Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Blaðsíða 6
-r- ÞRIDJUDAGUR 4. MARS 1997 Fréttir Veldi Jóhanns A. Jónssonar og Hængsmanna á Þórshöfn umdeilt: Líkt við einveldi þar sem oddvitinn er einræðisherra - græddu 250 milljónir á hlutabréfum í HÞ - 20 hús á staðnum til sölu Miklar deilur og ósætti hafa staðið yfir í hálft annað ár á Þórs- höfn á Langanesi. Ástæðan er að margir Þórshafnarbúar eru búnir að fá nóg af ægivaldi Jóhanns A. Jónssonar sem er bæði oddviti hreppsins og framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar sem er langstærsta atvinnufyrirtækið í bænum. Jóhann og fleiri háttsettir menn í HÞ hafa sankað að sér hlutabréf- um í fyrirtækinu. Þeir stofnuðu einkahlutafélagið Hæng ehf. í febr- úar 1995 og félagið á nú þegar fjórð- ung hlutafjár í HÞ en hlutabréfin voru flest keypt á nafnverði eða því sem næst. í síðustu viku sprakk meirihlut- inn í sveitarstjórn Þórshafnar- hrepps eftir ósætti um sölu 11,3% hlutabréfa sem hreppurinn á í HÞ sem er að nafnvirði rúmar 33 millj- ónir króna. Jónas Jóhannsson, einn þriggja sem setið hafa í meiri- hluta í sveitarstjórn, sagði sig úr henni en hann vildi láta auglýsa söluna þannig að hlutabréfin yrðu seld á opnum markaði til að sem mest fengist fyrir þau. Jón Gunn- þórsson, sem er í minnihluta sveit- arstjórnar, var sömu skoðunar. Meirihluti sveitarstjórnarinnar var hins vegar á því að selja þau beint til Hængs ehf. Jónas segir að þetta hafi veriö dropinn sem fyllti mælinn en mörg mál hafi verið í ólestri á Þórshöfn að undanfbrnu. „Ég er búinn að fá alveg nóg af þessu og það er svo margt sem er að hér. T.d. á nú að byggja hér íþróttahús sem er allt of stórt fyrir þetta bæjarfélag. Allavega hefur ekki verið byggt svona stórt íþróttahús í öðrum bæjarfélögum af svipaðri stærð og Þórshöfh,"'-seg- ir Jónas. Jón Gunnþórsson segir það vera mjög óeðlilegt að Jóhann skuli bæði vera oddviti, framkvæmda- stjóri HÞ og einn af eigendum Hængs. Hann geti ekki verið hlut- laus aðili í þessum efnum og því verndi hann sína hagsmuni í fyr- irtækinu óspart á kostnað hrepps- ins. „Ég er á móti því að hreppurinn sé að selja eignir sínar, eins og hlutabréfin, undir því verði sem hægt er að fá fyrir þær. Það er enginn á móti íþróttahúsi hér á Þórshöfn en mönnum finnst það einfaldlega of stórt og dýrt. Það var haldinn kynningarfundur á staðnum fyrir arkitekt sem kom fram með ýmsar athugasemdir og breytingartillögur en honum var meinað að gera það. Það verður að öllum líkindum lögð fram van- trauststillaga á sveitarstjórnina í Fréttaljós Róliert Róbertsson Hraöfrystistöðin á Þórshöfn er langstærsta atvinnufyrirtækið í bænum. Jóhann A. Jónsson og Hængsmenn hafa sankaö aö sér hlutabréfum í fyrirtækinu undanfariö eitt og hálft ár. viðskiptum með hlutabréf, þ.e. menn nýti sér í hagnaðarskyni upplýsingar sem þeir hafa aögang að vegna stöðu sinnar. Gróðinn um 250 miiljónir Staðan er nú sú að Hængur ehf. á fjórðung hlutafjár í HÞ. Jóhann og tveir bræður hans eiga