Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Blaðsíða 14
w MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 JLÞ\r 30 %prðir Ítalía er eitt helsta ferðamanna- land Evrópuálfu og margir lofa sjálf- um sér því að fara einhvern tíma á ævinni í ferð þangað. Til langs tíma voru ferðir til Ítalíu í áætlunarflugi ekki á boðstólum hjá ferðaskrifstof- um fyrir íslendinga. Ferðaskrifstof- an Úrval-Útsýn verður með beint flug til Mílanó sumarmánuðina ág- úst og september. Þær ferðir eru bæði fyrir fólk sem ferðast á eigin vegum, til dæmis á bílaleigubíl, en einnig eru í boði vikuferðir að Gardavatni þar sem innifalið er flug, akstur frá Mílanó að Garda og hótel með morgunverði í viku. Gardavatnið Guðrún Sigurgeirsdóttir, skipu- leggjandi hópferða hjá Úrvali-Útsýn er nákunnug staðháttum við Garda- vatnið. „í faðmi Dólómítafjallanna er vatnið Garda, sem margir telja einn fegursta stað Evrópu. Skemmtilegir bæir standa við vatn- ið og hafa þeir notið mikilla vin- sælda meðal ferðamanna um árabil. Náttúrufegurð á staðnum er stór- brotin og margt hægt að gera sér til gagns og gleði. Vinsælt er að leigja fjallahjól og þeysa um brekkurnar eða fara í gönguferðir um fjöllin eða bæina. Götulíf er líflegt í bæjunum við vatnið og maturinn hreint frá- bær, ekta ítalskur og að sjálfsögðu má ekki gleyma hinum ítölsku eðal- . víniim,“ sagði Guðrún. “Á kvöldin er notalegt að sitja á einhverju af hinum fjölmörgu veit- inga- og kaffihúsum og teyga ilminn af Ítalíu. Gardavatnið er miðsvæðis og því auðvelt að skreppa til Mílanó, Verona, Feneyja eða í dags- ferðir um Dólómítafjöllin, annað hvort á eigin bílaleigubíl eða fara í skipulagðar skoðunarferðir með enskumælandi fararstjórum. Upp- lýsingar um þær ferðir er að fá í gestamóttökum hótelanna." Vinalegir bæir „Bæimir við Garda eru hver öðr- um vinalegri, Torbole er lítill og fal- legur bær, örstutt frá Riva. Þar er miðstöð seglbrettasiglinga við Garda og síðdegis þegar hlýr vindur blæs úr suðri, flykkjast brettamenn út á vatnið í marglitum búningum og láta vindinn og öldumar bera sig. í Riva, sem er einn stærsti bær- inn við vatnið, ber klettabelti fjall- anna við himin og útsýnið yfir fag- urblátt vatnið er geysifagurt. í Riva er skemmtilegur útimarkaður í hverri viku. Limonia er lítill snotur bær við sunnanvert vatnið. Brenzone stend- ur í hæðum við vatnið austanvert þar sem undirlendi er lítið, en út- sýni mikið. Pechiera del Garda er fremur stór bær við suðurenda vatnsins og hefur verið fjölsóttur ferðamannastaður síðastliðin 10 ár.“ Skemmtilegir bælr standa við vatnið og hafa þeir notið mikilla vinsælda meðal ferðamanna um árabil. Víð Adríahafið Cervia og Milano Marittima, skammt sunnan borgarinnar Ra- venna, eru fallegir ítalskir bað- strandarbæir á Adríahafsströnd- inni. Umhverfi þeirra er skógi vax- ið og glæsilegir golfvellir í nágrenn- inu. Bæimir, sem liggja nánast hlið við hlið, standa á gömlum merg. Ráðhúsið er frá 18. öld, dómkirkjan frá 1699. Saltvinnsla hefúr verið þar mikil í nokkrar aldir og er elsti salt- tuminn síðan 1712. í bæjunum em fallegar verslanir og góðir bekkir á ströndinni. Einn stærsti skemmti- garður Ítalíu, Mirabilandia, er í 15 mínútna göngufjarlægð frá hóteli Ú/Ú á staðnum. Hægt er að fara í skoðunarferðir á eigin bílaleigubíl, til Ravenna (30 km), Bologna (90 km) og enn fleiri staða sem em ekki langt frá, eins og smáríkisins San Marinó, Feneyja, Flórens, Verona og Padova," sagði Guðrún. Kortaferð til Rómar Vanir ferðamenn halda því fram að nauðsynlegt sé að fara til Rómar að minnsta kosti einu sinni um æv- ina. Róm var vagga heimsveldis, þar gerðist sagan og í borginni ei- lífu reis menning Rómverja hæst. Colosseum, Vatikansafnið, Fomm Romanum, Péturskirkjan og margt fleira er svo sannarlega þess virði að skoða. Máltækið segir að allar leiðir liggi til Rómar, en þaðan liggja líka leiðir til ýmissa átta, til dæmis til Flórens, Napolí og Pompei. Á hverju ári býður Visa-ísland farkorts- og gullkortshöfum sínum upp á ferð á góðum kjömm. Úrval- Útsýn hefur í samvinnu við Visa ís- land skipulagt tvær slíkar ferðir til Rómar í beinu flugi Flugleiða. Ferð- imar em 28. febrúar til 8. mars og 8.