Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Qupperneq 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 1997 íþróttir unglinga Reykjavíkurmótið undir 16 ára i snóker 1997: Leikurinn gegn Halli erfiðastur - sagði Bjarki Halldórsson, Þróttheimum, fyrsti Reykjavíkurmeistarinn Þessir strákar skipuöu efstu sætin í fyrsta Reykjavíkurmóti 13-16 ára sem fór fram í Biljardstofunni Klöpp. Frá vinstri, Hallur Árnason, Þróttheimum, 3.-4. sæti. ingvar Ragnarsson, Frostaskjól, 3.-4. sæti. Bjarki Halldórsson, Þróttheimum, 1. sæti og Bergur Benediktsson, Tónabæ. 2. sæti. Fyrsta Reykjavíkurmótið í snók- er 13-16 ára stráka fór fram í Biljardstofunni Klöpp dagana 22.-23. febrúar. Mótið tókst með miklum ágætum, að sögn Björgvins Hólm Jóhannessonar, formanns Bil- jard- og snókersambands íslands: „Þetta er í fyrsta skipti sem keppt er í Reykjavíkurmóti i þessari í- þróttagrein og var þátttakan mjög Umsjón Halldór Halldórsson góð sem bendir til þess að áhugi unglinganna fyrir greininni sé mikill," sagði Björgvin. Hallur erfiöur Bjarki Halldórsson og Hailur Ámason háðu mjög tvísýna keppni í undanúrslitum Reykjavíkurmóts- ins: „Leikurinnn gegn Halli var mjög erfiður og úrslit réðust á síðustu kúlunni í aukaviðm-eigninni. Úr- slitaleikurinn gegn Bergi var aftur á móti mun léttari en ég bjóst við,“ sagði Reykjavíkurmeistarinn Bjarki Halldórsson. „Ég var klaufi í aukaviðureign- inni gegn Bjarka, þegar ég hitti ekki svörtu kúluna en þau mistök voru dýr. Ég fæ annan möguleika á vinningi seinna," sagði Hallur. íslandsmót í púli 8. mars „í fýrsta sinn í sögunni, þann 8. mars, verður leikið til úrslita í fyrsta íslands- mótinu í púli, 13-16 ára, og fer keppnin fram í Keiluhöllinni og hefst kl. 14. Um 20 félags- miðstöðvar úr Reykjavík, Reykjanesbæ, Vestmannaeyj- um og Hvera- gerði taka þátt í undankeppninni, en þetta verður liðakeppni, (3 í liði) og komast 10 lið í úrslit. Er búist við snörpum viðureignum þar sem strákamir æfa mjög stíft um þessar mimdir. Við höfum lengi verið með kynn- ingu á snóker og púli í félagsmið- stöðvmn í Reykjavík og verður svo áfram og er hún opin öllum ungl- ingum, 13-16 ára. Þaö em púlborð í öllum félagsmiðstöðvum í Reykja- víkurborg og víðar og viljum við benda krökkum úr fyrrnefndum aldurshópi á að þau eru öllum opin til æfinga." íslandsmót í snóker „Ætlunin er einnig að vera með íslandsmót í snóker í apríl og em undirtektir allar mjög jákvæðar. Það gætir því mikiílar bjartsýni um framhald þessarar iþrótta- greinar vegna hinna góðu viðbragða krakkanna," sagði Björgvin Hólm. Úrslit í Reykjavíkurmótinu A-riðill: 1. Hallur Ámason, Þrótth. 2. Andri Guðmundss., Hólmaseli. 3. Gunn- laugur Hrólfss., Bústöðum. 4. Helgi Guð- mundsson, Bústöðum. B-riðill: 1. Guðflnnur Ómarss., Þrótth. 2. Bjarki Halldórsson, Þrótth. 3. Hjálmar Ragnarss., Frostaskjóli. 4. Halldór Guð- mundsson. C-riðill: 1. Tómas Jörgensen, Tónabæ. 2. Ingvar Ragnarsson, Frostaskjóli. 3. Guðni Brynjarsson, Þróttheimum. 4. Þorsteinn Arinbjamarson, Bústöðum. 5. Helgi Þ. Helgason, Fjörgyn. D-riðill: 1. Bergur Benediktss., Tónabæ. 2. Hilmar Sigurðsson, Búst. 3. Einar Ólafsson, Búst. 4. Guðjón Pétursson, Bústöðum. 5. Guðlaugur Hauksson, Tóna- bæ. 6. Gústaf Viðarsson, Bústöðum. 8-manna úrslit: Hallur Ámason/Hilm- ar Sigurðsson 2-1. Tómas Jörgensen- /Bjarki Halldórss. 1-2. Guðfínnur Ómarsson/ Ingvar Ragnarss. 0-2. Bergur Benediktsson/Andri Guðmundss. 2-1. 4 manna úrslit: Hallur Ámason/Bjarki HaUdórsson 1-2. Ingvar Ragnarss. /Berg- m- Benediktss. 1-2. Úrslitaleikur: Bjarki Halldórss. Þrótth./ Bergur Benediktss., Tónabæ, 3-0. Hér vandar Bjarki Halldórsson sig vel, enda Reykjavíkur- meistaratitillinn í húfi. Bergur Benediktsson, Tónabæ, fylg- ist spenntur meö. íslandsmótið í handbolta - 5. flokkur stráka: Haukarnir með sterkt B-lið - og unnu í B-liði í Strandgötu sem var síðasta umferð fyrir úrslitakeppnina Haukastrákamir stóðu sig mjög vel í síðasta mötinu (Hafnarfjarðar- mótinu), fyrir úrslitakeppnina, og sigruðu i keppni B-liða, unnu FH í úrslitaleik, 14-12. Strákamir mæta að sjálfsögðu i úrslitakeppnina sem fer fram bráðlega og em til alls vísir. Góöur árangur Bikarsigur meistaraflokks Hauka í karla- og kvennaflokki hlýtur að virka hvetjandi á yngri flokka fél- agsins - og það er einmitt það sem hefur skeð því frammistaða þeirra yngri hefur verið mjög góð í vetur. Ef við lítum á árangurinn í 5. og 6. flokki stráka og stelpna í fjölliðamótum þá er hann þessi. 