Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 1997 ¦—¦*- ¦¦¦¦¦ 1 ¦H 1 ^A* T Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjðri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, slmi: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Rlmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIDJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Hvalveiðihetjur Almennur stuðningur þjóðarinnar við endurnýjaðar hvalveiðar stafar fyrst og fremst af þjóðernishugsjón. Menn vilja ekki, að útlendingar segi okkur fyrir verk- um, allra sízt ef málstaður okkar hefur verið studdur frambærilegum rökum, sem ekki hefur verið hlustað á. Svo trúaðir eru margir á hugsjón hvalveiða, að þeir loka augunum fyrir tæknilegum og fjárhagslegum erfið- leikum við framkvæmd málsins, meðal annars þeirri, að erfitt verður að selja afurðirnar. Japanir hafa hreinlega skuldbundið sig til að kaupa ekki slíkar afurðir. Líklega telja menn, að unnt verði að selja íslenzkar hvalaafurðir undir borði í útlöndum, framhjá ákvörðun, sem hugsanlegar viðskiptaþjóðir hafa tekið í Alþjóða hvalveiðiráðinu. Raunin mun þó verða sú, að Japanir og aðrir verða dauðhræddir við að kaupa hvalinn. Ástæðunnar er fyrst og fremst að leita í Bandaríkjun- um, þar sem eru fjölmenn og áhrifamikil samtök af ýmsu tagi, sem beita sér gegn hvalveiðum. Þau hafa fengið Bandaríkjastjórn til að hóta öllu illu þeim ríkjum, sem taki upp á því að veiða og selja ættingja Moby Dicks. Japanir eru viðkvæmir fyrir bandarískum þrýstingi, af því að vöruskiptajöfnuður landanna er óhagstæður Bandaríkjamönnum, sem stundum hafa uppi viðskipta- hótanir til að þvinga fram betri jöfnuð. Japanir vilja ekki láta íslenzkt hvalkjöt trufla jafhvægið. Ekki verður breytt viðhorfum Bandaríkjamanna og annarra Vesturlandabúa hvalveiðum í hag. Þvert á móti má búast við, að sjónarmiðin harðni. Þeim fjölgar stöð- ugt, sem taka tilfinningalega afstöðu til meðferðar mannkynsins á náttúrulegu umhverfi jarðarinnar. Hvalveiðar eru kjörinn þrýstihnappur fyrir þetta fólk, sem hefur lesið um gegndarlausa ofveiði hvala á fyrri áratugum. Þær eru sameiningartákn andstæðinga gróð- urhúsaáhrifa og mengaðs úrgangs, skógarhöggs í regn- skógum og útrýmingar tígrisdýra og allra hinna. Ekkert umhverflsmál vekur eins heitar tilfínningar umhverfissinna af ýmsu tagi og einmitt hvalveiðar. Fast- lega má búast við, að þúsundir manna gangi berserks- gang gegn íslenzkum hagsmunum, ef fréttist af því, að hvalveiðar hafi verið teknar hér upp að nýju. Frá skrifstofum Ferðamálaráðs í Frankfurt og New York berast afdráttarlausar áhyggjur af framvindunni. Markaðsstjóri Flugleiða segir, að fyrirtækið hafi fundið fyrir óþægindum vegna umræðunnar um hvalveiðar. Kaupendur íslenzkra fiskafurða skjálfa á beinunum. Nýlega var hér varaforseti landssamtaka bandarískra fyrirtækja í fiskiðnaði. Hann varaði okkur eindregið við því að hefja hvalveiðar að nýju. Hann sagði ekki nokk- urn vafa á, að hvalveiðar íslendinga mundu kalla á hörð viðbrögð og jafiivel viðskiptabann í Bandaríkjunum. Mál þetta er ekki innan ramma rökhyggju og verður ekki leyst með fleiri skýrslum og fleiri ráðstefnum. And- stæðingum hvalveiða fer einfaldlega fjölgandi í umheim- inum og áhrif þeirra fara ört vaxandi. Þeir eru í aðstöðu til að valda íslendingum miklu fjárhagstjóni. Samt erum við enn að heimta endurvaktar hvalveið- ar. Við erum svo mikil hetjuþjóð, að þorri manna er reiðubúinn að gefa dauðann og djöfulinn í þvæluna úr útlendingum