Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1997, Blaðsíða 32
;tölur miðvikudaginn 26. 2.’97 Fjöldi Vinningar vinninga Vinning&upphœð 10.094.000 '• SflKt 4aþ6 FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú Sbendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 Karl Sigurbjörnsson: Mikil hvatning **■ „Ég hef vissulega fundið miklar væntingar í minn garð og ég met mikils þann vilja sem kemur fram i þessari skoðanakönnun. Ég er þakk- látur fyrir þann stuðning og vilja sem mér er sýndur en það eru kjör- menn sem kjósa biskup. Þessi skoð- anakönnun er vissulega mikil hvatning fyrir mig. Ég vil líka óska séra Auði Eir til hamingju með þtmn stuðning sem hún fær og þar eru á ferðinni skýr skilaboð til kirkjunnar um að hún þurfi að sinna betur málefnum kvenna,“ seg- ir séra Karl Sigurbjömsson. -RR Auður Eir: - Gleðst yfír samstöðu kvenna „Ég fagna því að bæði konur og karlar styðji mig. Ég gleðst yfir samstöðu kvenna sem kemur fram í þessari könnun. Ég veit samt að þessar konur fá ekki að kjósa og þess vegna hafa þær ekki áhrif nema prestastéttin, þar sem meiri- hlutinn er karlar, opni augu sín fyr- ir því að nú er komið mál til þess að áhrif kvenna njóti sín í kirkjunni og konur komi þar til að stjórna," seg- ir séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir um skoðanakönnunina. -RR Sigurður Sigurðarson: Kemur mér ekki á óvart „Þessi niðurstaða kemur mér alls ekki á óvart. Hún endurspeglar ein- faldlega það að þeir sem komast á blað hafa verið mest áberandi í fjöl- miðlum upp á síðkastið og eftir ein- hverjar vikur verða allir búnir að gleyma þessari könnun og ný komin,“ ,_^sagði sr. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, þegar við- bragða hans var leitað. -SÁ Gunnar Kristjánsson: Önnur niðurstaða meðal presta „Ég býst við að niðurstaðan yrði önnur meðal prestanna sjálfra sem kjósa biskup. Prestéu eru mjög mis- vel þekktir meðal þjóðarinnar og prestar í stóru prestakalli í Reykja- vík eru miklu þekktari meðal al- mennings en prestar í litlu presta- kalli í sveit. Staðan er því gjörólík og skoðanakönnun sem þessi vart -^marktæk," segir dr. Gunnar Krist- jánsson á Reynivöllum í Kjós.“ -SÁ L O K I Þrír í haldi: Árás og ölv- un viö akstur Fangi sem braust út úr Héraösdómi Reykjavíkur: Hefur verið á flótta undan lög- reglunni í 65 daga - tvisvar verið nærri því aö nást, segir fanginn „Ég hef tvisvar verið mjög nærri því að nást. Að öðru leyti hefur mér gengið mjög vel að dyljast. Þetta er þó mjög erfltt þar sem ég þarf oft að skipta um dvalarstaði og get ekkert leitaö eftir aðstoð án þess að eiga á hættu að verða grip- inn,“ segir 25 ára fangi, sem verið hefur á flótta undan réttvísinni í 65 daga eftir að hann braust úr gæslu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fanginn hefur hlotið dóma fyrir auðgunarbrot og til stóð að senda hann í afplánun þegar hann tók þá ákvörðun að brjóta hlekkina og fara út í frelsið. „Ég var búinn að óska eftir fresti til að ganga frá mínum mál- um áður en afplánunin byrjaði. Því var alfarið hafnað og þá ákvað ég að grípa til minna ráða,“ segir hann. Þegar DV ræddi við flóttamann- inn var hann í dulargervi og gætti þess vel að blaðamaður hefði ekki færi á að láta lögreglu vita af ferð- um sínum. Hann vildi segja sögu sína og segist hafa blekkt gæslu- mann sinn í Héraðsdómi til að fara og ná í eldspýtur fyrir sig og notað tímann á meöan til aö brjóta hurð. Hann skreið síðan í gegnum gatið og fram á gang. „Það var auðvelt að brjóta hurð- ina og greinilegt að fangar eru betri en hönnuðir þegar litið er til þessa húsnæðis. Það var ekkert mál að komast út úr húsinu eftir að ég kom fram á ganginn; ég opn- aði einfaldlega útihurðina sem var með snerli