Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Blaðsíða 11
t r i ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 1997 Dalmay dásamlegur menning 11 Eins og kunnugt er bar Miklós Dalmay pí- anóleikari sigur úr býtum í tónlistarkeppni Ríkisútvarpsins síðastliðið haust. Hann er Ungverji sem hefur haldið tónleika víða um Evrópu en býr nú af einhverjum ástæðum á Flúðum og kennir pianóleik í Keflavík, Hafn- arfirði og Reykjavík. Dalmay hélt tónleika í Listasafni íslands síðastliðinn laugardag og lék með Helgu Þórarinsdóttur víóluleikara verk eftir Bach, Schumann, Beethoven og Brahms. Tonlist Jónas Sen Fyrst á efnisskránni var Sónata nr. 3 í g- moll eftir Bach. Nokkuð bar á taugaóstyrk hjá Helgu Þórarinsdóttur; talsvert var um falska tóna og má reyndar segja að hún hafi ekki náð sér almennilega á strik fyrr en eftir hlé. Öðru máli gegndi um píanóleikarann. Bach lék í höndum hans; hver nóta var skýr, hrynjandin nákvæm og allar hendingar fallega mótaðar. Þó hefðu báðir hljóðfæraleikararnir mátt gera meira úr styrkleikabrigðum - í hinum litla en hljómmikla sal Listasafns íslands verða veikt spilaðar nótur ótrúlega sterkar og hætt við að túlkunin verði ansi flatneskjuleg fyrir vikið. Áhrifaríkara hefði verið ef Helga og Dalmay hefðu leikið mun veikar þegar við átti. Miklós Dalmay þeim býr. og Helga Þórarinsdóttir - sýndu hvað í Næst á dagskrá voru Ævintýramyndir eftir Schumann. Þessi tónlist var í skemmtilegri andstæðu við formfestu Bachs; flæðandi, til- finningarík og þrungin skáldlegri andagift. Túlkendurnir þurfa nánast að hverfa inn 1 annan heim ef þeim á að takast að miðla slík- um innblæstri - og heppnaðist það því miður ekki alltaf. Dahnay spilaði reyndar undursam- lega vel en Helga virtist ekki enn alveg vera búin að ná sér á strik. í hröðum köflum verks- ins var leikur hennar ekki sérlega nákvæmur og hefðu hægari þættirnir mátt vera afslapp- aðri. En greinilegt var að smá slökun í hléinu var allt sem hún þurfti því í síðari hálfleik var flutningur hennar mun öruggari og markviss- ari. Fyrra verkið eftir hlé var Rómansa í F- dúr eftir Beethoven og var hún prýðilega flutt. Túlkunin mikilfengleg og skapmikil og mjög í anda Beethovens. Reyndar er þessi rómansa ekki eitt af helstu verkum meistarans ódauðlega en Helgu og Dal- may tókst eiginlega að gera hana merki- legri en hún er. Síðasta tónsmíð efnisskrárinnar var svo Sónata í Es-dúr ópus 120 nr. 2 eftir Brahms. Var hún oftast glæsilega leikin og sýndu báðir hljóðfæraleikararnir hvað í þeim bjó. Forvitnilegt var að sjá og heyra pí- anóleikarann sýna klæmar; áður en tónlistar- keppni RÚV var haldin var hann óþekkt stærð í íslensku tónlistarlífi. Á hann greini- lega eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Verðug samkeppni Það sagði mér grandvar maður að þegar dag- skrá ríkissjónvarpsins væri hvað lélegust þá sæi varla í stúlkurnar við símaborð fyrirtækisins fyr- ir blómvöndum og jafnvel léttvínsflöskum frá eig- endum vídeóleignanna. Ekki veit ég hvort Stöð 2 sýnir nokkurn tíma þakklætisvott þegar RÚV leggur sig fram um að vera framúrskarandi leiðinlegt. En nú skilst manni að Stöð 2 sé ekki í nokkurri samkeppni við RÚV, nema að siður væri. Mikið lifandis ósköp var Jón Ólafsson hlýlegur í garð Ríkissjón- varpsins í útvarpsviðtali i vikunni. Nú færi að verða gaman, sagði hann, því það stendur til að framleiða öll ósköpin af vönduðu, íslensku efni. En hvað á þá að gera við allt vandaða ameríska efnið sem Stöð 2 bauð upp á, t.d. um síðustu helgi? Dagskrá laugardagsins