Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 1997 17 Sérstaða íslendinga í bridge: Vísindalegir og árásargjarnir Það kom mörgum á óvart Iþegar íslendingar urðu heims- meistarar í bridge árið 1991. Það þóttu ekki aðeins stórtið- indi hér á landi heldur ekki síður erlendis. Fram að því hafði engin smáþjóð hampað heimsmeistaratitli og afrekið því enn meira en eUa. Einnig verður að taka það með í reikn- inginn að bridge er ein vin- sælasta keppnisgrein heims. Aðeins knattspyrnan státar af fleiri keppendum. Hér á íslandi eru skráðir á fjórða þúsund keppnisspilarar og að sjálf- sögðu er það heimsmet ef mið- að er við höfðatölu. íslendingar hafa ekki ein- ungis sérstöðu á þvi sviði held- Iur og því hvemig sagnkerfi hafa þróast hér á landi. Allir bridgespilarar þurfa að nota ákveðin sagnkerfi sem þeir beita til að lýsa spilum sínum. Sagnkerfin í bridge í heimin- um hafa tekið breytingum og gerast sífeUt vísindalegri. Þar hafa íslendingar ekki látið sitt eftir liggja og fremstu spilarar landsins eru þekktir fyrbr aö vera langt komnir i fræðunum í og jafnvel vera leiðandi í nýj- ungum sem fram koma. Fáar þjóðir þykja beita eins hávís- indalegum aðferðum og orðstír landans er farinn að berast út. Sagnkerfín eru ekki einungis hávísindaleg heldur eru íslend- ingar einnig þekktir fyrir að : vera „árásargjarnir" (agressi- ve) í sögnum. Árásargimi ís- lendinga í sögnum varð heims- þekkt eftir keppnina um Bermúdaskálina í Yokohama árið 1991. Eftir hverja heims- meistarakeppni eru gefnar út ítarlegur bækur þar sem farið er yfír öU spUin í úrslitaleikj- unum. Þar kom glögglega í Ijós sú árásargirni sem einkennir sagnstU íslenskra keppnisspU- |iara. Eðlileg kerfi Algengasta sagnkerfi verald- ar í bridge er standardkerfi (eðlUegt) en áætlað er að þaö sé spilað af 7 af hverjum 10 spUur- um. HlutfaU eðlUegu sagnkerf- anna er reyndar miklu lægra meðal keppnisspilara. EðlUegt sagnkerfi gengur út á að báðir aðUar reyna að segja frá styrk og skiptingu spUa sinna á eðli- legan hátt. Spaðasögn lofar lengd í þeim lit, tígiUsögn lofar tíguUit, grandsögn sýnir yfir- leitt jafiia skiptingu spilanna og svo framvegis. En jafnvel í standardkerfun- um þarf að nota einhverjar gervisagnir. Aisiða er tU dæm- is í flestum kerfum að eftir grandopnun er notuð Stayman- sagnvenjan 2 lauf sem spyr opnunarhönd hvort hún eigi hálit (spaða eða hjarta) en sögnin 2 lauf segir ekkert um lauflit þess sem segir sögnina. Því flóknari sem sagnkerfin verða því fleiri gervisögnum er Ibeitt. Þau kerfi sem talin eru vísindalegust eru svokölluð „relay-kerfi“ (relay = að koma boðum áleiðis). íslendingar eru taldir vera mjög framarlega í þróun slíkra kerfa. Relay bygg- ist á því að annar aðUinn tekur völdin í sögnum og notar þrepasagnir tU að spyrja hina höndina ítarlega um skiptingu spUanna, styrk handarinnar og hvar styrkurinn er niðurkom- inn. Þegar upplýsingarnar liggja fyrir ákveður sá sem spyr hvar staðar skuli numið í sögnum. -ÍS Arangurinn er engin tilviljun - segir Jakob Kristinsson, framkvæmdastjóri Bridgesambandsins Jakob Kristinsson er fram- kvæmdastjóri Bridgesambands ís- lands og hefur spUað í landsliði ís- lands í opnum flokki. Jakob dvaldi fyrir skömmu í nokkra mánuði í Bandaríkjunum við keppnisspUa- mennsku og hann var eðlUega nokk- uð forvitinn að vita hvemig augum Bandarikjamenn litu á afrek fslend- inga. „Bandaríkjamenn hafa nokkuð einfalda skýringu á velgengni okk- ar. Á íslandi eru langir vetur og þar er ekkert annað við að vera en að spUa bridge. Annars hefur maður orðið var við þá skoðun hjá mörgum útlendingum að menn líta á góðan árangur íslendinga sem