og neitar að horfast í augu við hrikalegt efhahagshrun í landinu af völdum viðskiptaþvingana. Það hæfir þó betur smáþjóð, sem á allt sitt undir góð- um samskiptum við kaupendur víða um heim, að hún sigli milli skers og báru og ýfi ekki öldur tilfinninga. Jónas Kristjánsson Fyrir skömmu hélt Björn Bjarnason menntamálaráðherra fréttamannafund þar sem ein- kunnir nemenda, sem lokið hafa samræmdu grunnskólaprófi úr 10. bekk, voru opinberaðar. Framtak þetta er athyglisvert og af hinu góða ef niðurstöðurnar eru túlkað- ar á réttan hátt, af skiiningi og for- dómalaust. Vissulega eykur samanburður- inn metnað milli skólastofnana og hann er af því góða. Sveitarstjórn- armenn velta eðlilega fyrir sér hvernig þeir peningar nýtast sem veittir eru til grunnskólans. Dæmi eru um það að allt að 35% af skatt- tekjum sveitarfélags fari í rekstur grunnskólans. Góður, metnaðar- fullur grunnskóli er ein af undir- stöðum þess að fólk sætti sig við búsetu á ákveðnum stöðum eða í ákveðnum hverfum í borg eða bæjarfélagi. Þess vegna er nauð- synlegt að velta fyrir sér nokkrum atriðum sem verulega geta skekkt þá meðaltalsmynd sem fram kem- ur ef við einblínum einungis á töl- urnar. „Ég sé fyrir mér enn meiri samvinnu og samþættingu í starfsemi leik- skóla, grunnskóla og tónlistarskóla í landinu", segir m.a. í greininni. Samræmd próf - inberar upplýsingar Einkunnir segja ekkert Félagsmálastofnanir í þéttbýl- inu koma oft börnum fyrir á góð- um heimilum úti á landsbyggð- inni. Oft eiga þessi börn við hegð- unarvandamál að stríða og í erfið- leikum með að fóta sig í námi. Þegar til grunnskólaprófs kemur geta t.d. þessi börn haft veruleg áhrif á niðurstöður í meðaltali þess skóla þar sem grunnskóla- prófið er þreytt, sérstaklega ef um fámenna skóla er að ræða. Þá eru víðs vegar um land svo- kallaðir safnskólar. í þeim tilfell- um stunda börnin nám í litlum sveitaskólum í dreifbýlinu t.d. frá l.til 7. bekk, eða í 1. til 9. bekk og eru þvi frá einu til þremur árum í safnskólanum þar sem þau síðan Ijúka grunnskólaprófinu. Þannig er viðkomandi grunn- skóli, þar sem grunnskóla- prófið er þreytt, ekki einn ábyrgur fyrir grunnskóla- náminu hvort heldur um er að ræða góða eða laka nem- endur. Þess eru einnig dæmi að stjórnendur grunnskóla í landinu leggi sérstakan metn- að og ofurkapp í að ná árangi í þeim fjórum greinum þar sem samræmdu prófin eru þreytt og dragi á móti úr kennslu í verk- og listgreinum. Einnig eru þess víst dæmi að jafnvel sé alslökustu nemendum hlíft við að þreyta grunnskólapróf til þess að lélegur árangur þeirra mælist ekki í með- altalinu. Sjálfsagt má nefha fjöl- mörg önnur dæmi sem áhrif hafa á niðurstöður þessara meðaltala, skekkja myndina og hafa áhrif á heildardæmið. Einkunnir í sam- ræmdum prófum segja ekkert um aðbúnað og kennslu í list- og verk- gremum sem ekki síður eru mikilvægir þættir í menntun, enda hefur því verið haldið fram að hæfi- leikum til verk- og bók- náms sé þann- ig háttað að u.