Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1997, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 11 Fréttir Hjón í Sandgerði eignuðust 3 börn á 10 mánuðum: Meðgangan erfiðust með tvíburana í fanginu DV, Suðurnesjum: „Erfiðust var meðgangan með yngsta drenginn og að vera með tvö börn á handleggnum. Tvíburamir voru ekki nema 10 mánaða þegar hann fæddist en það kemur mest á óvart hvað drengirnir eru gjörólik- ir, bæði í útliti og í sér,“ sagði Sal- ome Guðmundsdóttir. Hún og eigin- maður hennar, Gissur Þór Grétars- son, eignuðust þrjá drengi á sama árinu 1986. Fjölskyldan býr í Sand- gerði. „Þetta gerist þegar eiginkonan tekur svona vel á móti mér þegar ég kem af sjónurn," sagði Gissur Þór og hló. Tvíburarnir heita Albert og Veig- ar og urðu 11 ára 12. janúar en Rún- ar, sá yngsti, verður 11 ára 23. nóv- ember. Systir þeirra, Elínbjörg, verður 14 ára í júlí. Salome og Giss- ur Þór eignuðust því 4 börn á rúm- um 3 árum. „Við komum fram við drengina eins og þeir séu þríburar. Frá því þeir byrjuðu í skóla höfum við reynt að passa að einn sé ekki að læra íyrir alla. Þeir læra ekki sam- an en það koma fyrir mjög skondin atvik hjá þeim. Stundum kemur fyr- ir að þeir hafa ekkert að gera og enga aðra að leika sér við og þá er eins og þeir séu aleinir en samt þrir saman,“ sögðu hjónin. Þau eru mjög stolt af bömum sínum en með fjölg- uninni breyttust ýmis framtíðará- form þeirra. Salome, sem er ættuð frá ísafirði, vann í Landsbankanum en hætti og varð heimavinnandi húsmóðír. Hún vann heima við bókhald og launaút- reikninga en starfar nú hjá Botn- dýrarannsóknarstöðinni í Sand- gerði. Gissur Þór hefur verið á sjó frá 18 ára aldri og er nú vélstjóri á Njáli. Þegar strákamir fæddust var hann á línubát og því lítið heima. Hann segir að mesti þunginn hafl lent á eiginkonunni sem stóð sig eins og hetja ásamt Elínbjörgu. Þeg- ar Gissur Þór kom í land reyndi hann að sinna Elínbjörgu svo að hún fengi einnig athygli. Þau voru að byggja glæsilegt ein- býlishús og þurftu að fara hægar í þær framkvæmdir en ella en fjöl- skyldan býr í húsinu nú. Á meðan bömin vora lítil fengu þau góðan stuðning frá fjölskyldum sínum og vinafólki sem veitti þeim ómetan- lega hjálp. Þau þurftu á stærri bíl að halda og eru nú á sex manna bíl. -ÆMK Alma Diego, formaöur Hringsins, meö blóm sem bárust í tilefni 90 ára af- mælisins. DV-mynd Birgitta Fjölskyldan. Rúnar, sá yngsti, milli tvíburanna Alberts og Veigars, Salome, Elínbjörg og Gissur Þór. Dv-mynd æmk Kvenfélagiö Hringurinn 90 ára: Fjölskyldur langveikra barna styrktar DV, Stykkishólrui: Kvenfélagið Hringurinn í Stykk- ishólmi er 90 ára um þessar mund- ir. Félagið var stofnað til styrktar berklasjúkum og var fyrsti formað- ur þess Amdís Jónsdóttir. Síðan hafa kvenfélagskonur lagt mörgu góðu málefni lið og í tilefni afmælisins nú stofnuðu þær sér- stakan sjóð, Bamasjóðinn, til styrktar fjölskyldum langveikra bama. Tvær konur, sem unnið hafa ötult starf innan félgsins, vora heiðraðar. Maggý Lárentsínusdóttir var gerð að heiðursfélaga en hún hefur starf- að í félaginu í 55 ár og Hólmffíði Hildimundardóttur heiðursfélaga var einnig veitt sérstök viðurkenn- ing. Hún hefur starfað í kvenfélag- inu i 70 ár og er enn við störf. Alma Diego, núverandi formaður félagsins, segir verkefni síðasta árs hafa verið af ýmsum toga. Félagið keypti blóðrannsóknartæki fyrir Sjúkrahúsið i Stykkishólmi og út- búnað til sjúkraflutninga fyrir Björgunarsveitina Berserki. Einnig styrkir félagið kirkjuskólastarf í Hóiminum og hefur alla tíð séð um kaup á fermingarkyrtlum. Kvenfé- lagskonur hafa árlega fært íbúum Dvalarheimilis aldraðra og sjúk- lingum á St. Franciskusspítalanum jólagjafir og er þá lítið eitt talið af þeirra góða starfi. -BB jpiullt af Úrvalsefni: Skynfærin á ferð og flugi Jóhanna Jóhannsdóttir spjallar létt um utanferðir íslendinga og gefúr góð ráð. Endalaust flug Flugvélar með tveggja hestafla hreyfla og sólarrafhlöður fara á loft innan skamms. Geimverubær, Bandaríkjunum Við íslendingar eigum okkar Snæfellsjökul og umhverfi hans. En Bandaríkjamenn hafa komið upp geimverubæ þar sem þær sýna sig tíðast. Góðu veirumar Sumar veirur lifa á því að sálga bak- teríum sem valda veikindum í fólki. Hvernig er orðaforðinn? Prófaðu bara sjálf/ur orðaforða þinn og íslenskukunnáttu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.