hálfgerða tílviljun. Þeir sem hafa fylgst með spUamennsku íslendinga sjá hins vegcu að árangurinn á sér eðlUegar skýringar." Jakob sagði að viðhorf Norður- landabúa væru öðruvísi en Banda- ríkjamanna. „SpUurum á Norður- löndunum kemur það ekki á óvart hvað íslendingar hafa náð langt. Þegar við mættum á Evrópumótið 1995 vom aUir sem reiknuðu með því að við yrðum í toppbaráttunni. Við byrjuðum mótið ekkert sérstak- lega vel og þá var umræðan á þá leið að það væri aðeins tímaspurs- mál hvenær sveitin tæki við sér. Svo þegar við náðum forystunni þótti öUum það eðlUeg þróun. Landsliðið sem varð Norður- landameistari 1992 var ekki skipað sömu spUumm og urðu heimsmeist- arar 1991 í Yokohama. Það þótti merkUegt á því móti hve auðvelt það virtist vera fyrir íslendinga að senda ný og ný andlit, án þess að það hefði áhrif á árangurinn tU hins verra.“ Rækta góðan móral Jakob telur að breytt og mark- vissari þjálfun landsliðsins hafi ráð- ið miklu um þann árangur sem náðst hefur á síðustu árum. „Fram að því að við urðum fyrst Norður- landameistarar (Reykjavík 1988) hafði best náðst þriðja sæti, en aðal- breytingin var sú að miklu meiri áhersla var lögð á undirbúning landsliðsins og þjálfun þess. Hún varð markvissari og meiri áhersla var lögð á gæði en magn. Það er eitt atriði sem má ekki gleyma, hvað íslendingar hafa lagt mikla rækt á að tryggja góðan móral innan landsliðsins. Það er í sjálfu sér ekkert vandamál þegar vel geng- ur að halda uppi góðum móral, en það reynir meira á það þegar sveit- in höktir. Þar skiptir fyrirliðinn miklu máli að tryggja að þessi atriði séu í lagi. Margar þjóðir með spilara í hæsta gæðaflokki hafa klikkað á því. Nær- tækasta dæmið er Pólverjar með frábæra spUara en hafa oftast nær frekar lélega fyrirliða sem spUar- amir í sveitinni bera enga virðingu fyrir.“ (íslendmgar spUuðu tU úr- slita við Pólverja á HM i Yoko- hama.) Frjálslynt viðhorf „Viðhorfíö hjá Bridgesamband- mu hefur einnig stuðlað að framþró- im bridge hér á landi. Viðhorfið ein- kennist af umburðarlyndi og að öU sagnkerfi verði leyfð. Það er einnig hluti af skýringunni. Erlendir gestir á Bridgehátíðum (sem haldnar eru á hverju ári í febrúarmánuði) hafa fengið að kynnast því að glíma við óvenju grimman sagnstU og fjöl- breyttar sagnvenjur íslendmga. Þeir eru ánægðir með að fá tækifæri tU þess.“ - Er spUamennska íslendinga á einhvem hátt frábrugðin því sem viðgengst hjá öðrum þjóðum? „ís- lendingar era þekktir fyrir grimm- an sagnstíl og einnig hávísindaleg kerfi. Að beita þessu saman getur orðið góð blanda sem erfitt er að eiga yið. Það virðist vera sú blanda sem íslendingar beita - og gengur ágætlega upp. Við erum vanir á íslandi aUs kon- ar uppreisnargjömu fólki og það er hátt hlutfaU af þeim spUurum hér á landi. Það þora aUir að prófa eitt- hvað nýtt og það er enginn hræddur við neitt,“ sagði Jakob. -ÍS íslendingar á góðri stund þegar þeir tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í Yokohama í Japan 1991. DV-mynd ÍS l------i BRIDGE OHAMA '1991 ' ÍLa; . V. Hávísindaleg sagnkerfi: Hagkvæmnin að leiðarljósi Ásgeir Asbjömsson var sá spUari sem fyrstrn- beitti relay-sagnvenjum í kerfi sinu, en hann var einn spUar- anna í landsliði íslendinga sem náði fjórða sæti á Evrópumótinu í Brighton 1987, sem veitti liðinu rétt tU þátttöku á HM í Yokohama 1991. Ásgeir sinnti ákveðnu brautryðjendastarfi og þró- aði nýja og bætta útgáfu sagnkerfis sem byggði á grunnhugmyndum relay-sagnkerfa. „Relaykerfi era ekki ný hugmynd, þau hafa í sjálfu sér verið tU frá 1960 eða þar um bU. Það sem var nýtt i minni útfærslu relay-kerfisins var metóðan eða aðferðafræðin