Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 1997 13 Evrópumálin: Þorskígildi Hin skeleggi spænskættaði stjórn- málaskörungur og fyrrverandi utanríkis- ráðherra Danmerkur, Utfe Ellemann-Jensen, hefur gert víðreist um Evrópu undanfarin ár til að undirstrika rétt hinna smæstu þjóða í sameinaðri Evrópu. Hann er nú forystu- maður eins stærsta stjórnmálaflokks Dan- merkur og á eflaust eftir að hafa áhrif á framvindu mála. Þessi danski Evrópuprins hefúr aðstoðað útjað- ars-Grænlendinga i að fá tugi milljarða í vel- ferðarhjálp frá Evrópu í skiptum fyrir nokkra þorska til handa Þjóðverjum. íslendingar vita hvað loðna og síld þýðir í kaupum af þessu tagi og hafa ekki hingað til látist glepjast af fagur- gala Evrópuherranna. Jafnvel ódýrt rauðvín og bjór höfðar ekki til hins þráa Islend- ings þegar sjálfstæði hans er ann- ars vegar. Hann vill meðtaka frjálsræðið í áfóngum og vinna sig út úr þrengingum. Stjórnmálasamband viö Vatíkaniö Eitt af verkum Uffe Ellemanns- Jensens utanríkis- ráðherra var að taka upp að nýju stjórn- málasamband við Páfagarð sem legið hafði niðri frá því 1536, þegar danskur konungur lagði und- ir sig eigur kaþólsku kirkjunnar. íslend- ingar tóku þá þessu brölti Danakonungs með þrautseigjunni og undirgengust lút- erskuna eftir að kon- ungur hafði látið hálshöggva Jón Ara- son og syni. Þá eins og nú var klifað á því að þjóðlöndin væru smá og erfitt að stjórna ríkinu nema konungur réði kirkjunni. Það er þvi að vonum að Danir vilja ná sáttum í Evrópu eftir allar þær óværur sem þar hafa yfir- gengið á liðnum öldum. Ólíklegt er að átökum sé lokið og þíðan frá dögum kalda stríðsins hefur að- eins staðið í 10 ár. En það kann að vera gott fyrir Danmörku að hafa opið í allar gáttir. Danir eiga firn undir því að geta notað legu lands síns og mannauð til að skapa út- flutningstekjur. Þeir hafa ekki bara selt íslend- ingum vörur og hugmyndir heldur selt ógrynni af fiski í gegnum aldirnar frá íslandi, oft i gegnum einokunarsamtök. Danska kynlífsbyltingin Danir þröngvuðu upp á okkur ríkiskirkjunni, giftu prestana og hafa allar götur síðan staðið í ein- hvers konar kynlífsbyltingu. Fyrir Kjallarinn Siguröur Antonsson framkvæmdastjóri „A að stefna á Evrópusjóðina til þess eins að láta Alþýðuflokkinn útbýta ölmusufé frá Evrópu? Við höfum apað byggðastefnusukk eftir Dönum. En eigum við að láta danska vini eins og Jensen bjóða okkur meira af Evrópuréttum?“ að sunnan slendingar hafa nú látiö þýöa yfir 60 þúsund blaðsíður af lesmáli frá Brussel en enginn kannast viö að lesa þetta né nota, segir Siguröur í grein- inni. - Hjörleifur Guttormsson alþm. meö EES-samninginn í höndunum. nokkrum árum lauk þessu bram- bolti með samfarasýningum á sviðum næturklúbba í Kaup- mannahöfn. Hápunktinum náði klámið í sölubúðum með kynlífs- myndum af bömum og með frjáls- um fóstureyðingum. Margir Danir hafa og trúað því að Evrópuríkið leysti allan félagslegan vanda. Vel- ferðarríkið fælist í því að jafna að- stöðumun í ríkjum Evrópu og láta þá riku greiða niður kostnað í út- jaðrinum. Brussel-skilmálarnir íslendingar hafa nú þegar látið þýða yfir 60 þúsund blaðsíður af lesmáli frá Brussel. 6-10 manns hafa haft atvinnu af þessu. Nálægt 160 milljónir hafa farið i þessar þýðingar en enginn kannast við að lesa þetta né nota. Vissulega er þetta atvinna. Á að stefna á Evr- ópusjóðina til þess eins að láta Al- þýðuflokkinn útbýta ölmusufé frá Evrópu? Við höfum apað byggða- stefnusukk af Dönum. En eigum við að láta danska vini eins og Jensen bjóða okkur meira af Evr- ópuréttum? Grænlendingar hafa verið hræddir við að Danir vildu selja þá fyrir lítið, jafnvel leigja landið fyrir kjarnorkusorpeyðingarstöð. Leyfum flatlendisþjóðum í Evrópu að finna sínar matarholur en út- kjálkaþjóðir eins og