Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 1997 15 Mikið um að vera hjá Fáki: Samhent fólk sem skemmtir sér - hestamennska er lífsstíll, segir Bragi Ásgeirsson formaður „Það er alltaf feykilega mikið um að vera hjá okkur,“ segir Bragi Ás- geirsson, formaður hestamannafé- lagsins Fáks, þegar hann var inntur eftir því hvort ekki væri öflugt fé- 400 hesta sem eru fyrir einstaklinga sem kjósa að leigja sér aðstöðu. Svo eru geysistór hverfi fyrir þá sem eru með eigin hús. Við erum með þrjá velli og aðstöðu í Reiðhöllinni. Þetta margt skemmtilegt að finna. „Það var t.d. hið árlega kvennakvöld þann 1. mars, það er alltaf mjög vin- sælt og uppselt með margra daga fyrirvara. Það er alltaf ákveðið hverfi i hestamennskunni auk þess sem allar atvinnustéttir skemmti sér saman. „Yngsti þáttakandinn á vetrarmótinu var t.d. 5 ára og elsti virki meðlimurinn er 95 ára.“ Bragi Ásgeirsson, formaður hestamannafélagsins Fáks, segir mikið um að vera í félagslífinu enda sé hér á ferð stærsta hestamannafélag landsins með um þúsund félagsmenn. DV-mynd Pjetur. lagslíf hjá Fáki. „Fákur er stærsta hestamannafélagið á landinu, með um eittþúsund félaga og það eru 2500 hestar á svæðinu hjá okkur. Þetta er fólk sem heldur mikið sam- an og það er mikið um að vera hjá okkur meira eða minna allt árið. Félagið er með félagshesthús fyrir er ansi stórt batterí, alltaf nóg við að vera.“ Öflugt félagslíf Fákur var einmitt að gefa út fréttabréf þar sem farið er yfir dag- skrána og þar er svo sannarlega þema og í ár var „sixties“-kvöld. Fyrsta vetrarmótið var síðan þarsið- asta laugardagskvöld, það er stór sýning í Reiðhöllinni í apríl, svo höldum við þriggja daga mót og hvítasunnumót er á dagskrá. Dag- skráin er alltaf full.“ Bragi segir að kynslóðabilið Mikil rómantík í hesta- mennskunni Er mikið um að fólk fæðist hrein- lega inn í hestamennskuna og haldi síðan áfram? „Já, það er töluvert um það. Foreldrarnir eru kannski bæði í þessu, siðan koma bömin, þau giftast síðan og oft ánetjast þá makinn hestamennskunni líka. Þetta hleður utan á sig í allar áttir.“ En er ekki líka mikil rómantík innan hestamennskunnar? „Jú, jú, mikil ósköp. Geysilega mikil, enda er félagslífið öflugt. Þetta byrjar á haustin þegar það er rólegt í hesta- mennskunni sjálfri og er síðan meira eða minna allan veturinn, bæði uppákomur, mót og annað. Á sumrin eru síðan ferðalög." Og er lítið talað um annað en hesta þegar hestamennimir hittast og skemmta sér? „Það er voða ofarlega í mönn- um en fólk hefur áhuga á ýmsu öðru,“ segir Bragi. En hver er galdurinn, hvað er svona heillandi við hestamennsk- una? „Félagsskapurinn er mikill, svo vilja menn bindast hestunum miklum tilfinningaböndum. Þetta verður bara ákveðinn lífsstíll hjá fólki sem fer út í þetta. Svo tekur þetta það mikinn tíma að annað sport vill verða útundan, því era margir ekki í neinu öðra en hesta- mennskunni. Annars er erfitt að skýra af hverju fólk ánetjast þessu, það bara gerir það,“ sagði Bragi að lokum. -ggá Járnun hesta: Rétt fótstaða mjög mikilvæg Hjalti Geir Unnsteinsson er einn af hestaeigendum og hestaáhuga- mönnum landsins en hann hefur einnig tekið að sér að jáma hesta fyrir fólk. Blaðamaður DV er fá- fróður um þessa iðn og tók Hjalta Geir því tali til að fræðast um járn- ingar. „Ég hef haft þetta að aukastarfi í u.þ.b. 2-3 ár en ég lærði þetta hjá Valdimari Finnssyni i Mosfells- bænum. Það er æskilegt að jáma upp á svona fjögurra til sex vikna fresti. Skeifurnar eru seldar fjölda- framleiddar í ákveðnum stærðum og síðan lagar jámingamaðurinn þær til fyrir hvem og einn hest sem hann járnar. Það verður að gæta þess að þær fari vel undir þannig að hófurinn hafi svigrúm til að þenjast aðeins á skeifúnni." Hjalti Geir segir hestana al- mennt rólega meðan þeir eru járn- aðir. „Þeir geta að vísu tekið kippi en hestar sem era vel undirbúnir frá fyrstu járningu eru yfirleitt góðir. Það eru ekki nema hestar sem lenda í einhveiju óhappi i fyrstu járningu sem geta orðið erf- iðir. Það getur farið mjög illa með fætur hestsins sé hann ekki rétt jámaður, það reynir mjög á sinar og annað. Það verður alltaf að gæta að því að fótstaðan sé rétt. Ef menn kynna sér eitthvað hesta sjá þeir yfirleitt ef fótstaða er röng.“ Hjalti Geir segir marga hestamenn sinna þessum þætti vel en alls ekki alla. „Það sem helst er ábótavant er að menn gleymi að snyrta hófa þegar rifið er undan og sett á haustbeit. Járningamenn snyrta hófana en fólk getur gert það sjálft leiti það sér ráðlegginga." En hvað er lengi verið að jáma einn hest? „Ætli ég sé ekki svona 20-30 mín- útur að því.