Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Blaðsíða 10
10 ÞRIDJUDAGUR 4. MARS 1997 Spurningin Er vetrarveöriö farið aö fara í taugarnar á þér? Gestur Pálsson: Já, pínulítið, aðal- lega slabbið á götunum. Helga Jónsdóttir nemi: Já, maður er pirraður. Þetta hefur verið lang- ur vetur. Valur Valsson nemi: Já, snjórinn er leiðinlegur. Július Sigurjónsson fram- kvæmdastjóri: Nei, þetta er ágætis veður. Stefán Stefánsson nemi: Já, snjórinn. Jóhanna Arnórsdóttir: Já, snjór- inn og slabbið. Lesendur Lokun Reykja- víkurflugvallar Guðjón Sigurðsson skrifar: Það biðu margir eftir skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla íslands um Reykjavíkurflugvöll sem unnin var samkvæmt samningi við Borg- arskipulag Reykjavíkur og Flug- málastjórn. Ekki svo að skilja að þessi skýrsla sé einhver salómons- dómur um málefni flugvallarins, því áreiðanleiki skýrslunnar er mörgum fyrirvörum háður. Þetta er því eins konar „fyrirvaraskýrsla" sem litlu svarar af því sem máli skiptir. Skýrslan þjónar fyrst og fremst hagsmunum Flugmála- stjórnar og flugfélaganna sem reka innanlandsflugið frá Reykjavíkur- flugvelli. í skýrslunni er lagt upp úr því að meta kostnað við uppbyggingu og rekstur mannvirkja á nýjum stað, kæmi til flutnings frá Reykjavík! Það þarf engan „nýjan stað". Á Keflavíkurflugvelli, þar sem innan- landsflugið ætti að vera, er allt til alls sem kemur innanlandsfluginu til góða. Þar er öryggið, þar er ný- tísku flugstöðvarbygging og litlum mannskap þyrfti að bæta við, t.d. hvað snertir innritun í flug og far- angursmóttóku. Veitingasalur á jarðhæð Leifsstöðvar er meira að segja vannýttur og getur mætt öll- um þörfum innanlandsfarþeganna. Margsannað er að Reykjavíkur- flugvöllur mætir ekki kröfum um alþjóðlegar öryggisreglur og er því í raun stórhættulegur lendingarstað- ur farþegaflugvéla. Enn er notast við flugbraut sem oft er búið að lýsa yfir að ekki megi nota, og það og fyrirvaraskýrsla HÍ Reykjavíkurflugvöllur veröur ekki endurbættur meö skýrslugeröum eöa óskhyggju. eitt er glæpsamlegt athæfi gagnvart lífi og limum farþega sem lenda þar í flugvél. Allir vita að engir peningar liggja á lausu til framkvæmda við Reykjavíkurflugvóll og þær fram- kvæmdir yrðu allar í skötulíki sem bráðabirgðaframkvæmdir. Einnig vantar fé til að aðskilja enn frekar borgaralegt flug og varnarliðsflug á Keflavíkurflugvelli. Bandaríkja- menn greiða ekki meira til þeirrar framkvæmdar, en ætlast eðlilega til að íslendingar taki þátt í að greiða kostnað vegna reksturs flugvallar- ins. Það er því erfitt að sjá hvernig fyrirvaraskýrslan um Reykjavíkur- flugvöll getur komið að notum sem staðfesting um áframhaldandi rekstur flugvallarins. Allt laust fé til flugmála næsru misserin hlýtur að beinast til reksturs Keflavíkur- flugvallar, eina flugvallarins hér sunnanlands sem hægt er að treysta sem samgöngumiðstöð fyrir innanlandsflug jafnt og utanlands- flug. Órói í ríkisstjórnarflokkunum Magnús Ólafsson skrifar: Senn er hálfhað tímabil núver- andi ríkisstjórnar. Þótt mönnum þyki ekki fara mikið fyrir óróa innan ríkissrjórnarflokkanna er þar ekki allt sem sýnist. Málefna- samningur einnar ríkisstjórnar hér á landi segir aldrei opinber- lega hvað ákveðið hefur verið á bak við rjöldin, t.d. í stjórnar- myndunarviðræðum á lokastigi. Við helmingstímaskeið núverandi srjórnar kemur það þá í ljós hafi eitthvað verið ákveðið sem al- menningur veit ekki. Líklegt þykir mér að fyrir það fyrsta verði skipti í stól forsætis- ráöherra og núverandi forsætis- ráðherra fari í stól forstjóra Landsvirkjunar og formaður Framsóknarflokks taki við sem oddamaður ríkissrjórnar. Innan ríkisstjórnarflokkanna er því nokkur órói sem þó mælist ekki nema í návígi við ráðherrana og vonbiðla í þingmannaliði flokk- anna um það hver fái að spreyta sig í ráðherrastól til loka kjörtíma- bilsins. Það sem kynni að koma í veg fyrir þessi áform eru verkfóll af stærri gráðunni er myndu leiða til afsagnar núverandi ríkisstjórnar og nýrra kosninga. - Endurnýjun í forsrjórastól Landsvirkjunar er þó fasti punkturinn. - Sem betur fer! Afnemum láglaunaþrælahaldið Einar Ólafsson bókavörður skrif- ar: Vinnutími er töluvert lengri hér á íslandi en í nálægum löndum sem okkur er gjarnt að bera okkur sam- an við. Dagvinnulaun eru líka miklu lægri hjá stórum hópum launafólks. Samhengið þar á milli dylst varla nokkrum. Þetta láglaunaþrælahald hefur margvíslegar afleiðingar, þótt þær séu ekki alltaf mælanlegar eða sannanlegar. í haust leiddi skoðanakönnun í ljós að flestir telja afskipti foreldra af skólastarfi of lítil. Það gefur augaleið að vinnuþjakað fólk hefur ekki af miklum tíma að sjá til slíkra af- [U§1|[M þjónusta allan sólarhringii Bara dugleg í skorpum og aflahrotum, og ósköp afkastalftil? |iö i sima íO 5000 mlllikl. 