Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Blaðsíða 8
ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 1997 Stuttar fréttir Utlönd Nýr í forsæti Forsætisráðherra Suður- Kóreu hefur skipað nýjan for- sætisrátðherra landsins sem sagður er vera stálheiðarlegur. Geimflaug á loft Rússar skutu í morgun á loft fyrstu geimflauginni frá nýjum skotstöðvum í austasta hluta Rússlands. Gerði ekkert rangt Al Gore, varaforseti Banda- ríkjanna, sagði i gær að hann væri stoltur af hlutverki sinu i að safna fé í kosninga- sjðði Clintons forseta og ít- rekaði að hann heföi ekki brotið nein lög í því sambandi. Hjálpin kemur Sveitir viðgerðar- og hjálp- arsveitamanna streymdu til Arkansasrlkis í Bandaríkjunum í gær til að aðstoða íbúa við upp- bygginguna eftir að hvirfilbyljir gerðu mikinn usla þar um helg- ina og urðu 25 manns að bana. Til í hörku Leiðtogar Evrópusambands- ins segjast reiðubúnir að grípa til frekari hertra aðgerða í fjár- lagamálum til að tryggja að fleiri lönd uppfylli skilyröi sam- eiginlegs myntbandalags. Svipti sig lífi Sjötug kona í Ástralía hefur tekið eigið líf, í samræmi við umdeild lög sem gilda í nyrsta héraði Ástralíu. Hún var fjórða manneskjan til að nýta sér heimildina til liknardráps. Fjölþjóðaliö í Saír Kofi Annan, aðalfram- kvæmda- srjóri Sam- einuðu þjóð- anná, sagði í gæt að hann teldi að fjöl- þjóðlegt her- lið gæti orðið að liði við að lina þjáningar flóttamanna í Saír. Japan skelfur Hundruð minni háttar jarð- skjálftar skóku enn land í orlofs- bæ suður af Tokyo, höfuðborg Japans, í morgun. Minni háttar skemmdir urðu og umferð járn- brauta stöðvaðist um tíma. 136 látnir Að minnsta kosti 136 manns týndu lífi í versta járnbrautar- slysi Pakistans í gær þegar stjórnlaus lest fór út af sporinu. Við sprengdum Útlægur talsmaöur uighur- þjóðernissinna í vesturhluta Kína sagði í gær að hópur sinn hefði staðið fyrir sprengjutil- ræði í strætisvagni í gær í hefndarskyni fyrir aðgerðir stjórnvalda gegn hópi múslíma. Ræðst á herstjórnina Aung San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðis- sinna í Burma, veitt- ist harkalega að herstjórn landsins í gær fyrir kúgun á stjórnarand- stæðingum og hét því að halda baráttunni fyrir lýöræði áfram. Gagnrýna Renault Frönsku bílaverksmiðjurnar Renault sættu harðri gagnrýni fyrir þá ákvörðun sína að loka verksmiðju sinni nærri Brussel og þúsundir verkamanna efndu til mótmæla. Reuter Bandaríkin harma setningu neyðarlaga í Albaníu: Albaníustjórn hótar að skjóta mótmælendur Bandarísk srjórnvöld sögðu í gær að þau hörmuðu mjög að Albaníu- srjórn skyldi grípa til neyðarlaga til að kveða niður óeirðir í landinu og jafnframt að þing landsins skyldi hafa kosið Sali Berisha forseta til embættis á ný. Albanskur stjórnarer- indreki viðurkenndi að nokkur svæði í suðurhluta landsins væru stjórnlaus. Eftir margra vikna óeirðir sem blossuðu upp þegar fjárfestingar- svikamyllur fóru á hausinn fyrir- skipuðu alböhsk stjórnvöld í gær áð óeirðaseggir skyldu skotnir á færi. Þá var lýst yfir útgöngubanni frá sól- arlagi til sólarupprásar og settár voru hömlur á tjáningarfrelsi fjöl- miðla. :, Skriðdrekar sáust á götum bæjar- ins Giirokaster í suðurhluta landsins og öðru hverju mátti heyra þar sköt- hríð úr sjálfvirkum vopnum í gær, að sögn griskra stjórnarerindféka og sjónarvotta. „Að minnsta kosti fimm eða sex skriðdrekar eru nú í bænum og hafa komið sér fyrir á lykilstöðum. Einnig hafa öðru hverju heyrst skothvellir úr sjálfvirkum byssum," sagði starfs- maður grísku ræðismannsskrifstof- unnar í bænum. Heimildarmaður innan albanska hersins sagði í höfuðborginni Tirana að skriðdrekar væru nærri Giirok- aster en staðfesti ekki að þeir væru komnir inn í sjálfan bæinn. í hafharbænum Vlore í suðurhluta landsins, þar sem óeirðaseggir brutu allt og brömluðu og kveiktu í í gremju sinni