Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 1997 Fréttir Höfuðkúpu- og nefbrotinn eftir líkamsárás: Létu höggin dynja á höfðinu á mér „Ég var aö hjálpa vini mínum í burtu eftir slagsmál þegar maður réðst á mig og kýldi mig svo fast í höfuðið að ég steinlá á götunni. Þá komu tveir i viðbót og létu höggin dynja á höfðinu á mér þar sem ég lá ósjálfbjarga. Ég rotaðist og fékk heilahristing og ég mundi ekki eftir neinu fyrr en ég rankaði við mér á sjúkrahúsi i Reykjavík," segir Karl Filip, 17 ára Keflvíkingur, fómar- lamb hrottalegrar líkamsárásar í Kópavogi aðfaranótt föstudagsins sl. Karl höfuðkúpu- og nefbrotnaði og er allur marinn og blár i andliti og víðar á likamanum eftir árásina. Hann útskrifaöist af Sjúkrahúsi Reykjavíkur á sunnudagskvöld og var á heimili sinu í gær þegar DV ræddi við hann. Karl fór ásamt þremur vinum sín- um í samkvæmi í heimahúsi í Kópa- vogi. Hann segist hafa smakkað áfengi en ekki mikið. Skyndilega brutust út slagsmál milli ungmenna í samkvæminu og lauk þeim með þessari hrottalegu árás á Karl. Hann lá eftir meðvitundarlaus í göt- - segir Karl Filip, 17 ára Keflvíkingur unni en vinur hans hjálpaði honum Sjúkrahús Suðurnesja og síðan var upp í bil og keyrði hann heim til hann fluttur með sjúkrabíl á Sjúkra- Keflavíkur. Þaðan lá leiðin á hús Reykjavíkur. Karl Filip, 17 ára Keffvíkingur, höfuökúpubrotnaöi í árás. DV-mynd ÆMK „Mér líður alveg hroðalega illa og hefur aldrei liðið eins illa á ævinni. Mér brá mikið þegar ég leit í spegil og sá hversu illa farinn ég var í and- litinu. Við vorum saklausir menn úti á lífinu og ætluðum bara að skemmta okkur,“ segir Karl. Fékk áfall „Ég tel að drengurinn minn hafi verið heppinn að sleppa lifandi frá þesari árás. Eitt högg í viðbót hefði getað valdið enn meiri skaða. Þegar ég ffétti hvað hafði komið fyrir fékk ég áfall og er búin að vera í sjokki síðan. Hann ældi miklu blóði og fót hans voru blóðug og illa farin,“ seg- ir Hafdís Karlsdóttir, móðir Karls Filips. „Við höfum yfirheyrt bæði vitni og grunaða og erum að púsla atrið- um saman. Það hefur enginn verið handtekinn vegna málsins en það er í rannsókn," segir Amar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá RLR, aðspurður um rannsókn málsins. -ÆMK/RR Björk tók á móti tónlistarverðlaunum Norðurlandaráðs í gær: Fædd á íslandi með tvær hendur og munn DV, Ósló: „Ég fæddist á íslandi með tvær hendur, einn munn, tvo fætur og hár á höfðinu. Ég get ekki afheitaö uppruna minum þótt ég vildi,“ sagði Björk Guðmundsdóttir sem fyrir nokkru fékk tónlistarverðlaun Noröurlandaráðs. Þaö vefst fyrir mörgum af hverju hún fær þessi verðlaun þrátt fyrir að list hennar geti tæpast talist norræn. En þetta vefst ekki fyrir Björk frekar en út- hlutunamefhdinni norrænu. Björk bætir strax við skýringunni að öll list sé orðin alþjóðleg. Fólk í Perú og Tokyo hlusti á sömu tónlist- ina og fólk í Ósló og Reykjavík. „Mín tónlist er inni í mér og ég læt hana koma út en hvort hún er ís- lensk eða norræn eða eitthvað ann- að veit ég ekki. Þetta er bara min tónlist og ég er íslensk," segir Björk. „Sjáðu hárið,“ skaut sómakær sænskur blaðamaður að tíðinda- manni DV þegar íslenska söng- drottningin kom inn í ráðhús Óslóar í gær þar sem verölaunin vom af- hent. Það fer aldrei á miili mála að Björk er Björk. Hárið var svart að vanda, strítt og olíuborið. Við það hafði hún ótrúlega grænan kjól og rauðar varir - kona með stíl. Koma Bjarkar til Óslóar hefur vakið verulega athygli í borginni. Björk er stjarna sem alltaf kemur á óvart. Hún vekur forvitni um leið og hún hneykslar með djarfmannlegri framkomu og söng sem hún á ein. Björk hélt blaðamannafund í gær áður en hún tók á móti tónlistar- verðlaununum. Hún talaði ensku og kom heimamönnum á óvart í því sem öðra. Fólk sem vant er skandin- avískum vísnasöng skilur ekki að næst á eftir íslensku nota íslending- ar ensku. Islensk menning er lítið skyld þeirri skandinavísku og ís- lendingar veigra sér við að tala dönsku í útlöndum. „Enginn veit lengur hvaðan öll þessi tónlist er upprunnin. Hluti hennar er enskur en ég skrifa alltaf íslensku. Ég er frá íslandi og hef því meiri þörf fýrir islenskuna eftir því sem áhrif enskunnar í heiminum verða meiri. Það sem mestu máli skiptir er að vita