-15. mars. Fararstjórar í þessar ferðir verða Guðný Margrét Emils- dóttir og Friðrik G. Friðriksson. #í ferðunum er boðið upp á fjöl- breyttar kynnisferðir, auk þess sem farið verður út að borða á kvöldin. Að sjálfsögðu verður fylgst með því hvort eitthvað spennandi sé að ge- rast í tónleikahúsum Rómar. Brott- för í ferðirnar verður með Flug- leiðavél klukkan 17, en það tekur um 4 klst. að fljúga til Rómar. Akst- ur á hótelið tekur innan við eina klukkustund. -ÍS Italía heillar SVAR •• 903« 5670i Aðeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn. DV IHollur flugvalla- matur Hér eru góðar fréttir fyrir þá sem hugsa um heilsuna og kviða tilhugsuninni um fitugar pitsur á flugvöllum. Samkvæmt könnun Matvælastofnunar Bandaríkjanna er flugvallamat- ur ekki eins slæmur og hann hefur orð á sér fyrir að vera. Reiknað er með því að um 550 milljónir manna muni ferð- ast um flugvelli á þessu ári og 1 hvort sem þeir eru á leið í flug §j eða bíðandi eftir því að vélar |l lendi munu flestir þeirra fá sér eitthvað að borða. „Það er töluvert meira um ferskan mat, rúnstykki og g heilsusamlokur en áður og því hægt að velja um ijölbreyttan I og hollan mat,“ segir talsmaður I samtakanna. Seldust upp Breska flugfélagið British | Airways seldi nýlega 190 flug- 1 miða með Concorde vél félags- ins á innan við hálftíma. Ástæðan er sú að miðamir vora seldir á rúmar ellefu I hundruð krónur í tilefni af 10 • ára einkaleyfi félagsins. Að sögn talsmanna hringdu I yfir 20 milljón æstir ferðalang- ar i flugfélagið þennan dag i | þeirri von að vera á meðal : þeirra heppnu. Verðið enn of hátt Flugfargjöld til Evrópu hafa j lækkað undanfarin ár en eru ; samt enn of há að margra mati. 1 Philip Lowe hjá Ferðamála- nefnd Evrópu sagði að enn væru 64% af flugferðum til Evr- E- ópu í höndum einstakra flugfé- 1 laga og varaði við því að nefnd- I in, sem er framkvæmdaraðili | Evrópubandalagsins í þessum ::í málum, myndi fylgjast vel með ; óvenjulegri verðlagningu. „Sumar flugleiðir eru óþarf- 1 lega hátt verðlagðar," sagði | hann án þess þó að nefna neina I sérstaka. Lowe sagði nefhdina Sekki koma til með að útbúa gjaldskrá yfir flugfargjöld held- j ur bregðast við og hafa afskipti | af ef henni bærust kvartanir ji eða hana grunaði að hömlur væru á samkeppni. Sem dæmi má nefha að sérstök skrifstofa í | Þýskalandi varaði Lufthansa nýlega við því að rukka of hátt | gjald fyrir flug frá Frankfurt til : Berlínar. Síðasta ár var gott Ferðamálayfirvöld viðast hvar í heiminum eru sammála um að árið 1996 hafi verið gott | fyrir ferðaþjónustuna. Ferða- j mannastraumur jókst i flestum álfum heims, mest þó í Asíu, eða um 10% miðað við árið á undan. Evrópuálfa er þó enn í öruggu 1. sæti, með 347 milljón gestakomur. Ferðamenn til 1 Asíulanda voru miklu færri á síðasta ári, „aðeins 15 milljón" manns. IGræða mest Frakkland er það land sem fær flesta ferðamenn í heim- sókn á ári hverju en landsmenn eru samt sem áður ekki sú þjóð sem hefur hæstu tekjurnar af ferðamönnum. Frakkar eru að- eins í þriðja sæti. Bandaríkin eiga þann heiður að fá mestu j tekjurnar. Ferðamenn til Bandaríkjanna voru 44,8 millj- ónir á síðasta ári en tekjurnar I yfir 4.000 milijarðar króna. | Tekjur Frakka voru hins vegar ekki nema rúmlega 2.100 millj- | arðar. Spánverjar græddu næst- I mest á sínum ferðamönnum en | voru í fjórða sæti heims yfir S fjölda þeirra. •fj t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.