Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Blaðsíða 19
18 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 1997 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 1997 23 íþróttir íþróttir NBA 1 nótt og fyrrinótt: Karl Malone í miklum ham Fjórir leikir fóru fram í NBA í nótt og urðu úrslitin þessi: Toronto-Boston...........103-107 Rogers 17, Williams 16 - Day 27, Wal- ker 21. Chicago-Milwaukec ........108-98 Jordan 31, Pippen 25, Longley 13 - Roinson 23, Baker 16. Golden State-Utah .......104-111 Mullin 28, Sprewell 21 - Malone 41. Homacek 23. Sacramento-New Jersey . . 108-95 Rauf 22, Richmond 19 - Cassell 24, Gill 20. Það var í þriðja leikhluta sem meistarar Chicago tryggðu sér sig- ur. Scottie Pippen fór þá á kostum og skoraði 21 stig. Michael Jordan skoraði 24 stig í fyrri hálfleik en sat mikið á bekknum í þeim síð- ari. „Milwaukee er með gott lið en þeir réðu einfaldlega ekki við okk- ur“ sagði Jordan eftir leikinn. Karl Malone var í miklum ham og jafnaði mesta stigaskor sitt í vetur þegar hann setti niöur 41 stig, þar af 20 í síðasta fjórðung. Boston vann þriðja útisigur sinn á tímabilinu og náði loks að sigra eftir 13 tapleiki í röð. Úrslitin í fyrrinótt: Indiana-LA Lakers........101-85 Miller 27, Jackson 17 - CampbeU 28, Jo- nes 27. Vancouver-Utah............86-93 Peeler 25, Rahim 20 - RusseU 28, Malone 18. Miami-SA Spurs............79-72 Brown 16, Mashbum 15 - M. WUliams 28, Herrera 18. Minnesota-Charlotte......96-108 Gamett 19, Gugliotta 18 - Rice 39, Ma- son 15. Orlando-Seattle.........101-109 Anderson 20, Scott 17 - Payton 32, Kemp 17. Atlanta-Detroit ..........75-82 Laettner 21, Smith 19 - HiU 23, Dumars 22. New York-Cleveland .......90-82 Houston 28, Ewing 18 - PhiUs 24, Ferry 14. Dallas-Phoenix e. framl. 108-109 Finley 24, Strickland 16 - Kidd 23, Johnson 22. LA Clipp-Denver e. framl. 107-109 Vaught 25, D. Martin 19 - Mcdyess 33, L. EUis 29. Portland-Philadelphia . .. 112-95 Trent 20, Anderseon 20 - Iverson 25, Coleman 17. Gary Paton var í miklu stuði í liði Seattle sem vann góðan útisig- ur á Orlando og var þetta 9. sigur liðsins í síðustu 10 leikjum. Or- lando beið hins vegar sinn fyrsta ósigur í sjö leikjum eða frá því Richie Adubato tók við liðinu. Antonio McDyess tryggði Den- ver sigur á LA Clippers í fram- lengingu þegar hann skoraði sig- urkörfuna á síðustu andartökum leiksins. Þetta var þriðji leikurinn í röð sem fer í framlenginu hjá Denver og það er nýtt met í NBA. Detroit er á miklu skriði og sig- urinn gegn Atlanta var 9. sigur liðsins í síðustu 10 leikjum. Mark Jackson og Reggie Miller voru memiirnir á bak við sigur Indiana gegn LA Lakers. Jackson náði þrennunni, skoraði 17 stig, átti 15 stoðsendingar og tók 13. fráköst og var þetta 13. þrennan sem hann nær á ferlinum. Reggie Miller skoraði 27 stig. Miami hefur unnið 43 leiki á tímabilinu og það er met hjá félag- inu á einu tímabili. New York vann 11. sigur sinn í síðustu 13 leikjum þegar liðið sigr- aði Cleveland á heimavelli. Wayman Tisdale skoraöi sigur- körfu Phoenix gegn Dallas í fram- lengingu um leið og tíminn rann út. Jason Kidd var erfiður sínum gömu félögum í Dallas og skoraði 23 stig. -GH Gamla brýniö Patrick Ewing er hér aö skora tvö af 18 stigum New York gegn Cleveland I fyrrinótt. Símamynd Reuter Ætlar Héðinn Gilsson að gefa kost á sér í landsliðið? „Líklega leikið minn síöasta landsleik" - á hvern stórleikinn á fætur öðrum í Þýskalandi Héðinn Gilsson, sem leikur með þýska liðinu Fredenbeck, hefur verið að leika stórvel í þýsku