Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Qupperneq 14
14 4. ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 1997 Heilsað upp á hestaáhugamenn: Heill menningarheimur fyrir utan borgarmörkin Hestamennska er ein af þeim tóm- stundaiöjum sem íslendingar sækja sífellt meira i. Og af einhverjum ástæöum virðist hestamennskan verða eitthvað stærra og meira en venjuleg tómstundaiðja fyrir þá sem á annað borð fá í sig bakteríuna. Innan hestamennskunnar má finna heilan menningarheim, eins konar menningarkima fólks sem lifir og hrærist í heimi hesta og útiveru. Hestamennska er bæði dýrt og tíma- frekt sport en samt er eitthvað svo heillandi við hana að hundruð ís- lendinga eru reiðubúin að skjótast í hádeginu til að gefa og moka og eyða síðan kvöldunum ekki fyrir framan sjónvarpið heldur í félags- skap dýranna og annarra hestaá- hugamanna. Blaðamaður og ljósmyndari Tilve- runnar skutust út fyrir bæjarmörk- in til að heilsa upp á nokkra hressa hestavini og fá þá til að útskýra hvað það væri sem gerði hesta- mennskuna svona einstaka. Bryndís Björk Karlsdóttir: Hestamennskan ólýsanlega gefandi Tilveran rakst á konu sem var í óðaönn að moka snjó frá hesthúsun- um. Þar var á ferð Bryndís Björk Karlsdóttir sem tók vel í að spjalla við blaðamann. „Maður var á hestum í sveit hér áður fyrr en fyrir þremur árum keypti faðir minn hesthús hér og þá byrjaði maður á fúllu. Þetta var alltaf draumurinn." Bryndís Björk segir hestamennskuna vera bráðsmit- andi áhugamál. „Ég er búin að vera hérna föst á hveijum einasta degi, ég kem upp eftir þó það sé ekki nema bara til að finna lyktina. Maður þarf ekki einu sinni að fara á bak, bara koma, moka skítinn og dúlla sér í kringum þetta. Það er margfalt þess virði.“ Bryn ekki ein í þessu því að öll fjölskyldan er á kafi í hestamennsku. „Mamma og pabbi eru í þessu, bróðir minn, mað- urinn minn og synir mínir." En hvað heldur hún að geri það að verkum að fólk verði svona heltekið af hesta- mennskunni? „Það er bara svo gaman að þessu og þetta gefur manni rosa- lega mikið. Að vera á baki á góðum hesti er bara meiri háttar. En annars er erfitt að lýsa þessu. Umgengnin við hestana, hirðingin, útreiðamar 1 góðu verði og félagsskapurinn. Allt þetta er frábært." Bryndís Björk er í hverfi hestamannafélagsins Andvara og seg- ir andann vera góðan. „Þeir eru t.d. með hestanámskeið fyrir krakk- ana sonur minn er á einu slíku. Svo er opið hér i félagsheimilinu á laugar- dögum og sunnudögum, þá fær fólk sér kaffi og bjór. Það er mjög gaman og notalegt." Synir Bryndísar eru 14,10 og 3 ára og eru allir á kafi í hestamennskunni. „Það er ómögulegt þegar bara einn í fjölskyldunni er í hestunum. Fyrst var það bara ég og ég var komin með móral að skilja alltaf krakkana effir heima. Því fékk þessi 14 ára hest þeg- ar hann fermdist í fyrra, svo byrjaði sá 10 ára og er kominn á fullt og þessi 3 ára fylgir fast á effir. Svo smitaði ég manninn minn. Þetta er nefhilega bráðsmitandi." Bryndís Björk hefur lítið getað sinnt hestamennskunni undanfarið þar sem hún er að ná sér eftir handleggsbrot. Hún kveöst hafa saknað hestanna mjög á meðan. „En ég er rétt að byrja aftur, þetta er allt á góðu róli.