Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Qupperneq 11
JLfV MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 ferðir Fólk er mun bjart- sýnna en í fyrra - um 800 manns bókuðu ferðir á fyrsta degi, segir Helgi Pétursson hjá Samvinnuferðum-Landsýn Tíð verkföll Verkfoll hafa verið tíð í Evr- ópu undanfarnar vikur, sér- staklega í löndum í syðri hluta álfunnar. Vöruflutningabílstjór- ar á Spáni hafa undanfama daga verið í verkfalli og teppt umferð allra ökutækja. Afleið- ingin er sú að bensín og mat- væli eru víða orðin af skomum skammti þar sem ekki er hægt að halda uppi umferð. Beittasta vopn verkfallsaðila virðist vera að teppa alla umferð á þjóðveg- um vegna þess hve áhrifarík hún er. Lestarstarfsmenn Litlu munaði að til verkfalls kæmi hjá lestarstarfsmönnum á Ítalíu en samkomulag náðist milli stjórnvalda og lestar- starfsmanna um síðustu helgi og verkfallinu var afstýrt. Ítalía hefur um áraraðir verið undir- lögð af verkföllum sem hafa haft víðtæk áhrif á ýmsa starf- semi i landinu. Fimm hreppar Fimm hreppar í Mongólíu hafa verið opnaðir ferðamönn- um og mestallur hluti Kína hef- ur því á undanfömum árum verið opnaður ferðamönnum. Samvinna Samvinna flugfélaga færist mjög í vöxt og sýnist sitt hveq- um um ágæti hennar. Belgíska flugfélagið Sabena og breska flugfélagið Virgin Air hafa gert með sér samstarfssamning um sameiginlegt flug á flugleiðinni Barcelona-Brússel. Virgin mun að mestu leggja til flugvélar í verkefhið en Sabena telur sig ná fram meiri nýtingu á flug- vélakosti sínum og stefnir að því að lækka verð á einhverjum leiðum í kjölfarið. Nema land Umferðarþungi hefur um árabil verið mikið vandamál í Hong Kong. Á fimmtudaginn í síðustu viku voru opnaðir tveir vegir frá miðborg Hong Kong til alþjóöaflugvallarins Chek Lap Kok. Vegimir eru byggðir á svæði sem fyrir fáeinum árum var sjávarbotn en fyllt var þar upp til að fá landrými fyrir vegina. Boumemouth á suðurhluta Englands hefur lengi verið einn helsti baðstrandarbær landsins. Nýverið var gangsett ný og at- hyglisverð tilraun á sand- ströndum bæjarins. Ströndinni er skipt niður í svæði sem auð- kennd era með lit og fá öll böm sem stunda sjóinn á tilteknu svæði ókeypis litaborða sem þeim er ætlað að bera. Tilraun- in er gerð til að auövelda for- eldrum eða baðstrandarvörðum að finna aftur börn sem týnast. Tilraunin er gerð eftir hörmu- legt slys þegar tvö ung böm, sem vúltust frá foreldram sín- um, drakknuðu. Mjög mikil örtröð varð sl. sunnu- dag þegar ferðaskrifstofurnar kynntu nýjar ferðaáætlanir og ferð- atilboð sín. Helgi Pétursson, upplýsingafull- trúi Samvinnuferða-Landsýnar, sagði að ekki áður hafi jafn margir bókað ferðir á sjálfan kynningar- daginn eins og gerðist á sunnudag, en um 800 manns hefðu bókað sig í sumarleyfisferðir þá strax. „Það er alveg Ijóst að fólk er mun bjart- sýnna en það var t.d. í fyrra,“ segir Helgi í samtali við DV. „Við erum með sértilboð til þeirra sem bóka sumarleyfisferðir sínar fyrir 10. mars og veitum þeim sérstakan 5 þúsund króna afslátt af öllum ferðum,“ segir Helgi í samtali við DV. Helgi segir að sumarleyfis- ferðir Samvinnuferða-Landsýnar hafi sennilega aldrei verið ódýrari og sé verðlag hjá fyrirtækinu al- mennt það lægsta sem gerist á land- inu um þessar mundir. Þannig kosti þriggja vikna ferð til Portúgals fyr- ir tvo fullorðna og tvö börn innan við 140 þúsund krónur. -SÁ Verð til 28. febrúar Verð frá 1. mars til 30. apríl Kaupmannahöfh 27.570 31.570 Ósló 28.270 32.270 Stokkhólmur 26.990 30.990 Amsterdam 29.860 33.860 Lúxemborg 29.100 33.100 París 29.130 33.130 Mílanó 32.900 36.900 Barcelona 32.240 36.240 Vín 33.460 37.460 Zurich 33.000 37.000 Hamborg* 29.590 33.590 Frankfurt* * Aðeins í beinu flugi Flugleiða 29.990 33.990 Pantaðu fyrir 1. mars og þú fcerð sumarleyfisferð dsérstöku tilboðsverði! Ferðatímabil er frá 5. apríl til 30. september. Lágmarksdvöl er 7 dagar og hámarksdvöl er 1 mánuður. Gildir í beinu flugi Flugleiða og um Kaupmannahöfn með Flugleiðum og SAS. Flugvallarskattur er innifalinn í verði. Nánari upplýsingar fást á söluskrifstofum oikkar, hjá umhoðsmönnum og öllum ferðas krifs tofum. FLUGLEIDIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.