Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 1997 Fréttir Skoðanakönnun DV á viðhorfi til álvera á Grundartanga og Keilisnesi: Yfirgnæfandi meirihluti fylgjandi álverunum - 66 prósent með Grundartanga og 74 prósent með Keilisnesi Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda er fylgjandi því aö álver verði reist á Grundartanga og Keilisnesi. Karl- ar vilja mun frekar álverin en kon- ur en andstaðan almennt er meiri á höfuðborgarsvæðinu en á lands- byggðinni. Þetta eru helstu niður- stöður skoðanakönnunar DV sem gerð var i síðustu viku af markaðs- deild Frjálsrar fjölmiðlunar hf. Úrtakið í könnuninni var 1200 manns. Jafnt var skipt á milli höf- uðborgarsvæðisins og landsbyggð- arinnar sem og á milli kynja. Eftir- farandi tvær spumingar voru lagð- ar fyrir þátttakendur: „Ertu fylgj- andi eða andvígur álveri á Grundar- tanga í Hvalfirði?“ og „Ertu fylgj- andi eða andvígur álveri á Keilis- nesi á Reykjanesi?" Skekkjumörk í könnun sem þessari eru tvö til þrjú prósentustig. Sé tekið mið af svörum allra í fyrri spurningunni sögðust 57,1 pró- sent vera fylgjandi álveri á Grund- artanga, 29,8 prósent voru því and- vig, 12,3 prósent voru óákveðin og 0,8 prósent neituðu að svara spurn- ingunni. Alls tóku því 86,9 prósent afstöðu í málinu. Ef aðeins eru teknir þeir sem af- stöðu tóku voru 65,7 prósent fylgj- andi fyrirhuguðu álveri Columbia á Grundartanga og 34,3 prósent and- víg þeim áformum. Sé tekið mið af svörum allra í seinni spumingunni sögðust 64,1 prósent vera fylgjandi álveri á Keil- isnesi, sem Atlantal-hópurinn hefur áformað um nokkum tíma og gerir enn, 22,7 prósent vom því andvíg, 12,5 prósent óákveðin og 0,8 prósent vildu ekki svara spumingunni. Af- stöðu tóku því 86,8 prósent úrtaks- ins. Andstaða meiri á suðvestur- horninu Af þeim sem afstöðu tóku sögðust 73,9 prósent vera fylgjandi álveri á Keilisnesi og andvígir voru 26,1 pró- sent. Miðað við búsetu kjósenda virð- ast niðurstöðumar vera mjög svip- aðar i báðum spurningunum. Fylgj- endur álveranna koma frekar af landsbyggðinni en á höfuðborgar- svæðinu. Andstæðingar eru hins vegar álíka margir á hvorum stað. Mismunandi afstaða kynj- anna Kynin hafa mismunandi afstöðu til fyrirhugaðra stóriðjufram- kvæmdanna eins og sjá má á með- fylgjandi gröfum. Ríflega sex af hverjum tíu körlum eru fylgjandi ál- verinu á Grundartanga, rúm 24 pró- sent þeirra eru andvígir og tæp 10 prósent óákveðin. Tæplega helming- ur kvenna er fylgjandi Grundart- angaálverinu, 35 prósent em því andvíg og 16 prósent óákveðin eða vildu ekki svara spumingunni. Afstaða karla til álvers á Keilis- nesi er enn jákvæðari. Alls 75,7 pró- sent þeirra eru fylgjandi því álveri, 17 prósent andvíg og 7,3 prósent óá- kveðin eða neituðu að svara spum- ingunni. Hjá kvenþjóðinni em rúm 52 prósent fylgjandi, 28 prósent á móti og 19 prósent óákveðin eða gefa ekki upp afstöðu sína. -bjb Gleðileg staðfesting réttrar stefnu - hvatning til að halda áfram á sömu braut, segir Finnur Ingólfsson „Þetta er hvatning fyrir þá sem unnið hafa að undirbúningi nýrrar stóriðju að undanfórnu og ótvíræð staðfesting á stefnu þessarar og fyrri ríkisstjóma í þeim málum og hvatning til að halda áfram á þess- ari braut,“ sagði Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra í samtali við DV um niðurstöður skoðanakönnunar blaðsins á viðhorfum fólks til nýrra álvera. Finnur sagði að niðurstöður DV- könnunarinnar komi heim og sam- an við niðurstöður könnunar sem markaðsskrifstofa iðnaðarráðuneyt- isins og Landsvirkjunar lét gera ný- lega, þótt í könnun DV sé talsvert meiri stuðningur við byggingu ál- vers á Grundartanga en var í þeirri könnun. Báðar þessar kannanir undir- striki það að þjóðin vilji aö orku- auölindimar séu nýttar til atvinnu- uppbyggingar á íslandi sem byggist á því að efla hér orkufrekan iðnað og byggja hann upp með erlendum fjárfestum og nýta þannig orkuauð- lindimar. „Stóriðja er aðeins einn hluti af