Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 28 f0rðir Sértilboð til Danmerkur Sértilboð er á fjölskylduferðum til Danmerkur og Noregs í sumar og verður það æ vinsælla, að sögn ferðaskrifstofunnar, að ferðast með eigin bíl, vera frjáls ferða sinna og skipuleggja sitt eigið frí. Margir sem dvelja lengi, eru famir að átta sig á hve hagstætt er að taka bílinn með, sérstaklega fyrir fólk sem ætl- ar út í byrjun sumars og hyggst ekki koma heim fyrr en í ágúst. Siglt er til Esbjerg á Jótlandi, en Jótland er vinsælt ferðamanna- svæði. Þaðan liggja leiðir til allra átta, en að auki eru margir vinsæl- ir staðir á Jótlandi. Þar má nefna Legoland, Löveparken, Ribe sem er elsti bær Danmerkur og svo mætti lengi telja. Með fram ströndinni eru hundruð gististaða fyrir ferðamenn. Björgvin er viðkomustaður Nor- rænu í Noregi og verður æ vinsælla að keyra um það fallega land. Boðið verður upp á sérstök hópfargjöld, bæði til Færeyja og lengra, til Dan- merkur og Noregs, og einnig er Nor- ræna ferðaskrifstofan með sérstakt fargjald fyrir þá sem hafa hug á að taka mótorhjól með sér og keyra um Evrópu. Auk ferða Norrænu, býður ferða- skrifstofan upp á alla ferðamanna- þjónustu og er með sölu á ferðum til allra áfangastaða Flugleiða, þar með talið flug og bíl. Einnig er Norræna ferðaskrifstofan með sölu á farmið- um fyrir LTU til Þýskalands. -ÍS látið vel af. Fyrsta ferðin í ár frá Seyðisfirði hefst þann 5. júní og síð- an verða reglubundnar ferðir þaðan fram í lok ágústmánaðar. Boðið verður upp á ýmsa bíla- og hótelpakka til Færeyja, Danmerkur og Noregs. Alltaf er farið frá Seyðis- firði á fimmtudögum, sama daginn og komið er til landsins. Frá Dan- mörku er farið alla laugardaga klukkan 22 á leið til íslands og er tveggja daga stopp í Færeyjum. Frá Björgvin í Noregi er farið alla þriðjudaga og tekur ferðin þaðan til Islands um einn og háifan sólar- hring með fjögurra klukkustunda dvöl í Færeyjum. í sumar verður lögð sérstök áhersla á Færeyjar og verðið á ferð- um þangað er lægra en í fyrra. Dæmi um verð á mann í fjögurra manna fjölskyldu með bíl til Fær- eyja, er frá 11.700 krónum í eina viku og gistingu í fjögurra manna klefa um borð í Norrænu. Einnig er boðið upp á hótelpakka þar sem gist verður á hótel Föroyar. Ferðamenn, sem farið hafa til I Aþenu nýverið til að skoða Akrópolishæð og aðrar mark- verðar rústir, hafa margir hverjh' farið erindisleysu. Far- arstjórar í landinu hafa verið í verkfalli og mótmælaaðgerðir þeiiTa felast í að meina ferða- mönnum aðgang að fomum j mannvirkjum. ■ Dýrasti gistimöguleikinn Norræna hefur haldið uppi skipa- ferðum milli íslands og Skand- inavíu í áraraðir með viðkomu í Færeyjum og engin breyting verður á því í ár. Þetta er ódýr og hagstæð- ur ferðamáti og tilvalinn fyrir þá sem vilja taka með sér bílinn í ferðalagið. Fjölmargir íslendingar hafa nýtt sér þennan ferðamáta og Vísað frá Ferðalög erlendis eru oftast skemmtileg, en ýmislegt getur þó farið úrskeiðis án fyrirvara. Við vitum aldrei hvenær slysin verða og það getur verið dýrt að leggjast inn á sjúkrahús erlendis. F+ og F27 sameina allar þær tryggingar sem fjölskyldan þarf á að halda á ferðalögum erlendis. VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF Ármúla 3, sími: 560 50 60 lijggingar sem fjölskyldan þín þarfnast. _ Fe(ðasWsa' Ferðir til Færeyja eru vinsælar, hvort sem menn taka með sér bílinn eöa nota tvo jafnfljóta. DV-mynd ÍS Færeyjaferð með Norrænu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.