íslendingar finni sjálfstætt sínar evrópuleiðir þegar henta þykir. Sigurður Antonsson Atvinnuréttur til sölu - undirstöðuatvinnuveg þjóðar til fárra fyrirtækja fsland er að því ég best veit eina landið I veröldinni, þar sem ríkis- valdið er að gefa atvinnuréttindi og auðlind sem hagur þjóðfélags- ins byggir á, til örfárra einstak- linga sem ráða fyrirtækjum og tryggja þeim milljarðagróða sem ná að selja þjóðareign áður en fólkið í landinu fær því breytt. Fólkið hefur aldrei fengið tæki- færi til þess að kjósa á milli flokka með stefnu sem tekur á heimild- inni til veiða á fiski annars vegar og þess hvort útgerðin eigi fiskinn í sjónum og megi selja hann út og suður að eigin vali eins og nú er stefna ríkisstjómar. Mótmæli sjómanna og varnaðarorö Allt frá því að kvótakerfinu var komið á árið 1984 hafa sjómanna- samtökin varað við afleiðingum kvótakerfisins með einni undantekn- ingu þó, þar sem formaður Vélstjóra- félags íslands lýsti yfir eindregnum stuðningi við kerfið með framseljanleg- um kvótum. Til þess að taka af öll tvímæli er rétt að birta hér aðvörun- arorð og afstöðu fulltrúa samtaka sjómanna 24. jan- úar 1984 þegar verið var að koma kvótakerfinu á. Tilvitnun í greinargerð Guðjóns A. Kristjánssonar og Oskars Vigfússonar „í niðurstöðukafla ábendinga, um val leiða, kemur fram að fuU- trúar FFSÍ og SSÍ eru mótfallnir aflamarksleiðinni. Eftir alla þá umræðu og vinnu sem farið hefur í að skoða þessa leið kemur í ljós, að annmarkar á henni eru svo margir og eftirlit svo mikið og kostnaðarsamt að jafngilt gæti tugum stöðugilda hjá ríkinu, sem væri þó engin trygging fyrir ör- uggu eftirliti með aflamarki sjö fisktegunda á árinu 1984. Við bendum þó á að auðveldara ætti að vera að framkvæma þessa leið hjá þeim bátum, sem eru með færri fisktegundir í lönduðum afla. Samt þyrfti að fylgjast með hámarksafla á þremur tegundum en jafnframt gæta þess að ekki verði fært á milli yfir á þær teg- undir, sem væru utan kvóta. Þetta eftirlit er þó engan veginn auðvelt. Margir bátar landa samtímis í ver- stöðvum og mikinn mannafla.þarf til, auk þess mun kvótaskipting leiða til þess að menn velji meira úr aflanum úti á sjó en verið hef- ur. Það er að segja lélegur og smár fiskur kemur ekki að landi. Má fastlega gera ráð fyrir að fiski verði landað fram hjá kerfmu víða um land. Auk þess mun sóknin ekki minnka fyrr en svo langt er liðið á vertíð eða ár, að menn telji öruggt, að þeir nái sínum kvóta á þeim tima sem eftir er og því óvist um spam- aðinn þegar upp er staðið. Afla- mark á togveið- um þarf hins vegar mun meira eftirlit bæði hjá bátum og togurum. Þar eru sjö tegundir kvótaskiptar en 4-5 utan kvóta. Enginn spamað- ur á sér stað í togveiðum, nema fækkun sóknardaga. Ef vinnslan vill dreifa aflanum yfir árið og fær ráðið útgerðarháttum, mun afli á úthaldsdag minnka hjá togurum og bátum og frumkvæði einstak- linga og aflasæld fær ekki notið sín í jafnri sóknardreifingu. Fjöldi tegunda í togveiðiaflanum mun valda því að mörg skip lendi í vandræðum með sína kvóta. Kvót- inn tryggir hvorki dreifingu afl- ans um landið né jafna atvinnu. Þar sem útgerð stendur höllum fæti vegna lítils afla versnar af- koman enn frekar, og það sem verra er, vonin um betra gengi er einnig frá mönnum tekin. Þetta mun leiða til uppgjafar og færslu á kvóta milli landshluta eða staða, sem við eram algjörlega mótfalln- ir og teljum að útgerðarmenn hafi ekki eignast kvótann einir og sér, heldur eigi skipstjóri og skipshöfii fulla aðild að þeim afla sem á skip hefur komið.