14 og 16 skipta. Lág laun og langur vinnutími hljóta að valda alls kyns heilsu- bresti, bæði líkamlegum og andleg- um. Það verður þó aldrei mælt hversu margir veikindadagar stafa af þessu fyrirkomulagi né hversu mörg sjúkrahúsrúm teppast. Margt bendir til að láglaunastefn- an sé þjóðhagslega óhagkvæm. Það hefur verið liður í þjóðarmonti okk- ar íslendinga að við séum svo dugleg en þegar að er gáð virðumst við bara dugleg í einhverjum skorpum og aflahrotum hins vanþróaða fiski- manna- og bændasamfélags en ósköp afkastalítil þegar kemur að því vinnulagi sem algengara er í nútíma- samfélagi. Fyrir nokkrum árum tóku verka- lýðshreyflngin, atvinnurekendur og ríkisvaldið höndum saman um að vinna bug á því vanþróunareinkenni sem verðbólgan var. í þeirri þjóðar- sátt færði verkalýöshreyfmgin mest- ar fórnir. Hefði ekki áætlun um af- nám láglaunaþrælahaldsins verið eðlilegt framhald? Væri ekki þjóðráð vinda sér í það? Nú er lag. Mismunandi kaupmáttur Stefán hringdi: Kjarastefna sú sem landssam- bönd ASÍ hafa lagt fram er ekki jafngild fyrir alla landsmenn. Þetta verða landssambönd ASÍ að taka upp hið bráðasta, og áður en gengið er frá kjarasamn- ingum. Kaupmáttur fólks er eng- an veginn sá sami hvarvetna á landinu, og kemur þar margt til. Orkuveröið er eitt, vöruverð á nauðsynjum til heimilis er ann- að og jafnvel lífeyrisaðild er ekki sú sama sem gildir fyrir allt launafólk. Að ekki sé nú talað um óréttlætið þegar eftirlauna- aldur á fullum réttindum frá stéttarfélögunum var lengdur upp i 70 ára aldur. Kannski mesta órétflætið sem launþegum hefur verið sýnt lengi. í baráttusæti á D-lista Rósa skrifar: Ég styð eindregið að Árni Sig- fusson, oddviti sjálfstæðismanna i borgarstjórn, verði áfram borg- arstjóraefni fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í næstu borgarsrjórnar- kosningum. Ég tel hins vegar óráð að hann sitji í fyrsta sæt- inu. Hann á að sjálfsögðu að vera í baráttusæti listans. Þannig vinnst borgin á ný. Það dugar ekki að einhver og ein- hver sé settur (eða sett) í það sæti. Árni á einnig fylgi fjöl- margra utan Sjálfstæðisflokks- ins, en það nýtist ekki nema hann taki baráttusætið. 70 þúsund of lág tala Björn Árnason hringdi: Ég las spurningu dagsins í DV í dag (28. febr.) þar sem spurt var hver lágmarkslaun þyrftu að vera hér. Enginn þeirra nefhdi 70 þúsund, heldur 85 þúsund krónur (sá sem nefhdi lægstu töl- una) og síðan 100, og upp í 120-130 þúsund krónur. Það er enginn vafi á að 70 þúsund krón- ur eru allt of lág tala þegar ræða skal að festa lægstu laun í land- inu. Nær væri talan 90-100 þús- und krónur. Það sér hver sjálfan sig í þeim efnum, ekki rétt? Stöð 2 með nýj- an f réttatíma Björgvin hringdi: Ég hlakka mikið til að fá hinn nýja fréttatíma sem Stöð 2 boð- aði að brátt myndi settur í gang kl. 22.30 að kvöldinu. Þetta voru rétt viðbrögð hjá Stöð 2. Ég vona bara að ekki komi neinn aftur- kippur i þessa fyrirætlan þótt Stöð 3 hafi lagt upp laupana. Sú stöð hafði áformað að koma af stað fréttastofu og kannski hefur það ýtt á eftir Stöð 2 að boða þennan síðari kvöldfréttatíma. En sem sé: Margir bíða spenntir eftir fréttunum kl. 22.30 hjá Stöð 2. íslenskt „Prins" frá Góu Kristján Einarsson skrifar: Ég er einn þeirra sem „Kók og Prins" náði tökum á. „Prinsið" frá Póllandi hefur um árabil ver- ið afar vinsælt hjá fjölda fólks og er sjálfsagt enn. Mér fannst „prinsið" samt falla verulega í gæðum með nýjum umbúðum og það varð harðara og einhvern veginn fannst mér það rýrna. - Nú hafa betri tímar runnið upp, því um daginn smakkaði ég ís- lenskt „prins" og viti menn; gamla, góða, mjúka „prinsið" var þarna komið aftur. Þökk þeim í Góu, sem framleiða þetta góða sælgæti. Ég segi: íslenskt, játakk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.