leit svona út: Frá klukkan tólf fimmtíu og fimm til klukkan nítján hundruð - nlu amerísk prógrömm, thank you. Klukkan nítján fréttir á íslensku til klukkan tutt- Fjölmiðlar ur ugu. Þá hófst aftur amerísk dagskrá, sem varð að rjúfa vegna Jafningjafræðslu framhaldsskólanna, en það var skyldusýning á báðum stöðvum. Þeg- ar þeim þætti lauk var klukkan orðin tuttugu og eitt fimmtán og eins og skot amerískt efni, við- stöðulaust til klukkan tvö fimmtíu og fimm, að- faranótt sunnudags. Ekki breik í mínútu, t.d. sænsk heimildarmynd í léttum dúr, nei, nei. Á sunnudeginum, klukkan þrettán var amer- íska dagskráin komin í fullt sving þar sem frá var horfið um nóttina, og til klukkan nítján voru sýndir sex amerískir þættir, hver öðrum betri. Svo kom Gísli Rúnar og truflaði amerísku dag- skrána í klukkutíma. Dagskránni lauk svo með spennumyndinni „Jericho Fever", sem er um menn sem fá veiki og veikin breiðist til Suðvest- urríkjanna. Það er ekkert tekið fram til hvaða suðvesturríkja í dagskrárkynningunni, en það býttar svo sem engu. Á rás 2 á sunnudaginn hófu göngu sína tveir ljómandi góðir viðtalsþættir, bæði íslenskir og metnaðarfullir. Sá fyrri hófst klukkan eitt og heitir „Hljóðrásin", í umsjá Páls Pálssonar. Hinn tekur svo við klukkan tvö og heitir „Sunnudags- kaffi" og er í umsjá Kristjáns Þorvaldssonar. Þeir sem hafa gaman af að hlusta á góð viðtöl ættu að hlusta á þessa þætti næstkomandi sunnudaga. Slökkva bara á sjónvörpunum þegar þau eru að keppast um að vera hvort öðru leiðinlegra á þess- um síðdögum, það má nota tækin eins og litla skápa, setja á þau löbera og raða á þau styttum. Leyndarmál Starfsemi Höfundarsmiðjunnar í Borgarleikhúsinu í fyrra var merki- legt framtak. Þar fengu þátttakendur tækifæri til að sjá eigin ritverk verða að leiksýningu þó að ekki væri miklu til kostað. Jafnframt fengu þeir inn- sýn í ferlið sem liggur að baki fullbú- inni uppfærslu og auðvitað var grunnhugmyndin sú að „skólunin" yrði þeim hvatning til frekari dáða. Jónina Leósdóttir var einn þessara höfunda og einþáttungur hennar frá í fyrra, Frátekið borð, hefur fengið verðskuldað framhaldslif í vetur. Þetta er snoturlega samin plottstúdía um leyndarmál sem smám saman er flett ofan af og gaf góð fyrirheit um framtíð höfundar i leikhúsinu. Nú hefur Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, eða öllu heldur leiklistar- félag skólans, Aristófanes, ráðist af stórhug í að fá Jóninu til að semja fyrir sig og útkoman er leikritið Leyndarmál sem frumsýnt var í Höfðaborginni á laugardaginn. Það er vandasamt að setja sig í um- spor ungs fólk á nýjum tímum og skrifa um það og fyrir það þannig að sannfærandi sé en Jónína leysir þetta prýðilega. Hún skrifar tilgerðarlausan texta og innsýn hennar í sálarlíf persónanna er sannfærandi. Fyrst og fremst ræð- ur þó léttleikinn. Leikritið er skemmtilegt og til- svörin iðulega bráðfyndin þó að verið sé að fjalla um grafalvarleg málefni sem oft reynast ungum hjörtum ofviða. Þetta er meiri kúnst en það sýnist og ekki síð- Þrjár kynslóðir kvenna - búa þær allar yfir leyndarmáli? Sara Bjarney Jóns- dóítir, Erna Lóa Guömundsdóttir og Tinna Guðmundsdóttir í hlutverkum sín- um. DV-mynd Hilmar Þór Leiklist Auður Eydal ur hitt að hafa þegar upp er staðið laumað inn í bráðskemmtilegt verk ákveðinni innrætingu um umburðarlyndi og skilning á því að ekki eru all- ir eins. Þá er ekki síður mikilvægt það vægi vináttunnar sem lesa má út úr verkinu og skilaboðin um að byrgja ekki innra með sér það sem iþyngir hverju