Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Side 10
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 JLf"V ^#'#11' — Ætla sér stærri hlut Kínverjar ætla sér miklu | stærri hlut í ferðamannaþjón- ustunni og áætla að tala ferða- ; manna komist upp 1 40 milljón- ir á þessu ári. í áætlun er að byggja upp 8 nýja alþjóðlega flugvelli. Kínverjar fá einnig sjálfir tækifæri til að ferðast meira en yFu-völd setja þó jafn- an kvóta á fjölda þeirri Kin- verja sem mega leggjast í ferða- lög utan landsins. Á þessu ári fá 2,4 milljónir Kinverja að i leggja í ferðalög utan Kína sem j er metfjöldi. Vinsælasti áfanga- 8 staður kínverskra ferðamanna er Bandaríkin en Evrópulönd í virðast yfirleitt ekki eiga upp á í pallborðið hjá þeim. Gíraffakonur | Konur af Padaung-ættbálkin- í um í Taílandi eru oftast kall- aðar „gíraffakoniu:nar“ vegna j þess undarlega siðar þeirra að lengja háls sinn með málm- f hringjum sem þær raða hverj- - um ofan á annan. Ferðaþjón- ustufólki datt það snjallræði í hug aö græða mætti á þessum j sið þeirra. Ferðaskrifstofur í Taílandi skipuleggja nú ferðir til heimkynna þeirra og verða ferðalangar að borga sem nem- ur 700 krónum fyrir að berja : þær augum. Stúlkur byrja að raða hringjunum á háls sér við fimm ára aldur og hætta ekki f að bæta við fyrr en 25 málm- 5 hringjum og 11 kílóa þunga er náð. Vel þykir ganga að selja í j þessar ferðir. ! Undarlegt safn Eitthvert undarlegasta safn j veraldar hóf starfsemi í síðustu > viku. Safnið sýnir allar þær teg- j undir af sardínudósum sem í fram hafa komið og jafnframt j er gerö grein fyrir þróun sard- j ínudósanna í tímans rás. Safnið er starfrækt í franska þorpinu j Sete viö Miðjarðarhafið. Sard- j ínusafnið er árangur verks j Frakkans Philippe Anginot sem j segir sjálfan sig vera mikinn 1 sardínusérfræðing („sardin- j ologist“). Gestir safnsins læra í ekki aðeins allt um þróun sard- | ínudósa heldur fá þeir líka að j kynnast því hvernig þaö er að búa í svo þröngum húsakynn- j um. En hver skyldi svo hafa : fundið upp sardínudósina? Það I var Frakkinn Philippe Nolin I sem uppi var á árunum j 1785-1848. Planet Hollvwood Síðan tyrsti Planet Hollywood-matsölustaðurinn var stofnsettur hafa nýir PH- staöir sprottið upp eins og gorkúlur um alla jaröarkringl- una. í síðustu viku voru opnað- ir tveir nýir Planet Hollywood- staðir í Asíu. Annar þeirra var opnaður í Bangkok, höfuðborg Taílands, og var sá 42. í röö- inni. Leikararnir Jackie Chan, Jean Claude Van Damme, Sylv- ester Stallone, Bruce Willis og fyrirsætan Cindy Crawford létu sjá sig við opnunina. Hinn stað- urinn, sá 43. í röðinni, var i Singapúr. Göng í Berlín í síðustu viku byrjuðu verk- fræöingar að grafa lestargöng undir miðhluta Berlínar í Þýskalandi sem liggja frá norðri til suð- urs. Undir þeim er meðal ann- ars Reichstag, þýska þingið, sem ætlað er að leysa þingið í Bonn af árið 1999, þegar Berlín tekur aftur viö stjómarhlut- verkinu sem höfúöborg lands- ins. Áætlað er að göngin verði tilbúin fyrir þann tíma. Bmn Suflur Þrátt fyrir að íslendingar séu nokkuð feröaglöð þjóð hefur leið landans samt ekki oft legið til Suð- ur- Ameriku. Það er nokkuð sem sennilega á eftir að breytast því mannlif og náttúra álfunnar er ótrú- lega fjölbreytt. Ferðaskrifstofan Úr- val-Útsýn ætlar að bæta nokkuð úr þessu með því að bjóða upp á 19 daga ferð til S-Ameríku dagana 12.