Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 1997 Ásmundur Pálsson: Auðvelt að ganga of langt „Ég held að íslendingar séu árás- argjarnari í sögnum nú en þeir voru á árum áður en það er samt ekki hægt að segja að sú þróun hafl kom- ið jafnt og þétt. Það er miklu fremur hægt að tala um að þetta komi í bylgjum og mér finnst ég hafa orðið var við að heldur hafi dregið úr árásargiminni í síðustu árum. Ætli menn hafi ekki verið famir að sjá að hægt var að ganga of langt í þess- um efnum og of mikil árásargirni hreinlega borgaði sig ekki,“ sagði Ásmundur Pálsson, margfaldur landsliðsspilari, sem hefur verið í fremstu röð keppenda í hálfan fjórða áratug. „Hér á landi hefur gilt algerlega frjáls notkun á ýmiss konar sagn- venjum en erlendis em þær meira og minna takmörkunum háðar. Hér er allt leyfilegt og menn bæði vinna og tapa á því. Ég held til dæmis að við höfum spillt ákaflega mikið fyr- ir bridge sem áhorfendaíþrótt. Ég man eftir mótinn þegar hús- fyllir var af áhorfendum þrjá daga í röð í heimsókn breskrar sveitar hingað. Ég held að það sé alveg ljóst að bridge er að einangrast og fyrir þvi em margar ástæður. Ein er sú hve sagnkerfin eru flókin og áhorf- endur eru hættir að skilja það sem fram fer. Önnur að umgjörðin í kringum keppnir er ekki nægilega smart. Ég man eftir því þegar við spiluðum í gamla daga með dúkuð borð með hvítum dúkum og allir vom prúðhúnir. Það hefur aðdrátt- arafl fyrir fólk. I þriðja lagi má nefna varðandi Flugleiðamótið að húsnæðið (Hótel Loftleiðir) nægir hvergi orðið fyrir allan fjölda spilar- anna og það hefur neikvæð áhrif á marga. Mér er sagt að íslendingar séu orðnir mjög þróaðir í sagnkerfum en ég hef ekki fylgst mikið með því hvar við stöndum í þeim efnum miðað við aðrar þjóðir. Hins vegar veit ég af þvi að íslendingar hafa lært mikið og tekið framforum af auknum samskiptum okkar við aðr- ar þjóðir og þar spilar Flugleiðahá- tíðin ekki lítið hlutverk," sagði As- mundur. -ÍS Erlendir keppnisspilarar hafa gaman af því að glíma við grimman og háþróaðan sagnstíl Islendinga. Mynd- in er af Bandaríkjamönnunum Alan Sontag og Mark Feldman sem hér etja kappi við Frakkana Alain Levi og Christian Mari á Flugleiðamótinu í síöasta mánuöi. DV-mynd ej Hræddir við sagntækni Islendinga - segir landsliðsspilarinn Jón Baldursson „Það er staðreynd að Island er orðið mjög framarlega í þróun sagn- kerfa í heiminum, það er engin spurning. Einnig má segja að íslend- ingar séu þekktir fyrir ákveöinn og árásargjaman sagnstíl," sagði Jón Baldursson sem verið hefur fasta- maður í landsliði íslands síðastliðin 15 ár. Jón Baldursson hefur áunnið sér nafn sem einhver fremsti spilari veraldar, en hann var í landsliði ís- lands sem varð heimsmeistari í Yokohama 1991 og hefur einnig orð- ið heimsmeistari í einmenningi. Jón hefur mikla reynslu af spila- mennsku á alþjóðavettvangi. „Ég hef orðið var við það aö er- lendir spilarar eru skíthræddir við sagnkerfin okkar og vonast til þess þegar þeir spila gegn íslandi að það sé ekki mikið um slemmur. Þeir gera sér grein fyrir því að við stönd- um þeim framar í sagntækni við að ná slemmunum. Aftur á móti standa bestu þjóðirnar okkur framar i sum- um efnum eins og