“ -ggá Hestaleigur: Fáum sífellt fleiri íslendinga - segir Þórarinn Jónasson í Laxnesi Eflaust fýsir marga að prófa að skreppa á bak öðru hverju en hafa ekki aðgang að hestum. Svo eru enn aðrir sem vilja kynna erlendum gestum íslenska hestinn sem er ein- stakur í sinni röð. Það er einmitt þama sem hestaleigumar koma inn í myndina en þær eru fjölmargar víða um land. Fáum alls kyns fólk Hestaleigan í Laxnesi í Mosfells- bæ er stærsta hestaleiga landsins með 140 hesta. Tilveran tók Þórarin Jónasson, eiganda Laxness, tali og spurði hvenær mesti annatíminn væri. „Fólk er að leigja sér hesta allt árið og við fáum alls kyns fólk til okkar. Það er mikið um útlendinga, hingað koma fjölmargir vinnustaða- hópar og íþróttahópar og svo eru ís- lendingar að koma hingað með er- lenda gesti. En það er líka mikið um fólk sem langar til að smella sér á bak og kemur með alla fjölskyld- una.“ Ný hlutföll Þórarinn segir hlutfallið milli út- lendinga og íslendinga, sem séu að leigja sér hesta, vera að breytast. „Fyrir 10 árum vora um 90% þeirra sem leigðu sér hesta útlendingar en nú myndi ég segja að hlutfallið væri komið í um 60% útlendingar, 40% íslendingar. Það er gaman að geta boðið íslendingunum upp á þetta, þeir hafa gaman af þessu enda eru að opnast ýmsir möguleikar fyrir fólk að ferðast um landið. Þetta var ekki gert fyrir nokkrum árum, fólk Þórarinn Jónasson í Laxnesi rekur hestaleigu meö 140 hesta. Hann segir aö gera alian ársins hring, allir séu hrifnir af íslenska hestinum. DV-mynd ÞÖK fór bara í sólarlandaferðir." Ekki bara byrjendur Hvemig era Islendingamir sem koma til að leigja sér hesta. Eru það bara byrjendur sem langar til að prófa? „Nei, það er töluvert mikið um fólk sem er vant en he ur ekki tíma til að halda hesta en langar að skreppa." Þórarinn var einn af frum- kvöðlunum í útflutningi íslenska hestsins. Hvemig líst útlendingun- um á íslenska hestinn? „Ofsalega vel. Hann er ekki of stór þannig að fólk er ekki hrætt við hann. Hann er líka mjög passlegur fyrir krakka, algjör fjolskylduhestur og mjög blíður í skapinu." -ggá lllt atlæti jafnt semgott Á hverri siðu fomsagnanna má sjá hlutverk hestsins í þjóð- lífinu. Hvað sem gera þurfti var riðið milli bæja. Það er eins og íslendingar hafi ekkert gert annað til foma en að flennast um landið á flugvökrum gæð- ingum, enda orðaði þjóðskáldið það svo: „Þá riðu hetjur um héruð.“ Hátindurinn var síðan hin árlega alþingismannareið þar sem hundruð „hesta- manna“ úr öllum landsfjórö- unum hittust við Öxará. Oft miklar hörmungar En hversu mikið dálæti sem menn höfðu á hestinum átti hann samt ekkert sérlega gott atlæti hér á landi. Það þótti sjálfsagt að láta hross ganga sjálfala jafnt sumar sem vetur og menn vildu ekki hafa fyrir því að afla þeim heyja. Hrossa- eign var mjög mikil, eða um Í 30-40 þústmd, og alls staðar virðist hafa verið fullt af stóð- um. Hestarnir fitnuöu á sumr- um en horuðust á vetuma. Þaö þekktist nefhilega varla fyrr en á 19. öld að reisa hesthús og s naumast var haft fvrir því að gefa hey á gaddinn. Af því leiddi það hörmungarfyrirbæri að oft varð hrossafellir á hörð- j um vefrum. Á hvíta vetri 1633 fennti t.d. 100 hesta til bana á Kjalarnesi og 1754 féllu 4 þús- und hross á Norðurlandi. Á I hverju harðindaári virðast hundruð hesta hafi fallið víða um sveitir en hámarki náði það . í móðuharðindunum 1784 þegar 30 þúsund hross um allt land drápust. Gullöld rís En á seinni hluta 19. aldar hófst hér á landi eins konar gullöld hestsins. Þjóðin var þá að rétta úr kútnum og vora æ meiri kröfur gerðar til aukinna samgangna, vöruflutninga og verslunar. Þá margfölduðust | líka gufuskipaferðir til landsins : og þurfti því stærri klyfjalestir til aö færa vaminginn til og frá sveitunum. Einmitt á þessum tíma uppgötvaði þjóðin, einkum hinir efnaðri bændur, hvílíkum j frábæram kostum hestur þeirra var búinn. Erlendir ferðamenn lofsungu hann og þá var uppi Iskáldið Grímur Thomsen sem flutti hestinum hvem dýrðaróð- inn á fætur öðram. Frægastur þeirra er Sprengisandskvæðið en skáldið haföi í raun og veru riðið yfir Sprengisand. Á þessum timum átti hver maður sinn reiðhest, jafnt í sveitum sem kaupstöðum. Fák- ar skáldanna urðu frægir, svo sem Sóti Gríms Thomsens, Fálki Einars Benediktssonar, Kolbakur Stefáns frá Hvítadal og síðast en ekki sist Glæsir Hannesar Hafsteins, rauðskjótti gæöingurinn sem hann reið við hlið Friðriks konungs 8. i ferð- inni um landið 1907. Heimildir fengnar úr Undra- veröld dýranna frá Veröld. -ggá I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.