Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Síða 19
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 Sumarhús í Hollandi: Verðlaunaður staður Water Spin og Bat Flyer, eiga trú- lega eftir að slá í gegn en sjón er sögu ríkari. Yngri börnin hafa sérstakt leik- svæði með ýmsum leiktækjum og þar er einnig brúðuleikhús. Skemmtidagskrá með töframanni er frá 5. júlí til ágústloka og skrautlegir og skemmtilegir trúð- ar leika við krakkana. í garðin- um er Tiki-sundlaugin sem er frekar ætluð til skemmtunar en sundiðkunar, ein fullkomnasta skemmtisundlaug í heimi með öldulaug og hreint ótrúlegu úr- vali vatnsrennibrauta og fjöl- breyttra tækja. í lauginni er oft þröngt á þingi og mikið um að vera þegar kraftmiklir krakkar ærslast og skemmta sér. I Tiki-lauginni er gufubað, bæði tyrknesk gufa og finnsk sauna, nuddpottur, sólarlampar, hvíldaraðstaða, sturtur og sól- baðsaðstaða. Greiða þarf 20 hol- lensk gyllini eða um 750 krónur fyrir aðgang að gufunni. í Duinrell eru veitingastaðir af öllum gerðum, bæði fínni staðir og skyndibitastaðir, bar, snakkb- ar, pönnukökuhús og pitseria. Matvöruverslun staðarins selur helstu nauðsynjar og þar má með- al annars kaupa ódýr grill með kolum fyrir 9,95 gyllini eða um 400 krónur. Verðið skemmir ekki fyrir; 44.085 krónur á mann miðað við 2 fullorðna og 2 böm i 2 vikur í Sumarhús i Evrópu njóta vax- andi vinsælda hjá fjölskyldufólki. Sumarhúsahverfi eru yfirleitt byggð með allar þarfir fjölskyld- unnar i huga og stutt er til at- hyglisverðra staða i nágrenninu. Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn býður nú í annað sinn á íslandi sumarhúsa- og skemmtigarðinn Duinrell, allt í einum pakka, ein- göngu fyrir farþega sína. Aðgang- ur að tívolítækjum staðarins er innifalinn í verðinu Nálægðin við Amsterdam, Haag og baðströnd auka enn á gildi staðarins. Lítið mál er að taka sér frí frá skemmtigarðinum og fara í menningar- eða verslun- arrispu í stórborgimar eða verja góðum degi við sjóinn. Duinrell hefur unnið til fjölda verðlauna. Tiki-sundlaugin í Duinrell hlaut verðlaun árin 1990, 1992 og 1994, meðal annars frá samtökum vatnsskemmtigarða í Bandaríkjunum, og eins hefur Duinrell hlotið verðlaun fyrir fal- legan gróður og óspillta náttúru. Hann hefur og fengið viðurkenn- ingu fyrir öryggi. Öryggisgæsla er við inngang og lokað eftir klukkan 22 fyrir alla nema þá sem gista. Allt svæðið er ramm- lega girt af. Tívolí innifalið Skemmtigarðurinn er opinn frá 10-22 alla daga en tívolítækin loka klukkan 17 eða 18 eftir mánuð- um. í garðinum er fjöldi tækja fyrir Sumarhúsahverfið Duinrell hefur unnið til fjölda verðlauna. alla aldurshópa; hringekja, vatnar- ússibani, bobsleðabraut, klessubát- ar, hjólabraut, vatnakönguló, dverg- agolf, keila og fleira. Nýju tækin, fferðir - Stærsti þjóðgarðurinn Á Nova Scotia er stærsti S þjóðgarður Kanada, Cape | Breton Highiands. Hann liggur | meðfram ströndinni og útsýn- I inu á Cabot Trail- leiðinni inn- | an þjóðgarðsins geta fair lýst í með orðum. Mjög vinsælt er að 1 leigja sér hjól til að skoða í skallaöminn, hvali undan 1 ströndinni og líklegt er að hjóla ' fram á dádýr eða elgi á leiöinni. f Hjólreiðar og göngur J Aðstaða fyrir hjólreiöamenn | eða göngugarpa á Nova Scotia I er með því besta sem gerist. | Vegir em breiðir og þægilegir, 1 sérstaklega með tilliti til hjól- J reiða og það þykir ekki tiltöku- I mál að gerast puttaferðalangur | á svæðinu. Hjól er alls staöar j hægt að fá leigð og íþrótta- j mennirnir leigja sér að sjálf- > sögðu fjallahjól og fara leiðir sem reyna á þrekið. IKöfun Hinn hreini og ómengaði sjór sem umlykur Nova Scotia hefur gert köfun að vinsælli íþrótt fyrir ferðamenn. Undan strönd- um