atvinnuuppbyggingunni og við þurfum auðvitað að ganga fram af ákveöinni varfærni í þessum efn- um, en þetta er gleðileg niðurstaða," sagöi iðnaðarráðherra. -SÁ Með og á móti álverum - niöurstaöa skoöanakönnunar DV 25. til 26. febr. 1997 - Grundartangi Keilisnes 13% í. 57" Ef abeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar: | Fylgjandi Andvígir aðeins eru teknlr þeir sem tóku afstöðu verða Óákv./sv. ekki nlðurstööumar þessar: = 4% ◄ Afstaða kynjanna til álveranna ■ Karlar □ Konur 24,7 35,5 28,3 1Q9 17 m ™ * n Fyigjandl Andvígir Óákv./sv. ekki Fylgjandi Andvíglr Óákv./sv. ekkl ggl6,3 ■ ikv./ Grundartangi ■ And Keilisnes , DV Dagfari Vitleysingarnir hjá VR Menn eru ævareiðir út í Versl- unarmannafélag Reykjavíkur. VR hefur leyft sér að semja við stór- kaupmenn. Og það sem verra er, Stórkaupmannafélagið leyfði sér að semja við VR. Nú má auðvitað halda þvi fram að varla hefðu þessi félög farið að semja um kaup og kjör nema þau væm tiltölulega sátt við þá samninga. Fólk skrifar ekki undir kjarasamninga nema það telji sig una við kauphækkanimar annars vegar og geti greitt kaup- hækkanimar hins vegar. Þá má heldur ekki gleyma því að stór- kaupmenn fullyrða að þessir samn- ingar séu i samræmi við yfirlýsing- ar forsætisráðherra um aukinn kaupmátt og samninga innan ramma þeirrar verðbólguþróunar sem ráðherrann hefur markað slík- um samningum. En ráðherrann er ekki ánægður. Hann segir að samningamir séu á ystu mörkum og hefur sennilega gert ráð fyrir að menn væm ekki svo vitlausir að fara eftir orðum hans og taka mark á honum og semja út á ystu nöf. En það er ekki aðeins forsætisráðherra sem hefur gagnrýnt VR og stórkaupmenn. Vinnuveitendasambandið skamm- ast og Alþýðusambandið skammast og menn eru svo reiðir að þeir geta varla sagt orð. Þessi reiði á sinar skýringar í því að bæði VSÍ og ASÍ vita best og vita ein hvernig á að semja. Kjarasamningaviðræður fara þannig fram að menn semja ekki strax og skrifa ekki undir neitt fyrr en allt er komið í óefni. Nú er einmitt að líða að þeirri stóru stund aö verkföll eru yfirvof- andi og verkalýðsforingjar og vinnuveitendaforystumenn hafa komið í fjölmiðla mörgum sinnum á dag til að lýsa áhyggjum sínum mörgum sinnum á dag og allt er þetta liður í að gera þjóðinni grein fyrir því að samningar eru erfiðir og samningsaðilar leggja sig fram og menn eru báðum megin borðs- ins uppteknir við að hugsa um sína skjólstæðinga og semja fyrir þá. Þetta eru hinar hefðbundnu aðferð- ir við að ná samningum og þess vegna er það hreinn dónaskapur og ögrun við samningsfrelsið að tvö félög, VR og stórkaupmenn, taki sig til í miðjum klíðum og semji án þess að nokkur maður hafi tjáð sig um það áður, að samningar væru erfiðir eða að samningar væru á næsta leyti. Þessi skerðing á samn- ingsfrelsinu er misnotkun á samn- ingafrelsinu og ögrun við þá menn í karphúsinu sem bera ábyrgð á samningum og marka stefnuna í samningamálum sem öðrum kem- ur ekki við. Þetta á Magnús L Sveinsson og þeir hjá VR að vita, hvað þá stór- kaupmenn sem hafa alla tíð verið þægir og þýðir félagar innan VSÍ og eru nú að setja sig á háan hest, með því að þykjast geta samið fyr- ir sjálfan sig. Eins og einhver geti samið fyrir sjálfan sig! Það hefur aldrei gengið. Enda er það óðs manns æði hjá VR að semja um launahækkanir sem kynda elda verðbólgunnar og þeir semja um lágmarkslaun sem er ekkert að marka því lágmarkslaun í heildsöl- unni eru ekki til og þar er nánast enginn sem vinnur eftir taxta og hvað er þá fólkið aö semja um? Nei, þetta eru vitlausir samningar hjá VR og stórkaupmönnum og þeir eru allt of lágir miðað við það sem aðrir geta fengið og þeir eru éillt of háir miðað við verðbólgu- mörkin og þeir eru allt of snemma á ferðinni vegna þess að þeir eru ekki fordæmisgefandi. Nema þá ef þeir verða fordæmisgefandi, þá er það vegna þess að þeir koma í veg fyrir að aðrir geti samið hærra. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.