarin þrjú ár hefur ferða- skrifstofan boðið upp á sérstakar ferðir til Grænlands í silungsveiði sem að sögn Emils er best að stimda í lok júlí og fram í september. „Einnig verður hin árlega skíða- ferð til Sviss áfram í boði, nú 17. árið í röð, en það er 10 daga páska- ferð til Crans Montana. Það er eig- inlega allt innifalið í henni, þ.e. flug til og frá Zurich, ferðir milli flug- vallar og Crans Montana, gisting í 9 nætur, morgimverður og fjórrétta kvöldverður og íslensk fararstjóm,” sagði Emil. Gist verður á Hótel du Parc og kostar það 105.930 krónur á mann í 2 manna herbergi og 113.300 krónur á mann í eins manns her- bergi. Graz, Búdapest og Vín Þann 7. júní í sumar býðm ferða- Beint flug til Prag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.