Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 Jj"V 'férðir__________________________________________________________ Úrvals fólk. 60 ára og eldra: Ferðir við allra hæfi Úrvalsfólk á góóri stundu. Félagsmenn í Ferðaklúbbi fólks, 60 ára og eldra, á vegnm Úrvals- Út- sýnar eru orðnir 4.000 talsins. Þeir hafa gert víðreist og á síðastliðnu ári fóru 800 manns í skipulagðar ferðir með fararstjórum. Sólarstað- imir Mallorca, Portúgal og Kanarí- eyjar voru í fyrra vinsælastir, en farið var í fjölda ferða á vegum klúbbsins auk þessa. í ár eykur Ferðaklúbbur Úrvals fólks enn við fjölbreytnina með nýjum skemmt- anastjórum auk þess sem hjúkrun- arfræðingar eru til taks í vissar sól- arlandaferðir. Almanak ársins Fyrsta ferð ársins verður skíða- ferð til Saalbach-Hinterglemm í Austurríki þann 2. mars í 7 daga. FcU'arstjóri í þeirri ferð verður Valdimar Örnólfsson. Fjögurra vikna ferð til Kanaríeyja er ráðgerð með brottfarardegi miðvikudaginn 2. apríl. Skemmtanastjóri í þeirri ferð er Skapti Ólafsson, en þetta er þriðja ferð hans á þessum vetri. Örvar Kristjáns- son verður með í fór og spilar að sjálfsögðu á nikkuna. Golfáhuga- menn fá að sjálf- sögðu eitthvað fyrir sinn snúð, því ráðgerð er 10 daga og tveggja landa golfferð til Brisa Sol i Portúgal og Islantilla á Spáni. Brottfar- ardagur er mið- vikudagurinn 9. apríl og dvalið er í 7 daga i Portúgal og 3 daga á Spáni. Fararstjóri verð- ur Sigurður Haf- steinsson. Mall- orca heldur ávallt vinsæld- um sínum í hugum Islendinga og 1. maí verður farið í 20 daga ferð þang- að. Skemmtanastjóri er Sigvaldi Þorgilsson danskennari og hjúkrun- arfræðingurinn Sigrún Óskarsdótt- ir er með í for. Sigriður Hannesdóttir (Didda) leikkona og harmonikkuleikarinn Sigurgeir Björgvinsson (Siffi) sjá um að halda uppi fjörinu í 21. dags langri ferð til Portúgal sem hefst miðvikudaginn 30. apríl. Hjúkrun- arfræðingur í þeirri ferð verður Margrét Halldórsdóttir. Austur-Evr- ópa þykir spennandi eftir að jám- tjaldið féll. Tilvalið tækifæri til að kynnast því, er að bregða sér í 5 daga ferð til Portoroz, í norðurhluta fyrrum Júgóslavíu við Adríahafiö. Flogið er til Ljubljana og þaðan haldið til Portoroz, hafnar blómanna sem margir ferðalangar kannast við frá fyrri tíð. Fararsljóri verður Rebekka Kristjánsdóttir en brottfór er 20. maí. Fjöll og fjorur Danmörk á djúpar rætur í hugum margra íslendinga. í byijun sumars á íslandi verð- ur farin 9 daga ferð til Dan- merkur sem skiptist í tveggja daga dvöl í kóngsins Kaupinhavn og vikudvöl í sum- arhúsum í Ribe á Jótlandi. Brottfarardag- ur er miðviku- dagurinn 4. júní og farar- stjóri er Böövar Guðmundsson. Peter Salmon verður farar- stjóri í 15. daga langri ferð til Flórída. Lagt verðir i þá ferð mið- vikudaginn 9. Júní, dvalið 5 fyrstu dagana í Orlando en síðan koma 10 dagar á himneskri strönd í Naples við Mexíkóflóann. Boðið verður upp á spennandi kynnisferðir. í byijun ágúst, þriðjudaginn 5. Þess mánaðar verður lagt í 14 daga Alpaævintýri um fógur fjallahéruð Sviss og Ítalíu. Guðmundur Karlsson sér um farar- stjóm. Önnur Mallorcaferð ársins á veg- um Úrvals-fólks stendur í þrjár vik- ur og brottfor er 10. September. Á dagskrá þeirrar ferðar er leikfimi, skemmtikvöld, minigolf, gönguferö- ir og leiðbeiningar í golfi. Skemmt- anastjóri verður Sigriður Hannes- dóttir leikkona og hjúkmnarfræð- ingur Sigrún Óskarsdóttir. Að lok- um er einnig ráðgerð þriggja vikna Portúgalsferð þann 10. September með Sigvalda Þorgilssyni danskenn- ara sem skemmtanastjóra. Hjúkrun- arfræðingur í þeirri ferð er Margrét