þ.b. helm- ingur nem- enda hafi meiri hæfi- leika til verk- legs náms. Því miður er það svo aö verkn- ám er alltof lít- Kjallarinn Isólfur Gylfi Pálmason alþingismaöur „Því miður er það svo að verknám er alltof lítið metið hér á landi og má ætla að birting einkunna úr samræmdum prófum geti enn frekar ýtt undir aukna áherslu á bóknám." ið metið hér á landi og má ætla að birting einkunna úr samræmdum prófum geti enn frekar ýtt undir aukna áherslu á bóknám. Víst er að ef við gætum, sem okkur ber, stuðlað að því að fieiri nemendur geti notið hæfni sinnar í námi í grunnskóla, mundi þaö draga úr fjölda afvegaleiddra unglinga í okkar landi. Þáttur foreldra Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera á árshátíð grunnskóla á Suðurlandi á dögunum. Árshátíð- in endurspeglaði sköpunar- gáfu og sköpunarþörf nem- enda á ótal mörgum sviðum, svo sem myndmenntar, tón- listar, tjáningar og skipu- lagningar svo eitthvað sé nefnt. Mér varð ósjálfrátt hugsað til grunnskólaprófs- ins góða. Enginn þessara þátta eru mældir í meðaltal- inu en líklegt er að þessi reynsla nemenda komi þeim ekki síður að gagni en ein- kunnirnar fjórar sem mest er lagt upp úr á grunnskóla- prófinu. Grunnskólinn er og verður einn af mikilvægu mennta- stofnunum þjóðarinnar, því þar er grunnurinn að fram- haldinu lagður. Þáttur for- eldra í að styrkja skólann er mikilvægur og hafa fé- lagasamtökin Heimili og skóli aðstoðað og opnað augu margra foreldra fyr- ir mikilvægi þessa. Ég sé fyrir mér enn meiri sam- vinnu og samþættingu í starfsemi leikskóla, grunnskóla og tónlistar- skóla í landinu. Athyglis- verðar tilraunir hafa ver- ið gerðar hvað þetta varðar í nokkrum skólum, t.d. á Suðurl- andi. Tilfærsla grunnskólans til sveitarfélaganna á að geta ýtt verulega undir samvinnu þessara stofnana. Vonandi leiðir opinberun ein- kunna á grunnskólaprófi til já- kvæðrar skapandi hugsunar um grunnskólann í landinu, eðli og til- gang samræmdra prófa og e.tv. gaumgæfilegrar endurskoðunar, þannig að skólinn skili því hlut- verki sem honum er ætlað. ísólfur Gylfl Pálmason Skoðanir annarra Misbeiting valds „Mesta vandamál líðandi stundar er þó uppsöfhun þorskkvóta á fáar hendur, sem skipulögð er af fiski- ráðuneytinu. Hjá öðrum þjóðum gengur einkavæðing- in út á að auka frelsi hinna litlu til að hasla sér völl á sem fiestum sviðum atvinnulífsins. Hér er mark- visst unnið að útilokun smárra eininga í fiskveiðun- um og þorskkvótarnir lagðir undir togveiðar, þótt vit- að sé að þetta sé sjöfalt dýrari kostur við þorskveið- ar. Þetta er ekki hagræðing, heldur misbeiting valds. Það er áríðandi að þetta verði stöðvað." Önundur Ásgeirsson í Mbl. 1. mars. Sjónskekkja „Sú kynslóð, sem nú er að vaxa úr grasi, hlýtur siðar meir að geta haldið því fram að fjárhættuspil hafi verið mikils metið í uppeldi hennar. Börnin eru vitni að því þegar foreldrarnir eyða reglulega háum fjárhæðum þegar þeir freista gæfunnar, peningum sem gætu bætt hag fjölskyldunnar en hverfa þess í stað út í óvissuna. Heilu skemmtiþættirnr sem fjöl- skyldur fylgjast með saman eru helgaðir duttlungum heilladísanna og fjölmiðlar hampa þeim sem detta í lukkupottinn.... Og sumir lenda óneitanlega í lukku- pottinum. Málið er hins vegar orðið alvarlegt þegar þrá eftir skjótfengnum gróða leiðir fólk á glapstigu svo það missir sjónar á raunveruleikanum." Hanna Katrín Friðriksen í Lesbók Mbl. 1. mars. Herra jarðarinnar „Ég held að Dollý sé álíka mikilvæg uppgötvun og muni hafa jafn mikilvægar afleiðingar - og kjarn- orkusprengjan. Með sprengjunni gjörbreyttist allt. Maðurinn varð með sanni herra jarðarinnar, þvi hann gat gjöreytt henni. Nú verður hann með sanni guð sköpunarverksins, því hann getur loks marg- faldast án íhlutunar guðs, þess eina sem óllu kom af stað. Handhafi þessa valds verður ofaná.... í annála verður skrifað: Það voraði snemma 1997, tíð var góð og sauðburður lengi í minnum hafður." Stefán Jón Hafstein í Degi-Timanum 1. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.