deildinni og telja kunnugir hann vera að nálgast sitt besta form. Héðinn átti við meiðsli að stríða í nokkum tíma en nú eru þau að baki og allt horfir til hetri tíðar. Héð- inn er kominn í landsliðsform en hann sagði i samtali við DV í gær eins víst að hann hefði leikið sinn síðasta landsleik. Hann er ekki sáttur við vinnubrögð HSÍ í sínum tíma varðandi félagaskipti. Á dögunum sagði Þorbjöm Jensson landsliðsþjálfari að hann ætlaði að hafa samband við Héðin og ræða þessi mál. Þorbjörn sagði ennfremur að Héðinn kæmi til greina i landsliðið miðað við frammistöðu hans að undanfornu í Þýskalandi. „Hef lagt hart aö mér viö æfingar“ „Meiðslin eru að baki og ég hef styrkst mikið enda lagt töluvert á mig til að ná mér á strik á nýjan leik. Ég átti við meiðsli að stríða í eitt og hálft ár svo það tók tima að komast inn 1 handboltaumhverfið aftur. Ég tók til bragðs að styrkja mig á líkamsræktar- stöð eftir æfingar og það bar fljótlega árangur," sagði Héðinn Gilsson. „Þú leikur vel þessa dagana en það sama verður ekki sagt um liðið sem er í botnbaráttu? „Gengi liðsins er búið að vera mikill höfúðverkur. Það var skipt um þjálfara á miðju tímabili og við þá breytingu batnaði gengið en ekki nóg samt. Við erum í vondum málum í dag þegar átta umferðir eru eftir í deildinni. Breiddin er ekki næg og svo hefur vantað allan stöðugleika. Ég var sjálfur lélegur fyrstu 12-15 leikina en hrökk svo loks- ins í gang. Úr þvf sem komið er hýst ég við að liðið falli og næstu leikir verða mjög erfiðir. Maður vonar bara það besta. Ég sjálfur er í góðu formi og sjálfstraustið er í lagi,“ sagði Héðinn. - Ætlar þú að leika áfram með lið- inu ef það fellur í 2. deild? „Hér í þorpinu er þetta ekki spurn- ing hvort liðið haldi sér í deildinni heldur hvort ég haldi liðinu uppi. Það er ágætt að hafa þessu pressu á sér því þá veit maður kannski að maður er að gera eitthvað af viti á meðan. Ég er ekki að spá í það núna hvort ég leik áfram með liðinu ef það fellur. Ég er með samning út næsta tímabil." - Gæfir þú kost á þér í landsliðið ef Þorbjörn veldi þig? „Nei, það myndi ég ekki gera. Mín af- staða í þeim málum hefur ekki breyst og ég hef ekki trú á að hún breytist. Ég sé ekki hvað HSÍ getur gert til að breyta minni afstöðu. Ég lagði mikið á mig varðandi landsliðið á sínum tíma en svo þegar maður þurfti á smáhjálp að halda þá fannst mér ég ekki fá hana. Þetta er fLókið mál en þau snúa að mestu leyti um félagaskiptin mín inn til FH og svo aftur hingað út. Þegar á daginn kom átti Dússeldorf ennþá hlut í mér þegar ég samdi við Fredenbeck. Ég er í málaferlum við Dússeldorf og vonast eftir að fá einhverja fjármuni þegar dómstólar fella sinn dóm í mál- inu.“ - Ertu ekki tilbúinn að sefjast nið- ur með HSÍ og gleyma fortíðinni? „Þeim er velkomið að hringja og ræða við mig. Ég sé bara ekkert sem breytir afstöðu minni. Landsliðið er í dag að leika ágætlega án mín og Patrek- ur getur örugglega klárað þessu stöðu vandræðalaust. Maður á aldrei að segja aldrei en eins og málin líta út fyrir mér á ég ekki von á því að ég leiki framar með landsliðinu," sagði Héðinn við DV i gær. -JKS Breski kylfingurinn Nick Faldo sigraöi meö glæsibrag á opna Nissan mótinu í golfi sem lauk í Kaliforníu í Bandaríkjunum í fyrrinótt. Faldo lék hringina fjóra á 272 höggum eöa 12 höggum undir pari vallarins. Bandaríkjamaöurinn Craig Stadler, sem vann mótiö í fyrra, varö annar á 275 höggum og landi hans Scott Hoch þriöji á 276 höggum. Fyrir lokahringinn munaöi aöeins einu höggi á Faldo og Stadler en Faldo lék