Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 1997 Utlönd Nyrup vill að orkunet tengí Eystrasaltslönd Poul Nyrup Rasmussen, forsæt- isráöherra Danmerkur, lagði til í heimsókn sinni til Póllands í gær að löndin tvö hæfu könnun á orkuneti sem mundi tengja saman löndin við Eystrasalt í framtíðinni. Rasmussen sagði á fundi með frétta- mönnum að þótt einkafyrir- tæki væru grundvöllurinn að verkefni af þessu tagi ættu stjórn- málamenn og ríkisstjórnir ekki að láta það aftra sér frá að leggja fram metnaðarfullar áætlanir 20 til 30 ár fram í tímann. Danski forsætisráðherrann vildi ekki fara nánar út í hug- myndir sínar um orkunetið þar sem hann vildi ekki eigna sér rannsókn sérfræðinganna. Rætt um inn- töku Kína í viðskipta- stofnunina Kínversk stjórnvöld og nokkrar helstu þjóðirnar i Alþjóðavið- skiptastofnuninni (WTO) hafa fal- list á að ræða saman í vikunni í því skyni að hraða inngöngu Kína í stofnunina. Embættismenn í Genf sögðu að kínverskir samningamenn mundu taka þátt í þriggja daga óformlegum viðræðum sem hefj- ast í dag. Reyna á að leysa vanda- málin sem upp hafa komið varð- andi inngöngu Kínverja í WTO og í því skyni verður allt látið fiakka. Síðdegis á fimmtudag verður síðan haldinn formlegur fundur, sem opinn er öllum 130 aðildar- rikjum WTO, þar sem metið verð- ur hvernig hafi miðað og ákveðið verður hvenær nýjar samninga- viðræöur fara fram. Bandaríkin vilja að íðgjöldín til SÞ verði lækkuð Bandarísk stjómvöld fóru form- lega fram á það i gær við nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna að framlag þeirra til stofnunarinnar verði lækkuð úr 25 prðsentum i tuttugu prósent. Evrópuþjóðir ljá hins vegar ekki máls á því á með- an Bandaríkin skulda SÞ á annan milljarð dollara. Umræddri nefnd, sem í sitja sendiherrar eða varamenn þeirra, hefur verið falið að fara yfir til- lögur ríkja ESB um iðgjöldin til SÞ og framlög til friðargæslu. Þær gera ráð fyrir lækkun á framlagi Bandaríkjanna en ekki eins mik- illi og Bandaríkjaþing vilL Rifkind vill fá Frakka með sérgegn valdaafsali Malcolm Rifkind, utanríkisráð- herra Bretlands, leitaði eftir stuðningi franskra stjórnvalda í gær til að koma í veg fyrir að sí- feEt meiri völd innan ESB færðust frá rík- issrjórnum að- ildarlandanna og þjóðþingun- um til yfirþjóo- legra stofnana. í ræðu sem Rifkind hélt í París sagði hann að Bretar mundu ekki fallast á að ESB tæki ákvarðanir um utanríkis- eða inn- flytjendamál sem hefðu viðtæk áhrif á hagsmuni þeirra. Reuter Elísabet Taylor aftur á sjúkrahús Kvikmyndaleikkonan Elísabet Taylor þarf að dvelja á sjúkrahúsi í nokkra daga í kjölfar smávægilegs flogakasts sem hún fékk á laug- ardaginn. Þann 20. febrúar síðastliðinn var góðkynja æxli á stærð við golfkúlu fjarlægt úr heila leikkonunnar og var hún útskrifuð af sjúkrahúsi á miðvikudaginn í síðustu viku. Dag- inn eftir, fimmtudaginn 27. febrúar, varð Elísabet 65 ára og hélt hún upp á afmælið heima í rólegheitum í faðmi fjölskyldu sinnar. Opinber afmælisveisla, með þát- töku fjölda frægra gesta, var hins Eiísabet Taylor. Sfmamynd Reuter vegar haldin 16. febrúar áður en El- ísabet gekkst undir heilaskurðað- gerðina. Læknar