-30. nóvember. Farið verður til Chile, Argentínu, drepið niður fæti í Úrúgvæ og Paragvæ áður en hinir lífsglöðu íbúar Rio de Janeiro í Brasilíu verða heimsóttir. Farar- stjórar eru Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir og Einar Örn Stefáns- son. Ferðin hefst í London en þaðan er flogið til Santiago, höfuðborgar Chile, þar sem gist verður í fjórar nætur. Áin Mapocho rennur þvert i gegnum borgina sem umlukin er fallegum hæðum og í fjarska sjást hin stórbrotnu Andesfjöll. í Santi- ago verður hin tilkomumikla for- setahöll skoðuð og einnig glæsilegt safn yfir 3000 málverka. Útsýnis yfir borgina frá San Cristobel-hæðinni verður notið og farið í dagsferðir til Vina del Mar, Valparaíso og út á eyjuna Isla Negra. Á leiðinni til Mendoza i Argent- ínu, sem er næsti áfangastaður, er farið yfir Andesfjöllin. Útsýni er ægifagurt til allra átta og þar gnæf- ir hæsti tindur Suður-Ameríku, Aconcagua. Ferðin landleiðina frá Santiago til Mendoza er talin ein skemmtilegasta leið sem farin er yfir Andesfjöllin. í Mendoza, sem er kölluð höfuð- borg menningar í Argentínu, er dvalið í tvær nætur, lífinu tekið með ró og farið meðal cumEU's í vín- smökkun á einn vínræktarbúgarð- inn. Argentínumenn eru frægir um allan heim fyrir vínrækt sina. Það- an er flogið til höfuðborgarinnar Buenos Aires sem er nú á allra vör- um eftir frumsýningu kvikmyndar- innar Evitu. Þar verður dvalið í 4 nætur. Miðborg Bu- enos Aires verður skoðuð, Casa Rosita, Palermo-garðarnir, gamla borgarhverfið San Telmo og kirkju- garðurinn sem geym- ir m.a. leiði Evu Per- on. Vatnsmestu fossarnir Farið verður á skemmtilegan hesta- búgarð nálægt borg- inni, tangóspor að sjálfsögðu stigin og skroppið í dagsferð til Montevideo, höfuð- borgar Úrúgvæ. Frá Buenos Aires er flog- ið til Iguazu en á landamærum Argent- Frá Buenos Aires er flogið til Iguazu en á landamærum Argentínu, Paragvæ og Brasilíu eru ínu> . Paragvæ og vatnsmestu fossar heims. Brasilíu eru vatns- mestu fossar heims. Iguazu-fossam- ir em sjón sem enginn gleymir svo lengi sem hann lifir. Tíminn við fossana verður notaður vel því þetta náttúruundur er skoðað bæði frá argentínsku og brasilísku sjónar- homi. Einnig er skroppið yfir til Paragvæ sem er handan við homið. Frá Iguazu er flogið til Rio de Ja- neiro, fegurstu og frægustu borgar Brasiliu, gist þar í 4 nætur og lífsins notið í hvivetna. Menn fá tækifæri til að kynnast sambadansinum, borgin verður skoðuð, farið upp að Kristsstyttunni og kláfurinn tekinn upp í Sykurtoppinn. Að sjálfsögðu fer einn dagur í að njóta baðstrand- arinnar Cobacabana. Á18. degi ferð- arinnar er hægt að fljúga beint heim um London eða fljúga til hins skemmtilega baðstrandarbæjar Rec- ife í Brasilíu, sem er við miðbaug, og dvelja þar í nokkra daga. -ÍS Menningarborg Evrópu: Á söguslóðum Spartverja Á hverju ári er ein borg í Evrópu