sem ég beitti í kerfmu sem fékk nafhið Geir- fuglalaufið. Hún byggðist ekki á því að muna neinar sagnraðir nema að litlu leyti, heldur að beita kerfisbund- inni talningu tU þess að koma hend- inni tU skila í sögnum. Sú aðferð hef- ur þann kost að mistökunum fækkar og hægt er að byija relay í hvaða sögn sem er. í eldri relay-kerfum þurftu spUar- amir að eyða mUdum tíma í að við- halda sagnkerfinu. Þar þurfti relay- sagnröð að byrja á einhverri ákveð- inni sögn. Þriðji stóri kosturinn við Geirfuglalaufið er að relay-svörin eru miðuð við hámarkshagkvæmni og spamað á sagnrými. Ég reUmaði út tíðni skiptinga litanna og háspUa- styrks miðað við ákveðnar opnanir. Því algengari sem skiptingamar voru, því lægri vom svörin og meira sagn- rými skapaðist. Að auki setti ég inn í kerfið yfirfærslusagnir, í miklu fleiri stöðum en áður hafði tíðkast. Geirfúglalaufið er í raun sáraeinfalt og byggir ekki á því að muna flóknar sagnraðir heldur örfáar talnaraðir og um leið og þær eru á hreinu þá er kerfið að mestu komið á hreint. Talnaraðimar em 8 og þarf í raun og vem ekki að læra nema fyrstu tvær sagnimar í hverri talnaröð, afgangur- inn kemur af sjálfu sér. Ég reiknaði sagnraðimar út frá skiptingartöflum. Þetta byggist aUt á því að reikna skiptingu lita út frá lengd í einum Ut. Fjöldi spUa í einum lit ákveður tíðni fjölda spUa í öðrum litum. Ef tU dæmis lengd spaðans er 5 spU þá er líklegast að hjartalengdin sé 3 spU og það er því fyrsta svar í sagn- röðinni. Éf spaðamir era 6 þá er lík- legast að hjörtun séu 2. Þegar búið er að spyija um lengd í þeim tveimur lit- um þá er spurt um lengd í hinum tveimur sem eftir era. Því jafhar sem þeir skiptast, því lægra er svarið. Ég veit að þróaðar hafa verið ýms- ar útfærslur á mínu kerfi hér á landi eins og tU dæmis Ice-relay kerfi Jóns Baldurssonar, en það er byggt á svip- uðum grundvaUaraðferðum. Aðrar þjóðir hafa ekki, að því er ég best veit, farið að beita þeim aðferðum sem not- aðar era í mínu relay-kerfi. Ég kom einnig með aðra nýjung, árásargjamar og margræðar veikar opnanir á öðra sagnstigi, sem kaUaðar hafa verið fjöldjöflaopnanir. Það eru mjög grimmar opnanir, en ég er samt enginn fuUtrúi þess konar sagna. Þar tel ég að Jón Baldursson hafi farið fremstur í flokki. Honum hefur gengið vel með sinn grimma sagnstfl og hann hefur smitað út frá sér. Fjöldjöflarnir era hins vegar ákveðinn kerfisfarveg- ur fyrir grimmd í sögnum." Markvissari þjálfun „Ég held að sá árangur sem ísland hefur náð á undanfórnum árum sé samspfl margra þátta. Einn þátturinn er breytingamar sem áttu sér stað í þjálfunarmálum, að taka þau mun al- varlegar en gert hafði verið fram að þessu. I þjálfuninni var hugað miklu frekar að samsetningu liðsins, að vera ekki einungis með góða einstaklinga heldur samhent lið. íslenska landsliðið byrjar að ná góðum alþjóðlegum árangri í Brighton 1988, en þar var mjög samhent lið á ferðinni. Það var fyrst og fremst að þakka nýjum vinnuaðferðum i undir- búningi sem Hjalti Elíasson innleiðir. Bjöm Eysteinsson, sem síðar varð landsliðsþjálfari, útfærði þær aðferðir enn betur á næstu árum. Það háði lið- inu áður fyrr að undirbúningur var aldrei markviss. Það var ekki nægi- legt að mæta bara á æfingar." -ÍS Á myndinni eru nokkrir af fremstu landsliösspilurum íslendinga sem eru þekktir fyrir háþróub sagnkerfi. Frá vinstri eru Sævar Þorbjörnsson, Matthí- as Þorvaldsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Jón Baldursson og Þorlákur Jóns- son. Sævar, Matthías og Jón spila relay-sagnkerfi en Ljósbrá og Þorlákur standard- sagnkerfi. DV-mynd ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.