á sjúkrahúsinu í Los Angeles, þar sem Elísabet dvelst, segja líðan hennar góða og að ekki sé búist við frekari áföllum. „Rannsóknir gefa ekkert til kynna og hún virðist vera á góðum batavegi. Læknarnir vilja hins veg- ar sýna varkárni," sagði talsmaður Cedars-Sinai sjúkrahússins í Los Angeles í gær. Talsmaður greindi frá því að köst, eins og leikkonan fékk á laugardaginn, væru algeng í kjölfar heilaskurðaðgerða. Reuter Fornleifafræðingar skoða látúnsklukku sem var í skipsflaki sem taliö er vera af flaggskipi enska sjóræningjans Svartskeggs. Flakiö er nokkrar mílur undan ströndum N-Karólínu í Bandaríkjunum. Sfmamynd Reuter Gísladeilan í Perú: Castro Kúbuforseti fús til að veita skæruliðum hæli Fidel Castro, forseti Kúbu, tjáði Alberto Fujimori Perúforseta í gær að hann væri fús til að veita skæru- liðunum, sem hafa 72 gísla í haldi í Lima í Perú, hæli. Allir aðilar, þar með taldir skæruliðarnir, þyrftu þó að samþykkja það. „Þetta er siðferðileg skylda," sagði Castro á fundi með frétta- mönnum eftir að hafa hvatt Fu- jimori á flugvellinum í Havana. Fu- jimori kom óvænt til Kúbu í gær eft- ir að hafa heimsótt Dómíníska lýð- veldið á sunnudaginn. Enn er alveg óljóst hvort skæru- liðarnir, sem tilheyra Tupac Amaru hreyfingunni, fallast á samkomulag sem kveður á um að þeir fái hæli er- lendis. Castro sagði afstöðu Kúbu byggj- ast á því að yfirvöld vildu leggja sitt af mörkum til að leysa deiluna. Kúbuforseti lagði áherslu á að ef skæruliðarnir kæmu til Kúbu væri það vegna þess að þeir hefðu sam- þykkt það. „Það er þeirra ákvörðun en ekki okkar," sagði hann. Fujimori sagði að afstaða Kúbu yrði kynnt embættismönnunum sem eru að reyna að semja við skæruliða. Talsmaður Tupac Amaru hreyf- Alberto Fujimori, forseti Perú, og Fidel Castro Kúbuforseti í Havana í gær. Sfmamynd Reuter ingarinnar í Evrópu, Isaac Velasco, sagði hins vegar að skæruliðar myndu ekki samþykkja útlegð. „Við erum ekki að hugsa um að fara frá Perú," sagði hann áður en fréttin af svari Kúbuforseta barst. Reuter Hollendingur fykur af húsþaki elskunnar og deyr Fertugur Hollendingur syngur ekki framar fyrir unnustuna. Maðurinn klifraði á sunnudag upp á þak fjölbýlishússins í Amsterdam, þar sem kærastan býr, í því skyni að syngja fyrir hana en vindhviða feykti honum fram af þakbrúninni og varð fall- ið honum að bana. „Hann hafði oft sagt að hann ætlaði að syngja fyrir kærustuna og svo virðist sem hann hafi ver- ið við þá iðju," sagði i yfirlýsingu sem lögreglan í Amsterdam sendi frá sér um málið. Reuter ...skrifstofutækjum Ljósritunarvél SHARP Z810 • 8 eintök á mínútu • Fast frumritaborS • Stækkun - minnkun 70%-141% • 250 blaSa framhlaSinn pappírsbakki • Ljósmyndastilling • Tóner sparnaoarstilling Stgr. m/vsk 89.900,- Ljósritvnarvélar vero frá 39.900,- Sjóðvél SHARPER-A150 • Fjórir vöruflokkar, stækkanlegt • Þrjú sjálfvirk vir&isaukaskatts- þrep • Hreyfanlegur skjár/turn fyrir viSskiptavini • Sérstaklega fyrirferSalítil sjóSvél • MikiS rekstraröryggi ^^ Verb: 26.900,- Stgr. m/vsk Reiknivél SHARP EL 2630 L 9.890,- Strimlareiknivélar vero frá 3.590,- ?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.