um 10% og því er alls rúmlega þriðjungur hlutafjár í fyrirtækinu þeirra. Þórshafnarhreppur er stærsti ein- staki hluthaflnn með um 34% en þar sem Jóhann er líka oddviti hef- ur hann ítök í um 70% hlutafjár eða ríflega tvöfóldum meirihluta. Allt stefnir nú í að Hængur kaupi þau 11,3% sem hreppurinn ætlar að selja og þá aukast ítökin enn frekar. Miðað við gengi hlutabréfanna á markaði að undanförnu er verð- mæti þeirra sex til átta sinnum meira en Jóhann og Hængsmenn borguðu fyrir þau. Hreinn ávinn- ingur þeirra af fjórðungi hlutafjár í HÞ er rúmlega 210 milljónir króna. Við það bætist hagnaður- inn sem Jóhann, bræður hans og félagar eiga og hafa keypt sjálfir. Þeir eiga um 10% sem er rúmlega vikunni," segir Jón sem er í minnihluta hreppsnefndar. Innherjaviöskipti Eigendur Hængs, sem eru fimm talsins, eru allir í stjórnunarstöð- um hjá HÞ. Tap var á rekstri Hrað- frystistöðvarinnar árin 1991 og 1992 en 23 milljóna króna hagnaður varð 1993 og enn meiri árið 1994 eða um 34 milh'ónir. Hængsmenn eru sagðir hafa séð að hagnaðurinn stefndi í að verða enn meiri af rekstri fyrirtækisins 1995. Þeir hafi því byrjað fljótlega að kaupa hluta- bréf í HÞ og keyptu af Þróunarsjóði og ýmsum einstaklingum. Sam- kvæmt heimildum DV voru hluta- bréfin yfirleitt keypt á nafnverði sem þá var á genginu 1,05. Sem yfirmenn hjá HÞ hljóta þeir að hafa vitað að til stóð að tvöfalda hlutabréfin með útgáfu jöfnunar- bréfa. Tveir hagfræðingar sem DV Jóhann A. Jónsson er oddviti og framkvæmdastjóri Hraöfrystistööv- arinnar. vold hans eru mikil á Þórs- höfn og honum er líkt viö einraeðis- herra þar. ræddi við kölluðu þetta týpísk inn- herjaviðskipti. Víða erlendis liggja hörð viðurlög við svona innherja- 30 milljónir að nafhvirði. Varlega áætlað má því búast við að gróði Jóhanns, bræðra hans og félaga sé allavega um 250 milljónir króna. Ægivald Jóhanns Sumir Þórshafnarbúar telja sig hafa farið illa út úr viðskiptum við Jóhann og Hængsmenn og þeir eru einnig til sem segja að Jðhann beiti ægivaldi til að koma sínu fram. Ráöa öllu á staönum „Jóhann oddviti og Hængsmenn ráða öllu hér á Þórshöfn og það má líkja þessu við einveldi og oddvita við einræðisherrann. Hængsmenn vissu alveg að hlutabréfin í HÞ mundu hækka og þess vegna reyndu þeir að kaupa öll hlutabréf sem þeir gátu keypt í fyrirtækinu og gerðu það. Einn Hængsmaður, bróðir Jóhanns, elti mig heilt sum- ar til að reyna að kaupa af mér hlutabréf sem ég átti í HÞ. Ég neit- aði að selja honum þau en seldi þau síðan á opnum markaði. Það eru margir hér búnir að fá alveg nóg af þessu og hafa flúið í burtu. Það eru 20 hús hér til sölu og ef svo heldur fram sem horfir þá verða engir eftir hér nema kannski útlendingarnir sem fá vinnu hjá HÞ," segir Óli Þorsteins- son, útgerðarmaður á Þórshöfn. Ekkert óeölilegt Jóhann A. Jónsson segir sjálfur að ekkert sé óeðlilegt við að Hæng- ur kaupi þessi 11,3% af hlutafénu sem hreppurinn ætlar að selja. Jó- hann segir aö fleiri hafi staðið til boða að