Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 1997 7 Fréttir Könnun meðal fyrirtækja á Akureyri: Um fjórðungur fýrirtækja er í óhentugu húsnæði DV, Akureyri: Tæplega fjórðungur fyrirtækja á Akureyri, eða 24,4%, er í óhentugu húsnæði, samkvæmt könnun á rekstrarumhverfi fyrirtækja sem unnin var af nemendum á öðru ári í rekstrarfræði við Háskólann á Ak- ureyri. Könmmin var unnin fyrir Atvinnumálaskrifstofu bæjarins. Alls var leitað svara hjá 224 fyrir- tækjum í hænum en svör bárust frá 161 þeirra. Markmiðið með könnun- inni var að nálgast ýmsar upplýs- ingar um atvinnulífið, viöhorf stiómenda til ýmissa mála og til að vera hagnýtt kennsluefhi við Há- skólann á Akureyri. Samkvæmt könnuninni hefur um þriðjungur fyrirtækjanna sem svör- uðu hug á breytingum í húsnæðis- málum sinum og þar af sjá 88% stjórnenda þeirra fyrir sér stækkun á húsnæði. Aukin húsnæðisþörf er sögð í 65% tiifella stafa af aukinni sölu eða þjónustu og í 16% tilfelfa vegna nýrrar framleiðslu. í svörum fyrirtækjanna kom fram að um 74% þeirra telja þörf á endur- menntun starfsmanna sinna og langflest þeirra, eða 92%, eru tilbú- in að greiða fyrir þá endurmenntun. Einnig var spurt um á hvaða hátt svarendur teldu að bæjaryfirvöld gætu best stuðlað að uppbyggingu at- vinnulífs og góðu rekstrarumhverfi. Flestir nefndu lækkun opinberra gjalda, lækkun veitugjalda, bærinn hefði áhættufjármagn til nýsköpunar og tilraunastarfsemi og að Akureyr- arbær ræki ekki starfsemi í sam- keppni við fyrirtæki í bænum. -gk — Nokkur töf varð á umferö á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar eftir aö nokkur kör, full af loðnu, féllu af flutningabíl þar á sunnudag. Vinnuvél var fengin á vettvang til aö hreinsa loðnuna af götunni. DV-mynd S Fyrirtæki á Akureyri Nei 24% Er núverandi húsnæði hentugt? 76% Já Já 32% 68% Nei Eru væntingar um breytingar á húsnæðisþörf hvað varðar stærð? Minni þörf Eru væntingar um aukna eða minni húsnæðisþörf? Hvers vegna er aukin húsnæðisþörf? lllÉfiJISlí: Vegna aukinnar sölu/þjónustu 65% 16% Aukin þörf Vegna væntinga um nýja framleiðslu Annaö Kópavogur: Þrír piltar teknir Þrír piltar voru handteknir i Kópavogi á laugardagskvöld. Piltamir voru staðnir að verki þar sem þeir voru að stela hjól- börðum undan bílum í Smiðju- hverfi. Piltunum var sleppt að loknum yfirheyrslum hjá lög- reglu. -RR Enginn norskur fiskur: Ástæðan léleg afla- brögð en ekki mótmæli DV, Akureyri: „Þetta mál hefur því miður ekki gengið eins og við höfðum vonast til. Við erum svo óheppnir að tíð- arfar á norskum fiskimiðum hefur verið mjög slæmt og aflabrögð óvenjulega léleg þannig að við höf- um ekki fengið þann fisk sem við ætluðum að fá, segir Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Út- gerðarfélags Akureyringa hf. Útgerðarfélagið leigði norskt flutningaskip til að flytja ferskfisk frá Vesterolen til vinnslu á Akur- eyri. Skipið kom til Vesterolen 18. febrúar og hefur legið þar síðcm. Enginn fiskur hefur fengist keyptrn- vegna þess hversu léleg aflabrögð hafa verið og útlitið er ekki of gott. „Veiðar Norðmannanna eru 30% af því sem þær voru í fyrra þrátt fyrir aukinn kvóta og ástandið er þannig að veiðarnar hafa verið gefnar frjálsar. þetta er ástand sem enginn átti von á þegar við fórum af stað og batni það ekki í næstu viku neyð- umst við að öllum líkindum til að gefa þetta frá okkur,“ segir Guð- brandur. Hann segir að mótmæli, sem höfð voru uppi í Noregi gegn því að Út- gerðarfélagið fengi keyptan flsk þaðan til vinnslu á íslandi, hafi ekki haft neitt með þróun málsins að gera, ástæðan sé einungis sú að nægur fiskur hefur ekki borist á land. Útgerðarfélagið réði um 20 manns í 15 stöðugildum í frystihús sitt á Akureyri vegna þessara hráefhis- kaupa frá Noregi. Guðbrandur segir að mál hafi sem betur fer þróast þannig hér heima að næg verkefni hafi verið í frystihúsinu og ekki séu nein áform uppi um að segja þessu fólki upp störfum. -gk HBALENO ÖRUGGUR • LIPUR • TRAUSTUR • FRÁBÆR f AKSTRI HANN VINNUR HUG ÞINN OG HJARTA BALENO WAGON 4 BALENO WAGON 2 3-dvra BALENO kr 4WD 580 000 kr 2WD 450 000 kr 140 000 Prufukeyrðu Suzuki í dag. Taktu nokkrar beygjur, finndu þœgilegan gír. Mjúkur og léttur - eins og akstur á at SÍIZUKt AFLOC, ÖKVGGf vera. SUZUKI BÍLAR HF SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sfmi 431 28 00.Akureyri: BSA hf. Laufásqötu 9, simi 462 63 00. Skeifunni 17,108 Reykjavík. Egilsstaðir: Bíla og búvélasalan hf. Miðási 19, sími 471 20 11. Keflavik: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Sími 568 51 00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.