“ Bjork er al- deu Hér er Bryndís Björk Karlsdóttir í góöum félagsskap þeirra Blesa og Reyks. Hún og öll hennar fjölskylda eru á kafi í hestamennskunni sem er bráösmitandi áhugamál aö hennar sögn. DV-mynd ÞÖK. 1 t V11 j>Té | n & 3 Gunnar Rúnarsson: Hálendisferðirnar rosalegar Næst sneri Tilveran sér að Gunnari Rúnarssyni og Varma sem voru á leið inn í hús. Gunnar Rúna- rsson hefur verið viðloðandi hesta- mennskuna frá fæðingu og hún er eitt aðaláhugamálið. En er öll fjöl- skyldan með? „Núna eru það aðal- lega bara við systir mín. Við erum þau sem entust i þessu.“ Gunnar segir hestamennskuna vera ólækn- andi bakteríu þegar hún komi á annað borð. En hvers vegna? „Það er fyrst og fremst útiveran og svo hefur þetta fylgt manni frá því maður var krakki í sveitinni." Hann hefur líka verið að temja og hefur gaman að því. „Svo hefur maður smá aukapening upp úr því.“ Gunnar kemur á hverjum degi til aö huga að hestunum og segist alltaf fara á bak ef veðrið leyfi. „Það er mest riðið út á vetuma en á sumrin er meira um hestaferðir. Ég hef farið tvö undanfarin ár upp á hálendi, þá er hver maður með þrjá til fjóra hesta og það er alveg rosalega gaman. Það er stefnan að endurtaka leikinn í sumar, það verður að halda þeim í þjálfun," segir Gunnar og klappar Varma. -ggá Gunnar Rúnarsson segir útiver- una stóran þátt í hve hesta- mennskan sé skemmtileg. Und- anfarin ár hefur hann fariö í 10 daga hálendisferö og hyggst endurtaka leikinn í sumar. DV-mynd ÞÖK. Oddur Helgi Bragason: Samvera og félagsskapur Oddur Helgi Bragason og Neisti voru á röltinu í rólegheitunum þeg- ar Tilveran fékk Odd í spjall. Odd- ur er búinn að vera á fullu í hesta- mennskunni í þrjú ár þótt hann hafi alltaf verið viðloðin hana. „Maður byrjaði sem krakki en svo komu margar pásur þó maður stefndi alltaf á að halda áfram. Ég er á kafi í þessu núna, það mikið að mörgum finnst nóg um!“ Fjöl- skylda Odds er ekki í hesta- mennskunni með honum en hann stundar þetta reglulega í góðra vina hópi. En er þetta ekki lega mikil vinna? „Þetta er frí frá hinni vinnunni. En jú, jú, þetta er heilmikil vinna. Við vinirnir skiptumst á að moka og gefa þannig að við getum tekið okk- ur tveggja, þriggja daga frí frá þessu ef við verðum yfirþyrmandi þreytt- ir. En ef ég verð þreyttur þá fer ég ekki á bak. Þá er ég aftur á móti að kemba og spóla i kringum vinina.“ Oddur segir veðrið spila stóra rullu í því hve duglegur hann sé í að fara á bak. „Ég fór á bak upp á hvem einasta dag í janúar enda var veðrið frábært. Febrúar var hins vegar verri þannig að það hefur ekki gengið jafn vel að fara á bak. Annars reyni ég að fara flesta daga, jafnvel þó að veð- rið sé leiðinlegt. Það er þess virði." En hvað er það besta v i ð Oddur Helgi Bragason hefur alltaf ver- iö mikill hestaáhugamaöur. Hann seg- ir félagsskapinn viö hestana og aö geta sinnt áhugamáli í góöra vina hópi gera hestamennskuna einstaka. DV-mynd ÞÖK hestamennskuna? „Það er fyrst og fremst félagsskapurinn við skepn- umar og að geta verið með vinum sem hafa sama áhugamál. Maður getur ekki farið fram á meira.“ -ggá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.