5. flokkur karla: A-lið varð í 4. sæti. B-liðið í 1. sæti og C-liðið í 2. sæti. Ekki slæmur árangur það. 6. flokkur stráka: A-liðið varð í 1. sæti. B-lið í 5. sæti. C-lið í 6. sæti. 5. flokkur stelpna: A-lið varð í 3. sæti og B-liðið í 3. sæti. 6. flokkur kvenna: A-liðið í 6. sæti. B-liðið í 4. sæti og C-lið í 2. sæti. Allir þessir flokkar eru komnir í úrslitakeppni HSÍ og leika því um íslandsmeistaratitilinn í marsmán- uði. Bjart fram undan Aðrir yngri flokkar félagsins hafa einnig náð mjög viðunandi árangri - þannig að framtíð Hauka er björt og hún felst að sjálfsögðu í þessu unga fólki. Ljóst er á öllu að Hafnarfjarðar- liðið Hauka er þegar orðið stórveldi í handbolta á íslandi! 5. flokkur Hauka, B-liö. Aftari r. f.v.: Hallfreður liösstj., Helgi, Emil, Lárus, Ar- on, Siguröur og Eiías þjálfari. Fr. röö f.v.: Sævar, Sigurjón, Ásgeir, Kristján. I>V Frjálsíþróttir unglinga: Úrvalshópur FRÍ 2000 1997 Eftirtaldir unglingar hafa ver- iö valdir í Sydneyhóp FRÍ 2000 fyrir árið 1997-1998. Bjöm Margeirsson, 18 ára . UMSS 800 m hlaup.........1:55,91 min. Einar K. Hjartarson, 17 ára USAH Hástökk............2,12 metrar. Halldóra Jónasd., 20 ára . . UMSB Spjótkast........ 48,82 metrar. Sunna Gestsdóttir, 21 árs. . USAH 200 metra hlaup.......24,44 sek. Sveinn Margeirsson, 19 ára UMSS 10.000 metra hlaup......32:51,3 Sveinn Þórarinsson, 18 ára . . . FH 400 metra grindahlaup... . 54,07 sek. Vala Flosadóttir, 19 ára...ÍR Stangarstökk.......4,20 metrar. Hástökk............1,82 metrar. Egill Eiðsson, landsliðsþjálfari unglinga, hafði þetta að segja um framhaldið hjá þessu unga íþróttafólki: „Sydneyhóp- ur FRÍ er hluti af afreksáætlun til að undirbúa afreksunglmga fram að Ólym- píuleikunum í Sydney í Ástraliu árið 2000. Þessir sjö ein- Njáll Eiðsson staklingar hafa þjálfari. verið valdir samkvæmt ströngum lágmörk- um og teljast því vera fram- úrskarandi efhilegir í sínum greinum (17-22 ára). Markmið FRÍ er að skapa þessum efnilega unglingum tækifæri til að þroska hæfileika sína eins vel og kostur er, með það lokamarkmið að ná lág- mörkum fyrir fyrir Ólympíu- leikana í Sydney. Tveir nýir einstaklingar komu inn í hópinn núna, þeir Einar Karl Hjartarson og Sveinn Þór- arinsson. Fimm af þessum ungl- ingum stunda nám á framhalds- skólastigi hérlendis. Sunna Gestsdóttir dvelur við nám og æfmgar í Athens í Georgíu í Bandarikjunum. Vala Flosadótt- ir býr í Svíþjóð, en hún tekur þátt í heimsmeistaramótinu í París um aðra helgi,“ sagði Egill. Bikarkeppni HSÍ: FH sigraði í fjórum flokkum Úrslitaleikir í Bikarkeppni HSÍ í yngri flokkum fór fram helgina 22. og 23. febrúar. FH-krakkamir fóru hamfórum og sigruðu i fjórum flokkum af sex, IR og Valur unnu í einum flokki. Úrslitaleikjunum lauk annars sem hér segir. 4. flokkur kvenna: Valur-ÍR...................10-8 (Valur bikarmeistari 1997) 4. flokkur karla: FH-Víkingur...............18-14 (FH bikarmeistari 1997) 3. flokkur kvenna: FH-Víkingur...............22-10 (FH bikarmeistari 1997) 3. flokkur karla: ÍR-Stjaman................19-18 (ÍR bikarmeistari 1997) 2. flokkur kvenna: FH-Stjaman................27-21 (FH bikarmeistari 1997) 2. flokkur karla: FH-KR.....................26-25 Handbolti 6. fl. stelpna: Úrslitakeppnin í umsjón Gróttu A-úrslitakeppnin í 6. flokki stelpna fer fram á Seltjarnarnesi 21.-23. mars og er í umsjón Gróttu. Riðlaskipting er þessi. A-lið: A-riðiU: FH, Breiðablik, Stjarnan, Fylkir, Grótta. - B-riðiU: ÍR, Fram, Haukar, HK, fBV. B-Uð: A-riðiU: Haukar, Fylkir, FH, ÍBV, Fjölnir. B-riðiU: Fram, Stjaman, Grótta, Breiðablik. C-Uð: Fram, Stjaman(l), Haukar, Grótta, Stjaman(2).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.