síöasta hringinn á 68 höggum, þremur undir pari, á meöan Stadler lék á 70 höggum Þetta var fyrsti sigur Faldos á stórmóti í eitt ár og fyrir sigurinn fékk hann í sinn hlut rúmar 17 milljónir króna. Hin nýja stjarna Tiger Woods frá Bandaríkjunum náöi sér ekki alveg á strik. Hann lék á 281 höggi og varö I 20. sæti. Á myndinni er Faldo meö verölaunagripinn. -GH Kvennakörfubolti: Stórsigur hjá ÍS ÍS vann stórsigur á ÍR í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gær- kvöldi. Lokatölur leiksins urðu 67-28. ÍS er í þriðja sæti í deildinni með 22 stig en IR í 6. sæti með 4 stig. Einn leikur var í 2. deild karla í hand- knattleik. KR sigraði Ögra, 37-27. -JKS Larissa tapaði fyrir Evrópumeisturunum Teitur örlygsson og samherjar hans í Larissa töpuðu fyrir Evr- ópumeisturum Panathinaikos í grísku 1. deildinni eftir framlengd- an leik. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan jöfn en í fram- lengingu hafði Panathinaikos bet- ur og sigraði, 79-80. „Við misnotuðum sex vitaskot í framlengingunni svo það var klaufaskapur að tapa leiknum. Þetta var okkar besti leikur í vet- ur,“ sagði Teitur örlygsson sem lék með síöustu sex mínúturnar og skoraði eina þriggja stiga körfu. -JKS Héðinn kominn í sitt besta form Héöinn Gilsson hefur veriö í aöalhlutverkinu hjá þýska liöinu Fredenbeck aö undanförnu og skorað grimmt. Ekki væri ónýtt fyrir landsiiðið aö njóta krafta hans í komandi heimsmeistarakeppni en hann er á því að gefa ekki kost á sér í landsliöiö framar. Á myndinni er Héöinn aö undirbúa vítakast í landsleik. Anderson til Minden Sigurður Bjarnason og félagar hans hjá Minden í þýsku 1. deild- inni í handknattleik fá góðan liðsstyrk fyrir næsta tímabil. Sænski landsliðsmaðurinn Magnus Anderson hefur ákveðið að yflrgefa Schutterwald, lið Ró- berts Sighvatssonar, og ganga í raðir Minden. Gaudin til Hameln Þá mun franski landsliðsmað- urinn Christian Gaudin leika með Hameln á næstu leiktíð en Alfreð Gíslason, þjálfari KA, er í samningaviðræðum við félagið um að gerast næsti þjálfari fé- lagsins. Elverum sigraði Elverum, lið Gunnars Gunn- arssonar, sigraði botnliðið Urædd, 31-18, í norsku 1. deild- inni í handknattleik um helgina. Elverum er næstneðst í deildinni með 9 stig eftir 19 umferðir. -GH/DVÓ Golfklúbbur Sauðár króks verðlaunaður DV, Sauðárkróki: Á þingi Golfsambands íslands um síðustu helgi var Golfklúbbi Sauðárkróks veitt sérstök viður- kenning fyrir fráhært unglinga- starf á undanfornum árum. Ekki er algengt að Golfsambandið veiti viðurkenningu sem þessa og því rós í hnappagat forsvars- manna Golfklúbhs Sauðárkróks. Árangur unglinga frá Sauðár- króki hefur vakið verulega at- hygli á liðnum árum. Er þar helst að nefna Islandsmeist- aratitla í unglingaflokki 1994 og sveitakeppni 14 ára og yngri 1995 og 1996. Þá má geta þess að í ung- lingalandsliðinu 18 ára og yngri, sem fer í æfingaferð til Portúgals í mars, verða þrir unglingar af tíu í liðinu frá Golfklúbbi Sauð- árkróks. Þeir eru Örvar Jónsson og tvíburasystkinin Gunnlaugur og Halla Erlendsböm. -ÞÁ Guðjón bestur Á árshátíð HDSí fyrir skömmu valdi Félag yngri dóm- ara Guðjón L. Sigurðsson besta dómara ársins árið 1996. Körfubolti: Mikil spenna á ísafirði Það ræðst í kvöld hvort það verður KFÍ eða ÍRsem tryggir sér 8. sætið í úrvalsdeildinni í körfuknattleik og um leið sæti I úrslitakeppninni sem hefst um næstu helgi. KFÍ fær þá bikarmeistara Keflvíkinga í heimsókn og með sigri tryggja ísfirðingar sér sæti í úrslitakeppninni i fyrsta skipti. Mikill áhugi er fyrir leiknum á