Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1997, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1997, Side 5
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 5 Fréttir Halldór Blöndal ferðamálaráðherra: Ég hef alltaf verið hlynntur hvalveiðum - óttast ekki að þær skaði ferðamannaþjónustuna hér á landi „Eg er gamall hvalskurðarmaður og hef alltaf verið hlynntur því að við veiðum hvali. Við megum ekki gleyma því að hvalveiðamar, með- an þær voru reknar af myndarbrag uppi í Hvalfirði, skiluðu þjððarbú- inu miklum tekjum og mörgu fólki atvinnu. Eftir á sjáum við líka að það var skynsamlega að þeim staðið og í samræmi við það grundvallar- sjónarmið okkar íslendinga að nýta auðlindina og láta stofnana halda sér,“ sagði Halldór Blöndal sam- gönguráðherra. Halldór Blöndal er sem sam- gönguráðherra ferðamálaráðherra landsins. Það eru einmitt forráða- menn ferðamála sem óttast afleið- ingar þess fyrir ferðamannaþjón- ustu hér á landi ef hvalveiðar verða hafnar að nýju. Það eru ekki síst hvalskoðunarmenn á Húsavík, í kjördæmi Halldórs, sem óttast af- leiðingar hvalveiða fyrir þessa nýju starfsemi sína. Halldór Blöndal var spurður hvort hann óttaðist ekki að það skaðaði ferðamannaþjónustuna ef hvalveiðar yrðu hafnar að nýju. „Nei, ég óttast það ekki. Ég álít að við hljótum að horfa til þess hvem- ig við getum haft sem mest og best not af hafinu. Ég man eftir því að það kom árlega fjöldi ferðamanna upp í hvalstöð þegar ég vann við hvalskurð í Hvalfirði. Ég minnist Kaupfélagiö í Mosfellsbæ: Stóru keðjurn ar vilja leigja - segir stjórnarformaöurinn „Það hafa ýmsar sögusagnir farið á kreik eftir að stjórnandi búðarinn- ar hjá okkur sagði upp og fór til Hagkaups en ég get fullvissað fólk um að verslunin er ekki að fara á hausinn. Viðskiptin ganga vel og við höfum staðið í skilum við okkar viðskiptamenn," segir Haraldur Sig- urðsson, stjómarformaður Kaupfé- lags Kjalamesþings. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi um lokun verslunarinnar í Mosfellsbænum en Haraldur segir hann hreinlega ekki eiga við rök að styðjast. Hann staðfesti þó við DV að stóru verslunarkeðjumar hefðu sett sig í samband við félagið og vildu leigja reksturinn. Engar ákvarðanir hefðu þó verið teknar í því sambandi. -sv Framhaldsskólanemar safna fýrir Indverja DV, Akureyri: íslenskir framhaldsskólanemar munu hinn 13. mars nk. yfirgefa skólastofur sínar í því skyni að sýna jafnöldrum sínum á Indlandi samhug í verki. Nemendumir munu taka að sér ýmiss konar verk- efni og gefst fyrirtækjum og einstak- lingum kostur á að kaupa dagsverk þeirra fyrir 1997 krónur. Afrakstiu-- inn mun renna óskiptur í sjóð sem nýta á til námsuppbyggingar á Ind- landi. Þetta er í þriðja sinn sem íslensk- ir námsmenn taka þátt í verkefni sem þessu. í ár standa vonir til að hægt verði að safna um 7 milljónum króna og verða þeir fjármunir nýtt- ir til verkefnis um uppbyggingu iðn- náms meðal hinna stéttlausu í Tamil Nadu fylki í S-Indlandi. Nem- endur í 20 framhaldsskólum víðs vegcir um landið munu taka þátt í þessu verkefni. Á Akureyri verða það nemendur Menntaskólans og Verkmenntaskólans og óska þeir eftir góðri samvinnu við einstak- lings og fyrirtæki í því sambandi. -gk Frjálsar síldveiðar innan 233 þús. tonna heildarafla Skásti kostur- inn í stöðunni ■ - segir Finnbogi Jónsson í Neskaupstað „Að mínu mati voru aðeins tveir kostir, annaðhvort að úthluta var- anlegum kvóta strax, sem hefði ver- ið skynsamlegast. Fyrst ekki náðist samkomulag um það var ekki önn- ur leið en sú sem farin var, að gefa þetta frjálst nú,“ segir Finnbogi Jónsson framkvæmdastjóri Síldar- vinnslunnar á Neskaupstað i sam- tali við DV um frjálsar síldveiðar innan 233 þúsrmd tonna heildarafla- marks. Varðandi það hvort frjálsu veið- amar muni koma Austfirðingum betur en öðrum landsmönnum þar sem þeir eru nær slóðum norsk- ís- lensku sildarinnar segir Finnbogi það svo vera, því styttra sem sé á miðin, þeim mun hagkvæmari séu veiðarnar. Þannig sé mun hag- kvæmara fyrir Grindvíkinga að sækja á Reykjaneshrygginn en Austfirðinga og rækjuveiðar hafi komið Vestfirðingum og Norðlend- ingum til góða fremur en öðrum landsmönnum í gegn um árin og svo mætti lengi telja. -SÁ þess ekki að við höfum nokkru sinni orðið fyrir ónotum eða vand- lætingu þeirra,“ sagði Halldór Blön- dal. -S.dór Halldór Blöndal samgönguráðherra. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.