vera með í Hæng en þeir ekki viljað það. Óánægjuna telur Jóhann vera m.a. öfund þeirra sem selt hafi sín hlutabréf eða ekki vilj- að vera með í kaupunum og þeir séu því að vonum sárir nú. „Hreppurinn er að reyna að fjár- magna byggingu íþróttahúss og lækka skuldir og meirihlutinn er hlynntur því. Það er ástæðan fyrir því að hreppurinn er að selja þetta hlutafé sitt í HÞ. Ég veit ekki betur en meirihluti sveitarstjórnar sé líka hlynntur áætlaðri stærð Iþróttahússins. Við sem höfum byggt upp HÞ tókum mikla áhættu. Við höfum alltaf haft háleit mark- mið og trú á því sem við erum að gera. Það er hins vegar ekki hægt að segja um alla hér á Þórshöfn. Við hjá HÞ erum að reyna að rífa atvinnulífið upp hér á staðnum og það gengur ágætlega. Mér finnst hins vegar mjög slæmt að finna þessar óánægjuraddir hjá ýmsum í bænum og það er greinilegt að þeir geta ekki glaðst yfir því þegar vel gengur," segir Jóhann. Kjaramálaályktun búnaöarþings: Kraf ist opinbers stuðn- ings og tollverndar „Búnaðarþing krefst þess að heildarstuðningur hins opinbera við landbúnaðinn lækki ekki enn frekar. Gera verður þá kröfu að stuðningurinn sé ekki lakari en ger- ist í nágranna- og samkeppnislönd- unum að teknu tilliti til legu lands- ins," segir í kjaramálaályktun sem samþykkt var á nýafstöðnu búnað- arþingi. í kjaramálaályktuninni segir að með þjóðarsáttarsamningunum árið 1990 og með afnámi útflurningsbóta og framleiðnikröfu í búvörusamn- ingi 1991 hafi landbúnaðurinn tekið á sig meiri tekjuskerðingu en aðrar atvinnugreinar og á meðan aðrir þjóðfélagshópar hafi fengið kjara- bætur hafi tekjur bænda lækkað og þeir gengið á eignir sínar. Búnaðarþing krefst þess að land- búnaðurinn njóti tollverndar þannig að frekari innflutningur búvara ógni ekki starfsskilyrðum greinar- innar. Það krefst þess einnig að op- inberar álögur á landbúnaðinn verði lækkaðar og ekki lagðar á nýjar. Meðal annarra krafna í kjara- málaályktun búnaðarþings er sú að áfram verði hagrætt hjá afurða- stöðvum, m.a. með samvinnu og samruna, með það að markmiði að vinnslukostnaður verði ekki hærri hér en í nágrannalöndunum og framleiðendur fái sanngjarnan hlut í ávinningnum. Þá er minnt á nauð- syn þess að framleiðendur standi saman að markaðssetningu afurð- anna. -SÁ Veggsport við Gullinbrú: Vill makaskipti við borgina „Það sem þeir voru að velta fyrir sér var hvort borgin hefði áhuga á makaskiprum á eignum. Þeir fengju ónýttar íbúðir sem borgin á við Aðalstræti og borg- in tæki skvasshúsið," segir Pét- ur Jónsson, borgarfulltrúi Al- þýðuflokksins, um það að eig- endur Veggsports hafi boðið borginni þessi makaskipti. Hann lagði þau til í borgarráði fyrir skömmu. Að sögn Péturs hefur þetta mál lítillega verið rætt en honum sýn- ist vera lítill áhugi fyrir þessum skiptum í borgarráöi. Hann seg- ist hafa séð fyrir sér að borgin losnaði við eignir sem ekki eru í notkun og fengi þess í stað hús- næði sem væri fullnotað. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.