sinni. Verkið fjallar um ungu stúlkuna Sólveigu sem á í sálarstríði. En hún er heppnari en margir aðrir því að hún á góða vini og þó að henni finn- ist fjölskyldan smáskrýtin svona hversdagslega bregst hún ekki þegar á reynir. Ásdís Skúladóttir leikstjóri heldur mildilega en um leið ákveðið utan um hópinn og framvindan er sam- felld. Leikendurnir standa sig ágæt- lega í að koma til skila ólíkum kar- akterum verksins og heildaráhrifin eru notaleg. Einkum stendur Tinna Guðmundsdóttir sig með mikilli prýði í hlutverki Sólveigar og nær óvenjusterkt til áhorfenda. Húsnæði Höfðaborgarinnar er frekar erfitt, með gildum súlum sem vilja skyggja á hluta leikrýmisins. En með góðri úrvinnslu leikstjórans og Hlinar Gunnarsdóttur leikmynda- hönnuðar tekst að gera merkilega gott sjónarspil úr þessu og sýningin er nemendum F.B. og öllum aðstandendum til sóma. Aristófanes, leikfélag FB, sýnir í Höfðaborginni: Leyndarmál. Höfundur: Jónína Leósdóttir. Leikstjóri: Ásdís Skúladóttir. Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir. Sneiddi hjá sýnisbókarljóðum „Ég las ljóðabækur dögum saman og við og við hugsaði ég: Aha - þetta þarf ég að láta lesa!" segir Sigfús Bjartmars- son sem velur ljóð mánaðarins á rás 1 í mars. Hann hafði eigin smekk að leiðarhosi - en beitti hann þó lítils háttar þvingun. „Ég valdi eiginlega tvísvar," segir hann. „Þegar ég leit yfír ljóðin sem ég var búinn að velja sá ég að það var ekki eins gott jafnvægi í tilfinningunum og ég vildi. Þau voru svolítið of einlit, þung og dapurleg, svo að ég skipti nokkrum þeirra út fyrir gamansamari Ijóð. Ég hef gam- an af húmorískum ljóðum, en einhvern veginn finnst mér al- varan meira virði. Einkum vildi ég hafa valið breitt, valdi ljóð frá ýms- um skeiðum og bæði hefðbundin og óhefðbundin ljóð; svo reyndi ég að hafa þau ekki erfiðari en svo að það væri hægt að nema þau í einum upplestri. Þetta á ekki að vera yfirlegukveðskap- ur. Flestir höfundarnir eru þekktir - þó ekki allir, og ég reyndi að sneiða hjá sýnisbók- arljóðum." Gerir ekki mikið úr sínum „Það var gaman að lesa svona mörg skáld á stuttum tíma," heldur Sigfús áfram. „Þau fóru að varpa ljósi hvert á annað og sum komu mér á óvart, reyndust verri eða betri en ég átti von á. Til dæmis reyndist Stephan G. Stephans- son hafa fleiri fleti en mig minnti." Sigfús sagðist aðspuröur ekki hafa valið ljóð eftir afa sinn, Guðmund Friðjónsson á Sandi, né önnur skáld í þessari miklu skáldaæti „Ætli það liggi ekki bara í sumum ættum að vilja lítið halda fram sínum," sagði Sigfús að lokum með djúpri bassaröddu. S* ISa C5**- *— j 28.-31. MAÍ1997 íslenska söguþingið . íslenskir sagnfræðingar halda söguþing í lok maí sem öllum er opið. Fyrir þátttöku- gjaldið, sem aðeins er kr. 5000 fram að 15. mars en 6.500 eftir það, fá menn auk setu á þing- inu útdrætti úr fyrirlestrum fyrirfram og í heild á prenti eft- ir á og móttökur ýmiss konar. Þetta er fyrsta söguþingið sem fjallar eingöngu um ís- lenska sögu og meðal fyrirles- ara eru flestir virkir sagnfræð- ingar landsins. Alis verða haldnir um 70 fyrirlestrar og verða ævinlega þrír viðburðir í gangi samtímis, aðalefni, hlið- arefni og stakir fyrirlestrar. Að- alefnin eru tvö, Saga heimilis á miðöldum og ísland og um- heimurinn. Hliðarefnin eru sex. Þingið hefst kl. 15 miðviku- daginn 28. maí og lýkur með þingveislu laugardagskvöldið 31. maí. Skráning fer fram hjá Sagnfræðistofnun HÍ og Sagn- fræðingafélagi íslands, sími 525 4422, fax 525 4410. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.