að innanverðu. Þetta er illa hannað og byggt dómshús," segir hann. Hann vildi ekki gefa DV upp þá staði sem hann hefur dvalist á eða hvar hann ætlar að dyljast á næst- unni. DV hefur staðfestingu lögreglu um að leit að manninum hafi stað- ið yfir á þriðja mánuð og standi enn. -rt Þrír menn veittust að einum í Graf- arvogi um klukkan sex í morgun og sköðuðu hann lítillega. Þeir komust undan á bíl en lögreglan kom að þeim þar sem þeir höfðu ekið út af á Vest- urlandsveginum við RALA. Mennirn- ir voru allir ölvaðir en ekki er vitað hver þeirra ók, þeir vísa hver á ann- an. ATLir eru þvi grunaðir um ölvun við akstur og var verið að taka úr þeim blóð um sjöleytið í morgun. Þeir verða í geymslunum þar til þeir verða viðræðuhæfir. -sv Stal vörubíl: „Vímuruglferð" Einn af betri kunningjum lögregl- unnar í Reykjavík var á ferð í Borg- arnesi á dögunum. Þar skildi hann eftir bil sem hann hafði stolið i Reykjavik, braust inn í og gerði til- raun tO þess að stela einum vörubO í bænum og tókst síðan að stela öðr- um. Honum ók hann í Grundarfjörð þar sem bOlinn fannst óskemmdur í gær. „Vímuruglferð" var eina skýr- ingin sem lögreglan hafði á ferðum mannsins og sagði ferO hans það skrautlegan að litlu máli skipti hvað hann segði eða gerði. -sv )ÍJ M?W Donald Hanes heimsótti skrifstofu forseta Islands í gær í því skyni aö freista þess að fá að dvelja áfram hér á landi. Hann og Connie Jean, kona hans, hafa engu að síður samið um að yfirgefa landið eigi síðar en á laugardag. Ólafur Ragnar Grímsson var ekki við á skrifstofu sinni í gær. DV-mynd BG Kjarasamningarnir: Reynir á það um helg- ina hvort samið verð- ur án verkfalla - segir Þórarinn V. Þórarinsson „Eg met stöðuna þannig að það reyni á það nú um helgina hvort samningar takast án verkfalla. Það liggja orðið öU spil á borðinu. Það er komið samkomulag um bónusinn. í dag tökum við fyrir aðra þætti sem snúa að því að færa aðrar greiðslur inn í taxtana. Ég sé því ekki betur en að það reyni mikið á um kom- andi helgi,“ sagði Þórarinn V. Þór- arinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, í morgun. Hann segir ástæðu tO að óttast verkföU því eins og málin standa núna, með hótunum um verkfaU úr öUum áttum, geti aUt eins farið svo að yfir komi verkfaUsskriða í mars. Þórarinn var spurður um þann liðinn í samningunum sem aUt snýst nú um, launaliðinn, hvort þar standi jám í jám: „Það dettur engum manni í vest- rænu lýðræðisríki það í hug í dag að hægt sé að hækka almennt kaup í landinu meira en 3-4 prósent í einni svipan. Við ætlum ekki að standa fyrir því að setja óðaverð- bólguna aftur af stað með öUum þeim ósköpum sem henni fylgja," sagði Þórarinn V. Þórarinsson. Rafiðnaðarsambandið hefur nú horfið frá kröfunni um krónutölu- hækkun og setur fram kröfu um 6 tU 7 prósenta launahækkun á ári á samningstímabilinu. Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar, var spurður hvernig honum litist á þessa breytingu en Dagsbrún fer fram á krónutöluhækkun: „í sjálfu sér hef ég aldrei verið á móti því að nota prósentur í stað krónutölu varðandi launahækkanir. Ég hef ekki haft ofurtrú á krónu- töluhækkunum. Ég sé ekki að það sé mikO kjarabót að draga aUa nið- ur á lægsta kjarastig. Ég er því ekk- ert hissa á þessu," sagði HaUdór Björnsson. Þess má geta að klukkan 13.00 í dag verður mikUvægur félagsfund- ur hjá Dagsbrún vegna samninga- málanna. -S.dór Veðrið á morgun: Hvöss norðanátt Á morgun verður vindur smám saman að snúa sér úr sunnanátt í hvassa norðanátt með snjókomu, fyrst á Vest- fjörðum. Síðdegis má búast við norðanátt og frosti um aUt land, með snjókomu norðanlands en úrkomulítið verður syðra. Veöriö í dag er á bls. 36

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.