ísafirði og húist við að „Jakinn", eins og íþróttahús þeirra ísfirð- inga er nefnt, verði troðfullur af fólki. Segja má að Keflvíkingar hafi í hendi sér hverjum þeir mæta í fyrstu umferð úrslita- keppninnar þar sem þeir eru ör- uggir með efsta sætið í deildinni. Þá eigast við Tindastóll og Haukar á Sauðárkróki en leikn- um var frestað á fimmtudaginn vegna veðurs. Síðasti leikurinn i deildar- keppninni fer fram í Keflavík á fimmtudagskvöldið en þá mæta heimamenn liði Tindastóls. Úrslitakeppnin hefst svo á sunnudaginn. í fyrstu umferð- inni mætast: Keflavík-ÍR/KFÍ Grindavík-Skallagrímur Akranes-KR Haukar-Njarðvík Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í undanúrslitin. -GH Edda sigraði Fyrsta mót ársins í bikar- keppni Karatesambands íslands í kumite fór fram í íþróttahúsi Víðistaðaskóla í Hafnarfirði um helgina. í opnum flokki kvenna sigr- aði Edda Blöndal, Þórshamri. Björk Ásmundsdóttir, Þórs- hamri, varð önnur og Védís Sig- urjónsdóttir úr Fjölni varð í þriðja sæti. í flokki karla -74 kg sigraði Jón Ingi Þorvaldsson, Þórs- hamri. Sölvi Rafnsson, Selfossi, varð í öðru sæti og Bjarki Birg- isson, KFR, hafnaði í þriðja sæti. í flokki karla í +74 kg flokki varð Ólafur Níelsen sigurveg- ari. Ingólfur Snorrason frá Sel- fossi varð í öðru sæti og Sigurð- ur Kjartansson úr Karatafélagi Suðurnesja varð í 3. sæti. -GH Þórður verður frá í 4 vikur Þórður Þórðarson, markvörð- ur Skagamanna, meiddist á hné í leik með Skagamönnum fyrir skömmu. Það blæddi inn á hnéð og verður hann frá æfingum og keppni næsta mánuðinn. Hann mun því ekki hefja leik með Skagamönnum i deildabik- arkeppninni sem hefst í þessum mánuði. Norðmenn unnu og töpuðu Norðmenn og Egyptar léku tvo vináttuleiki í handknattleik í Noregi um helgina. Norðmenn unnu fyrri leikinn, 32-27, en þann síðari unnu Egyptar, 24-25. Norðmenn virðast vera á mikilli uppleið i íþróttinni en þeir gætu orðið mótherjar ís- lands á HM í Japan. Júlli skoraði 3 Júlíus Jónasson skoraði 3 mörk fyrir Suhr þegar liðið gerði 25-25 jafntefli viö Amitica í úrslitakeppni svissnesku 1. deildarinnar í handknattleik um helgina. Suhr er í neðsta sæti í úrslitakeppninni. Ferguson bestur Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur verið útnefndur stjóri febrúarmánað- ar í ensku úrvalsdeildinni. Ferdlnand meiddur Óvíst er hvort Les Ferdinand getur leikið með Newcastle gegn Monaco í 8-liða úrslitum UEFA-keppninnar í knatt- spyrnu en fyrri leikur liðanna fer fram á St. James Park í , Newcastle í kvöld. Ferdinand meiddist i nára í leiknum gegn Southampton á laugardaginn. Þetta eykur á vandræði hjá Kenny Dalglish, stjóra Newcastle, því Alan She- arer er frá vegna meiðsla og Faustino Asprilla tekur út leik- bann. Peter Beardsley kemur inn í liðið og leikur i framlín- unni og með honum Steve Watson sem betur er þekktur sem varnarjaxl. Rangers býður Gazza samning Glasgow Rangers er húið að bjóða Paul Gascoigne nýjan fimm ára samning við félagið sem myndi renna út þegar Gazza veröur 35 ára gamall. Það eru engir smáaurar sem Rangers er tilbúið að greiða fyr- ir samninginn eða 500 milljónir króna. -GH/DVÓ Kristinn vann í Austurríki Skíðamennimir Kristinn Bjömsson og Amór Gunnarsson tóku um helgina þátt í tveimur alþjóðlegum mótum í stórsvigi. Það fyrra fór fram í Austurríki og þar sigraði Kristinn og fékk 19 FlS-punkta fyrir sigurinn. Amór náði hins vegar ekki að klára keppnina þar sem hann féU í brautinni. í síðara mótinu, sem fram fór í Frakk- landi, varð Kristinn í 7. sæti og fékk 8 FlS-punkta og Amór lenti