Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Síða 23
ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 1997 Fréttir Gróðureyðing á íslandi: 14 þúsund ferkílómetrar gróðurlendis að blása upp - meginhluti landsins er aö gróa upp, segir formaður Bændasamtakanna ísland er í hópi þeirra landsvæða í heiminum þar sem gróðureyðing, eyðimerkurmyndun og rýrnun landgæða er hvað mest. Mikið jarð- vegsrof á sér nú stað á um 22% landsins samkvæmt nýútkominni skýrslu Landgræðslunnar og Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins. í skýrslunni er gróðurrof flokkað og landi gefnar einkunnir eftir því hversu rofið er langt gengið. Ein- kunnin 0 þýðir ekkert gróðurrof, 1 þýðir lítið rof, 2 þýðir nokkurt rof, 3 þýðir talsvert rof, 4 þýðir mikið rof, 5 þýðir mjög mikið rof. Rofeinkunn- imar 3, 4 og 5 eru samtals á yfir helmingi af flatarmáli landsins þeg- ar jöklar, vötn og fjalllendi eru und- anskilin og er samfelld gróðurhula að eyðast á um 14 þúsund ferkíló- metrum lands sem er mjög stór hluti takmarkaðrar gróðurhulu landsins. Ari Teitsson, formaður Bænda- samtaka íslands, segir að bændur séu almennt þeirrar skoðunar að meginhluti landsins sé að gróa upp. Bæði hafi sauðfé fækkað mjög en einnig hafi veðurfar verið heldur hlýrra en undanfarin ár og á Norð- urlandi hefur verið tiltölulega meiri raki sem hvort tveggja ráði miklu um rof og uppblástur. Það sé því síð- ur ástæða til að friða algerlega fyrir beit jafn stór landsvæði og áður. Hann segir hrossabeit á ákveðnum afmörkuðum stöðum vandamál en þar skipti máli mikil hrossaeign þéttbýlisbúa sem þeir séu eðlilega í vandræðum með vegna land- þrengsla. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri segir i samtali við DV að ný landgræðsluáætlun sé í smíðum á grundvelli þessarar skýrslu Land- græðslunnar og RALA en nauðsyn- legt sé að land sé nýtt með sjálfbær- um hætti þannig að gróður nái að endumýja sig, gróðureyðingin verði stöðvuð og endurheimt gróins lands geti hafist. Alþjóðasáttmáli SÞ um verndun vistkerfa og sjálfbæra nýtingu nátt- úruauðlinda heimsins gekk í gildi á íslandi í lok siðasta árs en helsta markmið hans er að sporna við gróðureyðingu og græða upp eydd og vangróin svæði. Ný landgræðslu- áætlun og landgræðslulöggjöf hlýt- ur að sögn landgræðslustjóra að taka mið af sáttmálanum. Skamm- tímamcU'kmiðið sé að stöðva hrað- fara gróðureyðingu hér á landi, en langtímamarkmiðið að endur- heimta gróið land. „Við munum styðja landgræðslu- stjóra heils hugar í því að reyna að komast að niðurstöðu um hvernig skynsamlegt sé að vinna að því að græða upp landið," sagði Ari Teits- son, formaður Bændasamtakanna, þegar DV bar undir hann niðurstöð- ur skýrslu Landgræðslunnar og RALA. Ari segir að bændur hafi tekið sífellt meiri þátt í uppgræðslu lands undanfarin ár og samstarf þeirra og Landgræðslunnar farið mjög batnandi undanfarin 10-20 ár. Ari segir að vænta megi ágrein- ings milli bænda og Landgræðsl- unnar í stöku tilvikum. Menn séu ekki á eitt sáttir um hversu slæmt ástandið sé á einstökum stöðum og svæðum og hvað skuli gert til úr- bóta. „Það er enginn óskeikull í þessu,“ segir Ari. -SÁ Sauðárkrókur: Nýja íþróttahúsið í gagnið í ágúst DV, Fljótum: í vetur hefur verið unnið að full- um krafti við byggingu síðari áfanga Iþróttahúss á Sauðárkróki og eru framkvæmdir á áætlun. Reiknað er með að húsið verði tilbúið í lok ágúst í sumar. íþróttasalurinn verð- ur með eldri hlutanum 22x45 metrar að stærð og því löglegur handbolta- völlur og pláss er fyrir þrjá körfu- boltavelli ásamt búningsaðstöðu. einangrun þaks og veggja og við múrverk. Nú starfa að jafnaði 14-17 manns við bygginguna og hefur þessi mikla framkvæmd skapað iðn- aðarmönnum á svæðinu umtals- verða vinnu. Verktaki við bygginguna er Óstak hf. Það er félag sem þrjú bygginga- fyrirtæki á Sauðárkróki standa að. Þau eru Trésmiðjan Borg hf. Frið- rik Jónsson sf. og Trésmiðjan Eik sf. -ÖÞ *vssa Iðnaðarmenn að ^örfum Þeir vinna við bygginguna. Frá vinstri: Einar Eiríksson, Björn Björnsson og Sigurbjörn Björnsson. DV-mynd Örn íslenski markaðsdagurinn var haldinn á vegum ímark, Félags íslensks mark- aðsfólks, sl. föstudag. Þar voru veitt verðlaun fyrir athyglisverðustu auglýs- ingar ársins 1996. Veitt voru verölaun í ellefu flokkum. Hér sést fulltrúi Pósts og síma afhenda fulltrúum Islensku auglýsingastofunnar og Opinna kerfa hf. verðlaun fyrir markpóst. DV-mynd Pjetur Bygging hússins hófst í júní sl. og varð það fokhelt í haust. Það er steypt en límtré í þaki. Auk íþrótta- salar eru byggðir tveir búningsklef- ar og framlengd bygging fyrir að- gengi inn á áhorfendasvæðin í hús- inu. Um þessar mundir er unnið við Eldur kviknaði í sérstökum hitara í bílskúr í Heiðargerði á laugardag. Eigandi bílsins setti hitarann í gang til að hita bílinn upp en ekki vildi betur tii en svo að tækið ofhitnaði og kveikti í bílnum sem talinn er ónýtur. DV-mynd S % 27 A.C. Cheetah 440 '91, grár, r ek. 4200 mílur Verð áður í.-i [OJ 300.000. Nú 220.000. \}JJ Ski-Doo Touring 500 '95, blágr. ek. 5.500 km. rafstart, bakkgír, 2 manna. Verð áður 630.000. Nú 510.000. A.C. Wild Cat 650 '89, svartur. Verð áður 220.000. Nú 160.000. svartur ek. 4.300 km. bakk- gír, 2 manna. Verð áður Vv/ 530.000. Nú 350.000. r íl' ■0 /7-C\ A.C. Panther 440 '93, svart- />J\ ÍLi' ur, ek. 5.200 mflur. Verð áður M 400.000. Nú 320.000. PPi ' Polaris Widetrack 500 '90, rauður, ek. 4.100 mflur. Kimpex, gasdempur, bakk- gír, lágt drif. Verð áður 400.000. Nú 330.000. x-c Polaris Indy 500 '90 500, ÍOl svartur,ek.5.500mflur.Verð (Q) áður 310.000. Nú 230.000. A.C. Wild Cat 700 '91, svartur, ek. 4.500 mflur, Verð fAl áður 390.000. Nú 310.000.----------’ %■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.