Nova Scotia er mikið um skipsflök (þau eru talin vera 3.000) og það þykir vera ævin- týri að skoða þau. Einnig er j möguleiki að taka sundsprett f með selum sem algengir era undan ströndum Nova Scotia. -ÍS HomeLink hefur milligöngu um heimilisskipti: Okeypis gisting hvert sem farið er „Ég rak augun í forvitnilega aug- lýsingu í erlendu blaði fyrir nokkrum árum um alþjóðleg félaga- samtök, HomeLink International, sem snúast um heimilisskipti fé- laga. Forvitni mín var vakin og ég kynnti mér málið,“ sagði Hjördís Sigurðardóttir sem nú er umboðsað- ili samtakanna á íslandi. Félagar í samtökunum hafa áhuga á að koma sér saman um hentugan tíma til að heimsækja land hver annars og skiptast þá á húsnæði til þess að þurfa ekki að eyða stórfé í gistingu í viðkom- andi landi. Umboðsað- ilar safna saman nöfnun þeirra og upplýsingum og gefa út í alls 5 bókum yfir árið sem sendar era til félaga. Bækumar hafa að geyma myndir af viðkom- andi heimilum og lýsingum á stað- háttum, aðstöðu og öllu því sem stendur til boða. Þeir sem vilja geta líka skipt á bílum, sumarhúsum eða bátum ef því er að skipta. „Það eina sem ég hafði ákveðið var að fara í Euro Disney rétt fyrir utan Paris með strákinn minn svo ég vildi vera í París eða nágrenni. Ég skrifaði 6 aðilum og fékk eitt svar frá hjónum á funmtugsaldri, verkfræðingum sem sögðust hafa viljað heimsækja ísland í mörg ár en þar væri aldrei neinn fé- lagi!“ sagði Hjördis. Verkfræðingam- ir áttu stúdíóíbúð í 19. hverfi Parísar og sögðu henni frá því að þau ættu reyndar líka einbýlishús i Arpajon, sem er lítill bær suður af París, sem hún mætti dvelja í líka. „Við skrifuð- umst á fram að brottfór og töluðum saman í síma og skiptumst á upplýs- ingum. Einnig sendum við eitthvað af bæklingum á milli en skildum þó meira eftir á heimilum okkar. Við ákváðum að skiptast á bílum líka og ég setti minn bíl í kaskó og þefrra var það einnig. Félagar erlendis hafa allar sínar eign- ir tryggðar," sagði Hjördís. Hjónin voru að sögn Hjördís- ar sérstaklega elskuleg því þau buðust til að kaupa dagpassa fýrir þau í Euro Disney með af- slætti, höfðu út- búið handhæg- ar upplýsinga- möppur með upplýsingum um lækna, lög- reglu, slökkvilið, leiðbeiningar um heimilistækin og merkt verslanir og veitingahús í nágrenninu inn á kort. Einnig gáfu þau þeim símanúmer hjá nágrönnum og frændfólki, o.fl. o.fl. Ættingjar hjónanna óku þeim svo út á flugvöll þegar að heimfor kom og tóku um leið á móti hjónun- um. Meðlimir í HomeLink eru nú 11 þúsund talsins í 25-30 löndmn víðs vegar um heiminn. Fyrir 6 þúsund króna árgjald fá félagar sendar 3 stórar bækur með myndum og upp- lýsingum af heimilunum og enn- fremur skráningu á sinni eign ef þeir vilja. Þeir sem vilja fá frekari upplýsingar geta haft samband við Hjördísi í síma 557-8303 á kvöldin eða sent til hennar símbréf 562-6576. Þetta hús beið Hjördísar en það getur komið sér vel að hafa allt til alls þegar maöur dvelur erlendis. Heimsferðir kynna glæsilega ferðaáætlun í sumar og bjóða þér hagstæðustu tilboö sumarsins til Costa del Sol. Undirtektirnar hafa verið hreint ótrúlegar, í gær bókuðu 458 manns sumarferðina sína í sólina í sumar og nú bjóðum við 250 sæti með 8.000 kr. afslætti í valdar brottfarir til Costa del Sol í sumar. Bókaðu þig strax og tryggðu þér heitasta staðinn í sumar. lllsÍÍÍllll Verðdæmi miðað við hjón með 2 börn, 2-11 ára, 21. mai í 2 vikur á Minerva Jupiter hótelinu - með afmælisafslætti Miðað við 2 í stúdíóíbúð með afmælisafslætti, 21. maí. Austurstrœti 17 • Reykjavfk Símí 562 4600 • Fax 562 4601 Ótrúlegar undirtektir: 458 sæti seld í gær. Vikulegt flug í allt sumar. HEIMSFERÐIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.