í 30. sæti og fékk 40 FlS-punkta. -GH Brann-Liverpool: Ágúst ekki í byrjunarliðinu? AUt útiit er fyrir að Ágúst Gylfason verði ekki í byrjunaliði Brann sem mætir Liverpool í 8-liða úrslitakeppni Evrópukeppni bikcirhafa í knattspymu í Björgvin á fimmtudagskvöld. Brann lék æfingaleik við spánska liðið Albacete um helgina og sigraði, 1-0. KjeU Tennfjord, þjálfari Brann, sagði eftir leikinn að líklega yrði byrjunarliðið í leiknum gegn Liverpool eins skipað og gegn Albacete en Ágúst var ekki í liðinu. Birkir Kristinsson verður einnig fjarri góðu gamni en eins og áður hefur komið fram er hann ekki löglegur með Brann í Evrópukeppninni. -GH/DVÓ Hertha í annað sætið Hertha Berlín, lið Eyjólfs Sverrissonar, komst í gærkvöldi upp í annað sæti í þýsku 2. deUdinni í knattspymu. Hertha tók á móti Wolsburg og sigraði með einu marki gegn engu. Sigurmarkið kom í upphafi síðari hálf- leiks og var Veit þar að verki að viðstödd- um 15 þúsund áhorfendum. Eyjólfur lék aUan leikinn og komst ágætiega frá sínu. Úrslitakeppnin um Islandsmeist- aratitUinn í 1. deUd kvenna í hand- knattieik hefst í kvöld með tveimur leikjum. í Ásgarði mætast detida- meistarar Stjömunnar og ÍBV og í Víkinni leika gömlu stórveldin Vík- ingur og Fram. Báðir leikirnir hefj- ast klukkan 20. Á fimmtudagskvöld eigast liðin við öðm sinni og þá á heimaveUi ÍBV og Fram. Komi tU þriðja leiksins verður hann leikinn á laugardaginn. Annað kvöld em svo hinar tvær viðureignirnar í 8-liða úrslitunum. íslands- og bikcmneistarar Hauka fá þá Val í heimsókn klukkan 20 en liðin áttust við sem kunnugt er í úr- slitaleik bikarkeppninnar fyrir skömmu. í Kaplakrika mætast FH og KR og hefst leikurinn klukkan 18.15. Á fimmtudagskvöldin eigast liðin við á heimaveUi Vals og KR og komi tti þriðja leiksins verður hann á sunnudaginn. -GH Kaiserslautem er efst með 37 stig og Hertha Berlín kemur síðan í öðra sæti með 34 stig og Wolsburg í þriðja sæti með 30 stig. Af þessu má sjá að keppnin um sæti í úrvalsdeildinni verður gífurlega hörð á mtili þessara þriggja liða á næstunni. -JKS Alex Ferguson stjóri Manchester United: Lið Liverpool er að- alkeppinauturinn „Eins og þetta lítur út fyrir mér núna er það eimmgis Liverpool sem getur komið í veg fyrir að meistaratitUlinn verði tekinn burt frá okkur. Við höfðum reynsluna af því að vinna en ég lít á lið Liverpool sem okk- ar aðalkeppinaut um sigur í deUdinni," sagði Alex Ferguson, fram- kvæmdastjóri Manchester United, eftir leiki helgarinnar í ensku knatt- spymunni þar sem Newcastie, Liverpool og Wimbledon máttu öU þola tap á meðan Manchester United lagði Coventry og náði fjögurra stiga for- skoti á Liverpool á toppnum. „Ég er auðvitað mjög svekktur með úrslit okkar gegn Aston VUla en þrátt fyrir það er ég ekki búinn að afskrifa okkar í baráttunni um meist- aratitilinn. Við getum enn orðið meistarar því það er mikið eftir af mót- inu. Við verðum hins vegar að gera okkur grein fyrir því að við verðum að vera beittari i sóknarleiknum og skora mörk. Það er ekki nóg að sptia góða knattspymu því það em mörkin sem telja,“ segir Roy Evans, fram- kvæmdastjóri Liverpool. -GH Coventry var nær sigri Coventry og Wimbledon sktidu jöfn, 1-1, í ensku úrvalsdeUdinni í gærkvöldi. Efan Ekokuo kom Wimbledon yfir á 32. mínútu en Dion Dublin jafnaði með skaUa fyrir Coventry sem var nær sigri í leiknum. Wimbledon er 6. sæti með 44 stig og Coventry í 16. sæti með 29 stig. -JKS Skíði: M Kvennahandknattleikur: Urslitakeppnin hefst í kvöld

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.