hver maður er,“ svaraði Björk spumingum um málið. Gærdaginn notaði Björk til að æfa fyrir kvöldið og afhendingu verðlaunanna. Hún hafði með sér kvartett frá Lundúnum og gestir á samkomunni fengu að heyra öðra- vísi tóna en áður hefur verið boðið upp á í 32 ára sögu tónlistarverð- launanna. Björk flutti tvö lög með kvartettinum. Björk er þriðji íslendingurinn sem fær verðlaunin. Áður hafa þeir Atli Heimir Sveinsson og Hafliði Hallgrímsson orðið þessa heiðurs aðnjótandi. Þeir era báðir fulltrúar klassískrar tónlistar á íslandi en nú var röðin komin að Björk og rokk- inu. -GK Loðnuafli nalgast milljon tonn DV, Akureyri: Samkvæmt upplýsingum Sam- taka fiskvinnslustöðva nam loðnuaflinn á vertíðinni 912 þús- und tonnum í gærmorgun en um helgina var landað alls um 41 þúsund tonnum í höfnum frá Akranesi austur um til Siglu- fjarðar. Samkvæmt þessum tölum var ekki eftir að veiða nema 365 þúsund tonn á vertíðinni miðað viö útgef- inn kvóta sem er 1.277 þúsund tonn. Veiðisvæðið undanfama daga hefur verið allt frá Homafn-ði og vestur fyrir land og er ljóst að geysilegt magn af loðnu er á miðunum. -gk j rödd FOLKSINS 904 1600 já Býstu við verkföllum? Vel hefur veiðst af loðnu undanfarið. DV-mynd Þorsteinn Gunnar Samningur VR: Enga þýðingu fyrir aðra - segir Þórarinn V. „Samningurinn milli VR og Fé- lags ísl. stórkaupmanna hefur enga þýðingu af né á fyrir kjara- samningana í heUd,“ segir Þórar- inn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ. Ákvæðið um 70 þúsund króna lágmarkslaun sé merking- arlaust vegna þess að fyrir liggur að allir starfsmenn heUdsala eru með hærri laun en 70 þúsund krónur. Launahækkanaþáttur samn- ingsins segir Þórarinn að sé að vísu nokkuð fyrirferðarmikill, en taki greinUega mið af því að starfsfólk í heildsölugreininni taki almennt laun langt ofan við kauptaxta og launin því ekki sam- bærUeg við laun í greinum þar sem greitt er í samræmi við taxta. „Sjálfsagt eru stórkaupmenn að skrifa inn það sem þeir ætla að verði launaþróunin hjá sér. Það er áhyggjuminna að semja um laun í grein eins og heUdsölunni heldur en þar sem menn þurfa að bera launaþróunina sjálfir, eins og í fyrirtækjum sem era að selja á erlenda maikaði. Ef við semjum um of há laun þá birtist það með tvennum hætti; annars vegar þannig að þær greinar sem geta hrundið af sér launahækkununum gera það og verðbólga eykst. Þær greinar sem ekki geta það dragast saman og störfum fækkai-, þannig að samn- ingar heildsala hafa enga þýð- ingu,“ sagði Þórarinn. -SÁ Svínakjöt á útsölu Útsala á nýju og fersku svínakjöti hófst í verslunum i morgún. Að sögn Júlíusar Jónssonar hjá Nóatúnsbúð- unum nemur verðlækkun í smásölu um 30% og jafnvel meira á einstökum hlutrnn svínsins. Júlíus bjóst ekki við verðstríði milli verslana eins og gerð- ist í júli í fyrra, til þess væri magnið of lítið, en ljóst væri að verslanir færu í einhverja samkeppni um verð. Hann taldi að búið yrði að selja þess- ar birgðir um komandi helgi. „Það hefur sýnt sig að neytendur taka vel við sér þegar svona verð- lækkun verður á svínakjöti, enda hefur sala á svínakjöti aukist á hverju ári. Til viðbótar við lækkun frá framleiðendum munum við einnig lækka smásöluálagninguna,“ segir Július. I samtali viö Kristin Gylfa Jóns- son þjá Svínaræktarfélagi Islands kom frarn að það verða seld um 60-80 tonn á þessari útsölu. Mark- miðið sé að útsalan nái til verslana um allt land. -jahj Stuttar fréttir Engin mjólk Formenn sjö verkalýðsfélaga segja að það verði ekki liðið að mjólkurstöðvar á þeirra svæð- um reyni að draga úr áhrifum boðaðs verkfalls Dagsbrúnar hjá MS með því að afgreiða mjólk- urvörur til reykvískra verslana. Spilliefnagjald Heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð um spilliefnagjald og hefst innheimta þess 15. mars. Vilja hlut í járnblendinu Innlendir fjárfestar hafa áhuga á að kaupa hlut í íslenska jámblendi- félaginu. Iðnaðarráðherra segir að treysta þurfi íslenska hagsmuni í félaginu. RÚV sagði frá. Kvótinn virkar Úthlutun aflaheimilda á skip er skUvirk leið til að stjórna fiskveiðum að því er kemur fram í skýrslu um fiskveiðar frá OECD. Sóknartakmarkanir eru sagðar leiða tU aukins kostnaðar við veiðar. RÚV sagði frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.