yfir að tapa öllu sparifé sínu í hendur fjárglæfrafyrirtækj- anna, voru 35 útlendingar teknir um borð í þyrlur og fluttir til ítölsku hafnarborgarinnar Brindisi. Að sögn starfsmanna ítalska utanrikisráðu- neytisins voru í hópnum tuttugu ítal- ir, fjórir Þjóðverjar og hollenskur ríkisborgari og að minnsta kosti þrír Grikkir. Tíu þessara manna voru fréttamenn. Fregnir herma að tólf manns að minnsta kosti hafi látið lífið í átökum sem urðu um helgina eftir að ibúar í nokkrum bæjum í suðurhluta Alba- níu fóru ránshendi um vopnabúr og tóku að skjóta og ræna og rupla. ítalska stjórnin hefur hvatt til þess að Evrópusambandið haldi fund um Albaniu og Romano Prodi forsætis- ráðherra sagði við Sali Berisha Alba- níuforseta í gær að hann vonaði að pólitísk lausn fyndist. ítalir óttast að áframhaldandi ófremdarástand í Albaníu, sem er fá- tækasta land í Evrópu, muni leiða til mikils flótta Albana yfir Adríahafið. Reuter íbúar f bænum Vlore í suöurhluta Albanfu efndu til mótmæla á götum úti í gær til aö lýsa yfir óánægju sinni mefi aö hafa glatað öllu sparifé sínu í hendur fjárglæframanna. Miklar óeiröir hafa verið í Albaníu undanfarnar vikur vegna þessa og hefur stjórn landsins af þeim sökum lýst yfir ney&arástandi í landinu. Sfmamynd Reuter Mótmælendur gegn flutningi kjarnorkuúrgangs: Notuðu sement til að reyna að stöðva lestina Lest, hlaðin sex gámum með kjarn- orkuúrgangi frá suðurhluta Þýska- lands, kom i nótt til borgarinnar Dannenberg í norðurhluta landsins eftir um 20 klukkustunda ferð. Um fimm þúsund kjarnorkuandstæðing- ar tðku á móti lestinni með slagorð- um og köllum. Ráðgert er að flytja farminn yfir á vörubíla síðar í dag og verður þeim síðan ekið, liklega á morgun, til geymslustöðvar í Gorleben sem er í 20 kílómetra fjarlægð frá Dannen- berg. Kjarnorkuandstæðingar hafa efnt til mótmæla víðs vegar þar sem lest- in hefur farið um. Tveir mótmælend- ur grófu holur undir lestarteina ná- lægt Dannenberg. Settu þeir sement í holurnar og tróðu síðan handleggj- unum ofan í. OIli þetta talsverðri töf. Kjarnorkuandstæðingar höfðu að engu bann yfirvalda viö mótmælum þar sem lestin fór inn og nokkrir köstuðu grjóti aö óeirðalögreglu. Sumir komu fyrir vegatálmum, sem þeir kveiktu síðan í, á vegunum þar Óeiroalögreglumenn beita sög til aö losa mótmælanda frá járnbrautar- teinum nálægt Dannenberg. Sfmamynd Reuter sem gert er ráð fyrir að vörubílarnir akium. Þúsundir kjarnorkuandstæðinga hafa komið sér fyrir í Gorleben þar sem þeir bíða komu vörubilanna. Reuter Clinton gagnrýnir byggingaráform Bill Clinton Banda- ríkjaforseti gagnrýndi í gær ákvörðun ísra- els um að reisa nýjar íbúðir fyrir gyðinga í arabíska hlutanum í Jerúsalem á fundi með Yasser- Arafat, forseta Palestinu. Arafat sagði í við- tali við bandarísku sjónvarpsstóðina CNN að hann teldi að Clinton myndi ræða málið við Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels. „Hann sagði að hann myndi reyna því að það var Net- anyahu sjálfur sem tók þessa ákvörðun," sagöi Arafat. Hann kvaðst vonast til þess að bandarísk yfirvöld myndu gegna hlutverki í því að stöðva bygg- ingaframkvæmdirnar. Helsti samningamaður Arafats, Nabil Yasser Arafat Palestínu- forseti í Bandaríkjunum í gær. Sfmamynd Reuter Shaath, varaði við því að ef ekki tækist að koma 1 veg fyrir framkvæmdirnar væri hætta á blóð- baði. Sjálfur sagði Clint- on ekkert opinber- lega um það hvort hann myndi reyna að hafa áhrif á ísra- ela til þess að þeir breyttu ákvörðun sinni. Ríkisstjórn ísraels ákvað í síðustu viku að reisa 6.500 nýjar íbúðir fyrir gyðinga í arabíska hluta Jerúsalem. israel- ar hertóku austurhluta Jerúsalem í sex daga stríðinu 1967 og líta á borgina sem höfuðborg sína. Pa- lestínumenn vilja að Austur-Jerú- salem verði framtíðarhöfuðborg þeirra sjálfra. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.