Halldórsdóttir. -ÍS Fjögurra vikna ferð fyrir Úrvalsfólk til Kanaríeyja er ráðgerð í apríl. eðan sumir eru að heiman eim eru Heimavöm Securitas, fullkomið öryggiskerfi, að láni og þú getur farið áhyggjulaus að heiman. Heimavörn Securitas er í senn innbrota- og brunaviðvörunarkerfi. Kerfið er sett á með einu handtaki þegar hemilið er yfirgefið eða þegar gengið er til náða og eftir það er varsla þess í öruggum höndum Securitas. Fyrir kerfið sjálft og uþþsetningu þess þarf ekkert að borga. * Mánaðarlegt þjónustugjaíd felur í sér útköll, viðhald og þjónustu við kerfið allan sólarhringinn. Siðumúla 23 • 108 Reykjavtk Sími: 533 5000 * Heimavömin er samsett af ákveðnum fjölda skynjara, en er stcekkanleg eftir þörfum bvers og eins. Ródeósýningar Þegar talað er um ródeó- * hestasýningar dettur öllum í hug starfsemi sem fram fer I S Bandaríkjum N-Ameríku. Þeir sem hugsa þannig verða samt | að fara að endurskoða afstöðu I sína. Vinsældir ródeósýninga í Bandaríkjunum komast ekki í ) hálfkvisti við vinsældimar í t Brasilíu. Vissulega eru Banda- ríkin upphafsland slíkra sýn- í inga en á örfáum árum hefur Brasilía tekið afgerandi for- ystu. Á síðasta ári voru haldnar hvorki meira né minna en 1200 ! ródeósýningar í Brasilíu. Þær 1 drógu að sér 30 milljónir gesta sem er 25% fjölgun frá árinu S 1995. Atvinnuskapandi Þessar sýningar nafa gert | mikið fyrir ferðamannaþjón- ustu í landinu. Yfir 200.000 j manns hafa beint eða óbeint at- ! vinnu af þessum sýningum. Formaður samtaka ródeósýn- I inga í Brasilíu, Jeronimo Luiz 1 Muzzetti, segist ekki vera hissa á vinsældunum. „í landi þar 1 sem knattspyma er nánast eins | og trúarbrögð getur 90 mínútna 1 knattspyrnuleikur liðið án þess ; að nokkurt mark líti dagsins ljós. Hver sekúnda á ródeósýn- ingu er hins vegar á við mark, j skorað í knattspymuleik,“ seg- § ir Muzzetti. Risabúgarðar 1 Stærsti ródeoDúgarður og keppnissvæði í Brasilíu, fi Barretos, er á 10 ekra svæði I með áhorfendasæti fyrir 35.000 | manns. Það eru ekki margir knattspymuvellir sem státa af I svo mörgum sætum. Á síðustu | 10 daga sýningu Barretos kom | ein milljón gesta. Það eru ekki s aðeins hestar og nautgripir sem draga gesti að. Haldnar era feg- urðarsamkeppnir og kosin ung- frú ródeó, kántrítónleikar á hverju kvöldi og danssýningar. Ródeósýningin er þó ávallt það Isem mesta athygli vekur. í síð- ustu keppni Barretos komu 250 „kúrekar" og kepptu um 17 milljón króna verðlaun. Þjóðgarði lokað í. Yosemite-þjóðgarðurinn í ! Kalifomíu er einn af þekktustu i þjóðgörðum heims og dregur 1 árlega að sér fjórar milljónir ferðamanna. En stórum hluta þjóðgarðsins hefur nú verið | lokað um stundarsakir - að I minnsta kosti fram yfir næstu mánaðamót. Vetrarstormar og (vatnsflóð í þjóðgarðinum hafa skemmt vegi, byggingar og raf- magnslínur. í 106 ára sögu þjóð- garðsins hefur aldrei þurft að Íloka svo stórum hluta hans svo lengi. Ferðamenn á hljóðhraða Að ferðast á jörðu niðri á allt að mörkum hljóðhraða (mach 1) er nokkuö sem flestir myndu telja að væri óæskileg lífs- reynsla fyrir ferðamenn. En við | Höfðaborg í Suður-Afríku er I farið að reyna að lokka að j ferðamenn til þess að taka þátt í þessari lífsreynslu. Ferða- menn fá tækifæri til að vera farþegar i sérlega hraðskreið- ;! um farartækjum með sérþjálf- j uðum bilstjórum. Einn ferða- Smaður hélt upp á 40 ára afmæl- ið með þvi að rjúfa hljóðhrað- I ann og lét vel af ferðinni. „Spennan felst fyrst og fremst í hraðanum því hættan er nánast § engin,“ lét afmælisbarnið hafa f eftir sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.