til dæmis vörn- inni eða úrspilinu. Ef við til dæmis stæðum jafnfætis Frökkum í vörn og úrspili værum við alltaf á toppn- um. Erlendir spilarar eru einnig nokkuð hræddir við grimman sagn- Hagstœð kjör Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama dag er 50% afsláttur af annarri auglýsingunni Smáauglýslngar §§o §090 q'tt millJ himinr íslenskir bridgespilarar eru þekktir fyrir grimman sagnstíl og hávísindaleg sagnkerfi. Siglfiröingarnir Birk- ir Jónsson og Ásgrímur Sigurbjörnsson etja kappi við Guölaug R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson. DV-mynd ÍS stíl okkar og óvenjulegar hindrun- aropnanir. En þeir eru eitthvað farnir að venjast þeim og kunna bet- ur á þær en áður. Ákveðnar opnan- ir okkar valda þeim hins vegar alltaf mikl- um erfiðleikum. Islendingar eru ekki einungis með fullkomin relay- kerfi, heldur einnig önn- ur vel ú t - fær ð sagn- kerfi. Svo landsliðs- spilararnir Guð- mundur Páll Amar- Íson og Þorlákur Jónsson séu tekn- ir sem dæmi, þá eru þeir með eina fullkomnustu útfærslu sem þekkist á standardkerfi," sagði Jón. Sjúkleg nýjungagirni íslendinga Einar Jónsson er keppnisspilari sem þekktur er fyrir að vera vel les- inn í fræðunum og fylgjast vel með þróun bridgemála í heiminum. Einar segir að það sé ekkert sérlega mikið skrifað um sérstöðu íslands í erlend- um bridgebókum né vangaveltur um það hvað veldur góðum árangri svo smárrar þjóðar. „Ég hjó sérstaklega eftir því í nýrri kerfisbók um daginn um nýjar aðferð- ir i spilamati og sagntækni eftir John Drabble frá Nýja-Sjálandi, að það var í fyrsta skipti sem ég man eftir því að minnst var á ísland. Þá var varpað fram þeirri spurningu af hverju þessi litla þjóð hefði náð svona langt. í bók Drabble kom fram sú skoðun að hann teldi ástæðuna vera þá sagntækni eða þau sagnkerfi sem íslendingar nota. Það hefur ekki verið skrifað mikið um afrek íslendinga í bókum, en að vísu voru því gerð ágæt skil í bókinni um HM i Yokohama þar sem ítarlega var farið ofan í saumana á sagnkerfi íslensku paranna. Frammistaða Is- lendinga er eitthvað sem kemur miklu frekar fram í samtölum manna á með- al eða i bridgetímaritum." Einar var spurður að því hverja ástæðu hann teldi vera fyrir sérstöðu Islands. „Ég held að það séu margir sam- verkandi þættir. Einn þeirra er fá- mennið á íslandi og nálægð spilar- anna hér á höfuðborgarsvæðinu. Ann- að sem skiptir miklu máli er skortur á hefð hér á íslandi. Hér var þorri landsmanna að spila Vínarkerfið með örfáum undantekningum alveg fram undir 1970. Þegar metnaðarfyllri keppnisspilarar gáfust upp á þvi sagn- kerfi og það lét undan síga fyrir öðr- um, þá var leiðin greið fyrir önnur. Margar öflugustu bridgeþjóðir heims glíma við hefðbundin sagnkerfi, til dæmis Bretar með sitt eðlilega Acol- sagnkerfi og Bandaríkjamenn með sinn standard. Þar og í öðrum löndum er áratugahefð fyrir sagnkerfum sem erfitt er að brjótast úr. Þriðji þátturinn sem skiptir einnig miklu og ef til vill mestu máli er þessi sjúklega nýjungagirni íslendinga. Þeir hafa alla tíð verið duglegir að eltast við allar nýjungar og tískustrauma og eru fljótir að taka þá upp,“ sagði Ein- ar. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.