útneftid sem menningarborg álfunn- ar. í tilefni þess að menningarborg Evrópu i ár er Þessalóníka í norður- hluta Grikklands efnir Grikklands- vinafélagið til þriggja vikna skemmtiferðar um helstu sögu- og menningarstaði landsins. Ferðin hefst fimmtudaginn 29. maí með flugi til Þessalóníku, höfuðborgar Makedóníuhéraðs, með viðkomu í Kaupmannahöfn. Þar er búið fyrstu dagana og borgin skoðuð rækilega. Þorsteinn Magnússon, sem hefur mikla reynslu af ferðum sem þessum, er einn skipuleggjenda ferðarinnar í samvinnu við Flugleiðir en leiðsögu- maður verður Sigurður A. Magnús- son sem gjörþekkir allt sem grískt er. „Dvalið er í Þessalóníku fyrstu dag- ana og borgin skoðuð rækilega. Þá er ekiö um Þessalíu og gist í Kalabaka, undir tindunum háu, þar sem Met- eóru-klaustrin standa á efstu hnjúk- um. Ekið er um Langaskarð þar sem Spartverjar vörðust svo frækilega á örlagastundu þjóðarinnar, undir stjóm Leonídasar, og um Parnasso- fjöll, þar sem listagyðjumar búa, til helgistaðarins Delfi. Þar var sérstök helgi á Apolló og véfréttin þar þótti taka öllum spádómum fram,“ sagði Þorsteinn. Sóldýrkendastaður Næst er farið yfir Korinþuflóa, yfir á Pelopsskaga, þar sem gist er í nokkrar nætur til að skoða meðal annars Ólympíu, Mýkenu, Navplíon og Epídáros. Þaðan liggur leiðin um Korinþuborg og Maraþon, út á Mý- konoseyju. Það er nú þekktur sól- dýrkendastaður en helgistaðurinn fomi, Delos, er þar á smáeyju rétt við land. Áfram er siglt um Hringeyjakla- sann, suður til Santoríni, eldfjalla- eyjar þar sem er verið að grafa úr ösku og gjalli merkar fornminjar frá elsta menningarskeiði álfunnar, Mínostímanum. Sumir telja að þar sé um að ræða Atlantis, sæluríkið foma. Þetta er hrikaleg og fogur ferðamannaparadís í dag. ( ferö Grikklandsvinafélagsins eru helstu byggöir og Þessi mynd frá Makedóníu I Grikklandi gæti eins veriö sögustaöir landsins heimsótt. tekin á íslandi. Frá Santorini er siglt til Krítar og búið í höfuðstaðnum Heraklíon. Merkastur sögustaða þar er Knossos sem var miðstöð Mínostím- ans. Hann var grafinn upp á bernskuskeiði fomleifafræðinnar. Völundarhús Mínótárusar er þungamiðja svæðisins. Að lokum er siglt að næturlagi til Aþenu þar sem tímanum verður varið til að skoða sögustaði og söfn og skemmta sér í Plaka-hverfinu. Ferðinni lýkur mánudaginn 19. júní þannig að á þjóðhátíðardegi íslendinga verður hópurinn í Aþenu og hyggst halda vel upp á daginn. Söguskeiðin könnuð í ferðinni eru helstu byggðir og sögustaðir landsins heimsótt, eins og sést á upptalningunni hér á und- an. Öll söguskeið landsins era könn- uð og helstu hliðar menningar- og atvinnulífs. Búið er á góðum hótel- um og eru flest þeirra með sundað- stöðu. Ekið er í nýtisku rútum og siglt með strandferðaskipum um Eyjahafið. Á kvöldin eru margvísleg atriði á dagskrá, svo sem leikhús- ferðir, tónleikar, veislur og krá- arferðir. Leita má frekari upplýsingar um ferðina hjá þeim félögum sem era stjórnarmenn í Grikklandsvinafé- laginu. Verið er að undirbúa fund til kynningar á Þessalóníku og þess- ari sérstöku Grikklandsferð. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.