“ Það fer sem sagt ekki á milli mála að við þeirri þróun sem varð samfara kvótakerfinu var varað um leið og kerfinu var komið á. Það er í raun nokkuð merkilegt að líta til þess hversu sannspáir menn voru í FFSÍ og SSÍ þegar litið er til baka og þeirra vandamála sem kvótakerfinu hafa fylgt. Það er auðvitað hægt að stinga hausnum í sandinn og segja, líkt og sumir, að best sé að festa kvótakerf- ið í sessi lítt eða alveg óbreytt til framtíðar. Núverandi staða Fróðlegt verður að sjá hvernig Alþingi ætlar að afgreiða þau mörgu mál sem þar hafa komið upp varðandi breytingar á kvóta- kerfinu. Það er von mín að þar verði í vetur stigin þau skref að réttur fólksins til atvinnu, bæði sjómanna og fískverkafólks, verði betur tryggöur en nú er og það óréttlæti sem óheft kvótaframsal er verði aflagt. Ég vonast til þess að allir þeir sem vilja braskið burt, hvar sem þeir eru í stjóm- málaflokki, láti ekki deigan síga og kynni alþingismönnum sína af- stöðu í orði og verki á fundum, í viðtölum með bréfaskriftum eða undirskriftum. Höfnum ranglæti og vinnum að réttlæti. Guðjón A. Kristjánsson „Fólkið hefur aldrei fengið tæki- færi til þess að kjósa á milli flokka með stefnu sem tekur á heimild- inni til veiða á fiski annars vegar ogþess hvort útgerðin eigi fískinn í sjónum.“ Kjallarinn Guðjón A. Kristjánsson forseti Farmanna- og fiskimannasambands ls- lands Með og á móti Undanþágur í öryggismál- um fiskiskipa Búið að gera aðstandendur stórskelkaða „Öryggi um borð í fiski- skipum þarf að vera mjög sterkt og ábyggilegt. Ég hef staðið í þeirri trú að þannig væri það. Ég á hins 1 ° OVUIIII Lt'UMUII, vegar erfitt formaöur ÚtgorBar- með að átta félags Akureyr- mig á þeirri lnea' umræðu sem nú á sér stað um stöðguleika. Það á vissulega að skoða öryggis- mál út í hörgul hjá þjóð sem á allt sitt undir sjósókn. En þessi umræða kom mér í opna skjöldu - ég á illt meö að skilja hana. Ég er búinn að standa í útgerö í ára- tugi og hef átt mikil samskipti við Siglingastofnun - þar eru harðir naglar sem gera miklar kröfúr. Stöðugleiki fiskiskipa er náttúrlega ákveðin formúla og ég hélt að allt slíkt væri frágengið t.a.m. með skip sem hefur verið breytt eða í smíðum í Póllandi. Þau hafa gengið í gegnum mjög strangt eftirlit - það þekki ég sjálfur. Ég ætla ekki að vera með alhæfingar en mér finnst þetta allt djúpt í árinni tekið með Sigl- ingamálastofnun sem ég hélt að gegndi sinu hlutverki vel - að gefa í skyn að eitthvað ægilegt sé á ferðinni held ég að sé upp- spuni. Það er haft eftir Kristjáni Pálssyni að 500 sjómenn séu nán- ast í stórhættu. Það er eitt að taka upp mál og fylgja því eftir en það er of langt gengið þegar fólk gerir aðstandendur sem á fólk úti á sjó stórskelkað. Ég trúi ekki að ástandið sé svona slæmt.“ i Ragnheiöur Jóhannesdóttir þingmaöur. Stöðugleika- prófanir á öll skip „Upplýsing- arnar sem koma fram í skýrslu um stöðugleika fiskiskipa frá Siglingastofn- un íslands eru mjög_ alvarleg- ar. Ég tel að þær reglur sem settar em um stöðugleikaprófanir eigi að gilda um öll skip - sérstaklega vegna þess að menn hafa verið að breyta skipum til að uppfylla kröfur um reglur fiskveiðistjórn- unar sem raska stöðugleika þeirra. Það kemur mér á óvart að athugun sem gerð var á 44 bátum á Vestfjörðum skyldi að- eins einn þeirra uppfyOa skilyrð- in. Þetta eru skelfilegar upplýs- ingar. Mig undrar að slík úttekt skuli ekki hafa verið gerð fyrr. Ef svona sambærilegar upplýs- ingar hefðu komið fram sem heyrðu undir ráðherra í útlönd- um hefði hann vísast þurft að segja af sér embætti - svo alvar- legra upplýsinga að fjórðungur skipa uppfylli ekki skilyrði um stöðugleika. Ég tel að sjómenn eigi kröfu á að tekið verði á þess- um málum. Öryuggismál þeirra verða að vera í fyrirrúmi. Ég gagnrýni líka að ekki hafa komið fram upplýsingar um hve margir sjómenn eru á þeim skipum sem ekki uppfylla kröfur um stöðug- leika - hve margir sjómenn séu að hætta lífi sínu í hvert skipti sem látið er úr höfn.“ -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.